Aðferðir í móttöku, mati og meðhöndlun barna á spítala Flashcards
Hvernig er best að hafa samskipti við ung börn við móttöku þeirra?
- Átta sig á því að börn nota og skilja fyrst og fremst óyrt boðskipi
- Gott að hafa nærveru foreldra, það veitir öryggi. Eftir 6 mánaða aldur þá gerir barn greinamun á ókunnugum og þeim sem hann þekkir!
- Takmarka áreiti í umhverfi
- Ná augnsambandi við barnið
- Tala lágt og rólega
- Meðhöndla barnið varlega en ákveðið
Hvernig er best að hafa samskipti við smábörn og forskólabörn þegar í byrjun?
- Gefa barninu tíma til að venjast umhverfinu og leyfa barninu að skoða og snerta ( Þau líka bregðast við útaf fyrri upplifun þannig ef þau hafa verið sprautuð eða eh slíkt þá eru þau hrædd við alla sem eru í sjúkrahúsfötum. )
- Tryggja nærveru foreldra (gott að byrja að tala við foreldra og mynda traust, meiri líkur að barnið upplifir sig öruggt ef foreldrarnir eru það. Barnið er örruggast í fangi foreldra
- Vera í augnhæð við barnið (ógnvekjandi að standa yfir því)
- Nota virka athyglisdreifingu
- Vera skemmtilegur og uppörvandi, sýna barninu eitthvað skemmtilegt og t.d. sýna á bangsa hvað þú ætlar að gera og þá er það líklegra til að samþykkja
Hvernig er best að hafa samskipti við smábörn og forskólabörn þegar þú ert að fara að framkvæma eitthvað?
- Segja barninu frá því sem við erum að gera og hvað það mun finna (lýsing, skynjun), tala um hvað þau munu finna. Gott að líkja við eitthvað sem börnin þekkja, t.d. þegar verið er að mæla blóðþrýsting, talar um sund og kúta og að mælirinn okkar sé eins og það, eins og blaðra og að það blási lofti inní blöðruna og þá stækki blaðran – þegar blaðran stækkar kreistir hún hendina soldið fast – tala eins og maður sé að segja sögu
- Nota tungumál sem er í samræmi við þroska – einfaldar og stuttar setningar
- Segja barninu hvað sé ætlast til af því T.d. að “það er mikilvægt að þú sért alveg kjur með hendina á meðan ég er að mæla” og svo hrósa þegar búin
4.Vanda orðanotkun : Takmarkaður skilningur á hugtökum, einum dreng fannst t.d. óþægilegt þegar “nú ætla ég að taka blóþrýstinginn þinn” þá upplifði hann eins og það væri verið að taka eitthvað frá honum
- Gefa færi á að spurja spurninga, hvort það sé eitthvað sem þau vilja spyrja um eða vita, Eru oft feimin, hvísla oft að foreldrum
- Gefa val ef hægt T.d. hvaða fingur við mælum blóðsykur
7.Segja barninu ef eitthvað verður sárt : Rétt áður en við stingum “nú kemur vont”, hrista svo t.d. fótinn og reyna dreifa athyglinni, Mikilvægt að segja eins og er, ekki að segja að þetta verður ekki vont því þá gæti barnið misst traustið á okkur
- Forðast að tala um alvarleg mál fyrir framan barnið, þau skilja ekki og gæti misskilið
T.d. ekki segja fyrir framan barnið með alvaarlega sjúkdóma þar sem foreldrar geta brugðist illa við og barn verður hrætt ef að foreldrar eru ekki með stjórn á aðstæðum
Hvernig er best að hafa samskipti við skólabörn?
- Hafa oftast næga reynslu tengda heilbrigðisstarfsfólki til að skilja hvað er að gerast og til hvers er ætlast, skilja að það þarf að taka lyf til að batna og fl.
- Tala beint við barnið
- Vilja útskýringar og ástæður fyrir öllu
- Hafa áhuga á því hvað er gert og til hvers hlutir eru notaðir
- Ættu alltaf að fá að hjálpa til ef hægt t.d. eins og opna plásturinn og eh
- Nota þriðju persónu – gefur barninu færi á að tjá sig um áhyggjur “Mörg börn eru hrædd við að vera svæfð” Gefur oft tækifæri fyrir barn að tjá hvernig því líður
- Nota opnar spurningar, gefur barninu færi á að tjá sig og okkur að leiðrétta misskilning ef það hefur verið eitthvað
Hvernig er best að hafa samskipti við unglinga
- Aukins skilningur á heilsu og veikindum : Skilja hvaða áhrif álag getur haft ofl
- Gefa unglingum færi á að hafa samskipti við hjúkrunarfræðing í einrúmi : 16 ára aldur eru unglingar sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins, þeir vilja kannski alltaf hafa foreldra með, segja kannski alveg rétt með foreldra
- Þau hafa oft áhyggjur um hvað veikindin munu hafa áhrif á eins og að geta ekki farið í tómstundir, missa af balli og hvort vinir geta heimsókn sig t.d.
- Útskýra tilgang samskipta : Hvert okkar hlutverk er
- Sýna áhuga – hlusta á unglinginn
- Vera hreinskilin
- Virðing – tala við unglinginn á jafningjagrundvelli, forðast að sýna vanþóknun eða vera hissa : Ef þau opna sig um neyslu vímuefna, ekki bregðast illa við, við erum oft fyrstu aðilarnir sem þau segja
- Trúnaður
- Gefa val
- Ganga úr skugga um að unglingur hafi skilið það sem sagt er : Spurja um hvað hann viti um sitt ástand eða hvað sé framundan og hvað sé búið að ræða við hann nú þegar
- Foreldrar og unglingar geta séð vandamálið frá ólíkum sjónarhornum
T.d. geta unglingar meira haft áhyggjur af því að komast ekki á árshátíð í skólanum en foreldrar um að barnið sitt deyji, Segja við barnið þá “ég skil að það sé erfitt fyrir þig að missa af…”
Hvernig finnst börnum oft gott að tjá sig?
- Leikur – bangsar/dúkkur: Mörgum börnum finnst auðveldara að tjá sig gegnum brúðu
- Teikna, mála
- Halda dagbók
- Húmor – þegar á við: Menningarlegur munur samt á því hvað fólki finnst fyndið
- Segja sögu
- Bækur, kvikmyndir, tölvuleikir um einhvern sem er að ganga í gegnum það sama
Hvða er mikilvægt að gera þegar tekið er viðtal við fjölskyldu?
- Byrjum alltaf á að kynna okkur, útskýra tilgang viðtalsins og tryggja næði með því að loka hurð og slökkva á síma
- Síðan spyrjum við opnar spurningar eins og hvers vegna komiði hér í dag
- Í lok viðtalst er gott að dra saman það sem sagt hefur verið, ganga úr skugga að þú hafir ekki misskilið.
- Þegar verið er að taka viðtal er mikilvægt að fylgjst með samskiptamynstri fjölskyldu
- Ef fjölskylda er af erlendum uppruna þá er gott að nota túlk
Dæmi um hvaða upplýsingar er gott að fá í viðtali
- Komuástæðu (megin komuástæðu)
- lýsing á einkennum
- Fyrri sjúkrasaga t.d. fæðingarsögu eða meðgöngusögu, var mamman með hita í fæðingu? Börn geta nefninlega fengið sterptokokkasýkingu og sepsis við 2 mánuði eftir fæðingu ef að móðirinn var smituð
- Almennt heilsufar: er barnið full bólusett, er það að þyngjast eðlilega, er það almennt hrautst?
- Er það á lyfjum eða er búið að gefa því lyf í dag. T.d. ef barnið fékk hitalækkandi er mikilvægt að vita skammt og klukkan hvað. Oft gefur fólk of litla eða of stóra skammta.
- Ofnæmi: kemur reyndar oft fram í snjókroninu en það getur verið breytt þannig mikilvægt að spyrja út í það
- Virkni og hreyfing: er barnið að leika sér eins og venjulega er skerðing á hreyfigetu eða virkni
- Svefn er mjög oft komuástæða á bmt að barnið sofi ekki útaf t.d. hósta eða eh öðru
- Næring: mikilvægt að barn sé að drekka nóg
- Útskilnaður: hvernig eru hægðir, linar harðar og fl?
- Fjölskyldusaga um sjúkdóm eru einhverjir undirliggjandi sjúkdómar?
- Yfirfara hvert líkamskerfi
- Fá sálfélagslega upplýsingar: hvernig gengur í skóla og slíkt
Þú tekur á móti barni og ert að taka skoðun, hvað geriru?
Það er hægt að spotta á 30sek hvort barnið sé bráðveikt eða ekki
- Skoðum atferli (segir oft meira en lífsmörk): Veik börn eru sljó, stara framfyrir sig, liggja kjurr á skoðunarbekk yfirleitt og mótmæla ekki skoðun nema börn sem eru að erfðia öndun þau geta verið óróleg
- Skoðum öndun: hvernig er öndun eða er það að nota hjálparvöðva, er barnið með inndrátti, hlutsta eftir óeðlilegum öndunarhljóðum
- Litarhaft: er barnið mjög völt, marmariserða eða bláleitt, ef barnið er bláleitt þá er það bráðveikt, sérð ekki bláma á börnum nema mettun sé undir 80-85%
- Eftir að saga er tekin og barn búið að koma sér aðeins fyrir eru lífmörk tekin:elja í heila mínutu þar sem þau eru með óreglulega öndun (geta tekið öndunarpásur og því verður að taka í 1 mín, gott að byrja á þessu áður en eitthvað breytist – eldra barn ss 1 og eldri þá er alveg hægt að telja í 30 sek
- Hjartsláttartíðni: o Hlutsta með stetascopi er oft gott þar sem mettunarmælir er ekki alveg áreiðanlegur ef barnið er órólegt og að hreyfa sig.
- Blóðþrýstingur: Blóðþýstingur fellur seint, Fer yfirleitt ekki milli mála að barn sé orðið veikt þegar blóðþrýstingur loks mælist ekki innan marka.
- Hiti: flest börn sem koma á bmt koma vegna hita
- Mat á meðvitund, AVPU, GCS (búið að aðlaga fyrir undir 5 ára), ljósop og BLóðsykur mjög mikilvægt: o Minnkuð meðvitund, atferli eða krampa aldrei gleyma! Ketoacidosa er þegar blóðsykur of hár þá líka meðvitundarlaus
Varðandi hæð og þyngd barna við móttöku hvað er mikilvægt að hafa í huga?
- Mikil breyting er fyrstu aldursárin á hæð og þyngd þannig jög mikilvægt að skoða það
- Það þarf að mæla lengd/hæð barns undir tveggja ára liggjandi og mæla 2x
- Mæla höfuðummál hjá barni undir tveggja ára því barn getur verið með o opin höfuðmót til 18 mánaða og því mikilvægt að fylgjast vel með því. Ef það vex of hratt þá getur barnið verið með vatnshöfuð eða aukin innankúpuþrýsting og ef það er of hægt þá geta hausamótin hafa lokast of snemma (þarf að gera aðgerð). Mælum fyrir ofan eyrun og mæla 2x
- Þurfum að bervigta börn undir 1 árs, ung börn eldri en eins mega vera í nærfætum eða bleyju, eldri börn í léttum fötum.
- Mikilvægt að setja á vaxtarkúrfu en velja réttu því það er ekki sama fyrir alla t.d. börn með Downs eru með aðra
- Svo bara almenn líkamsskoðun: skoðum alltaf útfrá komuástæðu en þurfum að skoða útbrot, bólgur, aflaganir, mar, eitlastækkanir, kviðskoðun, hreyfingar og samhverfa útlima
Helstu streituvaldar í sjúkrahúsumhverfinu eru?
- Aðskilnaður frá foreldrum, umönnunaraðila, vinum (mestur frá yngstu börnunum)
- Missir á stjórn og sjálfræði (barnið þekkir ekki umhverfið og verður hrætt, gott að nota myndrænt þvi barn hefur aldrei séð þetta)
- Sársaukafull inngrip
- Ótti við sársauka, skaða og aflögun líkama). Mikilvægt að átta sig á hvað það er sem þau eru hrædd við til að hægt sé að leiðrétta það
Hvernig undirbúum við barn fyrir inngrip?
- Mikilvægt að fræða bæði börn og foreldra
- Þurfum að athuga skilning barnsins varðandi inngripið eins og hvað hefur gengið vel áður og hvernig sé best að gera þetta
- Þurfum að útskýra inngripið miðað við þroska barnsins eins og yngri börnum nægir stuttar, einfaldar útskýringar rétt fyrir inngrip en eldu börn þurfa að fá tíma til að undirbúa sig.
- Þurfum að kenna barninu aðferðir til að takast á við inngrip eins og athyglisdreyfing (tónlist, spjaldtalva,hlutsta á sögu t.d.) og kenna öndunaræfingar fyrir barn yfir 3 ára. Einnig er mjög mikilvægt að virkja foreldrana þeir þurfa að vera rólegir og slaka því ef þau eru stressuð þá verður barnið stressað. Sama á við um heilbrigðisstarfsfólk
- Síðan er gott að nota staðdeyfi krem/plástara ef ástand leyfir, ef barnið er bráðveikt er auðvitað ekki tími
Hvernig notum við athyglisdreyfingu?
- Það er einn aðili sem sér um athyglisdreyfinguna því að ef það eru margir þá getur það verið meira áreiti fyrir barnið. Þetta getur verið foreldri, heilbrigðisstarfsmaður eða annar.
- Alltaf þarf einstaklingurinn að vrea tilbúin með eitthvað nýtt ef að barnið missir athyglina.
- Til eru tvær gerðir virk og óvirk athyglisdreyfing -> virk virkar betur
- Virk er þá eins og að spila tölvuleiki eða blása sápukúlur þar sem börnin eru að nota fleiri skynfæri
-Óvirk þá er kannski tónlist, lestur, myndband og þá er barnið bara að nota eitt skynfæri
Hvernig stellingu er best að hafa barnið í?
- Yngri börn eru öruggust í fangi forelsra
- Börn eru einnig öruggari ef þau eru upprétt frekar en að liggja útaf, ekki eins ógnvekjandi að sitja en liggja
- Helst ekki að halda fast á móti barninu heldur bara rétt svo festa
Hvað getum við gert til að draga úr sársauka hjá ungabarni?
- Draga úr umhverfisáreyti með því að dempa hávaða, minnka ljós og þannig
- Súkrósa með/án snuðs, þetta er sykurlausn sem gefin er 1-2 mín fyrir inngrip og meðan á inngripi stendur, hefur sýnt að þetta virki á sársaukaviðbragð barna. Þetta er oft gefið fyrir inngrip fyrir 6 mánaða og yngri -> snuð geta líka virkað en virkar betur með súkrósunni
- Staðdeyfandi plástrar/krem. Emla plástrar þurfa að vera í klst til þess að hafa deyfandi verkun
- Brjóstagjöf. Sýnt að getur verið álíka gott og súkrósan en getur verið erfitt að sjá um barnið þegar það er a brjóstinu
- Vefja/halda á barni/kangaroo care . Veitir öryggi
- Athyglisdreifing: Þarf að vera rólegt: Syngja, róleg tónlist, leikföng með hljóði, ljósi eða titring