Árangursrík boðskipti og forysta Flashcards
Hjúkrun er samskiptastarf, hvað er átt við með því?
Hjúkrun er fag sem krefst nándar við skjólstæðinga. Fólk er varnarlaust þegar það upplifir veikindi. Það grætur af verkjum, öskrar á okkur, hlær með okkur og deilir með okkur reynslu og upplifun sem það hefur jafnvel ekki deilt með neinum öðrum.
Við fæðum skjólstæðinga okkar, böðum þau, klæðum þau, göngum með þeim, hvetjum þau og pikkum í þau, en umfram allt þá eigum við samskipti við þau.
(Huber, bls. 114)
Samskiptafærni er mikilvægasti færniþáttur stjórnanda – sér í lagi nú á tímum.
Árangur leiðtoga í hjúkrun byggir á
Árangur leiðtoga í hjúkrun byggir á hæfni til að hlusta (meira en tala) og veita samkennd sem saman skapar traust og virðingu, og vera fyrirmynd um hegðun og tungutak sem skapar jákvætt og styðjandi starfsumhverfi og –menningu.
Afhverju skipta samskipti máli? (skv ACCN, RNAO, Sigríði halldórsdóttur og Aiken og fl., þetta eru greinar)
- Skamkvæmt ACCN eru árangursrík samskipti eru grundvöllur góðrar heilbrigðisþjónustu og heilsueflingar
- skv RNAO eru traust og góð samskipti einn átta lykilþátta fagmennsku; að réttar upplýsingar komist rétta leið er hluti öryggismenningar stofnunar
- skv rannsókn sígríðar halldórsd eru góð og traust samskipti efla einstaklinga, auka vellíðan, tilfinningu um að tilheyra og vera viðurkenndur.
- skv aiken ofl. og kanter ofl, er lykill heilbrigðs starfsumhverfis felst í markvissum og uppbyggilegum samskiptum þar sem lítill tími er til samskipta, meðferð skjólstæðinga er flókin, ferlið gengur hratt fyrir sig og margar starfsstéttir koma að meðferð. Lykilatriðið er ábyrgð og framlag hvers einstaklings til samskiptanna. (Aiken o.fl., 2001; Kanter, 2003)
Í fræðunum eru samskipti/boðskipti skilgreint sem?
- Samskipti eru kraftmikið, víxlverkandi og flókið ferli sem á sér stöðugt stað milli einstaklinga til að ná fram sameiginlegum skilningi þeirra.
- Ferli þar sem einstaklingar beita tjáningu (óyrtri og yrtri) til að skilja merkingu sem lögð er í aðstæður hverju sinni.
- Grundvallast á sameiginlegum skilningi.
Hvert er markmið samskipta?
- Að ná eins og best verður á kosið sameiginlegum skilningi á milli sendanda og móttakanda á skilaboðunum.
- Að samþætta ólík sjónarmið.
- Communication má rekja til latnesku sagnarinnar commünicäre sem merkir: að gera sameiginlegt
Hvað hindrar árangursrík samskipti og hvað hvetur þau?
- Samskipti á vinnusta liggja til grunvalla á menningu og starfsanda sem þar ríkir.
- t.d. ef mikið regluveldi innan stofnanna, stífni, allt í föstum skorðum (má engu breyta), formlegheit = hindrar árangursrík samskipti
- þannig þar er lagt upp á opið og gegnsætt skipulag, þar sem hvatt er til skoðanaskipta og lögð áhersla á heilbrigða lausn á vandamálum og togstreitu = hvetur árangursrík samskipti
Hvað er það mikilvægasta varðandi samskipti á vinnustað?
Traust – virðing – samkennd:
- Hlutirnir sagðir af heiðarleika við þann sem málið varðar
- Ekki baktal
- Ekki klíkumyndanir
- Jafnræði ríkir
- Virðing fyrir skoðunum allra
Hjúkrunarstjórnun snýst að langstærstum hluta um samskipti, hvað er átt með því?
- 81% af tíma stjórndana í hjúkrun er varið í samskipti
- Þ.a. 75% bein samskipti, 10% í síma, 15% í annars konar samskipti
Skilgreining á hugtökum, samskipti milli einstaklinga (e. interpersonal communication): - hvað er átt við með því ?
- Milli tveggja eða fleiri einstaklinga, sem allir eru meðvitaðir hver um annan
- Allir senda út skilaboð og taka á móti skilaboðum
Skilgreining á hugtökum, samskipti með orðum : yrt samskipti - hvað er átt við með því?
Töluð og rituð orð
Skilgreining á hugtökum, samskipti án orða - óyrt samskipti hvað er átt við með því?
Líkamstjáning, hegðun, raddbeiting
Skilgreining á hugtökum - að beyta sannfæringu í samskiptum?
Meðvitaður ásetningur um að hafa áhrif á hugsun eða hegðun annarra
Skilgreining á hugtökum samningsviðræður?
Samningar um kaup og kjör, tilboð og móttilboð
Skilgreining á hugtökum samningaumræður?
Samræður á milli tveggja eða fleiri hópa um að komast að samkomulagi
Hvernig er samskiptahringurinn?
- Við sendum skilaboð - skilaboðin tjáð
- Skilaboðin eru t.d. ég þarf hjálp
- Mótakandi tekur á móti skilaboðunum
- Mótakandinn gefur okkur endurgjöf
- Endurgjöfin er þá t.d. ,,þarftu hjálp, ég skal hjálpa þér”
- Og við tökum svo á móti þessari endurgjöf
- og koll af kolli
erum sífellt að nota þetta í samskiptum okkar við skjólstæðinga.
Klassíska samskiptalíkan Shannon og Weaver (1949), hvernig er hann
Þetta er bara sami hringur þar sem við sendum skilaboð t.d. að við þurfum hjálp, móttakandi tekur við þeim, hlustar og veitir endurgjöf og við tökum á móti endurgjöfinni nema hér er líka búið að setja hindranir. Þær geta verið mjög margar eins og tungumálaerfiðleikar, hlutverkin sem við erum í, tilfinningar fólks og fl.
Hvernig er samskiptaferlið?
- Sendandi: deilir hugmyndum/upplýsingum
- Táknmál/encoding: merking sett í það sem sent er
- Boðleið: velja árángursríka leið til að koma þessu áleiðsi
- Túlkun: móttakandinn túlkar skilaboðin
- Skynjun: taka á móti og túlka upplýsingar
- Endurgjöf: með eða án orða, verður að vera til staðar til að ljúka ferlinu
- Truflun: getur verið hvað sem er sem hefur áhrif á skilning, getur haft áhrif hvar sem er á ferlið
Annað líkan um þetta er Transactional Model of Communication (Sullivan, 2018, bls 147) hvernig er það?
Mjög svipað og áður nema hér er líka sett áhrif reynslu og bakgrunn hefur áhrif á samskipti.
Hvað er það sem hefur áhrif á samskipti?
Innri aðstæður:
- Okkar eigin gildi, fordómar, viðhorf og skoðanir
- Tilfinningar
- Geðslag, hvernig okkur líður.
- Hvort við séum undir miklu álagi
Ytri aðstæður:
- Hitastig. Er okkur kalt eða heitt
- Tímasetning: hvernig er klukkan er kvöld eða norgun
- Menning
- Völd
- Staða okkar
- Hlutverk í samskiptunum
Hvað hefur áhrif á samskipti og hverju stjórnum við sjálf?
Við:
- Okkar eigin hugsanir og tilfinningar
- Okkar persónulegir eiginleikar, hvernig við beitum röddinni okkar
- Við erum einhvað, við höfum einhvera reynslu og menntun.
- Kyn, menning og allt það
Ekki stjórnað
- annað fólk
- getum ekki stjórnað þeirra viðbrögðum eða framkomu
- berum ekki ábyrgð á öðrum nema börnum t.d
- aðstæður, hverjar eru aðstæður á vinnustaðnum t.d. er brjálað að gera.
Hverjir eru þrír megin áhirfaþættir á ferli samskipta?
Þættir varðandi sendandann (source factors):
- Staða í skipuriti
- Trúverðugleiki, sá sem sendir skilaboðin er hann trúverðulegur, er hann að praktisa það sem hann er að pretika.
- Samskiptaaðferð
- Hæfni til að tjá sig munnlega og skriflega
- Skilaboðin ekki send eða of sjaldan eða ekki til allra
- Skilaboðin óskýr, þekkjum kannski ekki fólkið
- Ósamræmi milli orða og hegðunar
- Þekkingarleysi á móttakanda
Þættir varðandi samskiptaleið:
- Ekki augliti til auglitis þegar við á
Þættir varðandi móttakanda:
- Talar ekki sama tungumál
- Hefur ekki tæki og tól til að skilja
- Líðan
Samskipti milli mismunandi menningahópa felur í sér hvað?
- Samskipti milli mismunandi menningahópa felur í sér að bera virðingu fyrir, sýna þolinmæði og fordæma ekki þá sem hafa mismunandi skoðanir gildi og trú.
- Skoðun allra er teikin, fólk hefur rými til þess og það sé hlustað á viðkomandi t.d.
- Jafnframt að vera næmur á menningarmun.