Vinnustaðamenning og breytingar Flashcards
Hvað er skilgreiningin á vinnustaðamenningu?
- Sameiginleg gildi, skoðanir, hugmyndir og hegðunarmynstur innan fyrirtækja/stofnana (Riggio, 2003)
EÐA
- Safn þeirra gilda, markmiða og sameiginlegs skilnings þeirra sem starfa saman innan sömu fyrirtækja/stofnana (Daft 2001).
,,Svona gerum við hlutina hér‘
- Vinnustaðamenning aðgreinir eina skipulagsheild frá annarri og setur lit sinn á alla skipulagsheildina, starfsemi hennar og hefur áhrif á frammistöðu hennar.
Hvernig kom hugtakið fram (vinnustaðamenning)?
Í fyrstu var hugtakið best þekkt innan félagsvísinda en á síðari árum notað hafa kenningar um vinnustaðamenningu verið notuð innan fyrirtækja og stofnana. Einnig hefur hugtakið verið fyrirferðamikið innan stjórnunarfræðanna síðustu áratugi. Blómatími umræðunnar var á níunda áratug síðustu aldar þegar hún var miðlæg í allri umræðu um tilurð, hegðun og þróun skipulagsheilda.
Til að skilja vinnustaðamenningu er nauðsynlegt að?
Til að skilja vinnustaðamenningu er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að hegðun fólks á sterkar rætur í menningunni á vinnustaðnum. Vinnustaðamenningin hefur áhrif á hvernig brugðist er við utanaðkomandi t.d. viðskiptavinum, hvernig fólk hugsar og hvernig fólk kemur fram við aðra.
Engin vinnustaðamenning er eins, frekar en að engir 2 einsaklingar eru eins.
Hvað er vinnustaðamenning?
- Það sem einkennir sameiginlegar skoðanir og sýn starfsfólks sem hefur áhrif á lífið innan stofnunar
- Safn hefða, gilda, venja, reglna, skoðana og viðhorfa sem myndar heild þess sem er gert og hugsað innan skipulagsheildarinnar.
- Sá sameiginlegi skilningur sem einstaklingar innan skipulagsheildarinnar deila með sér og kenna nýliðum sem hið eina rétt
- Vinnustaðamenning felur í sér þann hugsunarhátt og þá hegðun sem allir í stofnuninni hafa tileinkað sér og nýráðnir einstaklingar þurfa að tileinka sér áður en þeir eru viðurkenndir í hópinn
Getur komið fram í
- Málfar, tákn, hegðun, samskipti
- Brandarar, slagorð, myndlíkingar, venjur, siðir
- Sögur, sögusagnir,”taboos”, bannorð
Getur menning á deild/vinnustað haft áhrif á hvort maður vill vinna þarna eða ekki?
Já
Hver eru þrjú stig vinnustaðamenningar eftir Edgar H. svhein
- Efst koma sýnileg tákn (artifacts) þ.e. hlutir sem eru sýnilegir hjá fyrirtækinu, allt sem hægt er að sjá og skynja í menningu fyrirtækisins. S.s klæðnaður, samskiptamáti, hegðunarmunstur, húsbúnaður og þess háttar. Ss búningar hjá Play flugfélagi, hvernig er húsbúnaður Landspítala? Hvernig er klæðnaður á landspítala? Hverjir eru í búning, hverjir í sínum fötum?
- Næst kemur Yfirlýst gildi sem eru þeir þættir í menningunni sem sjást ekki en stjórnendur og starfsfólk er yfirleitt meðvitað um s.s. framtíðarsýn stefna, markmið og gildi fyrirtækisins
- Neðst eru Undirliggjandi grunnhugmyndir eins og viðhorf og tilfinningar sem ríkja hjá fyrirtækinu. Þær endurspegla það sem liggur til grundvallar þegar kemur að yfirlýstum gildum , hegðun og framkomu starfsfólks.
Hvernir er vinnustaðamenning sterk?
- Vinnustaðamenning getur verið sterk eða veik. Hún kallast sterk ef starfsmenn eru samþykkir og sammála um mikilvægi hinna ýmsu gilda innan skipulagsheildar og fara eftir þeim, annars er menningin veik
Hvað er þaðþegar vinnustaðamenninge r veik?
Veik vinnustaðamenning einkennist því að því að starfsmenn eru ekki sammála um gildin og þeir reiða sig meira á persónuleg norm og gildi.
Rannsóknir benda til þess að góður árangur náist í starfi stofnana með sterka menningu sem einkennist af hverju?
- þátttöku starfsmanna í sameiginlegri ákvörðunartöku
- áherslu á viðskiptavini (notendur), hagsmunaaðila og starfsmenn
- forystu (leadership) stjórnenda á öllum stigum
Hvað hefur áhrif á vinnustaðamenningu?
- Hefðir
- Aldur stofnana
- Margt hefur áhrif á hvernig vinnustaðamenning mótast yfir langan tíma, hefðir , aldur stofnana, kringumstæður við tilurð þeirra og tíðarandi.
- Hugmyndafræði
- Gildi og sýn stofnana
- Valdamikill leiðtogi getur haft áhrif á vinnustaðamenningu og mótað hana til langs tíma
- Stjórnendur og stjórnunarstíll
Hvaða áhrif hefur stjórnunarstíll á vinnustaðamenningu
- Leiðtogar og stjórnendur geta haft mótandi áhrif á vinnustaðamenningu, sem getur birst í ákvörðunartöku, boðleiðum og samskiptamynstri sem blandast saman við hugmyndafræði, gildi og sýn stofnenda. Með þessum hætti geta æðstu stjórnendur haft áhrif á eðli vinnustaðamenningarinnar
- Þrátt fyrir að margir þættir hafi áhrif á menningu, endurspeglar vinnustaðamenningaðallega stjórnendur sína. Forysta og vinnustaðamenning eru samofin. Stjórnunarstíll, venjur, gildi og hegðun stjórnenda kemur fram í vinnustaðamenningu og hefur áhrif á frammistöðu og árangur skipulagsheilda
Vinnustaðamenning – þjóðmenning, hvað er átt við með því?
- Menning getur verið mismunandi milli skipulagsheilda og innan skipulagsheilda
- Þjóðmenning umlykur vinnustaðamennigu
- Karaktereinkenni íslendinga: Þetta reddast (við reddum þessu)
Gylfi dalmann gerði skýrslu um hvað einkennir íslenska vinnustaðamenningu, hvað kom úr þessari rannsókn?
Margir þættir hafa áhrif á vinnustaðamenningu íslenskra skipulagsheilda, svo sem fámenni landsins, stjórnunarstíll stjórnenda, náið og þröngt tengslanet og samskiptamynstur einstaklinga þar sem ófromleg samskipti eru ríkjandi í nánast stéttlausu samfélagi. (í sumum löndum eru samskipti við yfirmenn mjög formleg, oft erfitt fyrir erlenda starfsmenn að kalla yfirmann sinn með fornafni)
Rannsóknir á íslenskum stjórnuarstíl benda til að íslenskir stjórnendur byggi stjórnunarstíl sinn á óformlegum og beinum samskiptum. Þeir leggja áherslu á að halda óformlegum og góðum samskiptum. Tengslanetið er lítið, nálægðin mikil og boðleiðir stuttar.
Íslenskir stjórnendur eru þekktir fyrir aða nota óhefðbundinn stjórnunarstíl sem líkja má við umbreytingarleiðtoga.
Í rannsókn Gylfa og félaga beindist að því að rannsaka vinnustaðamenningu hjá 12 íslenskum fyrirtækjum og stofnunum fyrir og eftir efnahagshrun. 12 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt í rannsókninni. Gagnasofnun hófst 2007.
Helstu niðurstöður eru þær að skipulagsheildir sem skoðaðar voru hafa skýra og markvissa stefnu en ferlar virðast ekki vera vel skilgreindir, illa gengur að útfæra eða innleiða stefnna og ólíkum einingum innan skipulagsheidarinnar gengur illa að vinna saman.
Hvað er einn erfiðasti þátturinn þegar kemur að breytingum innan vinnustaða?
Menning. Margt sem liggur á bakvið manningunni og erfitt að breyta gildum og viðhorfum
Hvað er mikilvægt að gera þegar verið að fara að bryeta starfsemi fyrirtækja?
Mikilvægt að hafa í huga þegar breyta á starfsemi fyrirtækja t.d. Við samruna eða yfirtöku er oft sá þáttur sem ekki er nægilega tekið tillit til. Í breytingum er mikilvægt að skilgreina hverjar grunneiningarnar í menningunni eru og hvaða þættir móta hana .
Starfsfólk verður oft mun meðvitaðra um vinnumenninguna þegar hvað?
Starfsfólk verður oft mun meðvitaðra um vinnumenninguna þegar breytingar eiga sér stað, en eru kannski ekki að pæla í henni dags daglega
fyrirtækja þarf að taka tillit til vinnustaða menningar, hvað er átt við því?
Við samruna deilda, fyrirtækja þarf að taka tillit til vinnustaða menningar (t.d sameinaðar deildar þar sem var léleg mönnun á annarri og góð á hinni – hvað getur gerst í þeim samruna ef ekki er hugað vel að þessari stóru breytingu?)
Breytingarferli vinnubreytinga snýst aðalega um hvað?
Breytingaferli snýst því að mestu leyti um að starfsfólk segir skilið við eldri venjur og hefðir og takist á við söknuð og missi tengt vinnunni. Oft þarf að ganga í gegnum mikla óvissu áður en nýtt tímabil eða upphaf hefst tengt starfseminni og vinnustaðamenningu
Hver er skilgreining breytinga?
Skilgreining: breyting er skipulögð eða óskipulögð röskun á jafnvægi lífveru, á ákveðnu ferli eða aðstæðum og tilraun til að minnka ósamræmi milli raunverulegs ástands og þess sem óskað er (Marriner-Tomey, 2009)
Hver er aðal uppspretta breytinga?
- Lífsstílsbreytingar, félagslegar/hegðunarlegar
- Kynslóðir breytast
- Tæknibreytingar
- Alþjóðavæðing: Alþjóðavæðing hefur rutt sér til rúms og markaðurinn er nú án landamæra, samkeppni hefur vaxið, tækni aukist og breyting hefur orðið á sambandi vinnuveitenda og starfsfólks, og nú ekki hvað síst efnahagslegar þrengingar. …flugfélög, bankar, verslanir veitingastaðir hætta t.d kjölfar covid
- Skipulags og kerfisbreytingar
- Breytingar á stjórnskipulagi
- Efnahagslegar breytingar
Hugmyndir að breytingum geta líka verið:
- Ný uppgötvun t.d. í kjölfar rannsókna
- Upplýsingar frá öðrum fagaðilum nýjar vinnuaðferðir t.d varðandi stroke meðferð tpa
- Fræðilegt lesefni t.d. nýjungar í þjónustu
- Vettvangsheimsóknirstarfsfólk fer í heimsóknir á aðrar stofnanir ..fyrirtæki kynnast nýjum starfsháttum…t.d. hjfr. af landsbyggðinni fara í vettvangsheimsókn á LSH
- Fundir, ráðstefnur
- Niðurstöður rannsókna (evidence based health care)
Breytingaferlið skv. Sullivan (kennslubók)
1.Koma auga á vandamál eða tækifæri- misræmi getur verið milli þess sem er og þess sem við viljum gera eða vera t.d vandamál tengd markmiðum –markmið ekki til staðar eða illa gengur að ná þeim
2.Þegar þörfin fyrir breytingarnar hefur verið skilgreind þar að Safna saman nauðsynlegum gögnum og upplýsingum bæði í ytra og innra umhverfi mjög mikilvægt skref til að breytingin takist vel vita þarf um þau öfl sem vinna með svo hægt sé að vinna með þeim og þau sem eru á móti svo hægt sé að minnka þau. Athuga þarf hver muni græða á breytingunni hve mun tapa , greina kosti og galla.
3.Velja og greina gögn
4.Gera áætlun fyrir breytingar svara spurningum hver á að framkvæma breytinguna, hvernig og hvenær– tími - aðföng
5.Koma auga á þá sem eru með og þá sem eru á móti
6. Byggja upp tengsl (bandalag) við þá sem eru fylgjendur breytinganna
7. Hjálpa fólki til að undirbúa sig fyrir breytingar..styðja við það t.d. Ef þarf að þjálfa í kjölfar breyttra vinnuaðferða
8. Meðhöndla á mótstöðu ef einhver er og koma auga á hana fljótt í ferlinu til þess að hægt sé að grípa inn í.
9. Halda öllum vel upplýstum um breytingaferlið og þær afleiðingar sem þær hafa mjög mikilvægt að upplýsa fólki jafnóðum.
10. Meta árangur breytinganna ef árangursríkur þá þarf að festa breytingarnar í sessi
Breytingaferli snýst því að mestu leyti um að starfsfólk segir skilið við eldri venjur og hefðir og takist á við söknuð og missi tengt vinnunni. Oft þarf að ganga í gegnum mikla óvissu áður en nýtt tímabil eða upphaf hefst tengt starfseminni og vinnustaðamenningu
Hver leiðir breytingar ?
- Stjórnandi
- Verkefnastjóri
- Teymi – formaður teymis
- Lykilstarfsmaður
- Breytiaðili
HVað er breytiaðili?
Breytiaðili er einstaklingur sem aðstoðar við að koma á breytingum (Tomey, 2009) oft einstaklingur sem stendur fyrir utan fyrirtækið