Skipulag í hjúkrun - skipulagsform hjúkrunar Flashcards
Hvað er skipulagsform hjúkrunar?
- Skipulagsform er ákveðið skilgreint skipulag sem gerir hjúkrunarfræðingum kleift að skipuleggja og veita ákveðnum hópi sjúklinga hjúkrunarmeðferð.
- Skipulagsform er undirstaða þess að hægt sé að skipuleggja og veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra meððferð.
- Skipulagsform þarf að nýta sér hæfileika og þekkingu hjúkrunarfræðinga á sem bestan og hagkvæmasta hátt til að tryggja að sjúklingar fái þá hjúkrunarmeðferð sem þeir þarnast og eiga rétt á.
Skipulagsform fela í sér?
- Skipulagsform felur í sér mat á hjúkrunarþörfum, áætlun, veita hjúkrunarmeðferð og meta síðan árangurinn.
Munurinn á skipulagsformum felur í sér hvað?
Munurinn á skipulagsformum felur í sér mismun í klínískri ákvarðanatöku, úthlutun verkefna, boðskiptum og stjórnun
Hver eru mismunandi skipulagsform hjúrkunar?
- Heildarhjúkrun - total patient care
- Verkhæfð hjúkrun - functional hjúkrun
- Hóphjúkrun - team nursing
- Einstaklingshæfð hjúkrun -primary nursing
- Kjarnahjúkrun/einingarhjúkrun - modular nursing
Þessi skipulagsform eru ólík hvað varðar klínískra ákvarðanatöku, boðskipti og stjórnun
Hvað er heildarhjúkrun? Total paitent care og hvernig er saga þess?
Eitt elsta skipulagsformið sem þekkt var fyrir síðustu heimstyrjöld, upp úr 1920 og var vinsælt á þeim tíma. Hjúkrunarnemar störfuðu þá á sjúkrahúsum en útskrifaðir hjúkrunarfræðingar önnuðust sjúklinga heima . Og jafnvel enn fyrr má sjá að þetta skipulagsform var notað en það er talið eiga uppruna sinn hjá Írskum hjúkrunarfræðingum í Krímstríðinu (1853-1856) og Florence Nightinggale hafi síðan tekið það upp. Það var síðan tekið upp aftur á níunda áratugi síðustu aldar. (þetta skipulagsform var mótað af einkahjúkrunarkonum til þess að veita skjólstæðingunum heildræna hjúkrun. Í byrjun höfðu þessir hjúkrunarfræðingar þá bara einn sjúkling til þess að hugsa um. Þegar hjúkrunarfræðingurrinn fór heim til sjúklingsins eldaði hún líka, hreinsaði og þvoði þvotta, hún var nokkurskonar stjórnandi heimilishaldsins
Í Bandaríkjunum var þessi leið oft sú eina sem menntaðir hjúkrunarfræðingar höfðu til að fá vinnu fyrir utan fáeinar stjórnunarstöður á spítölum. En í kjölfar kreppunnar miklu 1929 hafði fólk ekki efni á að hafa einkahjúkrunarkonu og menntaðar hjúkrunarkonur voru ráðnar inn á spítalana í ríkara mæli til að stjórna og skipuleggja hjúkrunina)
Út á hvða gengur heildarhjúkrun/total paitent care?
- Þetta form er sjúklingsmiðað, það felur í sér að nokkrum sjúklingum er úthlutað til ákveðins hjúkrunarfræðings sem hjúkrar sjúklingnum meðan hann er á vakt.
- Hjúkrunarfræðingurinn vinnur með sjúklingi, fjölskyldu, lækni og öðru heilbrigðisstarfsmönnum við að gera meðferðaráætlun fyrir sjúkling
- Byggist á hugmyndafræði heildrænnar hjúkrunar þar sem reynt er að taka tillit til líkamlegra, andlegra og félagslegra þarfa sjúklings, samt engin trygging að öllum þörfum sjúklings sé mætt fer meira eftir hugmyndafræði hjúkrunarfræðingsins sjálfs
- Engin trygging er fyrir því að sjúklingurinn hafi sama hjúkrunarfr. næsta dag. Það fer alfarið eftir þeim sem úthlutar til hjfr. þannig að samfella í hjúkrun er ekki tryggð nema yfir eina vakt.
Oft á gjörgæslu
Hvernig er mönnunin í heildarhjúkrun / totial paitent care?
- Hjúkrunarfræðingar
- Sjúkraliðar
- Krefst fleiri hjúkrunarfræðinga
Hverjir eru kostir og gallar við heildarhjúkrun / total paitent care?
Kostir:
- Aukið gæði tryggð þar sem hjúkrunarfræðingar sinna að mestu þörfum sjúklings.
- Hún er sjúklingsmiðuð
- Það er samfella í hjúkrun tryggð yfir eina vakt
- Lítill tími fer í booðskipti
Ókostir::
- Hjúkrunarfræðingar vinna verk sem annað starfsfólk gæti gert -> fjárhagslega óhagstætt
- Lítill möguleiki að kenna og leiðbeina nýjum hjúkrunarfræðingum .. þeim sem hafa minni reynslu
Hver er saga verkhæfðar hjúkrunar?
Kemur fram í kringum seinni heimstyrjöldina kringum 1950 þegar skortur var á menntuðum hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar fóru til starfa á vígstöðvunum og því varð skortur á þeim til að starfa við sjúkrustofnunum annars staðar. Þar af leiðandi var erfitt að nota Total Patient Care formið og til þess að mæta hjúkrunarskortinum var ráðið starfsfólk sem hafði minni menntun og þjálfað var upp aðstoðar fólk til að sinna hjúkrunarstörfum verkhæfð hjúkrun kemur fram. .
Út á hvað gengur verkhæfð hjúkrun?
- Í verkhæfðri hjúkrun er eins og nafnið bendir til lögð áhersla á verkið sjálft og framkvæmd þess. þ.e. að að unnið sé á árangursríkan og hagkvæman hátt. Staðlar, reglur og venjur alls ráðandi
- Ákveðnir staðlar eru notaðir við meðferð á líkamlegum þörfum en þær andlegu verða oft útundan. Hjúkrunin oft veitt í brotum og mjög ópersónuleg.
- Störfum er skipt upp og útdeilt til starfsfólks og áherslan er á að ljúka verkinu.Þegar verkefnum er úthlutað -> úthlutað af deildastjóra
- Lítið tillit er tekið til heildrænna þarfa sjúklings né hæfileika starffólks. Þeir minnst menntuðu sjá um rútínu vinnuna.
- Skv rannsóknum er ánægja sjúklinga er lítil og þeir vita oft ekki hver er hjúkrunfræðingurinn ,,þeirra‘‘.
- Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sérhæft aðstoðafólk (krefst færri hjúkrunarfræðinga)
Hver er mönnunin í verkhefðri hjúkrun?
- Hjúkrunarfræðingar
- Sjúkraliðar
- Sérhæft aðstoðarfólk
- Þetta krefst færni hjúkrunarfræðingar
Hverjir eru kostir og gallar verkhæfðar hjúkrunar?
Kostir:
- Endurtekin -> aukin hæfni og ákveðin gæði tryggð þegar þú ert alltaf gera verkefniða ftur og aftur
- Verkefni vel skilgreind
- Góð nýting á mismunandi getu og hæfileikum fólks
- Skilvirkni og mikil afkastageta
- Krefst lágmarksmenntunar starfsfólks
- Gott ef lítil þróun og litlar breytingar í umhverfi
Gallar:
- Þarfir sjúklingar eru bútaðar niður í vekefni en ekki tekið tillit til heildrænna þarfa þeirra
- Erfiðleikar í samvæmingu verka
- Lítil samfella í hjúkrunarmeðferð
- Lítileða engin yfirsýn yfir þarfir sjúklingahópsins
- Vandamál við eftirfylgni
- Litil tækifæri til að þroskast í starfi
Hver er saga hóp hjúkrunar?
Hóphjúkrun kemur fram eftir seinni heimstyrjöldina í kringum 1950 til þess að bæta hjúkrunina með því að nota sér starfskrafta starfsfólks með mismunandi menntun og hæfileika.
Einnig til að auka samfellu í hjúkrun og sem svar við kröfu um að menntaðir hjúkrunarfræðingar önnuðust sjúklingana meira og einnig að þeir leiðbeindu og stjórnuðu þeim sem minna voru lærðir.
Hóphjúkrun er ekki bara ákveðið skipulagsform heldur er oft talað um hóphjúkrun sem ákveðna hugmyndafræði sem byggist á eftirfarandi (4 atriði)
- Sérhver sj. á rétt á að fá bestu mögulegu hjúkrun miðað við þá mönnun og tíma sem er til umráða.
- Hjúkrunaráætlun er grundvallaratriði
- Starfsmenn eiga rétt á að fá aðstoð
- Hópstarf hjúkrunarfólks veitir betri meðferð en einstaklingur hver í sínu lagi
Hóphjúkrun getur falið í sér bæði einkenni verkhæfðar hjúkrunar og einstaklingshæfðar hjúkrunar
hvað er í raun hóphjúkrun?
- Hóphjúkrun felur í sér að hjúkrunarmeðferð ákveðins hóps sjúklinga er úthlutað til ákveðins hóps starfsfólks sem hefur mismunandi menntun og sérhæfingu. - Hópstjórinn/hjúkrunarfræðingruinn leiðbeinir þeim sem hafa minni menntun og hefur ábyrgðarskyldu á verkunum. Ef að meðlimir hópsins hafa ekki menntun eða reynslu til að framkvæma ákv. verk þá framkvæmir hópstjórinn(hjúkrunarfræðingurinn) þau.
- Hópstjórinn er hjúkrunarfræðingur og hann metur hjúkrunarþörf sjúklinganna í hópnum ásamt þeim sem eru með honum í hópnum og setur fram hjúkrunaráætlun, útdeilir verkefnum, forgangsraðar, samhæfir, hjúkrunarmeðferð sjúkling við aðra meðferð hans, leiðbeinir starfsfólki til að framkvæma verkin og að lokum metur meðferðina ásamt þeim sem í hópnum eru. Hópmeðlimir gefa síðan skýrslu til hópstjórans.
- Hver hópur samanstendur af ákv. fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliðum. Stærð hópsins fer oft eftir landfræðilegri afstöðu deildar, sjúklingahópum og fjölda starfsfólks. t.d. 1-3 hjfr og 1-3 sjúkraliðum. hópurinn vinnur undir stjórn hópstjórans.
Hópstjóri er valinn hverju sinni af deildarstjóra/vaktstjóra.