4_Vökvi og elektrólýtar Flashcards
Truflanir á vatns og elektrólýtabúskap stafa af? (2)
1) Ójafnvægi milli inntöku og taps
2) Færslu vatns eða elektrólýta milli líkamshólfa
Vatnsmagn kvenna?
karla?
barna?
konur: 50-55%
karlar: 60-65%
börn 75-80%
Innanfrumuvökvi er hversu stórt hlutfall af vökva líkamans?
2/3
Utanfrumuvökvi er hversu stórt hlutfall af vökva líkamans?
1/3
Interstitial vökvi er hversu stórt hlutfall af utanfrumuvökva?
3/4
Plasma er hversu stórt hlutfall af utanfrumuvökva?
1/4
Um gegndræpi frumuhimnu gildir:
hún er hálfgegndræp
Hvernig flæðir vatn óhindrað og hratt á milli IFV og UFV?
með transporterum
hvað stjórnar flæði vatns yfir frumuhimnu?
osmótískur þrýstingur
Er osmótískur þrýstingur báðu megin frumuhimnu alltaf sá sami?
já, nema í epithelfrumum í nýrum
hvaða elektrólýtar hafa styrkinn 142 í UFV og 10 í IFV?
natríum
hvaða elektrólýtar hafa styrkinn 4,5 í UFV og 150 í IFV?
kalíum
hvaða elektrólýtar hafa styrkinn 4,5 í UFV og 0 í IFV?
kalsíum
hvaða elektrólýtar hafa styrkinn 2 í UFV og 40 í IFV?
magnesíum
heildarstyrkur elektórlýta er 153 í ___ og 200 í ___? UFV/IFV
153 í UFV og 200 í IFV
Klóríð er í IFV/UFV?
UFV
hvaða elektrólýtar hafa styrkinn 16 í UFV og 40 í IFV?
Prótein
Hvað stjórnar dreifingu UFV milli plasma og interstitial vökva?
hydrostatiskur og onkotiskur þrýstingsmunur
hver er osmósuþrýstingur í plasma?
280-300 mOsm/kg
Hvaða uppleystu agnir valda osmósuþrýstingi í plasma?
elektrólýtar, glúkósi og þvagefni
hversu stór hluti eru protein af osmótískum þrýstingi í plasma?
<0,5%
Hvað er osmólalítet?
fjöldi osmóla í kg af vatni
hvernig er osmólalítet mælt?
sem lækkun á frostmarki vökva (sermi eða þvagi)
hvaða mæling er hentugri en osmólalíetet mæling?
natríum mæling
ábendingar fyrir osmólalítet mælingu? (3)
1) Mismunagreining á hýpónatremíu
2) Vatnsskerðingarpróf
3) Eitranir
Hvaða efni eru í reiknuðu osmólalíteti? (3)
1) natríum
2) glúkósi
3) úrea
Hvað er osmólal bil?
Munur á mældu osmólalíteti og reiknuðu
Hvað veldur osmólal bili?
Eitranir (etanól langoftast)
Hvenær sést hækkað osmólalítet? (4)
1) Við hypernatremíu
2) hækkun á urea
3) Hyperglycemíu
4) Eitranir
Hvenær sést lækkað osmólalítet?
eingöngu við hýpónatremíu
þorstatilfinning kviknar við?
hækkað osmólalítet og minnkað plasmarúmmál
ástæður þess að hætta sé á vökvaskorti? (3)
1) meðvitundarleysi
2) kemst ekki í vatn
3) getur ekki kyngt
Hvar fer 70-80% frásog vatns fram í nýrungum?
í proximal túbúli (með natríum)
hvað stjórnar frásogi vatns í safngöngum nýrunga? (20-30% frásogs)
vasópressín
hvað stendur AVP fyrir?
argínín vasópressín
hvað stendur ADH fyrir?
antídíúretík hormón
Hvað sendir boð til undirstúku um lítið rúmmál blóðs? (2)
1) þrýsti og þenslunemar
2) angíótensín II