6_Sýru-basa jafnvægi og blóðgös Flashcards
ph í blóði?
7,35-7,45
hver er mikilvægasti bufferinn í ufv?
bíkarbónat buffer
hvaða buffer er þýðingarmikill í þvagi?
fosfat
hvað veldur buffer í IFV? (2)
1) prótein
2) fosfat
lágmarks pH í þvagi?
4,6
hvernig fæða veldur súru þvagi og hvernig veldur basísku?
prótein valda súru og grænmetisfæði veldur basísku
hvað er langalgengasta form kolsýru í blóði?
bíkarbóna (HCO3-)
Hvað mælist í sömu mælingu þegar bíkarbónat er mælt? (3)
1) CO2 (gas)
2) H2CO3 (kolsýra)
3) Karbamínósambönd
(CO2 bundið amínóhópum á próteinum)
hvernig er hægt að skipta orsökum sýru-basa truflana í 2 flokka?
1) Respíratórísk orsök
2) Metabólísk orsök
(líka blandað af þessu báðu)
4 megin orsakir fyrir metabólískri acidósu?
1) Aukin myndun á H+ jónum
2) Inntaka á sýru
3) Minnkaður útskilnaður vetnisjóna
4) Tap á bíkarbónat
Orsakir fyrir aukinni myndun á H+ jónum? (4)
1) Ketóacidósis
2) Lactic acidósis
3) Arfgengar acidúríur
4) Eitranir (etanól) sem umbreytast í efni með sýruvirkni
Orsakir fyrir minnkuðum útskilnaði vetnisjóna? (3)
1) Renal tubular acidosis (RTA)
2) Nýrnabilun (minnkaður útskilnaður Na, fosfats og sulfats)
3) Karbónik anydratasa inhibitorar
Orsakir fyrir tapi á bíkarbónat? (2)
1) Niðurgangur
2) GI fistula
Hvað veldur hækkuðu anjónabili?
Hækkun á ómældum anjónum?
Hvað veldur hækkun á ómældum anjónum? (6)
1) Ketóacidosis
2) Lactic acidosis
3) Nýrnabilun, fosföt og súlföt
4) Eitrun
5) Alkalosis
6) Hemoconcentration
Er hækkað eða lækkað anjónabil algengara?
Hækkað. Lækkað er sjaldgæft
Hvað veldur lækkuðu anjónabili? (3)
1) Hypoproteinemía
2) Hypergammaglóbúlínemía með pósitíva hleðslu
3) Hækkun á ómældum katjónum
Hvernig er hægt að flokka metabólískar acidósur?
Efitr því hvort anjónabil er aukið eða ekki
Orsakir fyrir metabólískri acidósu með hækkuðu anjónabili? (8)
1) Díabetísk ketóacidósa
2) Uremía
3) Metanól + IEM metabólítar
4) Paraldehýð
5) Salísylöt
6) Alkóhól ketóacidósa
7) Laktat acidósa
8) Etýlen glýkól
DUMP SALE
Orsakir fyrir metabólískri acidósu með eðlilegu anjónabili? (4)
1) Niðurgangur með tap á bíkarbónati
2) Renal tubular acidosis (RTA)
3) Karboník anhýdratasa inhibitor
4) Þvag leitt í görn, t.d. ureterosigmoidostomy
Hvaða sjúkdómahópar valda respíratórískri acidósu? (5)
1) Loftvegastífla (COPD)
2) Bæling á öndunarmiðstöð (lyf, trauma, æxli)
3) Taugavöðvasjúkdómar (Motor neuron sjúkd)
4) Lungnasjúkdómar (fibrosa, lungnabólga)
5) Brjóstkassasjúkdómar (flail chest =slys, kyphoscoliosis)
Hvað mælist í blóð við metabólíska ALKALOSU? (4)
1) Lækkað H+
2) Hækkað pH
3) Hækkað PCO2
4) Hækkað HCO3-
Orsakir fyrir metabólískri ALKALOSU? (4)
1) tap á vetnisjónum
2) gjöf efna með alkalívirkni
3) hlutfallslega aukið uppsog bíkarbónats í nýrum, t.d. ef minnkaður UFV
4) Respíratórísk kompansering er takmörkuð
Hvað er respíratórísk kompansering?
Svar öndunarstöðvar við sýrustiginu, breyta ÖT
Hvað er nýrna kompansering?
Svar nýrna við sýrustiginu
þyrfti að anda í poka við acidosu eða alkalosu?
alkalosu
Leiðréttir oföndun hækkaðan PCO2 eða lækkaðan PO2?
hækkaðan PCO2
Orsakir fyrir hypoxemíu? (5)
1) Minnkuð innöndun súrefnis
2) Alveolar hypoventilation (bæling á öndunarmiðstöð, taugavöðvasjúkdómur)
3) Minnkuð diffusion
4) “Shunt”
5) Ventilation/perfusion ójafnvægi
Orsakir fyrir súrefnisskorti í vefjum? (5)
1) Hypoxemía
2) Anemía (-> minnkuð flutningsgeta á súrefni í blóði)
3) Truflun á virkni Hgb þannig að súrefni losnar ekki frá í vefjum
4) Minnkað útfall hjarta
5) Æðaherping/þrenging/stífla
kominn á glæru 45/47
.