Forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga Flashcards
Hver er munurinn á stjórnun og forystu?
- Stjórnun felst í að halda stofnun gangandi, setja og halda áætlun og halda stofnun innan fjárhaldsramma sem er mikilvægt fyrir flóknar og stórar stofnanir.
- Forysta á hinn bóginn felur í sér óreiðu og áhættu.
Kowalak & Follin segja að leiðtogi án stjórnunarhæfileika geti hvað?
Kowalak & Follin segja að leiðtogi án stjórnunarhæfileika geti skapað ringulreið en stjórnandi með leiðtogahæfileika getur skapað framtíðarsýn og örvað samstarfsfólk sitt.
Hvað gera stjórnendur og leiðtogar?
Stjórnandi
- Áætlanir og fjármál
- Skipulag og mönnun
- Stjórnun og lausn vandamála
Leiðtogi
- Setja fram stefnu
- Fá fólk til samstarfs
- Vekja áhuga og hrífa
Hver er munurinn á stjórnun og forystu?
Stjórnun:
Skilvirkni efficiency – að fá hlutina gerða, betur hraðar, með minni kostnaði
Hvernig? Stjórnun á verkferlum eru stór hluti stjórnunarstarfa – ferlið í brennidepli
Form structure – snýst um kerfi, stjórn, ferli, reglur (verkstjóri)
Stöðnun status quo – að viðhalda ástandi/ferli
Nærsýni bottom line – hugsa eing. í hagnað eða fjármuni/kostnað – kostnaðaráætlun og fjárheimildir/fjárlagarammi er þeirra sjónarsvið. Mælingar og viðmið í krónum og regluviðmiðum.
Minnkar – þörfin fyrir stjórnun í okkar samfélagi/heilbrþj. minnkar sífellt
Forysta:
Áhrif effectiveness – spyr erum við að gera það rétta?
Hvað? Hvers vegna? Eru sífellt að spyrja og gagnrýna – er verið að gera það rétta og hvers vegna er verið að gera þetta?
Fólk people and relationships – um fólk og sambönd/samvinnu þar sem fylgjendur gegna lykilhlutverki – forysta er þegar leiðtoginn hefur áhrif á fylgjendurna og fara að hafa sér í samræmi við framtíðarsýn leiðtogans – sambandið grundvallast á trausti – ekki stjórnun/stýringu
Nýjungar innovation – að finna upp/innleiða nýjungar í takt við tímann/framtíðina – í sífelldri leit að umbótum – aldrei ánægðir með stöðnun
Framsýni horizon – sýn inn í framtíðina/lengra eru reiðubúnir að taka áhættu - sjá oft það sem erfitt er að mæla (lífsgæði dæmi)
Eykst – þörfin fyrir forystu í okkar samfélagi/heilbrst. Eykst stöðugt
Kotter segir forystu gamalt tímalaust hugtak en stjórnun hafi komið fram fyrst f. 100 árum og sé tímabundið hugtak
Í kenningum sem byggja á einkennum lýsa gjarnan þrenns konar stjórnunar-/leiðtogastílum:
Valdsmanns stíll = Autocratic - verkmiðuðu stjórnun
- Leiðtoginn hefur algert vald, fylgjandinn er háður leiðtoganum, getur nýst í kreppu- eða neyðarástandi eða þar sem leiðtogi verður að hafa meiri færni en fylgjendur
- Verkmiðuðu stjórnun skv. SLM?
Lýðræðis stíll = Democratic – tengslamiðuð
- Leiðtoginn hefur takmarkað vald, deilir þekkingu með fylgjendum sem hann er í samstarfi við, á við þegar markmið eru þekkt og aðstæður þekktar.
- Tengslamiðuð stjórnun skv. SLM?
Stjórnleysis/afskiptaleysis stíll = Laissez-fair
- Leiðtoginn hefur ekkert vald, býr yfir sömu eða minni þekkingu en fylgjendur, frekar hlutlaus staða, fylgjendur eru sjálfstæðir þar sem þeir hafa meiri þekkingu en leiðtoginn, getur átt við í aðstæðum þar sem markmið og aðstæður eru ekki þekktar.
- Valdsmanns stíl og lýðræðis stíl er gjarna stillt upp á enda áss og stjórnunar stílar metnir með t.t. Þess hvar á ásnum þeir eru, hvort þeir eru nær valdsmanns stílnum eða lýðræðis stílnum.
Hvað fellur undir valdmanns stíl?
- Mikil stjórnun
- Gefur skipanir
- Tekur ákvarðanir
- Gerir áætlanir
- Leiðbeinandi/segir til
- Styður að aðrir séu honum háðir
Hvað fellur undir lýðræðisstíl
- Minni stjórnun
- Biður um tillögur
- Kemur með tillögur
- Hópurinn gerir áætlun
- Þátttakandi
- Styður sjálfstæði
Hvað fellur undir stjórnleysis/afskiptaleysis stíll
- Engin stjórnun
- Stefnuleysi
- Afsalar sér ákvarðanatöku
- Engin áætlun
- Ótengdur
- Styður óreiðu
Þróun rannsókna og kenninga stjórnun og forystu í hnotskurn, horft er á þrjá hluti?
fyrst var Einblínt á umhverfi, framleiðni, ferli, tækni
svo var Horft á mannlega þáttinn, atferli, einstaklinga, hópa
núna er semí Heildrænni nálgun, samspil umhverfis og mannlegra þátta
HVernig er þróun/breytingar á stjórnunarstílum?
- Frá því að vera fyrst og fremst valdsmanns stílar í að vera lýðræðislegir og þjónandi stjórnunarstílar
- Frá því að fylgjendur/undirmenn þjónuðu stjórnandanum í að stjórnandinn þjónar fylgjendum/undirmönnum
Hvað er mikilmenna kenning?
- Heldur því fram að fáir einstaklingar séu fæddir stjórnendur/leiðtogar þar sem þeir hafi fengið nauðsynleg einkenni í arf
- Mörgum finnst þessi kenning takmörkuð þar sem hún gerir ekki ráð fyrir því að hægt sé að læra/þjálfa það að verða stjórnandi/leiðtogi
Hvað er persónutöfra kenningar
- Persónutöfrar taldir skipta máli í stjórnun/forystu, en ekki vitað í raun hvað þessi þáttur vegur þungt. Það að geta hrifið aðra með sér og látið öðrum líða vel á návist sinni er þó talið skipta nokkru máli
- Talin hætta á að persónutöfra stjórnendur líti á sig sem æðri og að fylgjendur trúi því líka og því verði samskipti þeirra líkari trúarbrögðum
- Persónutöfrar taldir vega þungt í umbreytinga sjórnun
Hvað er einkenna kenningar?
- Allt fram á miðjan 5. áratug síðustu aldar voru einkenna kenningar undirstaða rannsókna í stjórnun
- Sú kenning kom snemma fram að ákveðnir eiginleikar einkenndu stjórnendur og var í fyrstu talið að þeir væru meðfæddir en síðan farið að líta til þess að þeir gætu verið lærðir
- Takmarkanir einkenna kenninga eru m.a. að ekki er litið heildrænt á persónueinkenni stjórnandans og ekkert tillit tekið til fylgjenda, umhverfis og aðstæðna
Hvað er aðstæðu kenningar?
- Um 1950 var farið að veita aðstæðum athygli í kenningum og hvernig einkenni stjórnenda og aðstæður spiluðu saman
- Komu fram kenningar um að áhrif einkenna stjórnenda væri ekki eingöngu bundin þeim heldur einnig fylgjendum, viðhorfum, þörfum, væntingum, samskiptum, tíma, umhverfi, stjórnskipulags skipulagsheildar, eðli skipulagsheildar, þróunarstigi heildarinnar, áhrifum stjórnandans utan heildarinnar
- Aðstæður stýra því hver er stjórnandi/leiðtogi og hverjir fylgjendur
Hvað er aðstæðu forystu kenning/líkan ?
- Sett fram á 8. áratugnum af Hersey og Blanchard
- Líkan til að spá fyrir um það hvaða stjórnunarstíll hentar best miðað við þroska fylgjenda
- Þróuðu síðan líkan þar sem stjórnendum/leiðtogum er leiðbeint um að spá fyrir um besta stjórnunarstílinn miðað við færni og vilja fylgjenda í verkefni
- Aðstæðu forystu líkan Hersey og Blanchards mjög gagnlegt í hjúkrun þegar vinna er skipulögð, forgangasraða þarf verkefnum og deila þeim út.