Áfengis og lyfjamisnotkun 15.11 Flashcards
Er spáð því að það verði aukin drykkjuvandi með kynslóðarskiptunum sem eru núna?
Já
Þegar maður skoðar hóp þeirra sem urðu alkóhólistar á efri árum urðu um 2/3 alkahólistar um
30-40ára
Þegar maður skoðar hóp þeirra sem urðu alkóhólistar á efri árum verða 1/3 þeirra alkahólistar við hvaða aldur?
60 ára aldur og þá stundum í tengslum við veikindi, starfslok eða andlát maka
Karlar eru hversu mikið líklegri til að vera alkahólistar en konur?
4x líklegri en konur eru oft vangreindar
alkahólismi er stundum afleiðing þess að einstaklingur reynir að?
meðhöndla vanlíðan vegna þunglyndis, kvíða, missis, leiða eða verkja
Afhverju eru eldri konur viðkvæmari fyrir heilsufarslegum afleiðingum áfengisneyslu ?
Eldri konur eru viðkvæmari fyrir heilsufarslegum afleiðingum áfengisneyslu, vegna minni vöðvamassa, minni vatnsmagns í líkamanum og minna af ensími sem brýtur niður alkóhól
Hvað er það sem þarf helst að athuga með eldra fólk varðandi drykkju?
Kemur oft í ljós við missi maka
- Stuðningskerfið hrynur þegar kóarinn fellur frá
- Þá verður vandamál alkahólistans í ljós
Heilabilun hindrar það að einstaklingur geti farið í meðferð
- Þá þarf að styðja ættingja til að takst á við vandamálið
Vandi fjölskyldunnar getur verið mikill og getur hjálpað að leita til SÁÁ
Er hætta á því að fólk sem drekkur heima fari í fráhvörf þegar þeir flyst á hjúkrunarheimili?
- Þeir sem drekka mikið heima og flytja svo inn á hjúkrunarheimili geta farið í fráhvörf
- Stundum hefur þurft að trappa fólk niður á Vogi fyrir vist á hjúkrunarheimili
- Þeir sem hafa ekki farið í meðferð komast fyrr að – ráðfæra sig við vakthafandi lækni á Vogi ef um bráðatilfelli er að ræða
- Einstaklingurinn sjálfur þarf að vera mótiveraður til að hægt sé að hefja meðferð!
Alkóhól hefur áhrif á verkun hversu mörg % lyfja
50%
Hvaða verkjalyf getur áfengi verkað á ?
o Verkjalyf, m.a. paracetamól
o Sýklalyf
o Geðlyf
o Þunglyndislyf
o Róandi lyf
o Bólgueyðandi lyf
og dregur úr verkun blóðþynnandi lyfja og flogaveikilyfja
Hvaða áhrif hefur alkóhól á aldraða?
- Þvagleki
- Göngulagstruflanir
- Þunglyndi
- Sjálfsvíg (Algegnari en við erum meðvituð um)
- Svefntruflanir og svefnleysi
- Heilabilun
- Deliríum
Er hærra alkóhólgildi í öldruðum? afh?
Hærri alkóhólgildi í blóði aldraðra vegna: minni vöðvamassa, minna vatnsmagn í líkamanum, skert lifrarstarfsemi og skert nýrnarstarfsemi
Hvaða fráhvarfseinkenni má sjá eftir 6-12 klst eftir að neysla hættir?
6-12klst eftir að neysla hættir: skjálfti, kvíði, ógleði, svefnleysi, hár blóðþrýstingur og hraður hjartsláttur
Hvaða fráhvarfseinkenni má sjá eftir 10-72 klst eftir að neysla hættir?
uppköst, mikill sviti, ofskynjanir og krampar
Hvenlr sést delirium tremens? og hvað er það?
- Delirium tremens 24-72klst eða 10 dögum eftir að neysla hættir
- dánartíðni 15% vegna öndunarbilunar og hjartsláttartruflunum.
- Önnur einkenni eru: rugl, ofskynjanir, hár hiti, hár blóðþrýstingur