Öndun barna og frávik í öndunarstarfsemi og veikindi tengd þeim Flashcards

1
Q

Afhverju eru öndunarerfiðleikar og vandamál með önduna algengast í börnum yngri en 3 ára?

A

Ástæðan fyrir því er að ung börn eru berskjaldaðari fyrir ýmsum pestum í umhverfinu svo sem RS og influensu, því að ofnæmiskerfið er ekki fullþroskað og þau eru að kynnast þessum sýkingum í fyrsta skipti. Eins er börn útsettari til að fá öndunarerfiðleika því öndunarvegirnir eru smáir og þröngir og öndunarfærin eru ekki full þroskuð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvernig er öndunarvegur barna?

A
  • Allt mun smærra og meiri líkur að slím og bólga valdi loftflæðiskerðingu um öndunarvegi
  • Litlar nasir – börn anda aðallega með nefinu til 6 mán aldurs: Nefstíflur mikið vandamáli, t.d. barn á erfitt með að taka brjóst og sefur illa.
  • Lítið nefkok
  • Tungan er hlutfallslega stór og munnurinn lítill
  • Háls – og nefkirtlar stórir: Háls og nefkirtlar eru að stækka á aldrinum 2-6 ára og geta valdið verulegum kæfisvefni í sumum tilfellum þar sem hálskirtlar eru verulega stórir
  • Barkakýlislokið (epiglottis) er langt og lint, Erfiðara að sjá í barkaþræðingu
  • Barkakýlið og raddböndin eru ofar í hálsi
  • Brjóskmyndun á eftir að aukast
  • Færri vöðvar starfhæfir í öndunarvegum: Meiri líkur á að öndunarvegur falli saman t.d þegar barn grætur
  • Styttri og þrengri barki
  • Greiðari leið í hægri berkju
  • Lítið þvermál öndunarvega hjá ungabörnum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er öndunarvegur nbarna í þvermáli

A

4mm þannig að bólga um 1 mm skerðir þvermálið um 2 mm sem veldur mikilli teppu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Er barkinn ofar eða neðar í hálsi barna?

A

Barkinn ofar í hálsi barna og greiðari leið ofan í hægri berkju, ekki óalgengt að lendi ofan í hægri berkju við intúberingu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Öndunarvegur barna - Neðri loftvegir , hvað felst undir það?

A

Berkjur (bronchi) og berkjungar (bronchiole)
- Lítið af sléttum vöðvavef
- Berkjungar eiga eftir að greinast frekar

Lungnablöðrur (alveoli)
- 25 milljónir hjá nýburum, 300 milljónir hjá fullorðnum
- Minni og óþroskaðri

Brjóstkassinn og vöðvar
- Þindaröndun til 5-6 ára aldurs
- Börn með þindarlömun þurfa því mikinn öndunarstuðning fyrstu ár lífs síns
- Rifbein að stórum hluta brjósk og gefur brjóstkassinn því eftir hjá ungbörnum og ungum börnum með öndunarerfiðleika = > inndrættir því oft áberandi hjá ungum börnum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Þegar þú ert að taka á móti barni þá skoðar þú líkamsstöðu barns, hvað þarftu að skoða?

A
  • Getur barnið legið út af? Eða vill það sitja upprétt, ungbörnum með öndunarerfiðleika líður betur í halla
  • Situr barnið og hallar sér fram? „Tripod staða“ s.s. Í astma, þrengsli í efri öndunarvegi
  • “sniffing position“ s.s. Þrengsli í efri öndunarvegi: Bólgið barkakýlislok t.d.
  • Ungbörn reigja sig aftur (þrengsli í efri öndunarvegi)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Þegar þú ert að taka á móti barni þá skoðar þú lit á húð/slímhúð, hvað þarftu að skoða varðandi það?

A
  • Blámi/fölvi/marmorisering
  • Blámi á slímhúðum í munni/tungu
  • Mikill fölvi
  • Hvað þarf súrefnismettun að vera lág til að maður sjái bláma á barni? Lægri en 80 – 85%. Það er miklivægt að mæla súrefnismettun hjá börnum sem eru með öndunarerfðileika
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Mat á börnum með öndunarfæraeinkenni, skoðum lífmörkin, hvað þarf að skoða?

A

Öndunartíðni – Telja í ½ - 1 mín
- Ástæða fyrir hárri ÖT tíðni geta verið vot lungu eftir fæðingu, lungnabólga eða sjúkdóma utan lungna eins og hjaragallar og hjartabilun

Hjartsláttartíðni
- Mun meiri áhyggjur af barni með hraðari hjartslátt heldur en ef hann væri innan marka
- Þarf líka að mæla líkamshita samhliða
- Segir okkur hversu veikt barnið er

Líkamshiti
- Fyrir hverja gráðu hækkar púlsinn um 10sl/mín
- Værum með minni áhyggjur af barni með hita og púls upp að 180 heldur en ef það væri hitalaust og með sama púls

Súrefnismettun

Meta þörfina fyrir BÞ mælingar
- Endurteknr blþr mælingar mep barn fyrir öndunarerfiðleika eru auka áreiti, erfitt að mæla og verða falskar, alltaf að mæla hjá mjög veikum börnum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að mæla súrefnismettun?

A
  • Hægt að setja á tá, fingureða eyrnasnepil
  • Hreyfing hefur áhrif á mælinguna, getum notað athyglisdrefingu til að fá barnið til að vera kjurrt
  • Ljós getur haft áhrif, gott að setja sokk yfir tásuna og helst þá líka betur
  • Ganga úr skugga um að hjartsláttartíðnin sem mettunarmælirinn mælir sé rétt, ef börn eru í hraðtakti eða eð lélega perfusion eða blóðrás þá sýnir mælirinn ekki endilega rétt gildi
    -Lélegt perfusion og kaldir útlimir gera það að verkjum að við erum lengur að fá rétta mælingu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað segir okkur einna mest um hversu avarlegir öndunaerfiðleikarnir eru ?

A

Áreynsla við öndun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað fylgjumst við með þegar við erum að skoða hvort það sé áreynsla við öndun?

A

Nasavængjablakt

Inndrættir

Notkun hjálparvöðva – head bobbing (notar hálsvöðvana til að hjálpa við öndun, hausinn færist fram og aftur)

Ósamhverf hreyfing brjóstkassa – see saw/paradoxical breathing
- Við ósamhverfa öndun dregst brjóstkassinn inn þegar baarnið er að draga inn andan og maginn út
- Venjulega þenst brjóstkassi og magi út við innöndun og fellur saman við innöndun

Auka hljóð s.s. Soghljóð (stridor), stunur (grunting), hvæs (Wheezing)
- Stunur merki um lungnabólgu eða alvarlega sjúkdóma
- Innöndunastreedor orsakast af bólgu í barka = barkabólga eða aðskotalutur í öndunarvegi, bráðaofnæmi ofl. – heyrist oftar í innöndun en í alvarlegum þrengslum getur það heyrst í bæði
- Wheezing eða hvæs heyrist stundum án stethoscope, merki um þrengsl eða teppu í neðri loftvegum oft vegna astma, bólgumyndunar, slímtappa eða vegna aðskotahlutar, heyrist oftast í útöndun

Mæði/andþyngsli

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvernig skiptum við upp inndráttum?

A

Þegar við metum inndrætti metum við hvort séu fyrir ofan viðbein, supraclavicular eða ofan brjóstbein sem er suprasternal, ef inndættir á milli rifja þá er það intercostal, fyrirneðan supcostal og supsternal fyrir neðan brjóstbein

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað erum við að skoða þegar við erum að hlusta barnið?

A
  • Heyrast öndunarhljóð beggja vegna?
  • Minnkuð?
  • Engin?
  • Eru óeðlileg öndunarhljóð? Brak (Crackles), Hvæs (Wheezing) eða Slímhljóð (Ronchi)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hæsi eða breyting í rödd gefur vísbendingu um ?

A

Hæsi eða breyting í rödd gefur vísbendingu um bjúg í kirngum raddbönd

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hrotur gefa vísbendingu um?

A

Hrotur gefur vísbendingu um fyrirferð í koki svosem stóra hálskirtla epa mögulega abcess í hálsi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Mikilvægt að spurja hvort barn geti drukkið og kyngt, hversvegna?

A

barn sem getur ekki kyngt
Og slefar er með mikla bólgu eða fyrirferð í hálsi sem þarf að bregðast tafarlaust við

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Afhverju þurfum við að spyrja út í hósta?

A

Hóstinn er oft vísbending um hvað er í gangi, þurr geltandi hósti er einkennandi fyrir barkabólgu, blautur hósti er einkennandi fyrir berkjungabólgu eða bronchiolitis t.d. af völdum RS vírusins, oftast svona hósti þegar foreldrar leita með barn á bráðamóttöku vegna hóstakasta. Svo er það kíghósti en þá fær barnið mjög slæm hóstaköst sme enda jafnvel með endarlegu lokun á öndunarvegi og oft bláma því það nær engu lofti inn í. Þess vegna bólusetjum við fyrir kíghósta

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Mat á börnum með öndunarfæraeinkenni Breyting á atferli eða meðvitund, hvað þarf að skoða?

A
  • Skert meðvitund (AVPU)
  • Það hvernig barni líður segir okkur mjög mikið um ástand öndunar börn geta verið með væga indrætti en nærast og drekka vel -> Happy weesers. Maður þarf hins vegar að hafa áhyggjur börnumsem eru móð drekka lítið, eru óróleg og jafnvel agiteruð og enþámeira ef þau eru sljó, mörg börn með öndunarerfiðleika leggjast inn vegna lélegrar næringarinntöku, ekki það að þurfa súrefni heldur jafnvel sondugjöf
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Mat á börnum með öndunarfæraeinkenni
Mat á vökvabúskap- einkenni um vökvaskort, hvað þarf að skoða?

A

o Þurrar slímhúðir, engin tár
o Sokkin augu, sokkin hausamót (< 2 ára)
o Seinkaður húðturgor
o Seinkuð háræðafylling
o Minnkaður þvagútskilnaður
o Börn sem eru móð drekka lítið, eru óróleg og jafnvel agiteruð og enþámeira ef þau eru sljó, mörg börn með öndunarerfiðleika leggjast inn vegna lélegrar næringarinntöku, ekki það að þurfa súrefni heldur jafnvel sondugjöf

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hvað þurfum við að gera þegar við erum að taka á móti barni með öndunarerfiðleika?

A

Nálgast barnið með rósemi og yfirvegun – nota athyglisdreifingu
- Grátur veldur auknum öndunarerfiðleikum og álagi, meiri þrýstingur í öndunarerfiðleikum sem veldur samdrátti öndunarvegar og auknum inndráttum og meiri andþyngslum

Hafa barnið í þeirri stellingu sem það kýs

Náið eftirlit með öndun því barninu getur hrakað hratt

Forðast óþarfa áreiti EMLA fyrir stungur ef ástand barns leyfir bið

Fræðsla og stuðningur
- Foreldrar oft hræddir og barnið getur fundið fyrir því

Flest börn sem koma inn með öndunarerfiðleika eru yngri en 3 ára og eru því oftast öruggari í fangi foreldra, nálgast barnið rólega og nota athyglisdreifingu. Forðast óþarfa áreiti

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hver eru klínísk einkenni um öndunarbilun?

A

Öndunarbilun einkennist af aukinni ÖT, versnandi öndunarerfðileikum og lækkandi súrefnismettun, þegar öndunarbilun ágerist veðrur aukin HT, barnið verður tachycard og órólegt og agiterað, að lokum verður barnið úrvinda og jafnvel sljótt og missir meðvitund -> vaxandi súrefnisþörf, barnið verður hypoxiskt og bradycard -> jafnvel öndunarstopp

Börn geta líka öndunarbilast vegna og of hægrar öndunartíðni (hypoventilation) of lítið ventilation, getur t.d. gerst vegna lyfjainntöku, morfínskyld lyf t.d. og fer að anda hægt, orsök getur verið einhversskonar vanstarfsemi í heila eða sjúkdómar sem valda tauga og vöðvarýrnun og þá verður uppsöfnun koldíoxíðs og verður í raun ekki með mikla öndunarerfiðleika heldur verður sljótt og missir meðvitund og öndunarbilast þannig

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Viðmið fyrir súrefnisgjöf hjá börnum?

A

o Öndunarfærasjúkdómar 90 – 92%
o Skert blóðflæði/heili/lungnaháþrýstingur > 94%
o Meðfæddir hjartagallar (blámagallar) lægri viðmið 70 – 90% (verður blöndun á slagæða og bláæðablóði) eru ekkert endilega að erfiða mikið en metta kannski lítið
o Reykeitrun 100% súrefni þar til blóðgös liggja fyrir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Flest börn sem koma inn vegna öndunarerfðileika eru að metta illa í kringum

A

87-90%

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvenær ætti maður að gefa súrefni með trekt?

A
  • Súrefni með trekt gefur < 30% súrefni
  • Til lengri tíma óheppileg, gefur lítið súrefni og ef barnið snýr sér frá þá fær það ekkert súrefni
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hvað gefa súrefnisgleraugu mikið súrefni?

A
  • Súrefnisgleraugu gefa 22 – 44% súrefni eftir flæðishraða
  • Þarf oft smá tíma aðundirbúa börn til að fá súrefnisgleraugu, þarf að líma á gervihúð og festa vel
  • Almennt viðmið fyrir hámarskflæði á gleraugu fyrir börn eru svon 2L fyrir ungabörn (undir 1.árs) þurfa yfirleitt meira eins og high flow ef hitt dugar ekki til
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Er hægt að stjórna súrefnisprósentu í hitakassa?

A

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Hvert er viðmið fyrir hámarksflæði á gleraugum

A

o 2 L fyrir ungbörn
o 4 L fyrir börn
o 6 L fyrir unglinga
* Meira skipta yfir í high flow eða maska

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Hvernig á að gefa súrefnisgrímur?

A

o Gefa 40 – 60% súrefni
o Ekki gefa flæði < 4 L/mín því annars er hætta á uppsöfnun koldíoxíðs
o Hægt að gefa alveg 6-9L af O2 í svona grímu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Súrefnisgrímur með sarpmaska

A

o Gefur > 90% súrefni
o Flæði 10 – 15 L

30
Q

Oxymask Gefur hversu mikið súrefni?

A
  • Oxymask Gefur 25 – 80% FiO2
  • Með allra minnstu börnin eru maskarnir oft of stórir, þessir því oft betri, eru mýkri og opnir og geta gefið frá 25-80% eftir því hve mikið flæði er
  • Oft finnst börnum súrefnisgleraugu ertandi, geta einnig drukkið með röri í gegnum maskann
31
Q

Hvenær notum við úða meðferð?

A

Astmi -friðapípu
- Ventolin
- Atróvent
- pulmicort

Barkabólga
- Micronephrin

Berkjungabólga
- Almennt ekki mælt með úðameðferð
- Ýmist notað micronephrin, ventolin, saltvatn
- Gefið með súrefni ef mettun er lág

32
Q

Hver eru vandamál tengd öndunarstjórnun?

A
  • Vöggudauði - SIDS
  • Apnea of prematurity
  • Brief resolved unexplainde event (BRUE)
33
Q

Óútskýrt andlát ungbarns Sudden Infant Death Syndrome, hvað er það?

A

Óútskýrt andlát ungbarns < 1 árs aldri í svefni
Flest dauðsföll verða milli 2 og 4 mánaða

34
Q

Hvað eru verndandi þættir fyrir oútskýrt andlát ungabarns?

A

o Sofa á bakinu (óþarfi að snúa barninu við þegar það er farið að snú sér sjálft)
o Sofa í eigin rúmi/vöggu
o Engir aukahlutir í vöggu/rúmi
o Snuð (ef barnið notar snuð, snuðið má ekki vera í bandi) Sofa í sama herbergi og foreldrar til 6 mánaða aldurs
o Brjóstagjöf
o Bólusetningar

35
Q

Hverjir eru áhættuþættir fyrir óútskýrt andlát ungabarns?

A
  • Fyrirburar, léttburar, fjölburar, meðfæddir sjúkdómar
  • Karlkyns
  • Kynþáttur (e. native and black infants)
  • Reykingar, áfengis og vímuefnaneysla
  • Fjölskyldusaga um óútskýrt andlát ungbarns
  • Félagslegir þættir s.s. mæður < 20 ára, mæðraeftirliti ábótavant
  • Sofa á maga eða hlið
  • Of mikill hiti í herbergi
  • Mjúkt undirlag, aukahlutir í rúmi barns
  • Svefnstaðir ekki ætlaðir fyrir ungbörn (s.s. sófar)
  • Deila rúmi með öðrum (bed sharing)
36
Q

Hver er skilgreining apneu?

A
  • Öndunarhlé í > 20 sek. eða öndunarhlé ásamt bláma/fölva, hypotoniu eða hægingu á hjartslætti
37
Q

Í hvað skiptist Apnea?

A
  • Central – taugaboð berast ekki til öndunarvöðva - ekkert loftflæði eða öndunartilburðir
  • Obstructive – þrengsl í öndunarvegi s.s. slím, stórir hálskirtlar ofl. Ekkert loftflæði niður í lungun en öndunartilburðir til staðar
  • Mixed – sambland central/obstructive
38
Q

Hvað er Apnea of prematurity (AOP)

A

Öndunarstopp > 15 – 20 sek. ásamt hægingu á hjartslætti og falli í súrefnismettun hjá ungabörnum < 37 vikur

39
Q

Hvað er Brief Resolved Unexplained Event (BRUE)

A
  • ALTE (apparent life threatening event) er eldra heiti
  • Skyndileg breyting á ástandi ungabarns (< 1 árs) sem varir stutt (< 1 mín). Einkenni geta verið eitt að fleiri af eftirfarandi:
  • Blámi/Fölvi
  • Engin, minnkuð eða óregluleg öndun
  • Breyting á vöðvatonus (hyper – eða hypotonia)
  • Breyting á viðbrögðum
40
Q

Hvenær greinum við BRUE?

A

Greiningin á eingöngu við þegar engin útskýring finnst – margar mismunagreiningar

41
Q

Hvernig er móttaka barns með brue og hverjar eru rannsóknir og eftirlit?

A

Móttaka
- Lífsmörk, mat á meðvitund, vöðvaspennu/hreyfingum
- Vigtun, lengd og höfuðummál
- Nákvæm upplýsingasöfnun og líkamsskoðun

Rannsóknir og Eftirlit
- Hjartalínurit og nefkoksstrok (kíghósta)
- Stöðug vöktun í mettunarmæli
- Fylgjast með atferli barns

Fræðsla til foreldra

42
Q

Aðskotahlutur í öndunarvegi, orsakir?

A

Oftast matur eða leikföng s.s. epli, poppkorn, litlar stálkúlur, seglar, skrúfur, snuð ofl.

43
Q

Aðstkoðahlutir í öndunarvegi einkenni?

A

Einkenni fara eftir staðsetningu aðskotahlutar og hversu alvarleg lokunin er

Alger lokun: Engin hljóðmyndun eða öndunarhljóð, ósamhverf öndun, miklir öndunarerfiðleikar, blámi

Þrengsli: Óeðlileg hljóð s.s. hæsi, kæfð rödd, hrotur, stridor, hvæsiöndun, óeðlileg líkamsstaða “sniffing position”, öndunarerfiðleikar, blámi (seint teikn).

44
Q

Aðkotahlutur í öndunarvegi, meðferð og eftirlit

A

Meðferð
- Ef barnið hóstar kröftuglega er fylgst með barni
- Ef um algera lokun er að ræða – slá á bak fimm sinnum /þrýsta á kvið fimm sinnum (nema barn < 1 árs, þá er þrýst á brjóstkassa en ekki kvið)
- Ef barn missir meðvitund hefja endurlífgun
- Fjarlægja aðskotahlut – magills töng, bronchoscopia,
- Súrefni eftir þörfum

Eftirlit
- Eftirlit með starfsemi öndunarfæra; stöðug yfirseta, monitor, hafa neyðarbúnað tiltækan

45
Q

Alvarleg lokun á öndunarvegi hjá börnum < 1 árs, hvað á að gera?

A
  • Styðja við höfuð barns og halla því niður á við
  • Slá allt að 5 sinnum þéttingsfast á bakið milli herðablaðanna með flötum lófa
  • Athuga eftir hvert högg hvort öndunarvegur hafi opnast
46
Q

Alvarleg lokun á öndunarvegi hjá börnum > 1ára

A
  • Halda við höfuð barns og halla því niður á við
  • Staðsetja tvo fingur á bringubein barns, rétt fyrir neðan geirvörtulínu (sama stað og hnoðað er)
  • Þrýsta snöggt niður á bringubein
  • Endurtaka allt að 5 sinnum.
47
Q

Hver eru orsakir kæfisvefns?

A
  • Offita
  • Stórir hálskirtlar, hálskirtlarnir eru stærstir á aldrinum 2 – 6 ára og geta í sumum tilfellum valdið miklum kæfisvefni, jafnvel algeri lokun á öndunarvegi þegar barnið sofnar.
  • Meðfæddir sjúkdómar í efri öndunarvegi
48
Q

Hver eru eikenni kæfisvefns?

A
  • Hrotur, öndunarerfiðleikar í svefni s.s. inndrættir, ósamhverf öndun. Barnið tekur andköf, snýr sér eða vaknar upp til að ná andanum. Eirðarleysi í svefni, óeðlileg svefnstaða
  • Einkenni um svefnleysi s.s. athyglisbrestur, ofvirkni, árásargirni, höfuðverkur að morgni, skert námsframvinda.
49
Q

Hver er meðferð við kæfisvefni?

A
  • Háls – og nefkirtlataka
  • Þyngdartap
  • CPAP
  • Aðgerð, tracheostomy
50
Q

Hverjar eru orsakir barkabólgu?

A
  • Oftast veirusýking
  • Algengasta veira sem veldur barkabólgu er parainfluensa
  • Gengur yfir á 1 – 3 dögum
51
Q

Hverjar eru mismunagreiningar barkabólgu?

A

Bacterial tracheitis – bakteríusýking í barkanum
- Íhuga ef einkenni vara lengi, barnið er bráðveikindalegt, svarar ekki hefðbundinni meðferð og hiti er hár

Epiglottitis – bakteríusýking í barkakýlisloki
- Bjúgur og bólga fyrir ofan raddbönd
- Barkakýlislokið bólgnar og getur lokað öndunarveginum

52
Q

Barkabólga (Croup) einkenni:

A
  • Efri öndunarfæraeinkenni
  • Geltandi hósti og hæsi
  • Hiti, oftast lágur en getur verið hár
  • Hröð öndun, innöndunarstridor
53
Q

Barkabólga (Croup), alvarlegri einkenni

A
  • Inn– og útöndunarstridor
  • Inndrættir
  • Lækkun á súrefnismettun
54
Q

Barkabólga (Croup) greining og meðferð

A

Greining
* Klínísk greining
* Rtg. mynd, blóðprufa?
* Frábending að skoða innanverðan háls og taka strok vegna hættu á laryngospasma

Meðferð
* Innúðalyf (micronephrin)
* Sterar
* Súrefni ef súrefnismettun < 92%

55
Q

Barkabólga (Croup) – Hjúkrunarmeðferð

A

Hagræðing: sitja uppi
Eftirlit með starfsemi öndunarfæra
- Mat á einkennum og svörum við lyfjagjöf
- Mettunarmælir ef barnið þarf súrefni
Eftirlit með súrefnisgjöf
Eftirlit með lyfjagjöf
Eftirlit með vökva- og næringarástandi
Kvíðastilling
- Skapa rólegt umhverfi og fræða foreldra um hvað barkabólga er og hvernig þau eiga að bregðast við heima

56
Q

Einkenni berkjungabólgu (NICE, 2015)

A
  • Viðvarandi hósti +
  • Hröð öndun og/eða inndrættir +
  • Gróft brak (course crackles) og/eða hvæs (wheezing)
  • Önnur einkenni geta verið notkun hjálparvöðva (head bobbing), nasavængjablakt, lág súrefnismettun, léleg næringarinntekt, uppköst og hiti
57
Q

Berkjungabólga – hjúkrunarmeðferð

A

Eftirlit með starfsemi öndunarfæra
* Meta ÖT, áreynslu við öndun, mettun og HT á 2 – 4 klst. fresti eða oftar. Mettunarmælir/monitor.

Sogun úr loftvegum
* Eftir þörfum, fyrir gjafir

Hagræðing
* Hækka undir höfði

Eftirlit með vökvajafnvægi/næringu
* Meta klínísk einkenni um vökvaskort, vigta daglega
* Sondunæring/vökvagjöf í æð
* Mjólkurvigtun, aðstoð við brjóstagjöf

58
Q

Berkjungabólga – Hjúkrunarmeðferð

A
  • Súerfnismeðferð
  • Súrefni með raka ef súrefnismettun er viðvarandi < 90-92%
  • Þrek/úthald temprað
  • Umhverfisaðstæðum stýrt
  • Verkjastjórnun
  • Kvíðastilling
  • Fræðsla
  • Stuðningur
  • Virkjun fjölskyldu
59
Q

Lungnabólga af völdum baktería einkennist af

A

Lungnabólga af völdum baktería einkennist af viðvarandi eða endurteknum hita (> 38,5), aukinni öndunartíðni og inndráttum sér í lagi hjá yngri börnum.

60
Q

Lungnabólga – einkenni

A
  • Viðvarandi hiti (> 38,5)
  • Mæði/andþyngsli
  • Hósti (ekki öll börn með hósta, sérstaklega í byrjun veikinda)
  • Brjóstverkir
  • Slappleiki
  • Stundum kviðverkir, uppköst
  • Höfuðverkir, liðverkir oftar samfara mycoplasma lungnabólgu
61
Q

Lungnabólga
Við skoðun

A
  • Súrefnisskortur - lág súrefnismettun
  • Brak við hlustun (staðbundið)
  • Aukin öndunartíðni
  • Aukin áreynsla við öndun - inndrættir, nasavængjablakt, stunur
  • Öndunarhlé (e. apnea) - hjá ungabörnum
  • Staðbundin engin öndunarhljóð og deyfa við bank benda til vökva í fleiðruholi
62
Q

Lungabólga greining og meðferð

A

Greining
* Klínísk greining
* Rtg mynd í völdum tilvikum
* Blóðrannsóknir í völdum tilvikum
* Nefkoksstrok
Meðferð
* Sýklalyf
* Vökvagjöf
* Súrefnismeðferð

63
Q

Hvað er astmi?

A
  • Astmi er sjúkdómur sem lýsir sér með bólgum og slímmyndun í öndunarvegi. Bólgurnar minnka þvermál berkjanna og gera öndunarveginn auðertanlegan.
  • Við ertingu (t.d. veirusýkingar, ofnæmi, kulda, áreynslu, reyk o.fl.) verður samdráttur í sléttum vöðvum berkjanna sem minnkar enn frekar þvermál þeirra og gerir einstaklingnum erfiðara fyrir við öndun.
  • Hjá börnum yngri en 5 ára geta astmalík einkenni komið fram við veirusýkingar og svara þau astma lyfjum oft takmarkað.
64
Q

Astmi – einkenni, við skoðun og alvarleg einkenni

A

Einkenni
* Andþyngsli eða mæði
* Hósti
* Surg fyrir brjósti
Við skoðun
* Aukin ÖT, lengd útöndun, hvæs við hlustun (wheezing)
Alvarleg einkenni
* Hraður hjartsláttur
* Aukin áreynsla við öndun (Inndrættir, nasavængjablakt, notkun hjálparvöðva)
* Lækkuð súrefnismettun
* Óróleiki, meðvitundarskerðing

65
Q

Astmi – bráðameðferð

A

Innúðalyf
* Albuterol (Ventolin) – stuttverkjandi beta2 agonisti - berkjuvíkkandi
* Ipratropium (Atrovent) – antikólínerg verkun – dregur úr slímmyndun og berkjuvíkkandi

Sterar
* Draga úr bólgumyndun
* i.v. / p.o. í bráðaversnunum
* Innúða

Súrefnismeðferð – Öndunarstuðningur í alvarlegri tilfellum

Önnur lyf s.s. magnesium í æð í slæmum tilfellum

66
Q
A
67
Q

Slímeigjusjúkdómur - Cystic Fibrosis

A
  • Arfgengur víkjandi sjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingu í CFTR geninu –
  • > 1500 stökkbreytingar þekktar
  • 70% barna eru greind við 2 ára aldur
  • Meðal lifun um 40 ár
  • Þriðja algengasta ástæða fyrir lungnaskiptum
  • Vegna gallans verður teppa í seyti útkirtla
  • Áhrif á lungu eru þykk slímmyndun sem teppir smá loftvegi og hamlar eðlilega virkni bifhára
68
Q

Klínísk einkenni CF

A
  • Vanþrif, saltur sviti, hægðabreytingar á fyrstu mánuðum lífsins (fitugar illa lyktandi), garnalömun af völdum barnabiks, hægðastíflur eða intussuception (garnasmokrun)
  • Hósti, tíðar öndunarfærasýkingar, hvæsandi öndun, mæði
69
Q

Afleiðingar CF

A
  • Skemmdir á lungnavef vegna þrálátra sýkinga
  • Meltingarvandamál; stíflur í smáþörmum, vélindabakflæði, bólgur og þrengingar í ristli, gall- og lifrarsjúkdómar
  • Kinnholusýkingar og separ í nefi
  • Loftbrjóst, blæðingar í lungum
  • Áhrif á vöxt og líkamsþroska, minnkuð frjósemi
  • Sykursýki
  • Truflanir á saltbúskap
  • Þykknun á fingrum (clubbing), tunnulaga brjóst (barrel chest)
  • Langvinnir verkir; verkir í brjóstkassa, höfuðverkir
70
Q

Hjúkrunarmeðferð CF

A

Teymisvinna; CF teymi
* Hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraþjálfari, næringarfræðingur, sálfræðingur og félagsráðgjafi

Einstaklingsmiðuð meðferð
* Hreinsun loftvega; innúðalyf, bank, vesti ofl.
* Næring; ensím, vítamín, næringaruppbót

Eftirlit með einkennum. lyfjameðferð – mat á starfsemi öndunarfæra

Fræðsla, stuðningur