Krabbameinsferlið og krabbameinshjúkrunarfræðin Flashcards
Við hvaða aldur greinist rúmlega helmingur allra krabbameina?
Eftir 65 ára aldur
Hversu margir Íslendingar fá krabbamein e-n tímann á lífsleiðinni?
Um þriðjungur
Í hvaða krabbameinum eru horfurnar verstar?
Í lungnakrabbameini, briskrabbameini og gallvegameinum
Í hvaða krabbameinum eru horfurnar bestar?
Í brjóstakrabbameini og blöðruhálskirtilskrabbameini
Í hverju felast 1., 2. og 3. stigs forvarnir í krabbameinsferlinu?
- stigs forvarnir er það sem við gerum fyrir greiningu s.s. forvarnir, skimun, erfðaráðgjöf.
- stigs forvarnir er að greina sjúkdóminn.
- stigs forvarnir er meðferðin.
Hvað einkennir sjúklingamiðaða þjónustu (patient centred care)?
- Sjúklingamiðuð
- Sjúklingurinn er í öndvegi
- Örugg
- Árangursrík
- Tímanleg
- Skilvirk
- Jafnræði og virðing fyrir óskum og gildum sjúklings
Hvert er markmið krabbameinsmeðferðar?
Að lækna, lengja líf og bæta gæði lífs
Hver er skilgreiningin á heilsutengdum lífsgæðum?
að hve miklu leyti sjúkdómar, veikindi, meðferð hafa áhrif á ýmsar víddir lífsgæða (líkamleg líðan, einkenni, virkni, félagsleg, tilvistarleg, sálræn líðan…)
Hver er skilgreiningin á heilsutengdum lífsgæðum?
að hve miklu leyti sjúkdómar, veikindi, meðferð hafa áhrif á ýmsar víddir lífsgæða (líkamleg líðan, einkenni, virkni, félagsleg, tilvistarleg, sálræn líðan…)
Hver er skilgreiningin á lífsgæðum skv. WHO?
“Tilfinning eða skynjun einstaklings á stöðu sinni í lífinu út frá þeirri menningu og gildum sem hann býr við og í tengslum við eigin markmið og væntingar, staðla, lífskjör og áhyggjuefni.
Lífsgæði er vítt hugtak og margir þættir hafa áhrif á það eins og líkamleg heilsa, tilfinningalegt ástand, sjálfsbjargargeta, félagsleg tengsl og tengsl við þá þætti í umhverfinu sem skipta hann máli”
Hvaða lífsgæði koma verst út af öllum lífsgæðum í rannsókninni ,,Lífsgæði hjá íslenskum krabbameinssjúklingum í meðferð” (Sævarsdóttir o.fl.)?
Kynlífslífsgæðin komu verst út af öllum lífsgæðum!
Hvaða lífsgæði koma næstverst út af öllum lífsgæðum í rannsókninni ,,Lífsgæði hjá íslenskum krabbameinssjúklingum í meðferð” (Sævarsdóttir o.fl.)?
Líkamleg lífsgæði.
Hvaða áhrif hefur það á lífsgæði að vera með klár einkenni kvíða og þunglyndis skv. rannsókn Sævarsdóttir o.fl.?
Þeir sem voru með klár einkenni kvíða og þunglyndis voru allir að skora hærra á lífsgæðaskorinu þ.a. þeir voru með verri lífsgæði en hinir.
Hvað er mikilvægt að meta yfir tíma hjá sjúklingum í krabbameinslyfjameðferð?
Líkamleg einkenni
Kvíða
Þunglyndi
Kynlíf
Hvernig voru lífsgæði aðstandenda krabbameinssjúklinga og hvaða einkenni höfðu þeir skv. rannsókninni ,,Þarfir, lífsgæði og einkenni kvíða og þunglyndis hjá aðstandendum krabbameinssjúklinga á Íslandi” (Fridriksdottir o.fl., 2011)?
Lífsgæði aðstandenda voru svipuð lífsgæðum almennings.
20-40% voru með einkenni kvíða og depurðar.