Hrumir og fjölveikir aldraðir- 21.11 Flashcards
Hvað gerir aldraða að sérhópi í heilbrigðisþjónustu?
Aldurstengdar breytingar
– Minni vöðva- og beinstyrkur
– Slitbreytingar í vefjum
– Bandvefur tapar teygjanleika
– Hægari viðbrögð taugakerfis
– Breytingar á sjón/heyrn, hjarta og blóðrás
Aldurstengdir sjúkdómar
Breytileiki í sjúklingahópi
Sjúkdómsbyrði, m.a. hátt algengi af vitrænni skerðingu
– Líklegra að maður fái vitræna skerðingu þegar maður verðu eldri en ekki allir
Ódæmigerð birtingarmynd sjúkdóma
– T.d. fólk sem er að taka inn panodil vegna slitgigtar, við sjáum ekki hvort einstaklingurinn fái hita þar sem hann er alltaf á panodíli
Flókin lyfjameðferð (polypharmacy)
Aukin þörf fyrir félagslegan stuðning
Tjáskiptaerfiðleikar
Önnur meðferðarmarkmið
– Hverjar óskir einstaklings er, hafa í huga að það er ekki alltaf hægt að lækna
Færniskerðing
Hlutfall þeirra sem eru ósjálfstæðir í að minnsta kosti einu í ADL færni
- 65 ára
- 75 ára
- 85 ára
- 65 ára – 10%
- 75 ára – 18%
- 85 ára – 47%
Hvað er langvinnur sjúkdómur?
- Sjúkdómur/heilsuvandi sem varir a.m.k. 1 ár og krefst áframhaldandi læknismeðferðar og/eða skerðir ADL - færni
- Markmiðið að meðhöndla sjúkdóm en ekki lækna
Hversu margir 65 ára og eldri eru með einn eða fleiri langvinnan sjúkdóm í USA?
86%
Hversu margir 65 ára og eldri með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma (USA)
53%
Hversu margir 50 ára og eldri með einn eða fleiri langvinnan sjúkdóm?
2/3
Hversu margir 85 ára og eldri hafa 4 eða fleiri langvinna sjúkdóma (USA)
1/3
Þrír mismunandi birtingarform á langvinnum sjúkdómi?
- Ekki lífshættlegir t.d. gigt, sjón- og heyrnarskerðing
- Alvarlegir og lífshættulegir t.d. krabbamein, líffærabilanir, heilabilun og heilaáföll
- Hrumleiki
Hvað er hrumleiki?
- Færniskerðing sem er á fleiri en einu sviði og sem eykur hættu á varanlegri skerðingu. Þetta vegna innri (gen og hvað þú hefur gert) eða ytri þátta (lyf eða slys t.d.). Viðsnúanlegt!
- Lífeðlisfræðilegt heilkenni, sem einkennist af minnkuðu varaafli og viðnámi líkama og líffærakerfa við álagsþáttum og sem er afleiðing uppsafnaðs taps á fjölþættum lífeðlisferlum og dregur úr batalíkum.
Hversu margir 80 ára og eldri eru hrumir?
ca 40%
Hvað er hægt að gera við hrumleika?
- Styrktar- og jafnvægisþjálfun
- Bæta næringu
- Meðferð undirliggjandi sjúkdóma s.s. þunglyndi, heila-, hjarta-, og öndunarbilun
Hvað eru fjölveikindi?
- Fjölveikindi eru skv. skilgreiningu tveir eða fleiri langvinnir sjúkdómar
- Óheyrilegur fjöldi af fólki fellur undir þessa skilgreiningu – 15 milljónir í UK t.d.
Þeir sem eru fjölveikir eru?
- eru í aukinni áhættu á færniskerðningu
- hafa verri lífsgæði
- nota heilbrigðisþjónustuna meira
- dánartíðni er aukin
Þeir sem eru á hjúkrunarheimilum geta verið með allt upp í 17 langvinna sjúkdóma rétt eða rangt?
rétt
Áhrif bráðra veikinda á hruman einstakling
- Álag á mörg líffærakerfi
- Samvægi bregst
- Versnun á langvinnum sjúkdómum
- Auknar líkur á hjá- og milliverkunum lyfja
- Álag á stuðningsnet
- Ódæmigerð sjúkdómsmynd
Umhverfi sjúkrahúsa er öldruðum hættuleg afhverju?
- Meiri hraði, spítalasýkingar, auknar líkur á óráði
- Byltur, sár/legusár og vannæring (ef t.d. ónóg aðstoð við að matast).
- Hreyfifærni skerðist
- …og þvagmissir ef kemst ekki á WC, þurrkur ef ónógt aðgengi að vökva, ofvökvun/truflanir á vökva-og saltjanvægi ef óhófleg/röng vökvagjöf/meðferð, svefntruflanir
- fólk tengt í allskonar snúrur uppí rúmi og þorir ekki að hreyfa sig
- Fólk hrædd um að vera að trufla heilbrigðisstarfsemnn þar sem það er mikið að gera
Öldrunarþjónustan er að breytast….. hvernig þá?
- beinist að forvörnum, færni og endurhæfingu
- tekst á við langvinna sjúkdóma
- byggir þjónustuneti sem dregur úr þörf fyrir bráðaþjónustu
- færist frá sjúkrahúsum og stofnunum
- byggir á notkun upplýsingatækni
- byggir á samvinnu teymis
Hvað er heildrænt öldrunarmat?
- Gerist á BMT, legu- og göngudeildum, á stofu, hjúkrunarheimilum og í heimahúsi
- Farið yfir vandamál og aðstæður sjúklings á mjög heildrænan hátt
- Færni til daglegra athafna er notuð sem útgangspunktur
- Væntingar sjúklings og fjölskyldu sem og aðstæður eru hafðar til hliðsjónar
- Notuð er þverfagleg teymisvinna og matstæki
- Oft endurmat
- Best að gera þetta þegar sjúklingur er í sínu besta formi – viljum lækna einstaklinginn og síðan gera færni og heilsumat
Prisma 7 hvenær telst einstaklingur hrumur?
hafi viðmælandi svarað þrisvaar eða oftar jái þá er vísbending um hrumleika og þörf fyrir nákvæmari klíníska skoðun
Í hverju felst komuskimun?
- Aldraðir koma 75 ára og eldri á bm og gert fyri 2 klst skiptist síðan í stig 1-2 stig 3-4 og stig 5-6
Í hverju felst stig 1-2
- frekari úrvinnsla á BM
- GEM hjúkrunarfræðingur gerir nánara mat CA mat og önnur matstæki eftir þðrfum) kannski?
- Útskrift heim
- eftirfylgd á heilsugæslu, göngudeildum lsh eða læknastofum án frekari aðkomu bm
Í hverju felst stig 3-4
- GEM hjúkrunarfræðingur gerir nánara mat CA mat og önnur matstæki eftir þðrfum)
- inngrip og ráðgjöf
- útskrift heim
- úrræði
Í hverju felst stig 5-6
- GEM hjúkrunarfræðingur gerir nánara mat CA mat og önnur matstæki eftir þðrfum)
- klár innlögn út frá læknisfræðilegu sjónarmiði á deild lsh (öldrunarteymi þarf að vita af stigun) ekki frekari afskipti GEM
SAMTALIÐ UM MEÐFERÐARMARKMIÐ
Hvar hver hvenær
- Alls staðar
- Allir – oftast samt læknir og/eða hjúkrunarfræðingur
- Hvenær sem er – en best ef gert við innskrift eða að minnsta kosti áður en alvarleg veikindi koma upp