Hjartasjúkdómar í börnum Flashcards
Hvernig virkar eðlilegt hjarta?
- Hægri hluti hjartast sem tekur á móti súrefnissnauðu blóði frá líkamanum, kemur inn í hægri gátt og fer svo niður í hægri slegil sem pumpar því áfram til lungnanna og þar tekur blóðið upp súrefni og svo kemur blóðið til baka til vinstri gáttar í gengum lungabláæðar og áfram í vinstri slegil og síðan áfram út í ósæð og til líkamans
Hver er algengasti fæðingargellinn ef maður hugsar öll líffæri?
Hjartagallar
Hvert er nýgengi hjartagalla og hversu alvarlegir eru þeir?
Nýgengi: 1%
Stór hluti er minniháttar en alveg hluti sem eru alvarlegir. Erum komin með miklar framfarir í greiningu og meðferð t.d. ómsskoðun, erum að greina mikið af minniháttarhjartagöllum sem fóru framhjá fólki hér áðurfyrr
Hverjar eru orsakir meðfæddra hjartagalla?
Í langflestum tilfellum eru orsakirnar óþekktar
Geta tengst erfðum
Hluti af litningagalla/heilkenni eins og downs, turner og williams
Umhverfisþættir eins og sjúkdómar/sýkingar hjá móðu á meðgöngu og einhver lyf/áfengi / fíkniefni á meðgöngu
Á hvaða aldri greinum við meðfædda hjartagalla?
Gerum þá á öllum aldri.
Á fósturskeiði
Nýbura
Eldri börn
Fullorðnir
Hvernig erum við að greina hjartsjúkdóma á fósturskeiði?
Við gerum fósturhjartaómsskoðun alveg frá 12 viku. Ef það er eh óeðlilegt þar þá er vísað afram á barnalækna þar sem þeir einblýna á fósturhjartað þetta er samt oftast framkvæmt frá 16-20 viku og fylgt eftir meðgönguna
Hverjar eru helstu ábendingar fyrir fósturhjartaómsskoðun
- Afbrigðileg fósturómskoðun
- aukin hnakkaþykkt
- áhættuþættir hjá fóstri, móður, eða í fjölskyldu
Hvernig gera hjartagallar vart við sig þ.e.a.s. hvernig einkenni getum við séð sem bendir til þess að barn sé með hjartagalla?
Getum séð einkenni eins og þessi
Bráðaeinkenni; blámi, lost, hjartabilun
svo getum við heyrt hjartaóhljóð og séð vanþrif t.d. þyngjast ekki eða fylgja ekki vaxtarkúrfu
Hjartagallar koma í ljós þegar umtalsverðar breytingar verða á blóðrásinni, hverjar eru þessar breytingar?
- Umbreyting úr fósturblóðrás í nýburablóðrás, þetta eru þá gallar sem valda bláma, losti og hjartabilun
- Fósturæð lokast (þetta gerist eftir nokkra daga eftir fæðingu (2-3 daga): þetta eru gallgar sem valda líka bláma, losti eða hjartabilun
- Viðnám í lungablóðrás fellu (þetta gerist eftir jafnvel mánuði), gallar sem valda hjartabilun, stór op milli blóðrása
Hvernig er fósturblóðrásin?
- Það eru loft skipti um fylgju ( súrefnisupptaka og losun CO2 fer í gegnum fylgju)
- Lítið sem ekkert blóðflæði til lunga
- Hliðtengdar blóðrásir/blöndun blóðs þannig hægri slegill: tekur á móti blóði frá fylgju og pumpar því í neðri hluta líkamans /2/3 CO) og vinstri slegill pumpar upp til efri hlutalíkamans (1/3 CO)
- Eðlilegur fósturvöxtur þrátt fyrir meiriháttar hjartagalla
- Lág súrefnismettun í blóði
Hvernig er nýburablóðrásin?
- Tvær aðskildar blóðrásir engin blöndun (alltaf pínulítil þarna í opinu)
- Raðtengdar blóðrásir: Hægri slegil: blátt blóð til lungna, Vinstri slegill: rautt blóð til líkamans
- Hár þrýstingur í vinstri blóðrás
- Lágur þrýstingur í hægri blóðrás
Hvað er lost - shock?
Afbrigðilegt ástand, þar sem bráð og alvarleg minnkun verður á blóðflæði til vefja sem leiðir til truflaðrar frumu- og vefjastarfsemi
Það eru tveir hjartagallar sem geta valdið losti hverjir eru það, og hvernig gallar eru þetta?
- Aortic Stenosis (ósæðalokuþrengsl): Þetta er þrenging í ósæðarloku þannig að hjartað nær ekki að anna eftirspurn eftir súrefni
- Coarctatio aorta (þrengsl í óæð): þessi er algengari og það er þá þannig að blóð kemst ekki niður í neðri hluta líkamans en ef fórturæðin er opin þá getur blóðið sem er á leiðinni út til lunga farið í gegnum hana og séð fyrir neðri hluta líkamans fyrir blíðflæði þannig þessi galli getur komið í ljós mjög skyndilega þegar fórsturæðin lokast
Hvað er blámi - cyanosis?
- Sjáanlegur blár húðlitur
- Sýnilegur þegar ómettað hemoglobin nær 5g styrk í 100 ml af blóði
- Háð magni hemoglobins ( Polycythemia vs anemia)
- Central (t.d. upp í munni ef tungan er blá) vs. peripheral cyanosis
- Respiratory vs cardiac
Af hverju stafar blámi vegna hjartagalla?
- Blátt blóð kemst í líkamsblóðrás þannig að það kemst ekki til lungna eða skammhlaup frá hægri til vinstri
- Þrenging í líkamsblóðrás (hæ-vi flæði um fósturæð)
- Hjartabilun
- Lungasjúkdóm