Úrvinnsla varðandi sorg og missi aldraðra-15.11 Flashcards
Hvað er sorg?
Viðbragð einstaklings við missi
Það að syrgja felur í sér ákveðið ferli hvað er átt við því?
Það er sorgaferlið, þar sem einstaklingur aðlagar sorgina að lífi sínu. Þetta er leið einstaklingsins til að takast á við sorgina á virkan hátt.
Atferli einstaklings sem syrgir fer eftir ?
normum þjóðfélagsins sem hann býr í
Hverjar eru tegundir sorgar?
- Fyrirsjáanleg sorg (anticipatory grief)
- Bráð sorg (acute grief)
- Langvinn sorg (chronic grief)
- Sorg ekki viðurkennd (disendranchised grief)
Hvað er átt við sorgarviðbrögð við fyrirsjáanlegum missi?
- Það er eins og missa eigir, heilsu dauða nákomins ættings t.d.
- einhverskonar varnarviðbrögð við því sem koma skal
Dæmi um fyrirsjáanlega sorg hjá öldruðum?
o Flytja á hjúkrunarheimili
o Missa megnið af búslóð sinni og gefa eigur sínar
o Langvinnur sjúkdómur sem endar með mikilli fötlun eins og Parkinsonsjúkdómur, Alzheimersjúkdómur
o Missir sjálfsstæðis og getu til að uppfylla eigin þarfir
o Missir maka
Eru fjölskyldur þeirra sem greinast með alzheimer eða svipaða sjúkdóma oft byrjuð að syrgja?
Fjölskyldur þeirra sem greinast með Alzheimersjúkdóm sýna oft sorgarviðbrögð byrja að syrgja strax og þau vita að þau eru með sjúkdóm
Hvað er lazarus syndrome
- Fyrirsjáanleg sorgarviðbrögð geta leitt til ótímabærrar tilfinningalegrar fjarlægðar eða Lazarus syndrome. Þar sem náin tengsl við hinn aldraða slitna
- sorgin er samt alltaf jafn sár
Hvað er átt við bráða sorg?
- Kreppa eða krísa – yfirþyrmandi
- Andleg og líkamleg einkenni um vanlíðan sem koma í bylgjum
- Ræður ekki við daglegt líf
- Styrkur tilfinninga fjarar úr með tímanum (mánuðum)
- Einstaklingsbundið
Hvað er átt við sorg sem er ekki viðurkennd?
- Sorg einstaklingsins sem ekki er viðurkennd af öðrum
- Þegar samband á milli þess sem syrgir og þess sem lést er ekki viðurkennt
- Eftirlifandi maki sem ekki er viðurkenndur af fjölskyldu hins látna
- Fjölskyldumeðlimur sem ekki hefur tekið þátt í umönnun hins látna eða haft samband fyrr en eftir andlát
Dæmi um sorg sem er ekki viðurkennd hjá öldruðum?
- Fjölskyldan skilur ekki sorg þess sem hættir að vinna
- Missir sjálfsstæðis – þarf að þiggja hjálp
- Flutningur á hjúkrunarheimili
- Dauði eða viðskilnaður við gæludýr
- Hægfara heilsutap vegna langvinnra sjúkdóma
- Hættir að geta farið út
- Missir þvag og treystir sér ekki út á meðal fólks
Finna fjölskyldur þeirra sem eru með alzheimer sjúkdóm fyrir sorg sem er ekki viðurkennd?
- Finna til sorgar þegar sjúklingurinn greinist með sjúkdóminn sem er fyrirsjáanleg sorg en einnig sorg sem ekki er viðurkennd
- Við andlát sjúklingsins þá finnur fjölskyldan fyrir nístandi sorg sem einnig er ekki viðurkennd
- Aðrir telja andlátið vera blessun fyrir hinn aldraða og gera sér ekki grein fyrir hinni miklu sorg sem fjölskyldan upplifir
Getur sorgarferli aldraða tekið lengri tíma?
Já
Er stundum sorgarferli ranglega greint?
Depurð, rugl og vera upptekinn af hugsunum um hinn látna – stundum ranglega greint sem heilabilun
Hvað er endurtekin missir (bereavement overload)
- Einstaklingurinn nær ekki að syrgja vegna eins missis áður en annar bætist við
- Ljúka þarf við að syrgja vegna eins missis áður en hægt er að hefja sorgarferli vegna annars missis
Hvað auðveldar sorgarferli aldraða?
- Hafa eitthvað fyrir stafni og hitta fólk
- Hjálpa öðrum
- Finna eitthvað sem gott er að fást við einsamall
- Viðurkenna eigið sorgarferli sem einstakt
- Tala við aðra um tilfinningar
- Hafa trú á að maður nái sér
- Taka einn dag í einu
- Búast ekki við að sorgarferlið fylgi einhverri tímasetningu
Hvað felst í því að aðlagast vel að missi – „good copers“
- Koma sér ekki undan „hlutunum“
- Horfast í augu við raunveruleikann og gera viðeigandi ráðstafanir
- Horfa á lausnir
- Endurskilgreina vandamál
- Hugleiða aðrar leiðir
- Eiga góð tjáskipti við fjölskyldu
- Leita eftir uppbyggilegri aðstoð
- Þiggja aðstoð sem boðin er
- Halda uppi baráttu anda
Hvað felst í því að aðlagast missi illa?
- Hafa fáa eða enga af fyrrgreindum eiginleikum
- Svartsýnir
- Ósveigjanlegir
- Kröfuharðir
- Öfgafullir í skapgerð
- Fullkomnunarárátta
- Kreddufastir
- Einfarar
- Sektarkennd eða reiði gagnvart hinum látna
Hvað felst í því að styðja einhvern sem hefur misst?
- Styðja einstaklinginn í að koma aftur á jafnvægi í lífi sínu
Bjóða: Stuðning, Öruggt umhverfi og Uppfylla grunnþarfir (s.s. mat) - Segja einstaklingnum að þú viljir styðja hann
- Vera til staðar þegar einstaklingurinn vill tala
- Hlusta með athygli
- Ekki setja sjálfan þig í forgrunn eða segja frá eigin reynslu til að fylla upp í þagnir
Hvað þurfum við að hjálpa fólki með í missi?
- Horfast í augu við missinn. Leita eftir útskýringum og ná tökum
- Hvetja til þess að tala um missi
- Fá útrás með grát, hreyfingu eða öðru
- Leiða hugann frá missinum um tíma með einhverjum viðfangsefnum
Hvað er dauði?
- Dauði er talinn eðlilegur og sjálfsagður endur langrar ævi
- Samt eru margir aldraðir ekki tilbúnir til að deyja
- Mismunandi eftir fólki
- Dauði er persónuleg reynsla sem menn vilja yfirleitt aðeins deila með sínum nánustu
Hversu margir dega 1,2 og 3 ár eftir flutning á hjúkrunarheimilli?
- 29% deyja á fyrsta ári eftir flutning
- 43% deyja innan 2 ára eftir flutning
- 53% deyja innan 3 ára frá flutningi
Heilsa og lifun íbúa fyrir og eftir setningu strangari skilyrða fyrir flutningi á hjúkrunarheimili 2007 – rannsókn
- Hlutfall þeirra sem dó innan eins árs (26,6%) eða tveggja ára (43,1%) ár árunum 2003-2007
- Hlutfall þeirra sem dó innan eins árs (33,5%) eða tveggja ára (50,9%) á árunum 2008-2014
Hvað er líknandi meðferð á hjúkrunarheimilium?
- Hugmyndafræði líknandi hjúkrunar er hugsanlega þar sem hentar best á hjúkrunarheimilum
- Meðhöndlun einkenna klasa, verkjameðferð og stuðningur við tenglsanet aldraðra eru mikilvægir þættir á hjúkrunarheimilum