Teymisvinna og hlutverk hjúkrunarfræðinga Flashcards
Samstarfs felur í sér hvað?
- Vinna saman
- Hjálpa hvert öðru
- Sameiginleg gildi
- Sameiginleg markmið
- Starfslýsingar skýrar og aðgengilegar: vitum hvað hver á að gera
- Gefa kost á sér
- Vera reiðubúin að taka við nýjum hugmyndum og tillögum
- Gagnkvæm virðing og traust
Um samskpti á vinnustað
Erum öll ólík og komum með mismunandi styrkleika á vinnustað sem er líka mikilvægt til þess að fá ólíka sýn á hlutina og fá lausnir sem við myndum annars ekki endilega fá
Samstarf – innri starfshvöt – þekkingarstarfsmenn, hvað þýðir það?
Við erum keyrð áfram af inni starfshvöt og það sem við þurfum til þess að geta náð árangri og blómstrað í starfinu okkar þurfum við að vinna á stað þar sem það er gagnkvæm virðing, opin samskipti, hlustað á okkur, trú á velgengi, greiðar upplýsingar, áhugi á samvinnu, vilji til að bera ábyrgð, fúsleiki til að viðurkenna mistðk, vilji til að leita lausnar og betri árangur
Þrennt sem einkennir árangursrík liðsheild – árangursríkt teymi?
1) Skýr (sameiginleg) markmið: sem miða að því að vinna að virðisskapandi tilgangi starfsemi
2) Samvinna: starfa saman af krafti og virðingu
3) Endurgjöf eða reglulegar samræður (fundir) og sameiginleg ígrundun eða samtal um verkefnið, framvindu þess, verklag, mögulegar breytingar, samvinnu og stuðning (til að stilla saman strengi/endurmeta og endurstilla).
Hver er munurinn á starfshópi og teymi?
Starfshópur
- Meðlimir vinna sem einstaklingar og reiða sig á framlög sjálfs sín.
- Meðlimir koma saman til að deila upplýsingum og leysa vanda sem hjálpa einstaklingum innan þess að vinna störfin sín betur.
- Hver einstaklingur vinnur ákveðin verk.
- Meðlimir bera ábyrgð á sjálfum sér og bera ábyrgð gagnvart yfirmanni.
Teymi
- Meðlimir treysta á samanlögð framlög hópsins í heild.
- Meðlimir koma saman til að leysa vanda og taka ákvarðanir með að markmiði að efla störf og árangur teymisins.
- Meðlimir vinna sameiginlega að verkefnum.
- Sameiginlegur tilgangur og markmið meðlima, sem bera sameiginlega ábyrgð á árangri teymisins.
- Einnig bera einstaklingarnir ábyrgð á sjálfum sér.
Teymisvinna í brennidepli, hvað gerir teymisvinna?
- eykur öryggi í heilbrigðisþjónustu
- tryggir gæði hjúkrunar
- eitt af einkennum heilbrigðs vinnuumhverfis
Skilgreindu 1. teymi, 2. teymisvinna í hjúkrun og 3. teymisvinna í heilbrigðisþjónustu
Teymi byggist á samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga sem eru innbyrðis háðir og stefna að sama marki.
Teymisvinna í hjúkrun er aðferð þar sem tveir eða fleiri heilbrigðisstarfsmenn hjúkrunar vinna saman að settum markmiðum sem tengjast hjúkrun og umönnun sjúklinga (Kalisch, Lee og Salas, 2010).
Teymisvinna í heilbrigðisþjónustu er kvikt ferli þar sem tveir eða fleiri heilbrigðisstarfsmenn með mismunandi bakgrunn og færni sem deila sömu markmiðum og með samstilltu átaki greina, skipuleggja og meta umönnun sjúklings. Í þessu felst að heilbrigðisstarfsmennirnir eru innbyrðis háðir, viðhafa opin samskipti, virða hlutverk hvers annars og taka sameiginlegar ákvarðanir sem leiða til virðisauka fyrir sjúklinginn, stofunina og starfsmennina (Xyrichis & Ream, 2007).
Einkenni áragursríkra teyma fer eftir 3 hlutum, það sem stofnanir gera, einstaklingurinn og teymið
Stofnanir:
- Skýr markmið
- viðeigandi menning
- Afmörkuð verkefni
- SKýr hlutverk
- Viðeigandi forysta
- Markmviss samsetning
- Nægar auðlindir
Einstaklingar:
- Sjálfsþekking
- Traust
- Skuldbinding
- sveigjanleiki
Teymi:
- Samsetning
- Samskipti
- Samloðun
- Ákvarðanataka
- Lausn ágreinings
- Félagsleg tengsl
- Frammistöðumat
Fimm persónuleg gildi sem einkenna einstaklinga í árangursríkum teymum í heilbrigðisþjónustu
Heiðarleiki:
- grundvallaratriði gagnkvæms trausts
Agi:
- öguð vinnubrögð, þ.m.t. samvinna og að fylgja verklagsreglum
Sköpunargáfa:
- að sjá tækifæri í hverju verkefni /viðfangsefni / vandamáli
Auðmýkt:
- að bera virðingu hvert fyrir öðru
- að greina og viðurkenna eigin veikleika og annarra
- óhrædd við að vera berskjölduð
Forvitni:
- skuldbinding við að læra af reynslunni til stöðugra umbóta
Teymisvinna í heilbrigðisþjónustu dregur úr og eykur hvað?
- Dregur úr duldum atvikum
- Dregur úr óframkvæmdri hjúkrun
- Dregur úr starfsmannaveltu í hjúkrun
- Dregur úr skorti á hjúkrunarfræðingum
- Eykur skuldbindingu hjúkrunarfræðinga við starf sitt
- Eykur starfsánægju í hjúkrun
Þeir sem hagnast á árangursríkri teymisvinnu
- Stofnunin – dregur úr innlögnum og kostnaði
- Teymið – bætt samskipti og samhæfing þjónustunnar
- Starfsmennirnir – aukin starfsánægja og vellíðan
- Sjúklingarnir – aukin ánægja sjúklinga og betri heilsufarsleg útkoma
Gildi teymismiðaðrar heilbrigðisþjónustu
- Sameiginleg markmið
- Skýr hlutverk
- Gagnkvæmt traust
- Árangursrík samskipti
- Mælanlegir ferlar og útkoma
- Sameiginleg markmið
- Skýr hlutverk
- Gagnkvæmt traust
- Árangursrík samskipti
- Mælanlegir ferlar og útkoma
Í hverju felst kenning Salas um teymisvinnu?
- Teymisforysta (e. team leadership) – samhæfing og stuðningur
- Sameiginleg stefna (e. collective orientation) – þarfir og markmið teymisins eru ofar þörfum og markmiðum einstaklinganna
- Gagnkvæmt eftirlit með frammistöðu (e. mutual performance monitoring) – teymismeiðlimir fylgjast með vinnu hvers annars
- Gagnkvæmur stuðningur (e. backup behavior) – teymismeðlimir hjálpa hver öðrum
- Aðlögunarhæfni teymis (e. adaptability) – þegar á þarf að halda getur teymið aðlagast breyttum aðstæðum
3 þættir sem hafa áhrif á virkni teymis skvkenningu salas?
- Sameiginleg sýn eða hugsunarháttur (e. shared mental models) – teymismeðlimir deila sameiginlegri sýn á vinnuna/ verkefnið
- Samskipti í lokaðri hringrás (e. closed loop communication) – skilaboð eru sannreynd milli sendanda og viðtakanda
- Gagnkvæmt traust (e. trust) – sameiginlegur skilningur á því að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar með hagsmuni teymisins að leiðarljósi til að ná markmiðum teymisins
Teymisforysta (team leadership), hvað er það
- Sá sem fer fyrir teyminu gefur skýrar og viðeigandi leiðbeiningar um hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það
- Sá sem fer fyrir teyminu dreifir vinnálaginu jafnt á alla í teyminu
- Sá sem fer fyrir teyminu fylgist með því allan tímann hvernig samstarfsmönnum miðar áfram
- Þegar breytingar verða á vinnuálagi er gerð áætlun til að bregðast við þessum breytingum
Það fyrsta sem kenning salas talaði um var temisforysta hvað er það?
- Sá sem fer fyrir teyminu gefur skýrar og viðeigandi leiðbeiningar um hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það
- Sá sem fer fyrir teyminu dreifir vinnálaginu jafnt á alla í teyminu
- Sá sem fer fyrir teyminu fylgist með því allan tímann hvernig samstarfsmönnum miðar áfram
- Þegar breytingar verða á vinnuálagi er gerð áætlun til að bregðast við þessum breytingum
Nr 2 sem kenning salas talaði um var stefna teymis, hvað fellur undir það?
- Þegar einhver úr teyminu bendir öðrum í teyminu á hvar tækifæri eru til úrbóta, er því vel tekið
- Einn tekur við verkefni sem annar getur ekki klárað
- Samstarfsfólk í teyminu vinnur saman til að ná að ljúka við alla vinnu teymisins
- Endurgjöf/viðbrögð frá samstarfsfólki í teyminu eru ekki áfellisdómur heldur gagnleg
- Starfsstéttir vinna vel saman
- Samstarfsfólk í teyminu horfir ekki framhjá mistökum og pirrandi hegðun annarra í teyminu en ræðir opinskátt við þá
- Í teyminu ríkir jafningjabragur þannig að það er ekki einhver einn sem er ráðandi
- Einstaklingar í teyminu forðast ekki ágreining en takast á við hann
Það þriðja sem kenning salas talaði um var gagnkvæmur stuðningur hvað felst í því?
- Teymið trúir því að til þess að skila góðu verki þurfa allir í teyminu að vinna saman
- Samstarfsfólk í teyminu er viljugt að sinna verkefnum annarra ef þörf krefur
- Í teyminu líta samstarfsmenn með hver fyrir annan án þess að dragast aftur úr í eigin vinnu
- Leiðtoginn er til staðar og tilbúinn að aðstoða aðra í teyminu
- Samstarfsfólk í teyminu veit oftast hvenær annar úr teyminu þarf aðstoð áður en beðið er um hana
- Samstarfsfólk í teyminu tekur eftir því þegar einn úr teyminu er að dragast aftur úr í vinnu sinni
Það 4 sem kenning salas talaði um var gagnkvæmt traust, hvað fellur undir það?
- Samstarfsfólk í teyminu treystir hvert öðru
- Samstarfsfólk í teyminu deilir gjarnan hugmyndum og upplýsingum með hvert öðru
- Þess er gætt að verkefnum sé skipt á sanngjarnan hátt milli þeirra sem eru í teyminu
- Samstarfsfólk í teyminu kann að meta, sækist eftir og veitir hvert öðru uppbyggilega gagnrýni
- Teymið tekur fúslega þátt í breytingum sem stuðla að umbótum og nýjungum
- Samstarfsfólk í teyminu útskýrir hvert fyrir öðru hvað sagt var til að fullvissa sig um að það sem það heyrði hafi verið það sem átt var við
Það 5 sem kenning salast alaði um var sameiginleg sýn/hugsunarháttur (shared mental model), hvað er átt við með ´vi?
- Samstarfsfólk í teyminu skilur hlutverk og ábyrgð hvers annars
- Þegar vinnuálagið verður sérlega mikið, eru samstarfsmenn tilbúnir að leggja harðar að sér og vinna saman til að ljúka vinnunni
- Samstarfsfólk í teyminu virðir hvert annað
- Samstarfsfólk í teyminu veit að hinir í teyminu standa við skuldbindingar sínar
- Allir í teyminu skilja hver ábyrgð þeirra er allan tímann
- Á fundum koma fram þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar
- Samstarfsfólk í teyminu er meðvitað um styrkleika og veikleika annarra í teyminu
Teymisvinna í hjúkrun á Íslandi, rannsókn hver var tilgangurinn?
- Tilgangur rannsóknarinnar að varpa ljósi á teymisvinnu í hjúkrun á íslenskum sjúkrahúsum.
Teymisvinna í hjúkrun á Íslandi , hvernig var þessi rannsókn gerð?
N=632
27 deildir
8 sjúkrahús
Nursing Teamwork Survey-Icelandic
- 1. gagnkvæmt traust (7 staðh.)
- 2. stefna teymis (9 staðh.)
- 3. gagnkvæmur stuðningur (6 staðh.)
- 4. sameiginleg sýn (7 staðh.)
- 5. teymisforysta (4 staðh.)
5-gildur Likert-kvarði sem spyr um hversu oft staðhæfingarnar eigi við teymi þátttakanda: (1) sjaldan, (2) 25% tímans, (3) 50% tímans, (4) 75% tímans, (5) alltaf
Bakgrunnsbreytur
Niðurstöður rannsóknar Helgu o.fl. ssT eymisvinna í hjúkrun á Íslandi
Af þessum fimm þáttum sem eru taldir skilgreina teymsivinnu voru ákveðnir þættir álitnir betri á íslandi
- Skoraði hæst: sameiginleg sýn: gagnvkæm virðing, sýnileg ábyrgð allra, fólk meðvitað um eigin styrkleika og annarra í teyminu
- Næst á eftir var traust
- Treymisforysta skoraði lægst
Eflandi samskipti efla teymisvinnu hvað er átt við því
- Fara frá skipunum og stjórnun til leiðsagnar og eflingar
- Í stað þess að vera með einstefnu yfirheyrslu er farið í kvika kennslustund
- Samskipti og tjáskipti grundvallaratriði
- Virk hlustun – sýnir raunverulegan áhuga
- Opnar, knappar og kröftugar spurningar