Hjúkrunarstjórnun inngangur Flashcards
Felur öll hjúkrun í sér stórnun?
Já, öll hjúkrun felur í sér stjórnun sama hvar hún er stunduð
Eru hjúkrunarfræðingar stjórnendur?
Já, allir hjúkrunarfræðingar eru stjórnendur, leiðtogar og fylgendur. Leiðtogahlutverkið er mikilvægt í allri hjúkrun
Hvað er talið að muni ráða úrslitum fyrir árangur í starfi hjúkrunarfræðinga og fyrir stofnunina?
Það er spáð því að heilbrigðisþjónustan muni eiga erfitt í framtíðinni og að breytingar munu hafa áhrif á heilbrigðisstofnanir og starfsfólk. Hjúkrunarfræðingar þurfa því að tileinka sér stjórnunarþekkingu og leiðtogahæfileika þar sem það er talið að muni ráða úrslitum fyrir árangur hjúkrunarfræðinga í starfi og fyrir stofnunina að lifa af!
Er skortur á leiðtogum innan hjúkrunar í dag?
Já
Til að lifa af í heilbrigðisþjónustunni er hjúkrunarfræðingum m.a. nauðsynlegt að:
- Hafa þekkingu og innsýn í rekstur og fjármál
- Þekkja stofnunina sem unnið er í þar sem stofnanir eru svo ólíkar
- Að læra að vinna með öðru starfsfólk til að ná árangri og vera skilvirkur.
- Þekkja þau öfl (ytri og innri) sem hafa áhrif á starfið og hvernig á að hafa áhrif á starfsfólk. Hvernig nær maður því besta úr starfsfólkinu sem þú vinnur með
- Vita hvað hvetur fólk, hvernig eigi að aðstoða við að skapa umhverfi sem styður við starfsfólk og hvetur það í starfi
- Þarf að vita hvað hefur áhrif í ákvarðanatöku
- Þurfum að geta unnið í hópi og teymum
- Þekkja boðskiptaleiðir og þekkja leiðtogahlutverkir
- Geta stuðlað að öryggi og gæðum og skipulagt og útdeilt verkefnum
Hverjar eru breytingar á heilbrigðisþjónustinni sem kalla á breytta stjórnunarhætti?
- Fjölgun aldraðra: Þurfum í raun aukna heimahjúkrun og heimaþjónustu (það er þó verið að vinna í því í dag eins og SELMA)
- Fólksfjölgun-margbreytileiki-menning. Aukinn fjöldi innflytjenda, flóttamanna, krefst samhæfðs viðbragðs að taka á móti t.d. 1000 úkrainskum flóttamönnum.
- Einstaklingar taka ábyrgð á eigin heilsu
- Nýjir sjúkdómar- fólk eftir áföll, stríð t.d. í úkraínu
- Nýjir faraldrar- COVID-19
- Ný þjónusta
- Legutími styttist
- Dag- og göngudeildir
- Sjúkrahústengd heimaþjónusta
- Sjúklingar veikari- meiri hátækni
- Lög og reglugerðir
- Upplýsingatækni
Hjúkrunarstjórnun - nýjir tímar fela í sér?
- Aðlögun að breyttu fjárhagsumhverfi, alltaf verið að skera niður.
- Verja þá þjónustu sem fyrir er og/eða koma á nýrri þjónustu
- Aukna samkeppni um fjármagn og starfsfólk t.d Verið að slást um peninga allstaðar
- Breytingu í samskiptum:
-> starfrænir miðlað
-> sjúklinga app
-> aukið aðgengi starfsmanna með facebook og heilsuveru - Aukna menntun og þekkingu.
-> Gagnreynd þekking
-> Klínísk þekking
Þetta tvennt ótrúlega mikilvægt, til að bæta þjónustu þarf maður að hafa gagnreynda þekkingu - Mismunandi kynslóðir á vinnumarkaði. Mismunandi kynslóðir með mismunandi væntingar til hjúkrunarstarfsins
- Mælikvarði á árangri breytist,(markmiðin eru mismunandi sem á að ná, það sem var viðeigandi í gær, gengur ekki upp í dag)
- Tækni og framfarir, krafa um að kunna á hin ýmsu kerfi
- Vaxandi krafa um gæði og þjónustu. Vaxandi krafa um góða þjónustu fólk miklu meðvitaðra um rétt sinn og kröfuharðara um þjónustu, meiri krafa um gæði og gæðaeftirlit/gæðavísar
- Viðhorf og þarfir starfsmanna hafa breyst. Viðhorf og þarfir starfsmanna hafa breyst- með nýjum kynslóðum… - mikilvæg umræða og vakning t.d. Að verða um kulnun í starfi. (podcast; að hugsa um sjálfan sig fyrst, til að geta hjálpað öðrum og starfað með öðrum í teymi)
- Eðli fyrirtækja og stofnana hefur breyst, fyrirtæki sameinast öðrum….breyta þjónustu ….skipurit breytast
Hverjar eru helstu áskoranir hjúkrunarstjórnenda?
- Stöðugar breytingar: Faglegar- Fjárhagslegar-rekstrarlegar-tæknilegar
- Að tryggja og bæta gæði þjónustunnar með takmörkuðum birgðum. Sífellt meiri krafa um gæði þjónustunnar þótt fé sé takmarkað.
- Aðstoða, koma á og stýra nýrri þjónustu
- Stýra og leiðbeina hópi starfsfólks frá ólíkum menningarsvæðum – mismunandi þjóðerni. Þurfum að taka tillit til t.d. menningarlæsi.
- Stýra og leiðbeina mismunandi kynslóðum á vinnumarkaði
- Kenna starfsfólki að aðlagast og starfa í nýju vinnuumhverfi. Styðja og peppa starfsmenn
- Hár meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða -> skortur á næstu árum
Er skortur á hjúrkunarfræðingum?
Já, skortur á hjúkrunarfræðingum er alþjóðlegt vandamál. Flest lönd innan OECD (organization for Economic Cooperaton and Development) búa við verulegan skort á hjúkrunarfræðingum sem gert er ráð fyrir að versni þar sem stór kynslóð hjúkrunarfræðinga er að fara á eftirlaun.
Stór kynslóð hjúkrunarfræðinga er að fara á eftirlaun, en svo eru aðrar ástæður fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum, hverjar eru það?
m.a.
- aldursamsetning þjóða að breytast: þe.a. öldruðum fjölgar hlutfallslega meira en áður, fólki fjölgar og fleira fólk lifir með króníska langvinna sjúkdóma en áður var
- jafnframt hefur efnahagsleg þennsla ( og tækniframfarir líka áhrif þar á
Hver er meðalaldur hjúkrunarfræðinga á Íslandi?
Meðalaldur hjúkrunarfræðinga á Íslandi er 46 ár og 43% eru eldri en 50 ára.
Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur í för með sér hvað?
- Fleiri dauðsföll, þjónustu hrakar, sem og ánægja og vellíðan sjúklinga
- Evrópskar rannsóknir um tengsl mönnunar í hjúkrun á sjúkrahúsum við fjölda dauðsfalla og gæði þjónustu leiddi í ljós að með færri hjúkrunarfræðingum og minna menntuðu heilbrigðisstarfsfólki við hjúkrun sjúklinga margfaldast dánarlíkur sjúklinganna.
- Særsta ógnin við öryggi sjúklinga er skortur á hjúkrunarfræðingum.
Hver er skilgreiningin á stjórnun - management:
Að vinna með öðrum og í gegnum aðra til að ná markmiðum stofnunarinnar
Skilgreiningar í stjórnun eiga ákveðna grunnþætti sameiginlega, hverjir eru þessir þættir?
- Stjórnun hefur markmið að leiðarljósi
- Í stjórnun er unnið með og í gegnum fólk
- Stjórnun er ferli sem felur í sér notkun kenninga og ákveðna tækni
- Stjórnun á sér stað innan stofnana og skipulagsheilda
Stjórnun felur í sér 5 meginþætti, hverjir eru það?
- Vinna með og í gegnum aðra
- Ná settum markmiðum stofnunarinnar
- Hafa jafnvægi milli árangurs og skilvirkni
- Hámarksnýtingu aðfanga
- Breytingar í umhverfi