Öldrunarbreytingar- 08.11 Flashcards

1
Q

Hvað eru öldrunarbreytingar?

A
  • Breytingar sem tengjast aldri.
  • Þær geta breytt svörun aldraðra við veikindum,
  • Þær eru mjög einstaklingsbundnar.
  • Þær verða oft fyrir áhrifum af erfðafræðilegum þáttum og lífsstíl.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvenær koma öldrunarbreytingar og hjá hvaða aldri eru þær mest áberandi?

A
  • Fyrstu öldrunarbreytingarnar hefjast fyrir 30 ára aldurinn
  • Þær eru mest áberandi hjá þeim sem eru 85 ára og eldri (aukast með aldrinum)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað fela öldrunarbreytingar í sér?

A
  • Þær fela oft í sér minnkaða umframgetu líffærakerfa (minni varasjóður) og minni svörun við streituvöldum.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er líffræðileg öldrun (líffærðilegar breytingar)?

A
  • Líffræðileg öldrun lýsir sér sem sífellt flóknari og samverkandi breytingar, sem leiða til minnkaðrar líffræðilegra umframgetu (varasjóður), aukinnar hrörnunar hjá frumum og auknu varnarleysi fyrir sjúkdómum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Afhverju lifa lífverur af?

A

Vegna þess að við getum endurnýjað frumurnar okkar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvernig virkar það ferli sem frumurnar fara í sem er ástæðan fyrir því að við eldumst?
- Grunnorsakir öldrunarbreytinga.

A
  • DNA og RNA stýrir því að nýjar frumur eiga að vera með eins uppbyggingu og starfsemi og eldri frumur. Ef að þessi endurnýjun væri alltaf fullkomin þá myndum við ekki eldast.
  • Eiginleiki sumra frumna til að endurnýja sig minnkar, villur koma upp í uppbyggingu nýrra frumna og að lokum stöðvast endurnýjun frumra.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað veldur þessum breytingum hjá frumunum?

A

Það er talið að það sé samblanda af mörgum þáttum eins og stökkbreytingum, erfðum, afleiðingum umhverfisáhrifa á RNA og lífstíl en erum ekki með eitthvað eitt svar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Eru öldrunarbreytingar sjúkdómur?

A
  • Nei öldrunarbreytingar eða aldurstengdar breytingar eru ekki sjúkdómar. Áhættan á að fá ýmsa sjúkdóma vissulega eykst með aldri en það eru samt ekki öldrunarbreytingar.
  • Ef að við erum heppin að fá enga sjúkdóma og bara öldrunarbeytingar eldumst við mjög vel og höldum góðri heilsu.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Nefndu dæmi um aldurstengdar breytingar/öldrunarbreytingar

A
  • Minni vöðva og beinastyrkur
  • Slitbreytingar í vefjum
  • Bandvefur tapar teyjanleika
  • Hægari viðbrögð taugakerfis
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Nefndu dæmi um aldurstengda sjúkdóma

A
  • Alzheimer sjúkdómur
  • Æðasjúkdómur í heila
  • Þetta er ekki eðlilegur partur af eldrun en líkur að fá þá samt hækka með aldri
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Getur verið erfitt að greina á milli hvort þetta sé öldrunarbreyting eða sjúkdómur og afhverju?

A

Já það getur verið erfitt að greina á milli hvort um öldrunarbreytingu eða sjúkdóm er að ræða því að einkennin geta verið svipuð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Geta öldrunarbreytingar valdið því að einkenni sjúkdóms verða óljós?

A

Já t.d. vegna hægari taugaviðbragða

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er heilkenni (e. syndrome)?

A

Eins og heilabilun er heilkenni eða ástand sem fólk fer í sem sagt það er samansafn mismunandi einkenna sem koma vegna heilabilunarsjúkdóms. Þetta er ekki öldrunarbreyting en getur orsakast af sjúkdómum eða efnaskorti eins og B12 skorti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er einkenni (e.symptom)?

A

Hegðunartruflanir eru einkenni vegna heilabilunarsjúkdóms og er hluti af birtingarmynd heilabilunar sem er heilkenni sem orsakast af heilabilunarsjúkdómnum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Afhverju er mikilvægt að taka tillit til öldrunarbreytinga hjá einstaklingum þegar verið er að gera hjúkrunarmat og meðferð?

A
  • Það þarf að greina eðlilegar öldrunarbreytingar frá afleiðingum sjúkdóma til að hægt sé að veita rétta meðferð.
  • Öldrunarbreytingar geta:
  • haft áhrif á heilsu og færni einstaklinga
  • þær geta breytt einkennum sjúkdóma
  • breytt því hvernig líkaminn bregst við meðferð
  • haft áhrif á árangur af meðferð.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvers vegna verða öldrunarbreytingar í húð?

A

Vegna erfðafræðilegra þátta einstaklingsins og umhverfisþátta.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvaða öldrunarbreytingar verða á yfirhúð (húðþekja, epidermis)?

A
  • Yfirhúðin þynnist þannig að æðar og marblettir verða sýnilegri
  • Færri litafrumur sem leiða til ljósari útlist húðar
  • Aldursblettir eða lifrarblettir (lentigines) birtast á handarbökum, úlnliðum og andlliti
  • Seborrheic keratoses eru góðkynja blettir á líkama, andliti, hálsi og höfuðleðri og koma hjá 65+ (krabbamein getur líkst þessum blettum)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvaða öldrunarbreytingar verða í leðurhúð (dermis)?

A
  • Leðurhúðin missir u.þ.b. 20% af þykkt sinni
  • Æðum í leðurhúð fækkar og veldur meiri fölva og kaldari húð
  • Nýmyndun kollagens minnkar
  • Elastín trefjar þykkna og verða brotkenndar, sem leiðir til minni teyjanleika, skertrar seiglu og ,,lafandi” útlits
19
Q

Hvaða öldrunarbreytingar verða í undirhúð (subcutaneous tissue eða hypodermis)?

A
  • Hún rýrnar og veldur auknu næmi fyrir kulda og fitukirtlar rýrna.
  • Húðin verður þurrari.
20
Q

Hvaða öldrunarbreytingar má sjá á hári fólks?

A
  • Hárið þynnist
  • Það verður aukin hárvöxtur í eyrum, nefi og á augabrúnum (fólk getur fengið heyrnaskerðingu vegna eyrnamers og óhreinindum í eyrunum útaf það festist í hárunum
  • Hárið missir lit og gránar
  • konur fá hár á vanga og hár á fótleggjum, undir höndum og á kynfærum minnkar
21
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við á nöglum?

A
  • Neglurnar verða harðari, þykkari, mattari og brothættari
  • Fram koma upphleyptar rendur á neglur
  • Það hægist á vexti þeirra
22
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáu við í vöðvum og stoðkerfi?

A

Breytingarnar hafa áhrif á færni og lífsgæði og það er margir þættir sem geta haft áhrif á þetta eins og kyn, aldur og umhverfi.
- Liðbönd,sinar og liðir verða stífari og sveigjanleiki minnkar
- Vöðvamassi minnkar og veldur því að styrjur minnkar
- Liðþófar í hrygg rýrna og valda styttingu á bol (fólk lækkar í hæð með aldri)
- Minni beinþéttni þ.e. minna af steinefnum í beinum og því meiri hætta á beinbrotum bæði með eða án áverka (fólk með lélega beinþéttni á yngri árum eru í meiri hættu að brotna þegar það verður gamallt
- minni vatnsforði í vefjum og meiri hætta á ofþornun.
- Aukið hlutfall fitu í líkamanum og staðsetning fitu breytist þegar vöðvar rýrna eykst hlutfall fituvefs þannig fitan færist á annan stað
- Það verða breytingar á líkamsstöðu þar sem einstaklingurinn verður hokin.

22
Q

Er sarcopenia öldrunarbreyting eða sjúkdómur?

A

Sarcopenia hefur verið skilgreind sem vöðvasjúkdómur (ICD-10-MC)

23
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sér maður í hjartanu?

A
  • Veggur vinstri slegils þykknar
  • Stærð vinstri gáttar eykst lítillega
  • Þykknun á atrial and mítral hjartalokum
  • Vefir hjartans stífna og þykkna og því á það erfiðara með að bregðast við þörf líkamans fyrir aukið blóðflæði (súrefni)
  • Hámarksblóðflæði kransæða, slag magn og útfall hjarta minnkar
  • Hjartað er lengur að auka eða minnka hjartsláttar hraða og á því erfiðara með að komast aftur í hvíldarstöðu eftir álag
  • Við álag og áreynslu er hámarks hjartsláttartíðni lækkuð og útfall hjarta því minnkað sem veldur þreytu, mæði og að hjartað er lengi að hægja aftur á sér
  • Aukin hætta á hjartsláttartruflunum, stöðulágþrýstingi, lágþrýstingi tengt lyfjum sem getur leitt til yfirliðs
24
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í æðakerfinu?

A
  • Teygjanleiki æða minnkar og því er meiri hætta á háþrýstingi og skertri blóðrás til ákveðinna líffæra s.s. nýrna
  • Eiginleiki æða til að dragast saman er skertur
  • Bláæðar verða teygðari og æðalokur starfa ekki eins vel
  • Blóðrásarkerfið er mun lélegra í að bregðast við áreiti og aðlagast því
25
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í öndunarfærum?

A
  • Brjóstveggurinn verður stífari og styrkur öndunarvöðva minni og því verður útöndun ekki eins áhrifamikil
  • Öndunartíðni er 12-24 (almennt viðmið 12-20)
  • Hæfni öndunarvegar til að dragast saman minnkar
  • Loftskipti eru ekki eins áhrifarík (súrefni og koldíoxíði)
  • Minnkuð viðbrögð við súrefnisskorti í blóði eða uppsöfnun á koldíoxíði (CO2) í blóði
  • Aukið viðnám við loftflæði
  • Hóstaviðbragð minnkar
  • Virkni bifhára í öndunarvegi verður minni og virkni macrophaga minni
  • Hæfni til að hreinsa slím og aðskotahluti úr öndunarvegi minnkar
  • Þetta leiðir til minni afkastagetu öndunarfæra þannig að minna þol verður fyrir áreynslu og við aukið álag mæðist fólk frekar
  • Aukin hætta verður á sýkingum og vöðvasamdrætti í lunganblöðrum (broncospasm sem gerir útöndun erfiðari)
26
Q

Afhverju verða vandamál í öndunarfærum á efri árum?

A

Oftast vegna umhverfisáhrifa eins og eiturefna frekar en aldurs

27
Q

Hvað á við þegar andrýmd minnkar?

A

Þá erum við ekki að ná að anda almennilega frá okkur, ekki að þenja lungun eins mikið og ekki að tæma eins vel.

28
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í nýrum?

A
  • Blóðflæði um nýru minnkar
  • Stærð og starfsemi nýrna minnkar
  • Útskilnaður kreatíníns í þvagi minnkar
  • Gaukulsíunarhraði (GSH út frá kreatínín gildi í sermi; e. Glomerular filtration rate, GFR) lækkar um 10% fyrir hver 10 ár eftir 30 ára aldur
  • Minnkuð hæfni nýrna til að útskilja lyf og því aukin hætta á nýrnaskaða vegan eitrunar eða lyfja
  • Minnkuð umframgeta (reserve) og því meiri hætta á nýrnatengdum vandamálum í veikindum
  • Aukin hætta á vökvasöfnun við hjartabilun
  • Hætta á ofþornun, natríumskorti (tengt þvagræsilyfjum eða hita), kalíumskorti (tengt þvagræsilyfjum) þurfa meira salt í líkamann, bæta við á matinn
  • Minni útskilnaður nýrna til að vinna gegn súrnun líkamans
29
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í þvagfærum?

A
  • Minnkaður teygjanleiki þvagblöðru, vöðvatónus og rýmd
  • Verri tæming á þvagblöðru (aukið residual þvag)
  • Meiri framleiðsla á þvagi á nóttunni
  • Stækkun á blöðruhálskirtli hjá karlmönnum
  • Aukin hætta á bráðri þvaglátaþörf, þvagleka, og þvagsýkingum
  • Aukning á næturþvaglátum og þar með aukin hætta á föllum- Það er ekki endilega óeðlilegt að vakna til að pissa, aldraðir fara að sofa fyrr og vilja vakna seinna, líkaminn getur ekki haldið þvagi svona lengi. Ekki raunhæft lífeðlisfræðilega að sofa í 12 tíma, eðilegur svefn 6/7 tímar þar sem aldraðir sofa minna en ungt fólk
30
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í starfsemi innkirtla?

A
  • Flestir kirtlar minnka
  • Seytingarhraði minnkar (framleiðsla á efnum)
  • Insúlínviðnám eykst
  • Tíðni sykursýki II og vanstarfsemi skjaldkirtils er aukin
  • Áhrif ekki þekkt
31
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við á kynfærum kvenna?

A
  • Eftir breytingaskeiðið hefur egglos hætt
  • Brjóstin virðast minni og teygðari
  • Eggjastokkar, leg og legháls rýrna
  • Estrógenmagn minnkar (konur eiga að vera á staðbundum hormónum)
  • Það eru auknar líkur á þvagfærasýkingu og þvagleka vegna þurrks og roða
  • Eldri konur með þvagleka og einhver einkenni það á alltaf að rækta því þvagfærasýking stixast oft ekki jákvæð
32
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við á kynfærum karla?

A
  • Eistun rýrnar og mýkjast
  • Sáðlát er hægara og kraftminna
  • Testósterón magn minnkar
  • Þvagteppa er algeng
33
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í munni

A
  • Glerungur eyðist af tönnum og þær verða viðkvæmari fyrir skemmdum
  • Bragðlaukum fækkar
  • Munnvatnsseyting minnkar og því er meiri hætta á munnþurrki
  • Minni þorstatilfinning (Ástæðan fyrir því að eldra fólk drekkur oft lítið)
  • Vegna minnkaðs vöðvastyrks er hætta á að fæða sé ekki eins vel tuggin
  • Rýrnun á slímhúð
  • Aukin hætta á vökvaskorti, ruglingi í blóðsöltum og vannæringu
34
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í maga?

A
  • Hægari tæming á vélinda og maga ( Verður þá ekki svangur, borðar þá minna og drekkur minna en ætti að auka þar frekar til að koma í veg fyrir innlögn á hjúkrunarheimili)
  • Minna umfang maga og hægari hreyfingar
  • Skert geta til að mynda „Gastric intrinsic factor” sem er glycoprotein sem framleit er af frumum í maganum og er nauðsynlegt við uppsog B12
  • Verra uppsog kolvetna, B12, fólinsýru, kalsíums og lyfja
  • Aukin hætta á bakflæði (e. gastroesophageal reflux disease, GERD)
  • Aukin hætta á magabólgum og sárum vegna NSAID bólgueyðandi lyfja s.s. ibuprofen
35
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í þörmunum ?

A
  • Starfsemi í þarmatotum skerðist sem hefur áhrif á uppsog næringarefna
  • Það hægist á þarmahreyfingum
  • Hægðatregða verður algengari
  • Minni skynjun á hægðaþörf
36
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í lifur?

A
  • Minni umframgeta (reserve)
  • Minni geta til að umbreyta lyfjum
37
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í miðtaugakerfinu?

A
  • Stærð og þyngd heilans minnkar
  • Fækkun á taugafrumum og minnkun á taugaboðefnu
  • Aðlögun taugafrumna að breytingum (cerebral dendrites, glial support cells, synapses)
  • Skert líkamshitastjórnun
  • Smávægilegar breytingar verða á vitrænni getu og hreyfifærni hjá þeim sem eru háaldraðir
  • Stundum sést væg minnisskerðing og vandamál með jafnvægi
  • Það getur teki lengri tíma að framkvæma ákveðin verk
38
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í úttaugakerfinu?

A
  • Minnkað snertiskyn, stöðuskyn og næmi fyrir titringi
  • Viðbragðstími er skertur þar sem taugaboð eru hægari
  • Hægari hreyfingar
  • Breyting á undirlagi -> rekur tærnar í -> missir jafnvægi à breyting á stöðu líkamans sem er að falla -> skynjar ekki strax stöðubreytinguna -> viðbrögð við stöðubreytingu og falli seinkuð og hægari -> einstaklingurinn fellur því. Ert búin að falla áður en þú áttar þig á því
  • Aukin hætta á svefntruflunum, óráði og taugasjúkdómum
39
Q

Hvaða öldrunarbreytingar á augum sjáum við?

A
  • Færsýni eykst og augasteinn þykknar
  • Skerðing á litaskyn (Eldra fólk á erfitt með að greina á milli milliblás litar og dekkri blás lita). Ljósur gólfdúkur og ljós veggur=aldraðir sjá ekki endilega skilin
  • Augnlok missa teygjanleika og lafa
  • Neðri augnlok geta farið að slapa og augnþurrkur er algengur
  • Uppsog á vökva í innra auganu skerðist
  • Skerðing á sjónsviði
40
Q

Hvaða öldrunarbreytingar (útlitlslega séð) sjáum við?

A
  • Eyrnasneplar lengjast , lafa og hrukkast (Kemur lína í gegnum eyransnepilinn með aldrinum)
  • Gróf og stíf hár vaxa á og í eyrunum
  • Eyrnagöngin þrengjast
  • Eyrnamergur verður þurrari og þykkari
  • Þetta er sérstaklega hjá körlum
41
Q

Hvaða aldurstengdu öldrunarbreytingar sjáum við varðandi heyrnaskerðingu?

A
  • Fyrst og fremst missir fólk getu til að heyra hátíðnihljóð (fuglasöngur, skrjáf í laufi og hvísl)
  • Heilinn fær ekki áreiti, meiri líkur á að fá verri vitræna getu ef að heilinn fær ekki þetta áreiti, erum að halda okkur í andlegu jafnvægi (use it or loose it= nota ekki heilann eða vöðva þá missir fólk færnina)
42
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í ónæmiskerfinu

A
  • Breytingarnar fela fyrst og fremst í sér aukna hættu á sýkingum
  • Ónæmi minnkar á frumustigi, myndun ónæmis er skert og árangur af bólusetningu því skertur
  • Líkamshiti lækkar sem þýðir að líkamshiti sem samsvarar eðlilegum hitta hjá yngra fólki er í raun hitahækkun hjá öldruðum ( Miðið við venjulegan líkamshita einstaklingins og hækkun um 1,1-1,3°C telst hiti; 37,2°C og hærra getur því talist hiti hjá öldruðum, ekki góð viðmið fyrir sýkingu að mæla hita hjá öldruðum)
43
Q

Hvaða öldrunarbreytingar sjáum við í ónæmiskerfinu?

A
  • Minni svörun við óþekktum mótefnavökum
  • Aukning á immunoglobulini en það getur tengst sjáfsofnæmissjúkdómum, langvinnum sjúkdómum, sýkingum eða ákveðnum krabbameinum
  • Viðvarandi bólguástand getur verið til staðar
  • Einkenni Covid-19 hjá háöldruðum!