Gömul próf Flashcards

1
Q

2016

A

.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver eru hugsanleg áhrif arfgengra stökkbreytinga í genum á lífefnafræðilega virkni viðkomandi próteins?

A

1) Tap á virkni: prótínið getur hætt að myndast, það prótín sem myndast er óstabílt og brotið hratt niður eða prótínið sem myndast hefur enga starfsgetu
2) Breyting á virkni: prótínið starfar á annan hátt, t.d. byggingarprótín myndar ekki tengsl við önnur prótín eða tengist öðrum prótínum, ensím hefur breytt Km eða aðra allosteríska stýringu.
3) Engin áhrif: breytingin þarf ekki að hafa nein áhrif á virkni próteinsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Við blóðtöku á sjúklingi þarf að taka sýni í eftirfarandi þrjár tegundir
af sýnaglösum. Í hvaða röð er rétt að draga í eftirfarandi glös::
a) EDTA glas
b) heparín glas
c) serum glas

A
  1. Serum glas
  2. Heparín glas
  3. EDTA glas
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q
  1. 45 ára gamal maður var lagður inn á spítala eftir 3 daga veikindi með niðurgang og uppköst. Hann hefur ekkert geta nærst en drukkið eitthvað vatn. Við skoðun var hann veikburða og rúmliggjandi, púls 107/mín og blóðþrýstingur 102/55 mmHg.
    Eftirfarandi meinefnafræðirannsóknir voru gerðar á sermi:
Sjúklingur er með
●	Hyponatremiu
●	Hypokalemiu
●	Hypochloremiu
●	Hyperuremiu
●	Hyperkreatínemiu

a) Hvernig túlkar þú þessar rannsóknarniðurstöður?
b) Hvað er anjónabilið hjá honum og er það eðlilegt?

A

a) Miðað við sögu og skoðun hefur þessi sjúklingur tapað vökva vegna niðurgangs, en bætt sér vökvatapið með hypotónískum vökva (vatni). Hans vandamál er því hypovolemic hyponatremia. Virkjun RAAS hefur valdið minna GFR til að halda í vökva, sem skýrir hækkað kreatínín og urea.

b) Anjónabil: 130 + 2.9 - 90 - 19 = 23.9.
Anjónabil hans er hækkað, sem segir manni að það er aukið magn ómældra anjóna í blóði. Í þessu tilfelli er það líklega vegna skertrar nýrnastarfsemi og ómældu anjónirnar því fosfat og súlfat. Þar sem sjúklingur hefur ekki nærst í þrjá daga er líklegt að hann sé einnig með starvation ketoacidosis (aukna myndun ketonkroppa í föstu) sem sömuleiðis hækka anjónabil.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q
6. 44 ára kona var lögð inn með langvarandi uppköst. Saga um “magaóþægindi” sem ekki hafa verið rannsökuð frekar. Við skoðun er sjúklingur dehydreraður.
Blóðgös	Gildi	Viðmiðunarmörk
pH	7,56	7,38 – 7,42
pCO2	54 mmHg	36 – 42
Bíkarbónat	45 mmól/L	22 – 26

a) Hvaða sýru-basa truflun er þessi einstaklingur með?
b) Nefndu dæmi um eina líklega undirliggjandi patólógíu í
Meltingarvegi.

A

Eftirfarandi punktar eru til aðstoðar til að átta sig á því hvert er primary vandamál og hvort compensation sé í gangi. Þeir væru ekki ritaðir sem hluti af svari við spurningu.
● pH: alkalosis (alkalemia ⇒ ekki full compensation)
● PCO2: acidosis
● HCO3: alkalosis
a) Sjúklingur er með metabolic alkalosis, með partial respiratory compensation.

b) Langvarandi uppköst, sem valda tapi á H+ um meltingarveg. Parietal frumur seyta auknu H+, sem veldur einnig aukinni seytun HCO3 frá þeim í blóð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q
  1. Segið stuttlega frá mismunandi formum kalsíum í blóðvökva (plasma) og áhrifum breytinga í sýrustigi á þau.
A

Um helmingur kalsíums í plasma er frír, um 10% klóbundið og um 40% er prótínbundið, að mestu við albúmín. Frítt kalsíum er það kalsíum sem hefur lífeðlisfræðileg áhrif (t.d. örvar lækkun á fríu kalsíum seytun PTH).
Við acidosis binst H+ í auknum mæli við albumin, sem minnkar neikvæða hleðslu þess svo að kalsíum binst í minna mæli við það. Acidosis ⇒ Minni prótínbinding.
Við alkalosis gerist andstætt. Alkalosis ⇒ Meiri prótínbinding.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q
  1. Meginhluti alkalísks fosfatasa (ALP) hjá fullorðnum og börnum í sermi er frá mismunandi líffærum, hvaða líffæri eru það? Hvaða mælingu er best að gera til að komast nær ástæðum einangraðrar hækkunar á alkalískum fosfatasa í sermi?
A

Hjá börnum er ALP að mestu frá beinum
Hjá fullorðnum er ALP að mestu frá epithelium gallvega
Hægt er að gera nokkrar mælingar, (minnkandi gagnsemisröð):
● Mæla GGT: samhliða hækkun GGT og ALP bendir til sjúkdóms í gallvegum eða lifur, frekar en beinum
● Rafdráttur isoensíma: getur greint í sundur ALP frá beinum og lifur/gallvegum
● Mæling á hitaþolnum ALP: ALP frá lifur/gallvegum er hitaþolnari en frá beinum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q
  1. Skýrið frá orsökum, einkennum og greiningu ofvaxtar.
A

Orsakir:
yfirleitt af ofseytingu einhvers hormóns:
● Ofseyting GH veldur gigantisma í börnum og acromegaly í fullorðnum
● Hyperthyroidismi
● Congenital adrenal hyperplasia
● Ýmsir erfðasjúkdómar, ss. Marfan’s syndrome
Einkenni: Gigantismi einkennist af vexti barna yfir vaxtarkúrvu. Acromegaly einkennist af þykknun mjúkvefja, framstandandi kjálka, grófum höndum sem líkast spöðum og skertu sykurþoli.
Greining:
hægt að mæla:
● S-GH
● S-IGF1: betri mæling en S-GH því seytun er stöðugri
● Sykurþolspróf: gefa glúkósa og mæla S-GH eða S-IGF1 nokkru síðar. Normalt á seytun GH að minnka við inntöku glúkósa

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er IGF1?

A

Insulin like growth factor (somatomedin C)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q
  1. Hvaða breytingar verða á S-Járni, S-Járnbindigetu og S-Ferritín við járnskort og járnofhleðslu?
A

Járnskortur: S járn lækkar, bindigeta eykst, ferritín lækkar

Járnofhleðsla: S járn hækkar, bindigeta LÆKKAR, feritin eykst

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q
  1. Nefnið 7 mögulegar ástæður fyrir því að sjúklingur mælist með lyfjastyrk í blóði sem er yfir eitrunarmörkum.
A
  1. Of háum lyfjaskammti ávísað
  2. Of tíð inntaka lyfs
  3. Misnotkun á lyfi eða overdose
  4. Milliverkun sem eykur blóðstyrk lyfs
  5. Sjúklingur er með nýrnabilun og lyfið á að skijast út um nýru (eða er umbrotið þar)
  6. Sjúklingur er með lifrarbilun og lyf er umbrotið í lifur
  7. Blóðprufa var tekin stuttu eftir inntöku lyfs, en meðferðarmörk þessa lyfs miðast við að blóðprufa sé tekin stuttu fyrir inntöku
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q
  1. Hvað almennu atriði þarf að hafa í huga til að meta hvort hópskimun fyrir sjúkdómi komi til greina? (4)
A

● Þarf að vera til rannsóknaraðferð sem hefur viðunnandi næmi og sértæki
● Þarf að vera til meðferð við sjúkdómnum, þar sem skiptir máli að gripið sé snemma inn í til að hún beri sem mestan árangur
● Sjúkdómur þarf að vera nægilega algengur til að það sé skynsamlegt að skima fyrir honum í því þýði sem um ræðir
● Rannsóknaraðferðin þarf að vera nægilega ódýr til þess að það sé raunsætt fjárhagslega að framkvæma slíka skimun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

2015

A

.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q
  1. Næmni lífefnafræðilegra kerfa fyrir breytingum, sem geta valdið sjúkdómum, er mjög mismikil. Nefndu tvö dæmi um kerfi þar sem annað er viðkvæmt og hitt þolmikið gagnvart breytingum.
A

Viðkvæm kerfi eru kerfi þar sem þarf litlar breytingar til að valda truflun á stafsemi kerfis. Dæmi um slík kerfi eru byggingarprótín, innanfrumuboðkerfi og stýriskref efnahvarfa.

Þolin kerfi eru kerfi þar sem þarf mikla breytingar til að valda truflun á starfsemi kerfis. Dæmi um slík kerfi eru flest skref efnahvarfa (önnur en stýriskref).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q
  1. 47 ára karlmaður var færður á bráðamóttöku eftir bílslys. Hann er með mörg beinbrot og mikið marinn m.a. á lærum. Meinefnarannsóknir sýna eftirfarandi: Hann er með verulega hyperkalemiu (>6.5) og lækkað bíkarbonat.
    a) Hvaða eletrólýtatruflun er þessi sjúklingur með og hversu alvarleg
    er hún? Hverjar eru hugsanlegar orsakir hennar?
    b) Hvert er anjónabilið (“anion gap”) hjá þessum sjúklingi? Hver er líklegast skýring á því að
    það er aukið?
A

a) (Hann er með verulega hyperkalemiu (>6.5) og lækkað bíkarbonat.) Hyperkalemian stafar af vefjaskemmdum þar sem kalíum lekur út úr frumum.
b) b) Anjónabil: 141 + 7.7 - 109 - 8 = 31.7. Það er hækkað. Líkleg skýring þess er aukinn styrkur á laktati, sjúklingurinn er líklega með blóðtap (líklega innvortis, m.v. mar á lærum) sem leiðir til hypoxiu, sem leiðir til lactic acidosis. Það samræmis einnig lækkuðu bikarbonati í blóðprufu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q
  1. Hverjir eru kostir og gallar þess að nota S-Kreatínin til að meta
    glómerúlar filtration?
A
Kostir: 
1) Einfalt að mæla
2) síað að fullu
3)ekki frásogað
4) aðeins lítillega seytt.
Gallar: 
1) S-Kreatínín hækkar ekki yfir viðmiðunarmörk fyrr en GFR er komið undir 50% af eðlilegu gildi. 
2) Hækkun er ekki sértæk fyrir lækkað GFR, S-Kreatínín hækkar líka eftir máltíð, eftir áreynslu og við aukinn vöðvamassa.
17
Q
  1. Hverjar eru helstu ástæður fyrir sekúnder hyperlípíðemíum og hvaða rannsóknir kemur til greina að gera til að útiloka þær?
A

1) ● Diabetes mellitus: mæla fastandi blóðsykur, HbA1c (“langtímablóðsykur”) og framkvæma sykurþolspróf.
2) ● Alkohólneysla: mæla ASAT, ALAT, ALP og GGT.
3) ● Krónísk nýrnabilun: Hægt að mæla margt
○ Meta GFR: mæla S-Kreatínín, S-Urea, reikna eGFT, mæla kreatínín clearance, mæla Cystatin C.
○ S-Natríum, S-kalíum, S-kalsíum, S-fosfat, S-magnesíum
○ S-þvagsýru
○ Blóðgös
4) ● Nephrotic syndrome: mæla magn prótína í sermi, S-Albúmín og prótín í þvagi.
5) ● Lifrarbilun: mæla ASAT, ALAT, ALP, GGT, S-albumin, Prothrombin tíma
6) ● Vanstarfsemi í skjaldkirtli: TSH, frítt T4, anti-TG, anti-TPO

18
Q
  1. Lýsið í stuttu máli truflunum í saltbúskap (natríum og kalíum) og orsök þeirra truflana í diabetiskri ketoacidosis (gjarnan með einfaldri teikningu).
A

.Sjúklingur í diabetic ketoacidosis (DKA) eru hyperglycemískir, en glúkósi kemst ekki inn í frumur vegna skorts á insúlínvirkni. Eftirfarandi breytingar hafa áhrif á natríum og kalíum:
● Sjúklingar fá metabolíska acidosis: frumur mynda aukið magn ketóna, sem veldur metabolískri acidosis. Aukinn styrkur H+ í sermi veldur innflæði H+ í frumur, sem veldur auknu útflæði K+ úr frumur.
Sjúklingar fá osmotíska þvagræsingu: vegna hyperglycemiu verður osmotísk þvagræsing með glycosyluriu og ketonuriu. Samhliða því verður tap á vatni, tap á Na og tap á K.
Sjúklinga skortir því vatn, natríum og kalíum.
Blóðgildi natríums og kalíums ráðast hinvegar af styrk þeirra í sermi (en ekki magni). Sjúklingar í DKA eru með:
● S-natríum normal eða hækkað: tap á vatni er svipað eða meira en tap á natríum
● S-kalíum er normal eða hækkað: tap á vatni er svipað eða miera en tap á kalíum

19
Q
  1. Gerðu grein fyrir dæmigerðum breytingum á CRP (C-reactive protein), sökki og albúmíni í blóði við bólguviðbrögð í líkamanum.
A

CRP hækkar hratt, nær hámarksstyrk eftir 1-2 daga.
Sökk er lengur að hækka og sömuleiðis lengur að lækka, breytingar á tímaskalanum er í vikum.
S-Albúmín lækkar einnig við bólguviðbragð (veit ekki með tímaskala).

20
Q
  1. Hverjar eru helstu orsakir ofstarfsemi á skjaldkirtli? Lýstu helstu einkennum og niðurstöðum helstu mælinga við greiningu.
A

Algengasta orsök er Grave’s sjúkdómur, þar sem myndast autoantibodies sem virkja TSH-viðtaka á frumum í skjaldkirtli. Einnig geta thyroxin-seytandi æxli í skjaldkirtli, toxic multinodular goitre, thyroiditis og meðferð við hypothyroidisma valdið hyperthyroidisma.

Einkenni: Sviti, skjálfti, hypertension, atrial fibrillation, hjartabilun, sjúkl. alltaf heitt, þyngdartap, þreyta, oligomenorrhea, ófrjósemi, o.fl.

Mælingar við greiningu:
● Primary hyperthyroidismi (ofseyting thyroxins): mæla T4 og TSH, T4 er hækkað en TSH lækkað.
● Secondary hyperthyroidismi (ofseyting TSH): mæla T4 og TSH, bæði eru hækkuð
● Mótefni: mæla anti-TG og anti-TPO, þau eru jákvæð hjá 75% sjúklinga með Graves

21
Q
  1. Hver eru helstu orsakir og einkenni Cushing sjúkdóms. Hvaða blóðrannsókn á að framkvæma til að greina.
A

Algengustu orsakir eru:
● Iatrogenic: vegna langvarandi meðferðar með sterum
● ACTH-seytandi æxli í heiladingli
● ACTH-seytandi æxli utan heiladinguls (ectopísk myndun)
● Cortisol-seytandi æxli í nýrnahettum

Einkenni:
● Útlitseinkenni: Moon face, buffalo hump, aukin kviðfita, striae á kvið
● Hypertension
● Hæg gróning sára, fá auðveldlega marbeltti, beinþynning
● Minnkaður vöðvamassi

Til greiningar ætti að gera dexomethasone bælingarpróf (gefið dexomethasone, sjá hvort að seytun cortisols minnki).

22
Q
  1. Sjúklingur fer í DNA próf á HFE geni vegna grunns um hemókrómatósu. Svarið kemur aftur að hann sé með p.His63Asp/p.Cys282Tyr. Útskýrðu hvaða stökkbreytingar hann hefur í HFE geninu. Hvaða þýðingu hafa þesar niðurstöður fyrir heilsu sjúklingsins?
A

Niðurstöður segja okkur að sjúklingurinn er með tvær stökkbreytingar í HFE-geninu. Í annarri samsætu sjúklings er amínosýra nr. 63 er Aspartate í stað Histidine, í hinni er amínosýra nr. 282 er Tyrosine í stað Cysteine.
Næsta skref væri að kanna hvort þessar stökkbreytingar séu meinvaldandi, líklega meinvaldandi, ólíklega meinvaldandi eða ekki meinvaldandi. Fyrst væri hægt að skoða skyldleika amínosýra (hér breytist basísk amínosýra í súra, og aromatísk í AS sem inniheldur brennistein). Einnig væri hægt að skoða hvort þeir staðir sem um ræðir séu þróunarfræðilega varðveittir.
Loks mundi maður fletta upp í gagnagrunnum hvort þessum stökkbreytingum hafi áður verið lýst og hvort þær séu taldar meinvaldandi eða ekki. (Miðað við uppflettingu þá eru til tvær vel þekktar meinvaldandi stökkbreytingar í HFE-geninu, sem eru þær sem þessi sjúklingur er með).

Einstaklingar sem eru:
● arfhreinir með His63Asp/His63Asp eru í einhverri aukinni hættu á ofhleðslu.
● arfblendnir með His63Asp/Cys282Tyr eru í aukinni hættu á ofhleðslu.
● arfhreinir með Cys282Tyr/Cys282Tyr eru í verulega aukinni hættu á ofhleðslu.
● Ef einstaklingar hafa eina villgerðarsamsætu og að auki His63Asp eða Cys282Tyr er lítil hætta á ofhleðslu
Hættan er ekki hækkuð hjá einstaklingum bara með wild type.

23
Q

2014 próf

A

.

24
Q
  1. Við athugun á 200 körlum fannst hækkað S-kreatínín (þ.e. ofan viðumiðunarmarka) í 5 einstaklingum. Kemur þessi niðurstaða á óvart? Skýrðu svarið.
A

Nei, sú niðurstaða kemur ekki á óvart. Viðmiðunarmörk eru valin þannig að 95% einstaklinga hafi mælingu sem lendir innan marka. Af 200 einstaklingum munu því 10 mælingar lenda utan marka, 5 verða ofan við viðmiðunarmörk og 5 fyrir neðan.

25
Q
  1. Hvað er cancer cachexia? Nefndu helstu ástæður fyrir því að þetta ástand skapast.
A

Hypermetabólískt ástand sem getur orðið við illkynja vöxt. Einkennist af þyngdartapi, anorexiu, anemiu, slappleika og pyrexiu (hækkuðum hita). Kemur til vegna efnaskiptaþarfa æxlis og einnig vegna boðefna sem æxlið seytir (t.d. TNFα), sem hefur áhrif á efnaskipti líkamans. Sjúklingar geta einnig haft ónæga fæðuinntöku og meltingartruflanir, sem veldur versnun á þessum einkennum.

26
Q
  1. a) Hverjar eru helstu ástæður fyrir metabólískri acidósu með eðlilegu anjónabili?
    b) Hvað breytingar verða þá á S-klóríð styrk?
A

a) Tap á bíkarbonati. Það getur verið um meltingarveg, t.d. vegna niðurgangs (en síður vegna uppkasta, þar tapast H+) eða um nýru, t.d. vegna Renal tubular acidosis.
b) S-klóríð hækkar (bíkabonatið tapast sem NaHCO3, svo líkaminn heldur í NaCl).

27
Q
  1. Nefnið þrjá kosti og þrjá ókosti við að nota HbA1c sem greiningarskilmerki fyrir sykursýki.
A

Kostir:
1. Mælikvarði á blóðsykur yfir langan tíma, meðan S-glúkósi er mæling á því augnabliki sem sýni er tekið
2. Þarf ekki að mæla fastandi
3. HbA1c er stöðugt í blóðsýni þó það sé geymt, en S-glúkósi lækkar við geymslu
Gallar:
1. Segir ekki til um svörun líkamans við neyslu sykurs (þ.e. hvort ínsúlínverknu sé eðlileg), sem er undirliggjandi pathphysiologia í sykursýki
2. Ekki jafn næmt og önnur próf til að meta DM
3. Gagnast ekki ef sjúklingar eru með sjúkdóma með auknu turnover á RBK, t.d. hemolytiska anemiu

28
Q
  1. Hver er mikilvægasta ástæðan til að gera rafdrátt á sermi? Hvaða upplýsingar gefur rafdráttur á próteinum í sermi, sem ekki fæst þegar immúnóglóbúlín í sermi eru magnmæld?
A

Að kanna hvort hækkun á immunoglobulinum sé monoclonal eða polyclonal. Magnmæling á immunoglobulinum segir bara til um hvort sé hækkun (eða lækkun), en sú hækkun getur verið monoclonal eða polyclonal.

29
Q
  1. Hverjar eru helstu orsakir vanstarfsemi á skjaldkirtli? Lýsið helstu einkennum og niðurstöðum helstu mælinga við greiningu.
A

Algengustu orsakir eru Hashimoto’s thyroiditis og iatrogenic (vegna meðferðar við hyperthyroidisma). Sjaldgæfari orsakir eru gallar í myndun TSH eða thyroxins og joðskortur.

Einkenni: máttleysi, þreyta, þyngdaraukning, sjúkl. er alltaf kalt, hás rödd, þurr og gróf húð og hár, hægir reflexar, meltingartruflanir o.fl.

Mælingar við greiningu:
● Primary hypothyroidismi: mæla TSH og T4, T4 er lækkað og TSH hækkað
● Secondary hypothyroidismi: mæla TSH og T4, bæði eru lækkuð
● Hashimoto’s thyroiditis: mæla anti-TG og anti-TPO, sem eru jákvæð hjá um 90% sjúklinga með Hashimoto’s thyroiditis

30
Q
  1. Segið frá helstu orsökum adrenocortical (nýrnahettu) bilunar og með hvaða mæliaðferðum má greina hana.
A

Adrenocortical bilun getur orsakast af:
● Sjálfsofnæmisviðbrögðum gegn frumum í nýrnahettuberki, sem veldur eyðingu vefjarnis og minni seytingu cortisols (Addison’s sjúkdómur)
● Sýkingu í nýrnahettuberki, t.d. berklum og sumum veirusýkingum
● Meðferð með sterum hætt skyndilega. Sterar valda nýrnahettubælingu og sé þeim hætt skyndilega eru nýrnahetturnar ekki í stakk búnar til að hefja cortisol framleiðslu að nýju.
Helsta mæliaðferð til greiningar er synacthin próf. Þá er gefið synthetískt ACTH og skoðað hvort framleiðsla cortisols aukist.

31
Q
  1. a) Hversu langur tími, að lágmarki, þarf að líða frá upphafi lyfjameðferðar þar til sýni er safnað til að fá mat á því hvort sjúklingur sé að fá hæfilegan lyfjaskammt?
    b) Hver er megin reglan hvað varðar sýnatökutíma miðað við lyfjainntökutíma?
A

a) Það þurfa að líða c.a. 5 helmingunartímar lyfs til að það nái steady state styrk í sermi.
b) Sýni eru yfirleitt tekin rétt áður en lyf er tekið inn, til að mæla lágmarksstyrk þeirra. Undanteking er þegar á að mæla hámarksstyrk lyfs í sermi, en þá er mæling framkvæmd eftir að einhver tími hefur liðið frá inntöku lyfs.