Mjaðmabrot hjá öldruðum og sarcopenia - 8.11 Flashcards

1
Q

Hver eru alvarlegasta tegund brota sem verður við lág orku áverkar (s.s. fall úr sömu hæð og þú stendur í)

A

Mjaðmabrot

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er mjaðmabrot?

A

Brot á lærleggshálsi eða lærlegg
ICD greiningar S72.0-S72.2

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er gert við mjaðmabrotum?

A

Nánast undartekningarlaust fara þessir sjúklingar á skurðstofu og það er gerð skurðaðgerð til að gera við brotið

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Á hvaða aldri eru flestir sem mjaðmabrotna og hvernig brotna þeir?

A

Á aldrinum 85 ára og flestir brotna við fall úr sömu hæð en þá er átt við að detta á gólfi sem þú stendur á

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Getur ungt fólk mjaðmabrotnað?

A

Ef að ungt fólk er að mjaðmabrotna þá er það yfirleitt við há orku áverka eins og bílslys

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hversu mörg % þeirra sem mjaðmabrotna eru 65 ára og eldri.

A

90%

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvort er algengara að konur eða karlar mjaðmabrotna?

A

Konur, það eru þrjár konur á móti hverjum karli.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hversu mörg mjaðmabrot voru á árunum 2008-2012? en 2013-2018?

A

2008-2012: 1052
2013-2018: 1708

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Afhverju hefur verið fjölgun milli ára í algengi mjaðmabrota?

A

Vegna fjölgun fólks á háum aldri.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hversu mörg % karla og kvenna dóu innan 3 mánaða vegna mjaðmabrota á árunum 2008-2012?

A

22% karla og 11% kvenna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hversu mörg % karla og kvenna dóu innan 5 mánaða vegna mjaðmabrota á árunum 2008-2012?

A

28% karla og 15% kvenna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hversu mörg % karla og kvenna dóu innan árs vegna mjaðmabrota á árunum 2008-2012?

A

36% karla og 21% kvenna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hefur dánartíðni mjaðmabrota verri horfur en krabbamein?

A

Já dánartíðni mjaðmabrota hefur verri horfur en á MÖRGUM krabbameinum, ekki öllum. Mjaðmabort eru því falin ógn fyrir aldraða einstaklinga vegna dánartíðninnar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvers konar sjúkdómur er sarcopenia?

A

Sarcopenía hefur verið lýst sem beinagrindavöðvasjúkdómur sem getur valdið auknum líkum á skaðlegum afleiðingum þar á meðal byltu, beinbroti, llíkamlegri fötlun og aukinni dánartíðni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Í grein frá 2017 skilgreinir Verlann og félagar Sarcopeníu sem?

A

Aldurstengd minnkun á vöðvamassa,styrk og vikni og er helsta orsök skertrar hreyfigetu, aukinna falla, beinbrota og innlagna á hjúkrunarheimili

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað eru talin vera áhrifavaldar sarcopeníu?

A
  • Náttúruleg öldrun
  • Undirliggjandi sjúkdómar
  • Fjöllyfjanotkun
  • Vannæring
  • Cachexia ( niðurbrot vöðva)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Getur góður næringarstatus og líkamleg virkni seinkað framþrjóun sarcopeníu?

A

Já, það kemur í veg fyrir tap á vöðvamassa og styrk.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað sagði EWGSOP hópurinn um sarcopeníu og hvernig mæltu þau með að skilgreina hana?

A
  • Þau sögðu að það hefur ekki verið komist að einni skilgreiningu á sarcopeníu.
  • Þau mæltust með að skilgreina sarcopeníu sem bæði lágur vöðvamassi og lág vöðva virkni sem væri mæld með styrkmælingu og frammistöðumælingu. Þeir mæltu líka með allhliða mati á beinagrindavöðva skerðingu með mælitækjum eins og time up, hand styrk og gönguhraðaprófi sem og DEXA
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Árið 2010 komu síðan EWGOP með fyrstu skilgreininguna á sarcopeníu hver var hún?

A
  • Lítill vöðvamassi ásamt annað hvort lélegri líkamlegri frammistöðu eða litlum vöðvastyrk.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Árið 2018 hittist þessi hópur aftur og uppfærðu skilgreininguna hver varð hún?

A
  • Lítill vöðvastyrkur, lítið vöðvamagn/gæði og léleg líkamleg frammistaða en lítill vöðvastyrkur er talið vera helsta einkennið. Nú talið vera vöðvasjúkdómur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Asian Working Group for Sarcopenia 2019 (AWGS 2019 skilgreinir sarcopeníu sem?

A

Lítinn vöðvamassa, lítinn vöðvastyrk og léleg líkamleg færni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Er 100% að grannvaxin kona sé með minni vöðvastyrk en þykkri kona?

A

Nei, útlitið segir ekki allt!

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hver eru þættir sem geta stuðlað að þróun sarcopeníu?

A
  • Hreyfingarleysi
  • insúlínviðnám
  • offita
  • minnkaður styrkur kynhormónsins andrógengs og vaxtarstyrk sermis
  • ónægilegri neyslu próteins.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvenær á tap á vöðvamassa sér stað?

A

Þegar niðurbrot vöðvapróteina er hraðari heldur en nýmyndun vöðvapróteina.

25
Q

Hvaða langvinnu sjúkdómar getur sarcopenia stafað af?

A
  • Langvinn lungateppa
  • Langvinn hjartabilun
  • Langvinnur nýrnasjúkdómur
  • Sykursýki
  • HIV
  • Krabbamein
26
Q

Tíðni sarcopeníu árið 2017?

A

Talin vera um 5-13% hjá sjúklingum 60 ára og eldri og 11-50% hjá 80 ára og eldri

27
Q

Hvað er talið að algengi sarcopeníu um allan heim hjá sjúklingum yfir 60 ára sé? (árið 2017)

A

10%

28
Q

Hvað er talið að vöðvamassi geti minnkað um mörg % fyrir hvern áratug?

A

3-8% en hraðar þegar fólk er komið yfir 60 ára

29
Q

Hvað er talin vera örsök fyrir sarcopeníu?

A
  • Minnkun á virkni
  • Næring (aldraðir þurfa prótein)
  • öldrunarferli.
30
Q

Hvernig greinum við sarcopeníu?

A
  • Þurfum að bera kennsl á tilfelli, meta einstaklinginn, staðfesta greiningu og meta alvarleika. Til að bera kennsl er hægt að nota SARC-F spurningalistinnn. Til að bera kennsl á tilfelli er t.d. þegar einstaklingur kvartar um hægan gönguhraða eða erfiðleika að rísa úr stól.
  • Við klínískt mat á almennu máttleysi eða tapi á vöðvamassa þarf að spyrja um einkenni eins og þyngdartap, tap á öðvastyrk, orkuleysi, föll og fleira. Síðan nytum við skimunartæki til að meta næringarinntek og að lokum metum við virkni sjúkling. Mikil kyrrseta t.d. aukar grun.
31
Q

Hvað er SARC-F matstækið?

A

Þetta er ódyr og þæginleg aðferð til að skima fyrir áhættu fyrir sarcopeníu. Hann hjálpar einnig heilbrigðisstarfsmönnum að meta á fljótlegan og auðveldan hátt hættuna á sarcopeníu á meðan heilsufarsmat stendur yfir. 5 spurningar lagðar fyrir sem snúst um styrk, aðstoð sem viðkomandi þarf til að ganga yfir herbergi, erfiðleika við að rísa upp úr stól, erfiðleika við að ganga upp tröppur. Við hverja spurningu er gefin stig frá 0-1 og síðan gefur það heildar stig 0-10. yfir 4 getur bennt á sarcopeníu

32
Q

Til að meta vísbendingar um sarcopeníu mælir EWGSOP með því að nota hvað?

A

Gripstyrk eða próf þar sem einstaklingur rís úr stól. Vöðvastyrk er hægt að mæla með gripstyrk og það er auðveld og ódúr leið. Gripstyrk er síðan hægt að tengja við styrk annar staðar í líkamanum eins og til dæmis við styrk handa og fóta. Síðan er einnig annað próf sem er að rísa úr stól og þá er sjúklingurinn látinn rísa úr stól frá stijandi stöðu fimm sinnum án þess að nota hendurnar en þetta getur verið góður mælikvarði á syrk

33
Q

Hvernig staðfestum við síðan sarcopeníu?

A

Notum Dexa scan = notað til að meta vöðvamassa en oftar nptum við BIA eða tölvusneiðmynd til að meta sjúklinga.

34
Q

Notum við oft DEXA? hverjir eru kostir og gallar.

A

Nei, kostar oft mikið og mörkin fyrir litlum vöðvamassa ekki enn vel skilgreind fyrir þessar mælingar.
- Kosturinn er að það gefur mat á vöðvamassa aðlægrar beinagrindar á nokkrum mínútum en óköstur að það er ekki færanlegt og vökvastaða sjúklings getur haft áhrif á niðurstöður

35
Q

Hvernig er bia tækið?

A

BIA reiknar út magn vökva, próteins, steinefna og fitu með því að leiða vægan straum í gegnum líkamann og mæla viðnámið en út frá þessum tölum er hægt að áætla fitu- og vöðvamassa í líkamanum. Vökvastaða sjúklings í BIA rannsókn getur haft áhrif á niðurstöður líkt og í beinþéttnimæli – getur gefið falskar niðurstöður ef viðkomandi er þurr eða ofvökvaður

36
Q

Til að meta alvarleika sarcopeníu er notast við hvað?

A
  • Klínísk próf sem meta frammistöðu.
  • Gönguhraði
  • the short physical performance batteri (SPPB)
  • the timed-up and go test
  • 400 metra ganga
37
Q

Hvernig virkar gönguhraða prófið

A
  • Gönguhraði er talið fljótlegt, öruggt og áreiðanlegt próf fyrir sarcopeníu
  • Hægt er að meta gönguhraða í klínísku umhverfi með því að mæla tímann sem það tekur að ganga ákveðna vegalengd eins og til dæmis fjóra metra á venjulegum hraða
38
Q

Hvað skilgreininr EWGSOP lélega vöðvavirkni m.t.t gönguhraða?

A
  • Undir 0,8 m/s en IWGS notar að það sé undir 1 m/s.
39
Q

Hvað er talið að mörg % karla og kvenna 75 + falli undir viðmiðið að vera með gönguhraða undir 0,8 m/s?

A

56%

40
Q

Hvað er SPPB testið ?

A
  • SPPB er samsett próf sem felur í sér mat á gönguhraða, jafnvægisprófi og að rísa úr stól. Mest er hægt að fá 12 stig en 8 stig og undir gefur til kynna lélega líkamlega frammistöðu
  • Þetta próf er frekar notað í rannsóknum heldur en í klínísku mati
41
Q

Hvernig er time up and go prófið?

A
  • TUG prófið metur líkamlega virkni með því að láta einstaklinga rísa upp úr stól, ganga 3 metra, snúa við, ganga til baka og setjast aftur
42
Q

Hvernig er 400 metra ganga prófið

A

400 metra göngupróf er próf sem notað er til þess að meta göngugetu og þrek einstaklinga. Þátttakendur eru beðnir um að ganga 20 hringi sem eru 20 metrar hver, eins hratt og þeir geta en mega hvíla sig tvisvar sinnum á meðan prófinu stendur. Prófið er talið spá fyrir um dánartíðni en ókostir við það er að það þarf meira en 20 metra langan gang til þess að setja upp brautina fyrir prófið

43
Q

Hvernig hefur mataræði áhrif á sarcopeníu.

A
  • Með auknum aldri aukast líkur á vannæringu þar sem eldra fólk minnkar oft mat. Fæðuinntaka verður of lítil og það er skortur á næringarefnum sem getur leitt til minni fitu- og vöðvamassa.
44
Q

Hvert er algengi vannæringa hjá þeim sem eru í endurhæfingu, þeim sem búa á dvalarheimildi og þeim sem liggja inn á spítala?

A

Algengi vannæringar hjá öldruðum er talin vera 50% hjá þeim sem eru í endurhæfingu, 20% hjá þeim sem búa á dvalarheimilum og 40% hjá þeim sem liggja inni á spítala.

45
Q

Hvað er talið að fæðuneysla minnki um hversu mörg % frá 40-70 ára?

A

25%

46
Q

Er talið að miðjarðarhafsmataræði minnki líkurnar á sarcopeníu?

A

Já. Talið er að miðjarðarhafsmataræði minnki líkur á sarcopeníu en það inniheldur hátt hlutfall af grænmeti, belgjurtum, ávöxtum, hnetum, fræjum, fisk, ólífuolíu og lítið af rauðu kjöti og kjúkling en mettuð fita er talin auka líkurnar á sarcopeníu.

47
Q

Hvernig virkar prótein á vöðvamassa?

A

Aukin neysla próteins getur aukið vöðvamassa en virðist ekki hafa mikil áhrif á líkamlega færni og vöðvastyrk. Nokkrar rannsóknir benda til þess að neysla próteins í fæðu er mikilvæg til að koma í veg fyrir sarcopeníu og vöðvatap en frekari rannsókna er þörf á til að ákvarða magn og hvaða prótein hefur mestan ávinning. Lág gildi 25 (OH)D í blóði hafa verið tengd við minnkaðan vöðvamassa sem getur leitt til sarcopeníu

48
Q

Hefur lífstíll áhrif á sarcopeníu?

A

Þættir eins og áfengisneysla, hreyfingarleysi og reykingar eru taldir vera áhættuþættir en reykingar eru taldar vera alvarlegasta áhættuhegðunin í nútíma samfélagi.

49
Q

Hvernig tengjast reykingar sarcopeníu?

A

Langsniðsrannsókn sem gerð var árið 2020 sýndi fram á að fólk sem reykir er í meira en tvöfaldri hættu á því að þróa með sér sarcopeníu samanborið við þá sem ekki reykja. Þá sýndi þversniðsrannsókn tengsl á milli reykinga hjá öldruðum og skerts vöðvastyrks en líkamleg færni var einnig minni hjá þeim sem reyktu

50
Q

Hvernig tengist kyrrsetulífstíll sarcopeníu?

A

Kyrrsetulífsstíll er talinn stór áhættuþáttur fyrir minni vöðvastyrk sem er eitt af einkennum sarcopeníu og talið er að það hægist á gönguhraða við mikla kyrrsetu. Einstaklingar ættu því að takmarka kyrrsetu og innleiða meiri hreyfingu inn í daglegt líf. Hægt er að auka hreyfingu með því að ganga eða hjóla á milli staða í stað þess að nota bíl, fara stigann í staðinn fyrir að nota lyftu og leggja bílnum lengra frá innganginum

51
Q

Hvernig tengist hreyfing sarcopeníu?

A

Hreyfing er talin vera áhrifaríkust allra inngripa til þess að bæta lífsgæði og virkni hjá öldruðum. Hreyfing er einnig talin geta seinkað tilkomu sarcopeníu. Þversniðsrannsókn sem gerð var árið 2021 sýndi fram á að líkamleg hreyfing hafði marktækt verndandi áhrif á sarcopeníu meðal eldri fullorðinna

52
Q

Hvað er talin vera besta leiðin til að auka vöðvamassa, jafnvægi, þol og styrk hjá eldra fólki?

A

Mótstöðuþjálfun þar sem einstaklingar æfa gegn auknu álagi er þekkt meðferð við vöðvarýrnun en hún styttir sjúkrahúsdvöl og eykur gripstyrk hjá öldruðum. Þolþjálfun er talin hafa verndandi áhrif gegn sarcopeníu en hún örvar framleiðslu lífræna efnasambandsins adenósín þrífosfats (e. adenosine triphosphate, ATP) í hvatberum, eykur þol, eykur efnaskiptastjórnun og bætir hjarta- og æðastarfsemi. Lotuþjálfun er æfing þar sem unnið er í ákveðinn tíma með stuttum pásum á milli æfinga og getur slík æfing aukið styrk, þol og gönguhraða. Það er aldrei of seint að verða líkamlega virkur en með því að byrja að hreyfa sig og viðhalda hreyfingunni áfram er talið að fólk geti lifað lengur sjálfstæðu lífi og að dánartíðni lækki

53
Q

Hvernig hefur lífstíll áhrif á horfur og meðferð sarcopeníu?

A

Lífsstíll og erfðafræðilegir þættir geta flýtt fyrir framgangi skerðingar á virkni, að vöðvar veikist og líkamlegrar fötlunar en inngrip með næringu og líkamsþjálfun getur hægt á eða snúið við ferlinu. Til að koma í veg fyrir eða seinka sarcopeníu er markmiðið að hámarka vöðva í æsku og hjá yngri fullorðnum, viðhalda vöðvum á miðjum aldri og lágmarka vöðvatap á efri árum

54
Q

Er hægt að seinka sarcopeníu?

A

Með því að greina sjúkdóminn snemma og grípa inn í það er lykilinn að betri útkomu

55
Q

Hvernig hefur prótein áhrif á horfur og meðferð sarcopeníu?

A

Engin lyf hafa verið samþykkt til að meðhöndla sarcopeníu. Mælt er með aukinni próteinneyslu og inntöku D-vítamíns ef þess er þörf. Kerfisbundið yfirlit sýndi fram á að aukin prótein neysla ásamt styrktaræfingum er áhrifarík leið til að stuðla að auknum vöðvamassa, auka styrk og bæta líkamlega hreyfigetu hjá öldruðum sem eru í mikilli hættu á sarcopeníu ef sarcopenía yfirþyngd er til staðar getur próteinríkt mataræði ásamt líkamsrækt og þá sérstaklega mótstöðuþjálfun dregið úr tapi á beinagrindarvöðvum og bætt lífsgæði. Meðferð við sarcopeníu er flókin en það eru margar fyrirbyggjandi aðgerðir sem miða að því að bæta vöðvamassa og vöðvavirkni hjá eldra fólki en mataræði og hreyfing er talin áhrifaríkasta leiðin til þess að koma í veg fyrir sarcopeníu í öldrunarferlinu

56
Q

Ættum við að skima fyrir sarcopeníu?

A

Já, Sjúklingar með skerta ADL hæfni ættu svo að gangast undir nákvæmari skimun fyrir sarcopeníu. Meðhöndlun sarcopeníu beinist fyrst og fremst að sjúkraþjálfun til vöðvastyrkingar og gönguþjálfunar en meta þarf umhverfi sjúklinganna með tilliti til byltuhættu og framkvæma varúðarráðstafanir Horfur eru að miklu leyti háðar aldri, samfarandi sjúkdómum, byltum og beinbrotum. Sjúklingar með sarcopeníu sem gangast undir skurðaðgerð eru með verri útkomu en þeir sem ekki eru með sarcopeníu

57
Q

Hvernig tengist sarcopenía yfirþyngd?

A

Sarcopeníu yfirþyngd er tiltölulega nýtt hugtak en tíðni yfirþyngdar samhliða sarcopeníu er að aukast hjá fólki sem er 65 ára og eldra. Breytingar á samsetningu líkamsvefja sem eiga sér stað í öldrunarferlinu geta leitt til sarcopeníu yfirþyngdar sem er sífellt algengara vandamál vegna aukinnar yfirþyngdar í samfélaginu.

58
Q

Hvernig skilgreinum við sarcopeníu yfirþyngd?

A

Sjúkdómsástand þar sem einstaklingur glímir við yfirþyngd samhliða litlum vöðvamassa. Sjúkdómsástandið getur valdið skertri starfsgetu, fötlun og efnaskiptasjúkdómum.

59
Q

Hvernig er mefðerðin fyrir sarcopeníu yfirþyngd?

A

Meðferð sem oftast er notuð við sarcopeníu yfirþyngd felur í sér að gera breytingar á lífsstílnum. Dæmi um lífsstílsbreytingar er að innbyrða færri hitaeiningar, stunda hreyfingu sem inniheldur þolæfingar og gera mótstöðuæfingar. Passa samt að vinna gegn ofþyngd með réttri næringu ekki skertri.