Börn og verkir Flashcards
Hvað er verkur (hún sagðist ekki spyrja um þetta á prófi en gott að lesa yfir)
- Verkur er óþægileg skynjun og tilfinningaleg reynsla af völdum raunverulegs eða hugsanlegs vefjaskaða, eða er lýst sem slíkum IASP, 1979, 1994
- Verkur er það sem einstaklingur segir að sé verkur og er til staðar þegar hann/hún segir svo vera.
Hverjir eru sársaukaviðtakarnir okkar?
A delta fibers: Myalinseraðir, hraðari boð, skarpur verkur og vel afmarkaður
C fibers: Án myelins, hægari boð, dreifðir, daufir, brennandi verkir, Oft krónísir verkir.
Þegar talað er um lífeðlisfræði verkja þá er talað um kenningu sem þróaðist í aðra kenningu, hvaða kenningar eru það?
Gate control theory sem þróaðist í: Neuromatrix theory
Hvað eru bráðir verkir?
- Vara í < 1 mánuð
- Hafa tilgang
- Orsakir oft þekktar, s.s. eftir aðgerð, áverka, sjúkdómsástand
- Verkur hverfur þegar líkaminn grær
- Sjúklingur er sýnilega “verkjaður”
Hvað eru langvinnnir verkir?
- Vara í ≥ 3-6 mánuði
- Tengist oft langvarandi sjúkdómsástandi
- Hafa oft ekki tilgang, stundum óafturkræfir
- Draga úr lífsgæðum
- Sjúklingur sýnir ekki dæmigerð verkjaeinkenni
- Frekar dauft yfirbragð, depur
Hvað eru
Vefjaskaðaverkir – nociceptive pain?
- Eiga upptök í öðrum vefjum en taugavefjum. Getur verið með eða án bólguviðbragðs
Skiptast í
- Sómatiskir (líkamlegir), Vel afmarkaðir, sársaukanemar í mjúkum vefjum, húð, beinum og vöðvum virkjast T.d. beinbrot, skurður, tognun
Visceral (líffærin), Illa afmarkaður, Sársaukanemar virkjast vegna bólgu, þenslu eða togs í líffærum T.d. botnlangabólg, gallsteinar
Hvað eru taugaverkir?
- Verkur sem orsakast af skaða eða truflun í úttauga- eða miðtaugakerfinu
- Geta verið bráðir og langvinnir verkir
- Geta komið fram án áreitis (spontant) eða í kjölfar áreitis
Hver eru einkenni taugaverkja?
- Einkenni: stingir (tingling), dofi ( numbness), ýktur verkur við snertingu (hyperalgesia/allodynia) oft til staðar. Ofstarfsemi / skortur á starfsemi T.d. taugaskaði eftir brot, brjósklos
Hvaða hópar eru í áhættu fyrir ófullnægjandi verkjameðferð
- Nýburar og börn
- Eldra fólk
- Ákveðnir kynþættir
- Minnihlutahópar
- Konur
- Fíklar eða einstaklingar með sögu um lyfjamistnokun
- Sjúklingar með vitræna skerðingu og aðrir sem ekki geta tjáð sig munnlega, Eins of fjölfötluuðu börnin
Hverjar eru afleiðingar ómeðhöndlaðra verkja hjá börnum
- Svörun við verkjum: Breytingar á öndun hún verður hröð og grunn, það verður ófullnægjandi þensla lungna og ófullnægjandi hósti
- Breytingar á taugakerfi: aukin virkni á sympatiska kerfinu og losun taugaboðefna
- Lífeðlisfræðilegar afleiðingar: Respiratory Alkalosis , lækkuð 02 mettun, atelaktasar, Losa sig ekki við slím, ↑ hjartsláttartíðni, ↑ blóðþrýstingur og breytingar á svefnmunstri, óróleiki
- Efnaskiptabreytingar: Aukin efnaskiptahraði með aukinni svitamyndun
- Breytingar á ónæmiskerfið: Lélegri svörun í ónæmiskerfinu og bólgusvörun
- Lífeðlisfræðilegar afleiðingar: Vökvamissir og elektrolítatruflanir. Hækkaður blóðsykur og cortisol í blóði, Aukin hætta á sýkingum og seinkaður sáragróandi.
- Breytingar meltingarkerfinu: aukið seyti í þörmum og aukin tónus í hringvöðva, ógleði og lystarleysi undir þessu eru líka lífeðlisfræðilegar afleiðingar: Trufluð starfsemi meltingarfæra, anorexia, léleg næringarinntekt og hætta á ileus
- Breyting á verkjasvörun: Aukið næmi fyrir verkjum , Létt snertin sem mikla verki , Ofursársaukanæmi, undir þessu eru líka lífeðlisfræðilegar afleiðingar: Ofursársaukanæmi (hyperalgesia): aukið næmi fyrir verkjaáreiti, lækkaður verkjaþröskuldur og ýkt minni í tengslum við sársaukafulla upplifun
Hverjar eru hindranir í verkjamati og –meðferð hjá börnum ?
- Viðhorf og skortur á þekkingu hjá heilbrigðisstarfsfólki, Óttast öndunarslævingu, Óttast fíkn
- Viðhorf og skortur á þekkingu hjá foreldrum, Vilja kannski ekki gefa verkjalyf, þurfum að fræða foreldrana
- Ólík menning
- Verkjamat hjá ungum börnum oft flókið, Við getum ekki spurt þau
- Misskilningur og mýtur
Hverjar eru algengustu miskilningarnir og mýturnar varðandi verkji hjá börnum?
- Nýburar og ungbörn finna ekki til og börn finna ekki jafn mikið til og fullorðnir vegna óþroskaðs taugakerfis (þetta er ekki rétt því börn eru útsettari fyrir verk útaf taugakerfið nær ekki að hamla verkjaboðin, bregðast kannski seinna við verkjum)
- Ungbörn geta ekki tjáð verki og muna ekki eftir að upplifa þá
- Foreldrar ýkja verki hjá börnunum sínum
- Börn eru ekki með verki ef það er hægt að dreifa athygli þeirra eða þau eru sofandi
- Endurtekin sársaukafull áreiti kenna barninu að þola og takast betur á við verki
- Börn ná sér fyrr eftir sársaukafulla reynslu en fullorðnir, eins og t.d. skurðaðgerðir (þau ná sér fyrr útaf gróandinn er hraðari)
- Börn þola verki vel og venjast þeim eftir ákveðinn tíma
- Börn segja frá því ef þau eru með verki - þau þurfa ekki verkjalyf nema þau virðast vera með verki
- Ef það er ekki augljós líkamleg ástæða fyrir verkjum hjá börnum þá er ólíklegt að þau séu með verki
- Það er hætta á að börn þrói með sé fíkn ef þau fá verkjalyf til að draga úr verkjum
Þættir sem hafa áhrif á upplifun verkja (7)
- Aldur
- Þroski
- Kyn
- Fyrri verkja upplifun
- Lundarfar/skapgerð
- Þættir tengdir menningu og fjölskyldu
- Aðstæðubundnir þættir
Hver er skilningur barna á verkjum (nýburar, börn yngri en 6 mánaða)
- Enginn ljós skilningur en bregðast við kvíða foreldra
- Líðan foreldra hefur áhrif á börnin
Hver er skilningur barna á verkjum (Ungbörn, börn yngri en 6-12 mánaða)
- Geta munað verk í samhengi umhverfisaðstæðna
- Bregðast við kvíða foreldra
Hver er skilningur barna á verkjum ( Smábörn, börn yngri en 1-3 ára)
- Skilja ekki hvað orsakar verki og af hverju þau finna til
- Hræðast sársaukafull inngrip vegna minnis og tengingar við hluti
Hver er skilningur barna á verkjum (Skólabörn 7-9ára)
- Ekki skýr skilningur á orsökum verkja
- Tengja verki og veikindi á einfaldan hátt
- Geta greint tilfinningar sem tengjast verkjum frá tilfinningum sem tengjast t.d. missi
Hver er skilningur barna á verkjum (Forskólabarn börn yngri en 3-6 ára ára)
- Verkur meiðir
- Tengja verki við skaða/sár en ekki veikindi
- Trúa því oft að verkurinn sé refsing (Þurfum að leiðrétta það )
- Skilja ekki hvernig sársaukafullt inngrip getur hjálpað þeim að líða betur eða hvernig sprauta tekur verk í burtu
- Geta greint frá styrkleika verkja
Hver er skilningur barna á verkjum (Skólabörn 10-12 ára)
- Tengja atburði og verki
- Skilja betur mun á líkamlegum verkjum og tilfinningalegum sársauka eins og að sjá eftir einhverju eða andlegum sársauka
Hvernig er verkjahegðun barna (nýburar/ungbörn, yngri en 6 mánaða)
o Þau nærast illa
o Svipbrigði í andliti
o Draga sig í hlé
Hvernig er verkjahegðun barna (Ungbörn, yngri en 6-12 mánaða)
o Draga útlimi að sér við áreiti
o Svipbrigði í andliti
o Slitróttur svefn, óværð og eirðarleysi
Hvernig er verkjahegðun barna (Smábörn 1-3 ára )
o Hræðast sársaukafullar aðstæður
o Berjast á móti með öllum líkamanum
o Draga að sér útlim sem er útsettur
o Gráta og öskra
o Slitróttur svefn