Skipulag í hjúkrun - skipulagsform hjúkrunar Flashcards

1
Q

Hvað er skipulagsform hjúkrunar?

A
  • Skipulagsform er ákveðið skilgreint skipulag sem gerir hjúkrunarfræðingum kleift að skipuleggja og veita ákveðnum hópi sjúklinga hjúkrunarmeðferð.
  • Skipulagsform er undirstaða þess að hægt sé að skipuleggja og veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra meððferð.
  • Skipulagsform þarf að nýta sér hæfileika og þekkingu hjúkrunarfræðinga á sem bestan og hagkvæmasta hátt til að tryggja að sjúklingar fái þá hjúkrunarmeðferð sem þeir þarnast og eiga rétt á.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Skipulagsform fela í sér?

A
  • Skipulagsform felur í sér mat á hjúkrunarþörfum, áætlun, veita hjúkrunarmeðferð og meta síðan árangurinn.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Munurinn á skipulagsformum felur í sér hvað?

A

Munurinn á skipulagsformum felur í sér mismun í klínískri ákvarðanatöku, úthlutun verkefna, boðskiptum og stjórnun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hver eru mismunandi skipulagsform hjúrkunar?

A
  • Heildarhjúkrun - total patient care
  • Verkhæfð hjúkrun - functional hjúkrun
  • Hóphjúkrun - team nursing
  • Einstaklingshæfð hjúkrun -primary nursing
  • Kjarnahjúkrun/einingarhjúkrun - modular nursing

Þessi skipulagsform eru ólík hvað varðar klínískra ákvarðanatöku, boðskipti og stjórnun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er heildarhjúkrun? Total paitent care og hvernig er saga þess?

A

Eitt elsta skipulagsformið sem þekkt var fyrir síðustu heimstyrjöld, upp úr 1920 og var vinsælt á þeim tíma. Hjúkrunarnemar störfuðu þá á sjúkrahúsum en útskrifaðir hjúkrunarfræðingar önnuðust sjúklinga heima . Og jafnvel enn fyrr má sjá að þetta skipulagsform var notað en það er talið eiga uppruna sinn hjá Írskum hjúkrunarfræðingum í Krímstríðinu (1853-1856) og Florence Nightinggale hafi síðan tekið það upp. Það var síðan tekið upp aftur á níunda áratugi síðustu aldar. (þetta skipulagsform var mótað af einkahjúkrunarkonum til þess að veita skjólstæðingunum heildræna hjúkrun. Í byrjun höfðu þessir hjúkrunarfræðingar þá bara einn sjúkling til þess að hugsa um. Þegar hjúkrunarfræðingurrinn fór heim til sjúklingsins eldaði hún líka, hreinsaði og þvoði þvotta, hún var nokkurskonar stjórnandi heimilishaldsins
Í Bandaríkjunum var þessi leið oft sú eina sem menntaðir hjúkrunarfræðingar höfðu til að fá vinnu fyrir utan fáeinar stjórnunarstöður á spítölum. En í kjölfar kreppunnar miklu 1929 hafði fólk ekki efni á að hafa einkahjúkrunarkonu og menntaðar hjúkrunarkonur voru ráðnar inn á spítalana í ríkara mæli til að stjórna og skipuleggja hjúkrunina)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Út á hvða gengur heildarhjúkrun/total paitent care?

A
  • Þetta form er sjúklingsmiðað, það felur í sér að nokkrum sjúklingum er úthlutað til ákveðins hjúkrunarfræðings sem hjúkrar sjúklingnum meðan hann er á vakt.
  • Hjúkrunarfræðingurinn vinnur með sjúklingi, fjölskyldu, lækni og öðru heilbrigðisstarfsmönnum við að gera meðferðaráætlun fyrir sjúkling
  • Byggist á hugmyndafræði heildrænnar hjúkrunar þar sem reynt er að taka tillit til líkamlegra, andlegra og félagslegra þarfa sjúklings, samt engin trygging að öllum þörfum sjúklings sé mætt fer meira eftir hugmyndafræði hjúkrunarfræðingsins sjálfs
  • Engin trygging er fyrir því að sjúklingurinn hafi sama hjúkrunarfr. næsta dag. Það fer alfarið eftir þeim sem úthlutar til hjfr. þannig að samfella í hjúkrun er ekki tryggð nema yfir eina vakt.

Oft á gjörgæslu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvernig er mönnunin í heildarhjúkrun / totial paitent care?

A
  • Hjúkrunarfræðingar
  • Sjúkraliðar
  • Krefst fleiri hjúkrunarfræðinga
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hverjir eru kostir og gallar við heildarhjúkrun / total paitent care?

A

Kostir:
- Aukið gæði tryggð þar sem hjúkrunarfræðingar sinna að mestu þörfum sjúklings.
- Hún er sjúklingsmiðuð
- Það er samfella í hjúkrun tryggð yfir eina vakt
- Lítill tími fer í booðskipti

Ókostir::
- Hjúkrunarfræðingar vinna verk sem annað starfsfólk gæti gert -> fjárhagslega óhagstætt
- Lítill möguleiki að kenna og leiðbeina nýjum hjúkrunarfræðingum .. þeim sem hafa minni reynslu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hver er saga verkhæfðar hjúkrunar?

A

Kemur fram í kringum seinni heimstyrjöldina kringum 1950 þegar skortur var á menntuðum hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar fóru til starfa á vígstöðvunum og því varð skortur á þeim til að starfa við sjúkrustofnunum annars staðar. Þar af leiðandi var erfitt að nota Total Patient Care formið og til þess að mæta hjúkrunarskortinum var ráðið starfsfólk sem hafði minni menntun og þjálfað var upp aðstoðar fólk til að sinna hjúkrunarstörfum  verkhæfð hjúkrun kemur fram. .

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Út á hvað gengur verkhæfð hjúkrun?

A
  • Í verkhæfðri hjúkrun er eins og nafnið bendir til lögð áhersla á verkið sjálft og framkvæmd þess. þ.e. að að unnið sé á árangursríkan og hagkvæman hátt. Staðlar, reglur og venjur alls ráðandi
  • Ákveðnir staðlar eru notaðir við meðferð á líkamlegum þörfum en þær andlegu verða oft útundan. Hjúkrunin oft veitt í brotum og mjög ópersónuleg.
  • Störfum er skipt upp og útdeilt til starfsfólks og áherslan er á að ljúka verkinu.Þegar verkefnum er úthlutað -> úthlutað af deildastjóra
  • Lítið tillit er tekið til heildrænna þarfa sjúklings né hæfileika starffólks. Þeir minnst menntuðu sjá um rútínu vinnuna.
  • Skv rannsóknum er ánægja sjúklinga er lítil og þeir vita oft ekki hver er hjúkrunfræðingurinn ,,þeirra‘‘.
  • Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sérhæft aðstoðafólk (krefst færri hjúkrunarfræðinga)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hver er mönnunin í verkhefðri hjúkrun?

A
  • Hjúkrunarfræðingar
  • Sjúkraliðar
  • Sérhæft aðstoðarfólk
  • Þetta krefst færni hjúkrunarfræðingar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hverjir eru kostir og gallar verkhæfðar hjúkrunar?

A

Kostir:
- Endurtekin -> aukin hæfni og ákveðin gæði tryggð þegar þú ert alltaf gera verkefniða ftur og aftur
- Verkefni vel skilgreind
- Góð nýting á mismunandi getu og hæfileikum fólks
- Skilvirkni og mikil afkastageta
- Krefst lágmarksmenntunar starfsfólks
- Gott ef lítil þróun og litlar breytingar í umhverfi

Gallar:
- Þarfir sjúklingar eru bútaðar niður í vekefni en ekki tekið tillit til heildrænna þarfa þeirra
- Erfiðleikar í samvæmingu verka
- Lítil samfella í hjúkrunarmeðferð
- Lítileða engin yfirsýn yfir þarfir sjúklingahópsins
- Vandamál við eftirfylgni
- Litil tækifæri til að þroskast í starfi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hver er saga hóp hjúkrunar?

A

Hóphjúkrun kemur fram eftir seinni heimstyrjöldina í kringum 1950 til þess að bæta hjúkrunina með því að nota sér starfskrafta starfsfólks með mismunandi menntun og hæfileika.
Einnig til að auka samfellu í hjúkrun og sem svar við kröfu um að menntaðir hjúkrunarfræðingar önnuðust sjúklingana meira og einnig að þeir leiðbeindu og stjórnuðu þeim sem minna voru lærðir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hóphjúkrun er ekki bara ákveðið skipulagsform heldur er oft talað um hóphjúkrun sem ákveðna hugmyndafræði sem byggist á eftirfarandi (4 atriði)

A
  • Sérhver sj. á rétt á að fá bestu mögulegu hjúkrun miðað við þá mönnun og tíma sem er til umráða.
  • Hjúkrunaráætlun er grundvallaratriði
  • Starfsmenn eiga rétt á að fá aðstoð
  • Hópstarf hjúkrunarfólks veitir betri meðferð en einstaklingur hver í sínu lagi

Hóphjúkrun getur falið í sér bæði einkenni verkhæfðar hjúkrunar og einstaklingshæfðar hjúkrunar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

hvað er í raun hóphjúkrun?

A
  • Hóphjúkrun felur í sér að hjúkrunarmeðferð ákveðins hóps sjúklinga er úthlutað til ákveðins hóps starfsfólks sem hefur mismunandi menntun og sérhæfingu. - Hópstjórinn/hjúkrunarfræðingruinn leiðbeinir þeim sem hafa minni menntun og hefur ábyrgðarskyldu á verkunum. Ef að meðlimir hópsins hafa ekki menntun eða reynslu til að framkvæma ákv. verk þá framkvæmir hópstjórinn(hjúkrunarfræðingurinn) þau.
  • Hópstjórinn er hjúkrunarfræðingur og hann metur hjúkrunarþörf sjúklinganna í hópnum ásamt þeim sem eru með honum í hópnum og setur fram hjúkrunaráætlun, útdeilir verkefnum, forgangsraðar, samhæfir, hjúkrunarmeðferð sjúkling við aðra meðferð hans, leiðbeinir starfsfólki til að framkvæma verkin og að lokum metur meðferðina ásamt þeim sem í hópnum eru. Hópmeðlimir gefa síðan skýrslu til hópstjórans.
  • Hver hópur samanstendur af ákv. fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliðum. Stærð hópsins fer oft eftir landfræðilegri afstöðu deildar, sjúklingahópum og fjölda starfsfólks. t.d. 1-3 hjfr og 1-3 sjúkraliðum. hópurinn vinnur undir stjórn hópstjórans.
    Hópstjóri er valinn hverju sinni af deildarstjóra/vaktstjóra.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvaða atriði þarf að hafa í huga við hóphjúkrun?

A
  • Hópstjóri verður að vera hjúkrunarfræðingur þar sem hann hefur þekkingu og menntun.
  • Árangursrík boðskipti nauðsynleg, bæði munnleg og skrifleg til að samfella verði framkvæmtd
  • Hópstjóri verður að tileinka sér stjórnunartækni s.s. skipulagningu, úthlutun verkefna, forgangsröðun boðskipti og lausn vandamála
  • Fundur með hópstjóra og öllum í hóp lykilatriði til að ná árangri. Þarf að vera í upphafi dags og um miðjan dag þar sem farið er yfir meðferðaráætlun sjúklinga og framvindu.
  • Hóphjúkrun takmarkast ekki af ákveðnum vöktu. Hóphjúkrun var aldrei ætlað að vera notað í manneklu heldur var tilgangurinn sá að koma á hjúkrun sem tæki mið af sjúklingum.
17
Q

Hvernig er mönnunin í hóphjúkrun?

A
  • Hjúkrunarfræðingar ( færri en sjúkraliðar)
  • Sjúkraliðar
  • Sérhæft starfsfólk
18
Q

Hverjir eru kostir og gallar hóphjúkrunar?

A

Kostir:
- Hjúkrunarfræðingur er ábyrgur fyrir að stýra og samhæfa hjúkrunarmeðferð
- hjúkrunarmeðferð er ekki eins brotakennd og í vekhæfðri hjúkrun
- Nýtir betyr sttarfsfólk með mismunandi menntun og reynslu
- Talin heppileg fyrir starfsfólk með litla reynslu

ókostir:
- Fagleg völd takmörkuð
- Tímafrek
- Hópar krefjast aukinnar mönnunar
- Boðskipti flókin
- Í manneklu er hætta á að hún fari yfir verkhæfð hjúkrun

19
Q

Hverjar eru leiðirnar til að auka gæði hjúkrunar?

A
  1. Hjúkra sama sjúklingahóp yfir lengri tíma
  2. Tryggja markvissa úthlutun þar sem sérhver starfsmaður fær verkefni sem hann ber ábyrgð á og tryggja árangursrík boðskipti þ.e. að allir skilji það sem þeir eiga að gera og upplýsingum sé miðlað á árangursríkan hátt.
  3. Ítarleg skýrslugjöf hafa fundi með hópmeðlimum daglega þar sem farið er yfir meðferðarplan sérhvers sjúklins og upplýsingum miðlað. Einnig nákvæmni í öllu sem skrifað er.
  4. Fastir fundir þar sem hópurinn hittist og fer yfir meðferðaráætlanir og framvindu
  5. Hjúkrunarfræðingur gerður ábyrgur fyrir hjúkrunarferli ákveðins sjúklings
  6. Þjálfun hópstjóra bæði í leiðtogahlutverkinu, skipulagningu, útdeilingu, forgangsröðun og í árangursríkum boðskiptum
  7. Tryggja þarf næga mönnun
20
Q

Hver er saga einstaklingshæfðar hjúkrunar?

A

Árið 1963 kynnir Lydia Hall hugmyndina að einstaklingshæfði hjúkrun.
Hugmyndina að einstaklingshæfðri hjúkrun innleiddi og þróaði síðan Marie Manthey árið 1968 við háskólasjúkrahúsið í Minnisota USA.
Tilgangur hennar var að færa hjúkrunarfræðinga nær sjúklingnum er verða mætti til að auka gæði hjúkrunar.
Aðalmarkmið hennar var að þróa skipulagsform sem gerði hjúkrunarfræðingum kleift að taka aukna ábyrgð á færri sjúklingum en áður og veita þeim heildræna hjúkrun.

21
Q

Hvað er einstaklingshæfð hjúkrun?

A
  • Einstaklingshæfð hjúkrun er aðferð til að hjúkra þar sem hjúkrunarfræðingur er ábyrgur og hefur ábyrgðarskyldu gagnvart hjúkrunarmeðferð sjúklings 24. klst. á sólarhring í ákveðinn skilgreindan tíma t.d. Allan þann tíma sem sj. liggur á deild. Kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að nota einstklinshæfða hjúkrun á göngudeildum eða heimahjúkrun…þá er tímafaktorinn mismunandi.
  • Þegar hjúkrunarfræðingurinn er ekki á vakt þá annast aðrir hjúkrunarfræðingar sjúklingana eftir fyrirmælum ábyrga hjúkrunarfræðingsins
  • Fjöldi sjúklinga fer eftir meðferð, legutíma, hjúkrunarþyngs og vinnuálagi
  • Dreifstýrð ákvarðanataka er megin atriði hér.
22
Q

Hvernig er mönnun einstaklingshæfðar hjúkrunar?

A
  • Hjúrkunarfræðingar
  • Sjúkraliðar
23
Q

Hverjir eru kostir og ókostir einstaklingshæfðra hjúkrunar?

A

Kostir:
- Nýtir betur faglega færni hjúkrunarfræðinga
- Heildræn nálgun
- Samfella og samhæfing á meðferð sjúklinga

Ókostir:
- Ekki allir hjúkrunarfræðingar hæfir til að stunda eisntaklingahæfða hjúkrun
- Þar sem hjúkrunarfræðingurinn er framúrskarandi góður þá njóta fáir sjúklinga hans
- Ábyrgðarskyldan reynist sumum erfið og getur leitt til kulnnunar
- Illa undirbúnir hjúkrunarfræðingar geta upplifað ógnun
- Yfirsýn minni yfir aðra sjúklinga deildarinna
- Getur líka verið að hjúkrunarfræðing verði of nánir sjúklings

24
Q

Hvað er einingahjúkrun (kjarnhjúkrun)?

A
  • Millistig milli hóphjúkrunar og einstaklingshæfðar hjúkrunar. Minni hópar stundum notaðir þegar mönnunin á hjúkrunarfræðingum leyfir ekki einstaklingshæfða hjúkrun.
  • Hver eining samanstendur af ákv. fjölda sjúklinga og hjúkrunarfólki. Sjúklingunum er skipt upp í hópa, einingar út frá landfræðilegri afstöðu t.d deildinni skipt í 2-3 helminga.
  • Hjúkrunarfólk lengi í sama hópi g er það talið auka samfellu og þar með gæði
  • Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á hjúkrunarmeðferð og framkvæma mest af henni sjálfir - njóta aðstoðar sjúkraliða
25
Q

Hvaða skipulagsform hafa verið notuð á síðustu árum?

A
  • Einhverskonar sambland af hóphjúkrun og einstaklingshæfðri hjúkrun
  • Partners in care
  • Shared care nursing
  • Kjarnahjúkrun
  • Partners in practice (Practice Partnership)
26
Q

Hvað segja rannsóknir sem eru að meta árangur mismunandi skipulagsforma?

A

Rannsóknir á síðustu árum sem beinst hafa að því að meta árangur mismunandi skipulagsforma hjúkrunar eru misvísandi og eru ekki allar sammála og mörg aðferðafræðileg vandamál talin vera til staðar en…..

27
Q

Hvað er Partners in practice (Practice Partnership)

A

Partners in practice: kynnt af Marie Manthey um 1990 mismunandi starfstéttir t.d. hjúkrunarfræðngar, sjúkraliðar vinna saman hafa sama vaktarplan og sömu sjúklinga ..ákveðin verk sem hjúkrunfræðingar gera og ákveðin verk sem aðrar starfsstéttir gera. Reyndari hjúkrunarfræðingurinn stýrir verkunum..úthlutar verkum til þeirra sem hafa minni reynslu eða minni menntun eftir því sem þeir geta gert..
Er hægt að aðlaga að einstaklingshæfðri hjúkrun, og hóphjúkrun, kjarnahjúkrun og heildarhjúkrun

28
Q

Hvað var algengasta skipulagsformið skv. rannsóknum?

A

Hóphjúkrun

Það er líka betra skipulagsform fyrir starfsfólk með litla reynslu til að læra og þroskast í starfi

29
Q

Hvað kom í ljós varðandi ánægju sjúklinga?

A

Ánægja sjúklinga hefur jákvæð tengsl við fjölda hjúkrunarfræðinga þ.e. því hærra sem hlutfall hjúkrunarfræðinga er á sjúkling því ánægðari eru sjúklingar jafnframt eru sjúklingar ánægðari eftir því sem reynsla hjúkrunarfræðinga er meiri. En almennt eru sjúklingar ekki meðvitaðir um hvaða skipulagsform er á deildum.
Þegar samfella í hjúkrunarmeðferð er meiri og boðskipti góð (meiri) eru sjúklingar almennt ánægðari burt séð frá því hvaða skipulagsform er við líði.

30
Q

Greining Fernandez, R., Johnson, M. Tran, D.T., og Miranda, C. (2012). Models of care in nursing: a systematic review, um hvað var hún og hvað sýndi hún?

A

Fernandez og félagar gerðu Kerfisbundin skoðun á rannsóknum sem gerðar hafa verið á skipulagsformum hjúkrunar frá upphafi einkum hóphjúkrun og heildarhjúkrun. 14 rannsóknir mættu kríteriunni, voru frá Ástralíu, Evrópu, Usa og Canada.

Ekki reyndist marktækur munur á:
Starfsánægju hjúkrunarfræðinga
Fjarveru frá vinnu
Hlutverk skýr/ruglingsleg
Föll sjúklinga
Lyfjamistökum
Sýkingum

En í hóphjúkrun þá voru, mistök við lyfjagjöf og iv meðferð minnii, verkjameðferð betri og skráning betri.

Samskipti - boðskipti milli starfsfólks sem annast sjúklinginn (hjúkrunarfræðinga-sjúkraliða/ófaglærðra) er lykilatriði árangursríkrar hjúkrunarmeðferðar og skipulagsforms hjúkrunar

31
Q

Hvað kom fram í þessari rannsókn og hvað kannaði hún?
Dubois CA o. fl. (2013). Associations of patient safety outcomes with models of nursing care organization at unit levels in hospitals.

A
  • Kannaði öryggi sjúklinga í mismunandi skipulagsformum þ.e. heildar-hjúkrun, verkhæfðri hjúkrun, hóphjúkurn og einstaklingshæfðri hjúkrun.
  • Í þeim skiplagsformum þar sem hærra hlutfall var af hjúkrunarfræðingum og þar sem lögð var áhersla á að styðja faglega við hjúkrunarfræðinga var öryggi sjúklinga marktækt meira.
32
Q

Varðandi hvaða módel dubois ofl notuðu hvað koma út úr því?

A
  • Hér eru módelin sem Dubois ofl. notuðu, en helstu niðurstöður voru að nota professional model, ss ekki functional (verkhæft) jók öryggi sjúklinga. Það skiptir verulega miklu máli að velja viðeigandi model fyrir þá hjúkrun sem á að eiga sér stað og mönnun með menntuðum hjúkrunarfræðingum skiptir miklu máli. Þ.e. að atvik sjúklinga eru færri.
33
Q

Hvað þarf að hafa í huga við val á skipulagsformi?

A
  1. Bráðleiki sjúklinga- hjúkrunarþyngd. Módel sem mæla hjúkrunarþyngd eru Rafaela. RAI, viðmið við mönnun hjúkrunarheimila.
  2. Mönnun: Hvernig er mönnunin samansett, velja starfsfólk….hvaða möguleikar eru á fjölda starfsfólks. Í viðbót við að velja rétt starfsfólk þjálfa það og meta þarf líka að hafa nægilegan fjölda þeirra til að starfs
  3. Þörf fyrir þekkingu og hæfileika starfsfólks
  4. Hugmyndafræði hjúkrunar t.d. Heildræn hjúkrun
  5. Markmið deildar ..hvaða sjúklingahóp er verið að sinna
  6. Skipulag sem hentar þjónustunni sem veitt er en ekki það sem er vinsælast hverju sinni. Sögulega þá hefur skipulagsform verið valið eftir því sem framboð af hjúkrunarfræðingum er mikið eða lítið –fremur en af niðurstöðum rannsókna
    Krafan er að skipulagsform sé fjárhagslega hagstæð þ.e. minni kostnaður en mikil gæði meðferða.