Hjúkrunarstjórnun inngangur Flashcards

1
Q

Felur öll hjúkrun í sér stórnun?

A

Já, öll hjúkrun felur í sér stjórnun sama hvar hún er stunduð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Eru hjúkrunarfræðingar stjórnendur?

A

Já, allir hjúkrunarfræðingar eru stjórnendur, leiðtogar og fylgendur. Leiðtogahlutverkið er mikilvægt í allri hjúkrun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er talið að muni ráða úrslitum fyrir árangur í starfi hjúkrunarfræðinga og fyrir stofnunina?

A

Það er spáð því að heilbrigðisþjónustan muni eiga erfitt í framtíðinni og að breytingar munu hafa áhrif á heilbrigðisstofnanir og starfsfólk. Hjúkrunarfræðingar þurfa því að tileinka sér stjórnunarþekkingu og leiðtogahæfileika þar sem það er talið að muni ráða úrslitum fyrir árangur hjúkrunarfræðinga í starfi og fyrir stofnunina að lifa af!

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Er skortur á leiðtogum innan hjúkrunar í dag?

A

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Til að lifa af í heilbrigðisþjónustunni er hjúkrunarfræðingum m.a. nauðsynlegt að:

A
  1. Hafa þekkingu og innsýn í rekstur og fjármál
  2. Þekkja stofnunina sem unnið er í þar sem stofnanir eru svo ólíkar
  3. Að læra að vinna með öðru starfsfólk til að ná árangri og vera skilvirkur.
  4. Þekkja þau öfl (ytri og innri) sem hafa áhrif á starfið og hvernig á að hafa áhrif á starfsfólk. Hvernig nær maður því besta úr starfsfólkinu sem þú vinnur með
  5. Vita hvað hvetur fólk, hvernig eigi að aðstoða við að skapa umhverfi sem styður við starfsfólk og hvetur það í starfi
  6. Þarf að vita hvað hefur áhrif í ákvarðanatöku
  7. Þurfum að geta unnið í hópi og teymum
  8. Þekkja boðskiptaleiðir og þekkja leiðtogahlutverkir
  9. Geta stuðlað að öryggi og gæðum og skipulagt og útdeilt verkefnum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hverjar eru breytingar á heilbrigðisþjónustinni sem kalla á breytta stjórnunarhætti?

A
  1. Fjölgun aldraðra: Þurfum í raun aukna heimahjúkrun og heimaþjónustu (það er þó verið að vinna í því í dag eins og SELMA)
  2. Fólksfjölgun-margbreytileiki-menning. Aukinn fjöldi innflytjenda, flóttamanna, krefst samhæfðs viðbragðs að taka á móti t.d. 1000 úkrainskum flóttamönnum.
  3. Einstaklingar taka ábyrgð á eigin heilsu
  4. Nýjir sjúkdómar- fólk eftir áföll, stríð t.d. í úkraínu
  5. Nýjir faraldrar- COVID-19
  6. Ný þjónusta
  7. Legutími styttist
  8. Dag- og göngudeildir
  9. Sjúkrahústengd heimaþjónusta
  10. Sjúklingar veikari- meiri hátækni
  11. Lög og reglugerðir
  12. Upplýsingatækni
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hjúkrunarstjórnun - nýjir tímar fela í sér?

A
  1. Aðlögun að breyttu fjárhagsumhverfi, alltaf verið að skera niður.
  2. Verja þá þjónustu sem fyrir er og/eða koma á nýrri þjónustu
  3. Aukna samkeppni um fjármagn og starfsfólk t.d Verið að slást um peninga allstaðar
  4. Breytingu í samskiptum:
    -> starfrænir miðlað
    -> sjúklinga app
    -> aukið aðgengi starfsmanna með facebook og heilsuveru
  5. Aukna menntun og þekkingu.
    -> Gagnreynd þekking
    -> Klínísk þekking
    Þetta tvennt ótrúlega mikilvægt, til að bæta þjónustu þarf maður að hafa gagnreynda þekkingu
  6. Mismunandi kynslóðir á vinnumarkaði. Mismunandi kynslóðir með mismunandi væntingar til hjúkrunarstarfsins
  7. Mælikvarði á árangri breytist,(markmiðin eru mismunandi sem á að ná, það sem var viðeigandi í gær, gengur ekki upp í dag)
  8. Tækni og framfarir, krafa um að kunna á hin ýmsu kerfi
  9. Vaxandi krafa um gæði og þjónustu. Vaxandi krafa um góða þjónustu fólk miklu meðvitaðra um rétt sinn og kröfuharðara um þjónustu, meiri krafa um gæði og gæðaeftirlit/gæðavísar
  10. Viðhorf og þarfir starfsmanna hafa breyst. Viðhorf og þarfir starfsmanna hafa breyst- með nýjum kynslóðum… - mikilvæg umræða og vakning t.d. Að verða um kulnun í starfi. (podcast; að hugsa um sjálfan sig fyrst, til að geta hjálpað öðrum og starfað með öðrum í teymi)
  11. Eðli fyrirtækja og stofnana hefur breyst, fyrirtæki sameinast öðrum….breyta þjónustu ….skipurit breytast
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hverjar eru helstu áskoranir hjúkrunarstjórnenda?

A
  1. Stöðugar breytingar: Faglegar- Fjárhagslegar-rekstrarlegar-tæknilegar
  2. Að tryggja og bæta gæði þjónustunnar með takmörkuðum birgðum. Sífellt meiri krafa um gæði þjónustunnar þótt fé sé takmarkað.
  3. Aðstoða, koma á og stýra nýrri þjónustu
  4. Stýra og leiðbeina hópi starfsfólks frá ólíkum menningarsvæðum – mismunandi þjóðerni. Þurfum að taka tillit til t.d. menningarlæsi.
  5. Stýra og leiðbeina mismunandi kynslóðum á vinnumarkaði
  6. Kenna starfsfólki að aðlagast og starfa í nýju vinnuumhverfi. Styðja og peppa starfsmenn
  7. Hár meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða -> skortur á næstu árum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Er skortur á hjúrkunarfræðingum?

A

Já, skortur á hjúkrunarfræðingum er alþjóðlegt vandamál. Flest lönd innan OECD (organization for Economic Cooperaton and Development) búa við verulegan skort á hjúkrunarfræðingum sem gert er ráð fyrir að versni þar sem stór kynslóð hjúkrunarfræðinga er að fara á eftirlaun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Stór kynslóð hjúkrunarfræðinga er að fara á eftirlaun, en svo eru aðrar ástæður fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum, hverjar eru það?

A

m.a.
- aldursamsetning þjóða að breytast: þe.a. öldruðum fjölgar hlutfallslega meira en áður, fólki fjölgar og fleira fólk lifir með króníska langvinna sjúkdóma en áður var
- jafnframt hefur efnahagsleg þennsla ( og tækniframfarir líka áhrif þar á

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hver er meðalaldur hjúkrunarfræðinga á Íslandi?

A

Meðalaldur hjúkrunarfræðinga á Íslandi er 46 ár og 43% eru eldri en 50 ára.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur í för með sér hvað?

A
  • Fleiri dauðsföll, þjónustu hrakar, sem og ánægja og vellíðan sjúklinga
  • Evrópskar rannsóknir um tengsl mönnunar í hjúkrun á sjúkrahúsum við fjölda dauðsfalla og gæði þjónustu leiddi í ljós að með færri hjúkrunarfræðingum og minna menntuðu heilbrigðisstarfsfólki við hjúkrun sjúklinga margfaldast dánarlíkur sjúklinganna.
  • Særsta ógnin við öryggi sjúklinga er skortur á hjúkrunarfræðingum.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hver er skilgreiningin á stjórnun - management:

A

Að vinna með öðrum og í gegnum aðra til að ná markmiðum stofnunarinnar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Skilgreiningar í stjórnun eiga ákveðna grunnþætti sameiginlega, hverjir eru þessir þættir?

A
  • Stjórnun hefur markmið að leiðarljósi
  • Í stjórnun er unnið með og í gegnum fólk
  • Stjórnun er ferli sem felur í sér notkun kenninga og ákveðna tækni
  • Stjórnun á sér stað innan stofnana og skipulagsheilda
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Stjórnun felur í sér 5 meginþætti, hverjir eru það?

A
  • Vinna með og í gegnum aðra
  • Ná settum markmiðum stofnunarinnar
  • Hafa jafnvægi milli árangurs og skilvirkni
  • Hámarksnýtingu aðfanga
  • Breytingar í umhverfi
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvernig er sjórnunarferlið?

A
  1. Áætlanagerð og markmiðssetning: Felur í sér markmið stofnaraninnar og áætlanir um það hvernig á að ná þessum markmiðum
  2. Skipulagning: Stjórnanir úthlutar verkefnum til starfsmanna, samhæfa vinnu og aðgerðir til að ná markmiðum
  3. Mönnun: Ráða starfsfólk og þjálfa það, velja til starfa
  4. Stjórnun : Hafa áhrif á fólkið til að ná markmiðum stofnarinnar með ákveðnum leiðum
  5. Mat: Eftirlit, leiðréttingu og endurbætun, mikilvægt að bera saman árangurinn við markmiðin sem sett voru í upphafi og ef þeim var ekki náð þá þarf kannski að skoða það eitthvað og breyta markmiðum
17
Q

Hver er skilgreiningin á stjórnandi/manager?

A
  • Sá aðili sem er ábyrgur fyrir stjórnunarferlinu
  • Tekur ákvarðanir, skipuleggur, hefur forystu um og stýrir aðföngum
  • Vinnur með/í gegnum aðra til að ná markmiðum starfsmanna, deilda og stofnunarinnar í heild sinni
18
Q

Hvað gera æðstu stjórnendur/top managers?

A

Þeir eru ábyrgir fyrir allri hjúkrunarþjónustu stofnunarinnar. Þeir setja markmið, gera áætlanir og eru fulltrúar stofnunarinnar út á við

19
Q

Það eru til lög um framkvæmdarstjóra hjúkrunar, hver eru þau lög?

A

Á heilbrigðisstofnun skal starfa framkvæmdastjóri lækninga, framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirstjórnendur sem bera faglega ábyrgð á þjónustu stofnunarinnar gagnvart forstjóra.

20
Q

Hvað heitir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum? Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?

A

Framkvæmdastjóri hjúkrunar LSH: Ólafur Skúlason
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins: Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir

21
Q

Hvert er hlutverk framkvæmdastjóra hjúkrunar-Landspítala

A
  • Framkvæmdastjóri hjúkrunar heyrir beint undir forstjóra og ber ábyrgð gagnvart honum. Forstjóri er næsti yfirmaður hans. Framkvæmdastjóri hjúkrunar situr í framkvæmdastjórn. Hann ber ábyrgð á að móta sýn og markmið faglegra málefna er varða meðferð sjúklinga og faglega þróun heilbrigðisstarfsmanna.
  • Framkvæmdastjóri hjúkrunar ber í þessum tilteknu faglegu málefnum ábyrgð á starfi hjúkrunar á LSH. Hann styður við faglega þróun og starfsþróun hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, sjúkraliða, presta og djákna en ber einnig að efla faglega þróun allra annarra heilbrigðisstétta í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra.
22
Q

Hvað gera millistjórnendur/middle managers?

A
  • Ábyrgir fyrir hjúkrun og rekstri eininga/deilda
  • Tengiliðir milli stjórnenda og almenna hjúkrunarfræðinga
  • Hjúkrunardeildastjórar eða yfirhjúkrunarfræðingar heilsugæslustöðva
23
Q

Hvað gera deildastjórar hjúkrunar?

A
  • Deildarstjórar hjúkrunar innan heilbrigðisstofnana bera faglega ábyrgð á þeirri hjúkrunarþjónustu sem undir þá heyrir gagnvart framkvæmdastjóra hjúkrunar eða næsta yfirmanni samkvæmt skipuriti stofnunar.
24
Q

Hvað gerir hjúkrunardeildastjóri sem starfar á lsh?

A
  • Hjúkrunardeildarstjóri starfar í samræmi við yfirlýsingu Landspítala um ábyrgðarsvið stjórnenda. Er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og ber ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Skipuleggur hjúkrun í samræmi við stefnu, gildi og markmið Landspítala. Hvetur til rannsókna og vísindastarfs í hjúkrun. Er ábyrgur fyrir skráningu á deildinni skv. reglum spítalans, innleiðingu og aðlögun klínískra leiðbeininga að starfsemi deildarinnar. Þekkir aðferðir mannauðsstjórnunar og beitir þeim við daglega stjórnun.
25
Q

Mintzberg (1939) skipti hlutverki stjórnanda í 3 flokka, hverjir eru þessir flokkar?

A
  1. Samskiptahlutverk:
    - Felur í sér að stjórnandinn er fyrirmynd sem fer eftir settum reglum um samskipti.
    - Sem leiðtogi dregur hann vagninn, hvetur starfsmenn áfram til að ljúka tilsettum verkum.
    - Sem tengiliður myndar tengsl við fólk innan og utan fyrirtækisins. Er eins og aðal hlekkurinn í boðskipta keðjunni bæði lóðréttu og láréttu. Tengslaneti stjórnandans er oft viðamikið.
  2. Upplýsingahlutverk:
    - Í eftirlitshlutverkinu aflar hann upplýsinga sem hann telur sig vanta og þurfa úr ýmsum áttum.
    - Í hlutverki upplýsingamiðlarans lætur miðlar hann viðeigandi upplýsinga til réttra aðila.
    - sem talsmaður fyrirtækisins er stjórnandinn að sinna upplýsinga gjöf til fjölmiðla, hluthafa og viðskiptavina.
  3. Ákvaðanatöku hlutverk felur í sér:
    - Að vera frumkvöðull, stjórnandinn reynir að gera umbætur á skipulagsheildinni og aðlaga hana að nýju samkeppnisumhverfi ef með þarf,
    - sem sáttasemjari miðlar hann málum milli einstakling og hópa.
    - Að úthluta birgðum auðlindum þar þarf stjórnandinn að úthluta ábyrgð og valdi, verkefnum nýtir auðlindirnar á sem skilvirkastan hátt.
    - Að vera samningamaður felur í sér að semja um kaup og kjör, vinnuaðstöðu og verkefni. Semja við viðskiptavini o.s.frv
26
Q

Til er stjórnskipulag/ organization structur hjá t.d. lsh, þetta skipurit segir til um hvað?

A
  • Hvar valdið liggur og hvar ákvarðanir eru teknar
  • Hvaða einingu starfsfólk tilheyrir og hverjir eru yfirmenn
  • Formlegar boðleiðir innan stofnunarinnar
27
Q

Hvað er skipulagsheild?

A
  • Skipulagsheild er félagsleg heild, varanlegur hópur fólks, sem hefur samkennd og keppir að sama markmiði til að ná æskilegri frammistöðu
  • Skipulagsheild getur verið stofnun, fyrirtæki eða félagasamtök, stórt sjúkrahús, lítið hjúkrunarheimili og allskonar.
28
Q

Hvað er miðstýring og dreifistrýring

A
  • Miðstýring (centralization) er stjórnskipulag þar sem all flestar ákvarðanir eru teknar á einum stað innan stofnunar t.d. af æðsta stjórnenda eða stjórnarnefnd. Þá er þetta svona svoldið þríhyrningur ss sá sem er á toppnum tekur ákvarðanir. Eftir því sem stofnunin er stærri því fleiri og vandasamari ákvarðanir þarf að taka og því getur topp stjórnandinn átt erfiðara með að taka ákvörðunina og hætta er á að hann seinki ákvörðuninni. Það getur verið löng leið frá ákvörðunartökunni, þar til hún nær til starfsmannanna
  • Dreifistýring (decentralization)-er stjórnskipulag þar sem ákvarðanir eru teknar víðsvegar (dreift) um skipulagsheildina. Hér eiga ákvarðanir að skila sér fyrr til starfsmanna.
29
Q

Hvað er vald?

A
  • Vald – Authority, er umboð til framkvæmda
  • Rétturinn til að stjórna öðrum tengt stöðu, ákvarðast af skipuriti.
    Tengist stöðu en ekki einstaklingi.
30
Q

Hvað er ábyrgð?

A
  • Ábyrgð – Responsibility, er ákveðin skylda sem hjúkrunarfræðingi
  • Ber að svara fyrir hvort sem hann framkvæmir verkin sjálfur eða
    úthlutar þeim til annarra. Samkvæmt siðareglum Félags ísl.
    hjúkrunarfræðinga vera íslenskir hjúkrunarfræðingar faglega og
    lagalega ábyrgð á hjúkrunarstörfum.
31
Q

Hvað er ábyrgðarskylda?

A

Ábyrgðarskylda – Accountability, að svara fyrir gerðir sínar.

32
Q

Hvað er árangur?

A

Árangur/effectiveness: settu markmiði er náð

33
Q

Hvað er skilvirkni?

A

Skilvirkni/Efficiency: hlutfall þeirra bjarga sem notaðir eru og þess árangurs sem raunverulega er náð

34
Q

Hvað er Stjórnunarspönn- span of control

A

Segir til um hversu margir starfsmenn vinna undir stjórn eins stjórnanda og hversu marga starfsmenn æskilegt er að hver stjórnandi hafi undir sinni stjórn.

Oft talað um að æskilegt sé að hafa um 30 starfsmenn þess vegna er mikilvægt að hafa aðstoðardeildastjóra