Heilabilun og atferlistruflanir - 14.11 Flashcards
Hvert er algengi hegðunartruflana í heilabilun og af hverju orsakast það?
- Algeng , nær 90% sýna á einhverjum tíma í ferlinu
- Orsakast af lífeðlisfræðilegum sjúkdómi
Hver eru dæmi um breytta hegðun varðandi heilabilun
- Hróp/köll
- Ógnandi hegðun/ofbeldi
- Ágreiningur milli skjólstæðings og umönnunaraðila
- Ráf
- Þunglyndi
- Mótstaða gegn aðstoð við daglegar athafnir (s.s. klæðnað, persónulegt hreinlæti, salernisferðir og að matast)
- Tortryggni og ásakanir
- Svefntruflanir
Hvað er átt við kenningu um óuppfylltar þarfir
Litið á hegðun (t.d. óróleika) sem tjáningu á óuppfylltri þörf. Þannig einstaklingur er órólegur því þörfum hans er ekki uppfyllt. Við þurfum að átta okkur á þessum þörfum og gera umönnun útfrá því eins og að:
- Bjóða salernisferð
- Meta mögulega verki – verkir eru mjög vanmetnir hjá fólki með heilabilun
- Þörf fyrir mat eða drykk
- Sálrænar þarfir fyrir nærveru og samskipti
Hvað sagði eden alternative um vellíðan
- Maður á ekki að tala um ,,erfiða hegðun” heldur ,, vanlíðan”
- Líta á alla ,,erfiða hegðun” sem merki um skort á vellíða.
- Hanna mælitæki sem metur vellíðan á 7 sviðum.
- Og markmið starfsins okkar væri að tryggja hinum aldraða bestu mögulegu elliár
Hvað er persónumiðuð hjúkrun? (ný menning í öldrunarþjónustu, person- centered culture)
- Áhersla á samband á milli starfsfólks og íbúa
- Einstaklingsmiðuð hjúkrunarmeðferð byggir á þörfum, venjum og óskum
- Starfsmenn starfa oftast með sömu einstaklingunum og þekkja óskir þeirra og sérstöðu
- Ákvarðanataka er eins nálægt óskum íbúans og hægt er
- Starfmenn eru þáttakendur í ákvörðunum um hjúkrunarmeðferð
Viðbrögð persónumiðaðrar umönnunar við erfiðri hegðun, hvað á maður að gera?
- Setja sig í spor skjólstæðings. Reyna að átta sig á því hvað einstaklingnum gengur til
- Draga úr ótta og kvíða. Tala róandi og fullvissa um öryggi. Ná augnsambandi og útskýra hvað á að gera. Ekki fara hraðar en einstaklingurinn ræður við
- Uppfylla þarfir. Bjóða WC ferð, eða annað það sem talið er að sé að
- Rólegt umhverfi. Oft gott að fara með órólegan einstakling afsíðis og vera með honum „maður á mann“. Ekki tveir starfsmenn með einn einstakling nema það sé bráðnauðsynlegt: verkar ógnandi
Hvað er mikilvægasta starfstækið í hjúkrun fólks með heilabilun?
Persóna hjúkrunarfræðings
- Þurfum sífellt að skoða hvernig við tölum, beitum okkur, sýnum virðingu og fl.
Hvaða langtíma lausnir er hægt að gera fyrir fólk með hegðunartruflanir?
o Umhverfisbreytingar
o Fara yfir rútínur á staðnum
o Gera hjúkrunaráætlanir sem byggja á þörfum og venjum hvers og eins
o Þekkja lífssögu
o Nota persónumiðað mat á árangri
Hvaða lausrnir í aðstæðunum er hægt að gera fyrir fólk með hegðunartruflanir?
- Grípa fljótt inn í – áður en æsingur er kominn
- Nota réttmætingu
- Nota lífssöguþekkingu
- Halda ró sinni:
- Tala hægt, lægra en einstaklingurinn
- Ekki nota skipunartón
- Líkamstjáning
- Vera tilbúinn í málamiðlanir
- O.fl. O.fl. – allt eftir aðstæðum
Hver eru einkenni hegðunartruflanna?
o Hróp og köll
o Ágreiningur/mótstaða
o Ráf
o Tortryggni – ásakanir
o Þunglyndi
o Svefntruflanir - T.d. dæguvilla vegna óáttun á tíma
Hverjar eru mögulegar orsakir hegðunarvandamála?
o Ótti, vanmáttur, vantar aðstoð
o Þjónusta hentar ekki einstakling
o Óuppfyllt hreyfiþörf
o Ótti, kvíði – varnarháttur (90% tilfella)
o Vanlíðan vegna versnandi færni
o Margar mögulegar ástæður, ekki endilega sértæk
Hvaða úrræði er hægt að nota við fólk með hegðunarvanda?
o Tryggja viðveru. Auka þol fyrir atferli
o Þjónusta taki mið af þörfum
o Auka virkni. Skapa öruggt umhverfi fyrir útivist/hreyfingu
o Þarf að skoða í hverju tilviki
Afhverju fara einstaklingar með hegðunarvandamál að hrópa og kalla
- Geta stafað af ótta og vanmætti
- Geta verið vegna þess að erfitt er að ná í aðstoð, einstaklingur of oft einn
- Geta verið eða þróast út í áráttukennt atferli sem oft er erfitt að snúa við
- Mikilvæg úrræði eru að tryggja viðveru starfsmanns, skapa traust á að þarfir verði uppfylltar
- En stundum þarf bara að auka eigið þol þegar ekki er unnt að breyta atferli
Hverjar eru líklegar orsakir fyrir ágreiningi/mótstöðu eða ofbeldi eldri einstaklinga
o Þjónusta hentar ekki einstaklingnum
o Umhverfið hentar ekki einstaklingnum
o Þarfir einstaklingsins fá ekki að ráða ferð
o Einstaklingurinn er hræddur og óöruggur - þróast út í reiði og jafnvel ofbeldishegðun
hvaða aðgerðir er hægt að gera til að losna við ágreining/ofbeldi einstaklinga með hegðunarvanda?
- Hafa í huga að undirliggjandi orsök er ótti/óöryggi
- Reyna að láta þarfir einstaklingsins ráða ferð fremur en reglur starfseiningar
Hvaða úrræði höfum við fyrir ráf?
- Ráf er lítið rannsakað og orsakir ekki ljósar
- Getur verið þörf fyrir virkni og hreyfingu
- Getur verið/orðið þráferli sem erfitt er að rjúfa
- Minna ráf ef einstaklingur er í félagslegum samskiptum
- Mikilvægt að tryggja öruggt umhverfi fyrir hreyfingu
- Betra að nota rafrænt eftirlit en að læsa fólk inni
Afhverju er eldra fólk með tortryggni og ásakanir?
- Undirliggjandi ástæða oftast ótti og kvíði vegna þess að einstaklingurinn finnur vanmátt sinn
- Einstaklingur með heilabilun veit trúlega af skerðingunni á undan öllum öðrum
- Varnarviðbrögð geta verið afneitun - þróast út í tortryggni og ásakanir
- Dæmi: Gleraugun eru týnd. Einhver hefur stolið þeim (miklu þægilegri skýring en að horfast í augu við eigin skerðingu!)
Er þunglyndi einnig algengt hjá nánasta aðstandanda aldraða einstaklingsins með heilabilun eða álíka?
Já þunglyndi einnig algengt hjá nánasta aðstandanda – tengist álagi og sorg vegna þess að einstaklingur missir smátt og smátt færni og oft breytist hegðun mikið
Hvernir eru svefntruflanir þeirra sem eru með heilabilun?
- oft líkt og hjá öldruðum en ýktari
- vakna oftar á nóttunni
- blunda yfir daginn
- Geta jafnvel þróað ,,dægurvillu” sofið á daginn og vakað á nóttunni
Hvaða úrræði eru fyrir svefntruflanir og heilabilun?
- Reglulegar máltíðir, fótaferð og svefntími
- Ljósameðferð/sólbað að morgni
- Verkjameðferð
- Dagleg hreyfing, en ekki skömmu fyrir svefn
- Áfengi, kaffi og nikótín – best að sleppa með öllu!
- Ef minnisbætandi lyf (cholinesterase inhibitors) þarf að gefa að morgni
Hvað þarf að hafa í huga þegar einstaklingur fær þessar hegðunartruflanir hvernig gerum við atferlismat?
- Hvað –Hvað er að gerast, hvernig er hegðunin, hvað er verið að tjá?
- Hvar – Hvar er einstaklingurinn þegar hann sýnir hegðunartruflanir? Umhverfi sem „triggerar“?
- Hvenær – Hvenær á atferlið sé stað á morgnana við heimsókn?
- Hver – Hver er tengdur atferlinu aðrir íbúar, umönnunaraðilar eða fjölskylda
- Hvers vegna – Hvað gerðist áður en hegðunin byrjaði, slæm samskipti, of erfið verkefni, líkamleg vandamál, verið að ýta á eftir íbúanum
- Hvað nú – Hvað meðferð á að reyna og hver eru viðbrögðin við meðferðinni, láta alla vita um meðferðina
Hvaða lyfjameðferð er hægt að nota við hegðunartruflunum
Geðlyf
- Þetta er oft fyrsta meðferð og stundum eina meðferðin
- Ekki ætluð til þessara nota og þau skerða lífsgæð og auka dánartíðni
- Ástæðan fyrir því getur verið sú að heilbrigðisstarfsmenn skorti færni og þekking á notkun meðferða án lyfja
- Tímaskortur hefur einnig verið talinn hrindrandi þáttur auk skorts á hvatningu og hrósi yfirmanna þegar meðferð án lyfja er beitt
Hvaða önnur meðferð auk geðlyfja er hægt að nota við meðferð við heðgunartrulunum?
o Persónumiðuð vinnubrögð
o Umhverfisbreytingar
o Úrræði sem farið var yfir í fyrirlestrinum Hjúkrun fólks með heilabilun.
Er heimaþjónusta fullnægjandi hér á landi?
- Heimaþjónusta á Íslandi ófullburða borið saman við nágrannalönd
- Líklega treyst hér meira á aðstoð fjölskyldu – bæði gott og vont
- Mikilvægt að auka heimaþjónustu
- Mikilvægt að fjölga búsetuúrræðum öðrum en hjúkrunarheimilum