Mjaðmabrot hjá öldruðum og sarcopenia - 8.11 Flashcards
Hver eru alvarlegasta tegund brota sem verður við lág orku áverkar (s.s. fall úr sömu hæð og þú stendur í)
Mjaðmabrot
Hvað er mjaðmabrot?
Brot á lærleggshálsi eða lærlegg
ICD greiningar S72.0-S72.2
Hvað er gert við mjaðmabrotum?
Nánast undartekningarlaust fara þessir sjúklingar á skurðstofu og það er gerð skurðaðgerð til að gera við brotið
Á hvaða aldri eru flestir sem mjaðmabrotna og hvernig brotna þeir?
Á aldrinum 85 ára og flestir brotna við fall úr sömu hæð en þá er átt við að detta á gólfi sem þú stendur á
Getur ungt fólk mjaðmabrotnað?
Ef að ungt fólk er að mjaðmabrotna þá er það yfirleitt við há orku áverka eins og bílslys
Hversu mörg % þeirra sem mjaðmabrotna eru 65 ára og eldri.
90%
Hvort er algengara að konur eða karlar mjaðmabrotna?
Konur, það eru þrjár konur á móti hverjum karli.
Hversu mörg mjaðmabrot voru á árunum 2008-2012? en 2013-2018?
2008-2012: 1052
2013-2018: 1708
Afhverju hefur verið fjölgun milli ára í algengi mjaðmabrota?
Vegna fjölgun fólks á háum aldri.
Hversu mörg % karla og kvenna dóu innan 3 mánaða vegna mjaðmabrota á árunum 2008-2012?
22% karla og 11% kvenna
Hversu mörg % karla og kvenna dóu innan 5 mánaða vegna mjaðmabrota á árunum 2008-2012?
28% karla og 15% kvenna
Hversu mörg % karla og kvenna dóu innan árs vegna mjaðmabrota á árunum 2008-2012?
36% karla og 21% kvenna
Hefur dánartíðni mjaðmabrota verri horfur en krabbamein?
Já dánartíðni mjaðmabrota hefur verri horfur en á MÖRGUM krabbameinum, ekki öllum. Mjaðmabort eru því falin ógn fyrir aldraða einstaklinga vegna dánartíðninnar
Hvers konar sjúkdómur er sarcopenia?
Sarcopenía hefur verið lýst sem beinagrindavöðvasjúkdómur sem getur valdið auknum líkum á skaðlegum afleiðingum þar á meðal byltu, beinbroti, llíkamlegri fötlun og aukinni dánartíðni.
Í grein frá 2017 skilgreinir Verlann og félagar Sarcopeníu sem?
Aldurstengd minnkun á vöðvamassa,styrk og vikni og er helsta orsök skertrar hreyfigetu, aukinna falla, beinbrota og innlagna á hjúkrunarheimili
Hvað eru talin vera áhrifavaldar sarcopeníu?
- Náttúruleg öldrun
- Undirliggjandi sjúkdómar
- Fjöllyfjanotkun
- Vannæring
- Cachexia ( niðurbrot vöðva)
Getur góður næringarstatus og líkamleg virkni seinkað framþrjóun sarcopeníu?
Já, það kemur í veg fyrir tap á vöðvamassa og styrk.
Hvað sagði EWGSOP hópurinn um sarcopeníu og hvernig mæltu þau með að skilgreina hana?
- Þau sögðu að það hefur ekki verið komist að einni skilgreiningu á sarcopeníu.
- Þau mæltust með að skilgreina sarcopeníu sem bæði lágur vöðvamassi og lág vöðva virkni sem væri mæld með styrkmælingu og frammistöðumælingu. Þeir mæltu líka með allhliða mati á beinagrindavöðva skerðingu með mælitækjum eins og time up, hand styrk og gönguhraðaprófi sem og DEXA
Árið 2010 komu síðan EWGOP með fyrstu skilgreininguna á sarcopeníu hver var hún?
- Lítill vöðvamassi ásamt annað hvort lélegri líkamlegri frammistöðu eða litlum vöðvastyrk.
Árið 2018 hittist þessi hópur aftur og uppfærðu skilgreininguna hver varð hún?
- Lítill vöðvastyrkur, lítið vöðvamagn/gæði og léleg líkamleg frammistaða en lítill vöðvastyrkur er talið vera helsta einkennið. Nú talið vera vöðvasjúkdómur
Asian Working Group for Sarcopenia 2019 (AWGS 2019 skilgreinir sarcopeníu sem?
Lítinn vöðvamassa, lítinn vöðvastyrk og léleg líkamleg færni
Er 100% að grannvaxin kona sé með minni vöðvastyrk en þykkri kona?
Nei, útlitið segir ekki allt!
Hver eru þættir sem geta stuðlað að þróun sarcopeníu?
- Hreyfingarleysi
- insúlínviðnám
- offita
- minnkaður styrkur kynhormónsins andrógengs og vaxtarstyrk sermis
- ónægilegri neyslu próteins.