4_Vökvi og elektrólýtar Flashcards
Truflanir á vatns og elektrólýtabúskap stafa af? (2)
1) Ójafnvægi milli inntöku og taps
2) Færslu vatns eða elektrólýta milli líkamshólfa
Vatnsmagn kvenna?
karla?
barna?
konur: 50-55%
karlar: 60-65%
börn 75-80%
Innanfrumuvökvi er hversu stórt hlutfall af vökva líkamans?
2/3
Utanfrumuvökvi er hversu stórt hlutfall af vökva líkamans?
1/3
Interstitial vökvi er hversu stórt hlutfall af utanfrumuvökva?
3/4
Plasma er hversu stórt hlutfall af utanfrumuvökva?
1/4
Um gegndræpi frumuhimnu gildir:
hún er hálfgegndræp
Hvernig flæðir vatn óhindrað og hratt á milli IFV og UFV?
með transporterum
hvað stjórnar flæði vatns yfir frumuhimnu?
osmótískur þrýstingur
Er osmótískur þrýstingur báðu megin frumuhimnu alltaf sá sami?
já, nema í epithelfrumum í nýrum
hvaða elektrólýtar hafa styrkinn 142 í UFV og 10 í IFV?
natríum
hvaða elektrólýtar hafa styrkinn 4,5 í UFV og 150 í IFV?
kalíum
hvaða elektrólýtar hafa styrkinn 4,5 í UFV og 0 í IFV?
kalsíum
hvaða elektrólýtar hafa styrkinn 2 í UFV og 40 í IFV?
magnesíum
heildarstyrkur elektórlýta er 153 í ___ og 200 í ___? UFV/IFV
153 í UFV og 200 í IFV
Klóríð er í IFV/UFV?
UFV
hvaða elektrólýtar hafa styrkinn 16 í UFV og 40 í IFV?
Prótein
Hvað stjórnar dreifingu UFV milli plasma og interstitial vökva?
hydrostatiskur og onkotiskur þrýstingsmunur
hver er osmósuþrýstingur í plasma?
280-300 mOsm/kg
Hvaða uppleystu agnir valda osmósuþrýstingi í plasma?
elektrólýtar, glúkósi og þvagefni
hversu stór hluti eru protein af osmótískum þrýstingi í plasma?
<0,5%
Hvað er osmólalítet?
fjöldi osmóla í kg af vatni
hvernig er osmólalítet mælt?
sem lækkun á frostmarki vökva (sermi eða þvagi)
hvaða mæling er hentugri en osmólalíetet mæling?
natríum mæling
ábendingar fyrir osmólalítet mælingu? (3)
1) Mismunagreining á hýpónatremíu
2) Vatnsskerðingarpróf
3) Eitranir
Hvaða efni eru í reiknuðu osmólalíteti? (3)
1) natríum
2) glúkósi
3) úrea
Hvað er osmólal bil?
Munur á mældu osmólalíteti og reiknuðu
Hvað veldur osmólal bili?
Eitranir (etanól langoftast)
Hvenær sést hækkað osmólalítet? (4)
1) Við hypernatremíu
2) hækkun á urea
3) Hyperglycemíu
4) Eitranir
Hvenær sést lækkað osmólalítet?
eingöngu við hýpónatremíu
þorstatilfinning kviknar við?
hækkað osmólalítet og minnkað plasmarúmmál
ástæður þess að hætta sé á vökvaskorti? (3)
1) meðvitundarleysi
2) kemst ekki í vatn
3) getur ekki kyngt
Hvar fer 70-80% frásog vatns fram í nýrungum?
í proximal túbúli (með natríum)
hvað stjórnar frásogi vatns í safngöngum nýrunga? (20-30% frásogs)
vasópressín
hvað stendur AVP fyrir?
argínín vasópressín
hvað stendur ADH fyrir?
antídíúretík hormón
Hvað sendir boð til undirstúku um lítið rúmmál blóðs? (2)
1) þrýsti og þenslunemar
2) angíótensín II
Hvaðan er vasópressíni seytt?
posterior heiladingli
hvar eru þrýstinemar blóðrúmmáls?
í aorta og carotis æðum
hvar eru þenslunemar blóðrúmmáls?
í atria, inferior vena cava og lungnaslagæðum
hvað gerir atríal natríúretík peptíð?
eykur útskilnað natríum
segja frá renín-aldósterón kerfinu? (7)
1) renín seytt frá nýrum vegna lítils sodiums og lágs BÞ
2) angiotensinogen er framleitt í lifur
3) renin breytir angiotensinogen í angiotensin I
4) ACE breytir angiotensin I í II
5) aldosterone er framleitt í nýrnahettum
6) angiotensin II eykur seytingu aldosterones
7) angiotensin II veldur líka æðaþrengingum ofl
Hvort er fljótara stýrin á osmólaliteti UFV eða stýring rúmmálsins?
Stýring á osmólalíteti UFV
vatnsflæði yfir himnur gerist mjög hratt og osmóviðtakar eru næmir
Hvernig breytist styrkur S-Na+ ef það verður hýpótónískt UFV tap?
Hann eykst
Hvað er væg hypernatremía í mmól/L?
146-150
Einkenni hypernatremíu? (3)
1) Þorsti
2) Lystarleysi
3) Máttleysi
Orsakir hypernatermíu? (4)
1) Vatnstap (minnkuð inntaka, geta ekki drukkið)
2) Vatns og salttap, (t.d. diuresa við sykursýki, og svitatap og niðurgangur í börnum)
3) Aukin inntaka natríums (Inngjöf og nærdrukknun í sjó)
4) Minnkaður útskilnaður Na (aukin mineralkortikóíð-virkni)
Hvort er algengara hyper eða hypo natremía?
hypo natremía
Einkenni vökvaskorts? (6)
1) Slímhúðarþurrkur
2) Mjúk og niðurdregin augu
3) Minnkaður turgor í húð
4) Skert meðvitund
5) Minnkað þvaglát
6) Minnkaður BÞ
Hvað gerir vökvaskort verra (tengt salti)?
Því meira salttap því meira minnkar UFV
Hvað er væg hýpónatremía í mmol/L?
126-136
Hver er algengastsa afbrigðilega meinefnamælingin?
Hýpónatremía
Hvað getur valdið hyponatremiu þar sem UFV er eðlilegur? (2)
1) Of mikill vatnsútskilnaður
2) Of hár blóðsykur
Hvað getur valdið hyponatremiu þar sem UFV er aukinn? (2)
Bjúgsöfnun við hjartabilun og skorpulifur
Verður hyponatremia vegna minnkaðrar vatnsinntöku?
Sjaldan
Hvað getur valdið hyponatremiu þar sem UFV er oftast minnkað? (2)
1) Vökvagjöf með hypoton vökva
2) Addison sjúkdómur (aldósteron skortur)
Hvað veldur falskri lækkun á natríum?
Hyperpróteinemía eða hýperlípídemía
Hver er afleiðing sick cell syndrome?
Hyponatremia
Hvað gerist ef drukkið er of mikið vatn?
Hyponatremia og bæði UFV og IFV aukast
Hver eru einkenni hýpónatremíu? (6)
1) Sljóleiki
2) Ógleði, uppköst
3) Höfuðverkur
4) Krampar
5) Coma
6) Extensor plantar svörun
(allt MTK einkenni)
hver er meðferð við hyponatremiu ásamt minnkuðum UFV?
gefa saltlausn
hver er meðferð við hyponatremiu vegna ofgnóttar vatns?
takmarka vatnsinntöku. Gefa salt ef MTK einkenni
Hvenær er mælt S-Na? (3)
1) Alltaf hjá sjúklingum sem hafa fáar harðar ábendingar ástands
2) Hjá þeim sem geta ekki tjáð þorsta
3) Hjá þeim sem hafa óskýr mental einkenni
Hvenær eru S-Klóríð mælingar gagnlegar?
Við mat á sýru-basa jafnvægi
lítið gagn við mat á vökva og salttruflunum
Hvað á kalíum gildi að vera í serum?
3,5-5 mmól/L
hve mörg % kalíums er í UFV?
2%
hvaða áhrif hefur kalíum á aldósterón?
aukin kalíum inntaka hækkar aldósterón sem eykur kalíum útksilnað
hvað eykur flutning á K+ inn í frumur?
1) Insúlín/glúkósi
2) beta-stimulatorar
3) Alkalósis
tengja saman acidósis, alkalósis, hýperkalemía og hýpókalemía
acidósis -> hýperkalemía
alkalósis -> hýpókalemía
hvaða áhrif hefur aldósterón á K+
eykur útskilnað þess
hvar í nýrungum er k+ frásogað?
í proximal túbúli
hvernig veldur acidosis hyperkalemíu?
í acidósu er H+ útskilið sem veldur því að K+ er endurupptekið
hvernig veldur alkalósis hypokalemiu?
í alkalósis er H+ endurupptekið sem veldur útskilnaði K+
Hvernig veldur K+ skortur alkalósis?
K+ er endurupptekið semv veldur útskilnaði H+
Orsakir hýperkalemíu? (4)
1) Flæði úr frumum
2) Minnkaður útskilnaður
3) Aukin inntaka (t.d. í æð)
4) Mistök
Hvað veldur kalíum flæði úr frumum? (2)
1) Metabólísk acidósis
2) Vefjaskemmd
Hvað veldur minnkuðum útskilnaði kalíum? (4)
1) Nýrnabilun
2) Aldósterón skortur
3) Kalíum sparandi þvagræsilyf
4) ACE hamlar
Hvað er mineralkortikóíð?
saltsteri (aldósterón)
Hvaða áhrif hefur pocket syndrome á gildi kalíums?
Það hækkar vegna leka á kalíum út úr frumum
Einkenni hyperkalemíu? (4)
1) Oft einkennalaus
2) Vöðvaslappleiki
3) Dofi í útlimum
4) ekg breytingar
hvaða ekg breytingar fylgja hyperkalemíu? (3)
1) arrythmia
2) Háir T takkar
3) gleiðir QRS komplexar
Meðferð við hyperkalemiu? (6)
1) Kalsíum glúkónat (kalsíum í æð)
2) Glúkósi og insúlín í æð
3) Salbútamól
4) Bíkarbónat (ef acidósis)
5) Jónskiptaresín
6) Blóðskilun
Hvað er díalýsa?
Blóðskilun
Hvaða áhrif hefur insúlín á kalíum?
Veldur kalíum flæði inn í frumur
Er ónóg inntaka á kalíum algeng?
Nei
Hvað veldur hýpókalemíu? (2 yfirflokkar)
1) Aukið tap á kalíum
2) Endurdreifing inn í frumur
Hvar í líkamanum verður aukið tap á kalíum? (3)
1) Nýrum
2) Görn
3) Húð (aukinn sviti)
Hvernig verður aukið tap á kalíum í görn? (3
1) Uppköst
2) Niðurgangur
3) Misnotkun hægðalosandi lyfja
Hvernig er kalíum styrkur í þvagi ef tap um nýru er að ræða?
> 20 mmól/L
Einkenni hýpókalemíu? (5)
1) Oft engin
2) Truflun á taugavöðvavirkni (minnkaðir reflexar, máttleysi, hypotonia)
3) Þunglyndi
4) Rugl
5) EKG breytingar
Hver eru nýrnaeinkenni vegna hýpókalemíu?
Pólýúría (Mikið þvag, 2,5-3 L/24klst)
Hver eru meltingareinkenni vegna hýpókalemíu? (2)
1) Hægðatregða
2) Paralýtískur ileus (lömun)
Hver eru efnaskiptaeinkenni vegna hýpókalemíu? (2)
1) Alkalosis
2) Skert insúlín seytun