Hjúkrun fólks með heilabilun - 14.11 Flashcards
Af hverju getur óáttun orsakast af?
o Bráðarugl (delirium) sem oft tengist sjúkdómum
* Skaði sem minnkar með tímanum
o Þunglyndi – oft mjög erfitt að greina
o Blóðrásartruflunum í heila s.s. TIA kasti
o Vitræn skerðing af öðrum orsökum en heilabilun
o Heilabilun
Af hverju getur vitræn skerðing orsakast af?
o Heilaslag sem getur valdið skerðingu
o Heilaáverki t.d. höfuðhögg
Persónumiðuð þjónusta er kennd við hvern?
Tom Kitwood, breskur sálfræðingur sem lés 1998.
Út á hvað gengur persónumiðuð þjónusta?
,, Að horfa á einstaklinginn fremur en sjúkdóminn”
- Talað um fólk með heilabilun ekki heilabilaða
- Mikið notað víða í nágrannalöndum
Hvað er persónuheild
- Skapast af því að umhverfi lítur á mann sem persónu, einstakan einstakling
- Getur líka veiklast/týnst ef umhverfið lítur á þig sem dauðan hlut eða einhvern sem ekki tilheyrir á sama hátt og aðrir „þau“ og „við“
- Þróast og breytist í samhengi við félagsleg samhengi og umhverfi
Hvað er jákvæð persónuvinna?
- Að mæta einstaklingnum á jafnréttisgrunni – „þú – ég“ samskipti
- Að umgangast hann/hana sem persónu: nafn, augnsamband, kurteisi, virðing
- Réttmæting – að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur, vitrænt og tilfinningalega
- Að styðja einstakling til að nýta styrkleika sína (ekki veikleika)
- Að stuðla að leik og gleði án annars tilgangs
Hvað er neikvæð persónuvinna?
- Að notfæra sér fötlun einstaklings til að koma sínu fram
- Að dæma einstaklinginn sem óhæfan vegna fötlunarinnar
- Horfa fremur á veikleikaþætti en styrkleikaþætti
- Koma fram við einstakling eins og barn eða eins og dauðan hlut
- Vanrækja líkamlegar, sálrænar eða félagslegar þarfir
- Ásaka einstakling vegna fötlunar hans
Þegar fólk greinist með heilabilun er mikilvægt aðfræða um sjúkdóminn í kjölfarið, hvað á að fræða um?
- Gangur og horfur
- Að ekki gengur eins hjá öllum
- Að fólk er ekki að breytast í aðra persónu
Þegar fólk greinist með heilabilun er mikilvægt aðfræða um sjúkdóminn í kjölfarið, hvaða ráðgjöf er hægt að veita?
- Búa sig undir framtíðina meðan vitræn geta er í lagi
- Hverjir eiga að fá að vita um sjúkdóminn
- Tilfinningalegir þættir
- Benda á stuðingshópa
Hvernig er almenn hjúkrun fólks með heilabilun?
- Tryggja öryggi
- Skipuleggja daglegt líf út frá styrkleikum
- Fylgjast með heilsu almennt og áhrfium heilabilunar á aðra mögulega sjúkdóma
- stuðla að framtíðar áætlunargerð
- Fræða einstaklinginn og aðstandendur um lausnir, bjargráð, áætlanir fyrir framtíðana, stuðning og hvíldarúrræði
Fólk með heilabilun gæti þurft aðstoð við adl. Hvernig hjálp gætu þau þurrft?
- Næring – fingrafæði fyrir þá sem eiga erfitt með að matast með hnífapörum; litlar og tíðar máltíðir
- Persónulegt hreinlæti - finna aðferðir við böðun sem henta; leyfa fólki að ráða för, velja föt sjálft o.fl.
- Virkni – taka mið af lífssögu og fyrri venjum ásamt breytingum vegna fötlunar, s.s. sinnuleysi
Hvað er einföldun?
- Að útskýra eitt atriði í einu
- Að tala hægt
- Að bíða eftir svari
- Að draga úr truflunum
- Samskipti við einn einstakling í einu
Koddu með dæmi um einföldun?
- Nota bendingar eða látbragð til að sýna viðkomandi hvað hann á að gera
- T.d. setja stólinn fyrir framan hann, benda á stólinn, klappa á setuna og segja „sestu hér“
- Starfsmaður borðar með fáeinum við borð – verður fyrirmynd
Hvað er auðveldun?
- Að finna sameiginlega þætti
- Að gefa af sjálfum sér
- Að leyfa viðkomandi að velja umræðuefni
- Að tala saman á jafningjagrunni
- Að nota breiða opnun s.s. „hvernig hefurðu það í dag?“
- Að nota kímni á viðeigandi hátt
- Að mæta viðmælanda þar sem hann er staddur og fylgja honum eftir
Hvað er skilningur?
Að greina óáttun í tíma
o hvar er viðmælandinn staddur í tíma
o Finna út hvar viðkomandi er staddur, mæta fólki þar sem það er statt
Að átta sig á umræðuefninu
o Finna samhengi í tali sem virðist ósamhangandi
o Átta sig á undirliggjandi tilfinningu s.s. ótti, sorg, ánægja
Að finna hvað viðkomandi er að reyna að segja
o s.s. einfaldar þarfir á borð við að komast á WC, eða að hann/hún sakni makans, langi heim o.s.frv.