Samfélagsþjónusta við aldraða, dagdvöl, dagþjálfun og göngudeildir-15.11 Flashcards
Hvað segja lögin um málefni aldraða 1999 nr 125?
- Markmið þessara laga er að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. (Þannig við erum að brjóta lög ef við erum ekki að gefa öldruðum þá þjónustu sem þeir þurfa)
- Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf
- Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur
Hvað þarf að hafa í huga varðandi hjúkrunarheimili og hjúkrunarrými?
- Hjúkrunarheimili eða hjúkrunarrými á öldrunarstofnunum ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum
- Þar skal veitt hjúkrunar- og læknisþjónusta og vera endurhæfing
- Sérstök aðstaða skal vera fyrir aldraða með heilabilunareinkenni
- Þjónusta skal byggð á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hins aldraða
- Við hönnun skal þess sérstaklega gætt að stofnunin sé heimilisleg og að sem flestir íbúar hafi eigið herbergi
Hvað eru dvalarheimili,sambýli og íbúði aldraða?
- Dvalarheimili, sambýli og íbúðir, sérhannað fyrir þarfir aldraðra sem ekki eru færir um að annast heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu
Hvernig þjónusta og aðstaða á að vera á dvalarheimilum, sambýlum og íbúðum?
- Á stofnunum þessum skal vera varsla allan sólarhringinn, öryggiskerfi í hverri íbúð og völ á fjölbreyttri þjónustu, svo sem mat, þvotti, þrifum og félags- og tómstundastarfi
- Aðstaða skal vera fyrir hjúkrun, læknishjálp og endurhæfingu
- Þjónusta skal byggð á einstaklingsbundnu mati á þörfum hins aldraða og skal byggjast á hjálp til sjálfshjálpar
Þeir sem eru á einbýli er rólegri, þurfa minni lyf, eru ánægðari rétt eða rangt?
rétt
Er betra fyrir flesta sjúklinga að vera á einbýli?
Já
Hvað er átt við læstum deildum og sjálfákvörðunarrétt
- Við læsum fólk inni og tökum þá sjálfsákvörðunarrétt þeirra
- Grátt svæði lagana en gerum þetta tl að heilabilaðir strjúki ekki t.d.
- Samkvæmt íslensku réttarkerfi þarf að svipta einstaklinga sjálfræði til að læsa það inni
Hversu margar þjónustumiðstöðvar eru í rvk?
4
Hvert er hlutverk þjónustumiðstöðva?
- Hlutverk þeirra er m.a. að veita þverfaglega og samræmda velferðarþjónustu fyrir þá sem búa á því svæði sem hver þeirra sinnir
- Hlutverk þjónustumiðstöðvarinnar er að sinna velferðarþjónustu við einstaklinga og fjölskyldur
- Á þeim er hægt að nálgast fjölbreytta velferðarþjónustu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning
Hvað er félagsleg heimaþjónusta?
Þjónustan er veitt þeim sem búa í heimahúsum en geta ekki séð um heimilishald og persónulega umhirðu án aðstoðar vegna skertrar getu
Hvað er heimastuðningur?
Heimastuðningur mætir fólki á þeim stað sem það er í lífinu og fer fram á heimili þess, í gegnum rafrænar lausnir eða þar sem best hentar. Þjónustan felur í sér stuðning við að sinna daglegum verkefnum og heimilishaldi auk þess sem samskipti,samvera og hvatning er í fyrirrúmi.
Hvað er átt við félagsstarfsvelferðarsviðs?
- 17 félagsmiðstöðvar sem markmiðið er að draga úr félagslegri einangrun. Boðið er upp á félags- og tómstundastarf og námskeið. Einnig er boðið er upp á mat og kaffi.
- Þegar við útskrifum hrumna einstaklinga mælum við með félagsstarfi eftir útskriftinna, tala við ættingja um að fara með í fyrsta skipti
- Það klæðir sig, það labbar, gerir sig til, fær félagsskap, hreyfing, næring
Hvað er átt við með velferðartækni?
- Reykjavíkurborg leggur áherslu á að prófa og innleiða velferðartækni í þjónustu við íbúa borgarinnar með það markmið að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun,fötlun eða veikendi.
- Velferðatækni getur verið sú tækni sem er notuð til þess að viðhalda eða auka öryggi,virkni eða sjálfstæði fólks í daglegu lífi.
- Velferðartækni getur bætt vinnuumhverfi og leitt til betri nýtingu á tíma starfsfólks og fjármagns
Hvað eru skjáheimsóknir?
- Í sjáheimsókn fer fram myndsímtal milli starfsmanns heimaþjónustu og íbúa, þar sem boðið er upp á fjölsbreytta þjónustu. Notendur fá spjaldtölvu á meðan þjónustunni stendur. Allir íbúar sem fá veitta heimaþjónustu geta fengið skjá heimsóknir í stað eða samhliða hefðbundnum innlitum.
- Verkefnið hefur verið í þróun frá árinu 2020 og stefnt er að fulli innleiðingu í byrjun árs 2023
Hverjir eiga rétt á akstursþjónustu?
Þeir sem eru 67 ára og eldri, búa sjálfstætt og eru ófærir um að nota almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlunar