Áhrif og völd Flashcards
Er vald fólgið í öllum mannlegum samskiptum?
Vald er fólgið í öllum mannlegum samskiptum hvort sem fólk gerir sér grein fyrir því eður ei. Verður að vera meðvitaður um það hversu mikil völd maður hefur
Til að öðlast vald, viðhalda því og nota það faglega (af leikni) verða hjúkrunarfræðingar að…
Til að öðlast vald, viðhalda því og nota það faglega (af leikni) verða hjúkrunarfræðingar alveg frá því að þeir útskrifast að vera sér meðvitaðir um uppsprettu valds og tegundir valds sem þeir þurfa að nota til þess að hafa áhrif á og veita hjúkrunarmeðferð. Og þeir þurfa að nota margvíslegar leiðir til þess.
Fyrsta reynsla okkar af valdi er hvenær?
Fyrsta reynsla okkar af valdi er í barnæsku….innan fjölskyldunnar…þar sem foreldrarnir fara með valdið líkt og stjórnendur og börnin eru í svipaðri stöðu og starfsmenn. Uppeldið, hvernig vald er notað í fjölskyldum á jákvæðan eða neikvæðan hátt… mótar viðhorf einstaklingsins til valdsins og hefur áhrif á getu hans að glíma við vald. Þar sem börn læra að hræðast valdið fylgir þeim oft á fullorðinsárum
Hver er skilgreining á valdi?
Hæfileiki til að hafa áhrif á aðra
Vald er skilgreint sem möguleg geta einstaklingsins til að hafa áhrif á annan eða aðra. Það að hafa vald felur ekki endilega í sér að beita því. Þótt að vald sé órjúfanlegur þáttur í vinnuaðstæðum og almennt í þjóðfélaginu er ekki einfalt mál að skilgreina hugtakið. Margir þættir koma við sögu þegar vald er annars vegar. Þá er horft til uppsprettu valds svo sem stöðu þess aðila sem fer með völd eða hvata hans til að beita valdi sínu; persónulegt vald og stöðuvald.
Einnig hefur mikið verið ritað og rætt um hvaða afleiðingar vald hefur í för með sér eins og hollustu, hlýðni og viðnám fylgjenda. Birtingarform valdbeitingar hefur einnig verið viðfangsefni rannsakenda. Notkun og skilningu á hugtakinu er breytilegur milli einstaklinga sem gerir það að verkum að hugtakið verður oft ruglingslegt. Forsendur rannsókna og skilgreining er því mismunandi.
Getur vald kallað fram ýmsar tilfinningar?
Já t.d. ótta, hræðslu, aðdáun eða vantaust.
Þegar verið er að fjalla um hvort vald sé æskilegt er verið að hugsa um hvða?
Þegar verið er að fjalla um hvort vald sé æskilegt…er vert að hugsa um andstæðuna valdsleysi…það er líklega staða sem enginn óskar sér. Langflestir einstaklingar óska sér að hafa einhverja stjórn á eigin lífi og þeir sem upplifa að þeir hafi það ekki enda oft sem reiðir einstaklingar.
Er vald gott eða slæmt?
Vald er hvorki gott né slæmt í eðli sínu það sem skiptir máli er hvernig og í hvaða tilgangi það er notað.
Skilgreindu powr, authority og áhrif
Power = vald = að hafa getuna, hæfileikann til að hafa áhrif á aðra, getan til að þvinga fram aðgerðir þrátt fyrir mótstöðu
Authority = samkv. orðabók:
- vald, yfirráð, forræði
- Rétturinn til að stjórna öðrum tengt stöðu, ákvarðast af skipuriti. Tengist stöðu en ekki einstaklingi.
Áhrif = Influence. Félagsleg völd. Að fá einstakling til að framkvæma ákveðið verk án valdbeitingar
Hver er munurinn á formlegu og óformlegu valdi?
Formlegt vald -> vald tengt stöðu. Hjúkrunardeildarstjóra Stjórnendur verða að hafa vald til að ná árangri og koma því til leiðar sem þeir vilja.
Óformlegt vald -> vald tengt persónu t.d. leiðtoganum. Leiðtogi þarf völd til að koma ýmsu til leiðar, hann þarf meðal annars að geta aðstoðað fylgjendur sína við að ná settum markmiðum sem og að geta rutt mögulegum hindrunum úr vegi
Er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að hafa vald?
Já, faglegt sjálfræði.
Vald er nauðsynlegt í nútímaskipulagsheildum. Hjúkrunarfræðingar þurfa vald til að hafa áhrif á aðra.
Það er nánast ómögulegt að ná markmiðum stofnana eða persónulegum markmiðum án þess hafa hæfilegt (viðeigandi) vald..og það er nauðsynlegt að hafa vald til að hjálpa samstarfsmönnum (undirmönnum), sjúklingum og skjólstæðingum að ná sínum markmiðum.
- Sjálfstæði í starfi er mjög mikilvægt því það er eitt af einkennum faggreinar þess vegna er mikilvægt að þekkja uppsprettu valds og hvernig hægt er að bera sig að því að hafa völd.
- Til þess að hafa völd, viðhalda þeim á áhrifaríkan hátt og nota þau faglega, af leikni þurfa hjúkrunarfræðingar að vita hver er valdsupptakan er þekkja grunnþætti þess til þess að hafa áhrif á og framkvæma hjúkrunarmeðferð.
Afhverju þurfa hjúkrunarfræðingar að hafa vald?
- Hjúkrunarfræðingar þurfa vald til að hafa áhrif á sjúklinga , lækna og aðrar heilbrigðisstéttir jafnframt þurfa þeir vald til að hafa áhrif hver á annan.
- Valdlaus hjúkrunarfræðingur nær engum árangri, er óánægðari með starfið, útsettari fyrir kulnun. Skortur á valdi meðal hjúkrunarfræðinga getur leitt til slakari sjúklinga útkomu. (outcome).
Raunveruleg völd byggjast á heiðarleika, virðingu hollustu og helgun. Stjórnendur og leiðtogar hafa mikil vald, hvernig þeir öðlast það vald er mismunandi. Yfirleitt er talað um 5 tegundir valds og hefur mikið verið horft til skilgreiningu French og Raven frá 1959 á áhrifum og félagslegu valdi og hafa ýmsir fræðimenn unnið með þær og útfært síðan hver eru þessi 5 tegundir valds og hvaða 3 tegundir er verið að bæta við?
- Umbunarvald
- Þvingunarvald
- Lögmætt vald
- Tilvísunarvald
- Sérfræði vald
o Tengslavald
o Upplýsingavald
o Pólítískt vald
Það eru hversu margir grunnþættir valds sem notað er innan stofnana til að hafa áhrif á aðra
7
Fyrstu 5 völdin byggjast á hverju?
Fyrstu fimm þeirra byggjast á Fimm þátta flokkun Frence and Raven frá þeirra hafði mikil áhrif og iðulega er vitnað í hana þegar ritað er um vald. Jafnframt er flokkun þeirra það viðmið sem oftast er notað í rannsóknum á valdi.
Hvað er umbunarvald?
Umbunarvald byggist á þrennu
- Getunni til að umbuna öðrum
- Stjórnun á umbun og hversu tilbúin leiðtoginn/stjórnandi er til að umbuna
Umbundin getur verið peningur, bónus,hrós, verkefni sem óskað er eftir, klapp á öxl og fl.
Því stærri og meiri sem umbunin er í augum þess sem á að fá hana því meiri er vald þeirra sem veita hana. (því meira leggur þú á þig til að fá umbunina)