Starfsþróun Flashcards
Hvað er starfsþróun hjúkrunarfræðinga og hvert er markmiðið?
- Starfsþróun er samfellt ferli til að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga til faglegrar þróunar.
- Markmiðið er að starfsþróun eykur árangur og ánægju í starfi.
- Starfsþróun felur í sér sjálfsmat og markmiðasetningu hvers og eins, tækifæri til þjálfunar og menntunar og viðurkenningu á sérhæfingu.
Það má horfa á starfsþróun út frá sjónarhóll hverra?
Það má horfa á starfsþróun út frá sjónarhóll starfsmanns og vinnuveitenda
Vinnuveitandi – ábyrgur fyrir umgjörð og tækifæri
Hjúkrunarfræðingur – ábyrgð hjúkrunarfræðings að vera meðvitaður um áhugasvið, styrkleiki, takmarkanir – gera áætlun hvernig þú ætlar að þróast í starfi
Hver er ávinningur starfsþróunnar?
Ávinningur starfsþróunar: getur verið tengt launum og það getur verið ef fólk fer ekki í gegnum starfsþróun reglulega að viðkomandi tapi launum og fyrir stofnunina þá er hún að fá hæfari starfsmenn til starfa og það er því heil mikill ávinningur fyrir báða
Hver ber ábyrgðina á að hjúkrunarfræðingar séu í starfsþróun og afhverju er starfsþróun hjúkrunarfræðinga mikilvæg?
Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á eigin starfsþróun sem miðast við áhuga þeirra, sérsvið og markmið þjónustunnar
Starfsþróun er hluti af starfi hjúkrunarfræðinga – til að tryggja gæði þjónustunnar, stuðla að starfsánægju hjúkrunarfræðinga og festu þeirra í starfi.
. Mikilvægt að halda sig við og endurmetna sig þar sem heilbrigðisþjónustan er alltaf að breytast, það er alltaf að koma eitthvað nýtt og nýtt og maður þarf virkilega að vera á tánum og fylgjast með hvað er að gerast og breytast og lesa rannsóknir
Hver eru stig starfsþróunnar?
- Að læra: læra hjúkrunarfræðina
- Innganga í fagið: fyrstu ár
- Skuldbinding við fagið/starfið - eftir 2-5 ár í starfi - hér beinist athyglin frá starfi í starfsferil/starfsframa
- Styrking í starfi
- Að draga sig í hlé/starfslok
Hæfni hjúkrunarfræðinga stig benners (1984), hjúkrunarfræðingum skipt í 5 hópa - hvaða hópar eru það?
- Nýgræðingur (novice):
- Reyndur nýliði (advanced beginner)
- Hæfur (competent)
- Fær (proficient)
- Sérfræðingur (expert)
það er svona mynd í glósunum um hvað er hvð, hægt að lesa það bara
Þekking hjúkrunarfræðinga skv. Carper (1978) - hvaða þekkingar eru það?
- Formleg þekking (empirical knowledge) sem fengin er með formlegu námi
- Persónuleg þekking (personal knowledge) sem ber t.d. Vott um færni í samskiptum
- Færniþekking (esthetic knowledge) sem sýnir færni í hjúkrun eða listina að hjúkra
- Siðferðileg þekking (ethical knowledge) sem ber vott um siðferðislega meðvitund.
- Aukin þekking og færni = aukin hæfni
Hvernig fela klínískt framgangskerfi í sér starfsþróun?
Hafa mismunandi hugmyndafræðiútfærslur en eru oftast að meta sömu grunnþættina en starfsþróun getur tengst framgangskerfum þannig að ekkert framgangskerfi er án starfsþróunnar þannig séð yfirleitt verið að meta einhvern námskeið eða eh slíkt svo að hjúkrunarfræðingur hækki í launum en starfsþróun getur náð út fyrir klínískt framgangskerfi og hvernig tengslin eru svo í hverju tilviki fyrir sig það er bara útfærsluatriði. Framgangskerfi í hjúkrun hefur verið notað í starfsþróun og einnig sem stjórntæki til að ná árangri á sviðum þjónustunnar, framgangskerfi og starfsþróunarkerfi voru sett upp og eru til að hvetja hjúkrunarfræðinga til að setja sér markmið og helst einhver markmið sem samvinnast af markmiðum stofnuninar þannig þá ættu báðir aðilar að njóta góðs af bæði stofnunin og hjúkrunarfr hér á landi er verið að nota þetta til að ákveða laun hjúrkunarfræðinga
- Klíníska færni
- Þekkingargrunn
- Stjórnun og forystu
- Samskipti og samvinnu
- Fagmennsku
Hvernig er starfsþróunnarlíkanið
- Skimaðu umhverfið. Hvaða tækifæri bjóðast til starfsþróunar, almennt?
- Legðu mat á sjálfa(n) þig og tækifærin í þínu umhverfi? Þar sem þú vinnur og utan vinnustaðarins. Hvað er raunhæft fyrir þig?
- Skapaðu þér þína eigin starfsþróunarsýn. Hvar viltu vera í þinni starfsþróun eftir 5 ár? 10 ár? 20 ár?
- Semdu þína eigin starsþróunaráætlun. Settu þér markmið og leiðir að þeim.
- Komdu þér á framfæri. Hvaða skref þarftu að taka til að áætlunin takist?
Tilgangur starfsþróunar
- Að vera fyrirmyndarsjúkrahús
- Að samræma sýn/stefnu starfsmanna og sýn/stefnu stofnunar
- Að fá fleiri til starfa og halda í hjúkrunarfræðinga
- Að framfylgja stefnu yfirvalda
- Að auka starfsánægju
- Að auka tryggð hjúkrunarfræðinga við stofnun
- Að efla sjálfstæði og sjálfsstjórn í starfi
- Að fækka fjarvistum
- Að fjárfesta í hjúkrunarfræðingum sem þekkingarstarfsmönnum
- Að auka víðsýni og innsýn í aðra þætti þjónustunnar
- Að veita umbun
- Að bæta eða viðhalda gæðum þjónustunnar
Hvað finnst hjúkrunarfræðingum um starfsþróun
- Jákvæðir þættir
- Hindranir
- Tækifæri
- Til góðs fyrir sjúklingana