Öldrunarbreytingar- 08.11 Flashcards
Hvað eru öldrunarbreytingar?
- Breytingar sem tengjast aldri.
- Þær geta breytt svörun aldraðra við veikindum,
- Þær eru mjög einstaklingsbundnar.
- Þær verða oft fyrir áhrifum af erfðafræðilegum þáttum og lífsstíl.
Hvenær koma öldrunarbreytingar og hjá hvaða aldri eru þær mest áberandi?
- Fyrstu öldrunarbreytingarnar hefjast fyrir 30 ára aldurinn
- Þær eru mest áberandi hjá þeim sem eru 85 ára og eldri (aukast með aldrinum)
Hvað fela öldrunarbreytingar í sér?
- Þær fela oft í sér minnkaða umframgetu líffærakerfa (minni varasjóður) og minni svörun við streituvöldum.
Hvað er líffræðileg öldrun (líffærðilegar breytingar)?
- Líffræðileg öldrun lýsir sér sem sífellt flóknari og samverkandi breytingar, sem leiða til minnkaðrar líffræðilegra umframgetu (varasjóður), aukinnar hrörnunar hjá frumum og auknu varnarleysi fyrir sjúkdómum
Afhverju lifa lífverur af?
Vegna þess að við getum endurnýjað frumurnar okkar
Hvernig virkar það ferli sem frumurnar fara í sem er ástæðan fyrir því að við eldumst?
- Grunnorsakir öldrunarbreytinga.
- DNA og RNA stýrir því að nýjar frumur eiga að vera með eins uppbyggingu og starfsemi og eldri frumur. Ef að þessi endurnýjun væri alltaf fullkomin þá myndum við ekki eldast.
- Eiginleiki sumra frumna til að endurnýja sig minnkar, villur koma upp í uppbyggingu nýrra frumna og að lokum stöðvast endurnýjun frumra.
Hvað veldur þessum breytingum hjá frumunum?
Það er talið að það sé samblanda af mörgum þáttum eins og stökkbreytingum, erfðum, afleiðingum umhverfisáhrifa á RNA og lífstíl en erum ekki með eitthvað eitt svar.
Eru öldrunarbreytingar sjúkdómur?
- Nei öldrunarbreytingar eða aldurstengdar breytingar eru ekki sjúkdómar. Áhættan á að fá ýmsa sjúkdóma vissulega eykst með aldri en það eru samt ekki öldrunarbreytingar.
- Ef að við erum heppin að fá enga sjúkdóma og bara öldrunarbeytingar eldumst við mjög vel og höldum góðri heilsu.
Nefndu dæmi um aldurstengdar breytingar/öldrunarbreytingar
- Minni vöðva og beinastyrkur
- Slitbreytingar í vefjum
- Bandvefur tapar teyjanleika
- Hægari viðbrögð taugakerfis
Nefndu dæmi um aldurstengda sjúkdóma
- Alzheimer sjúkdómur
- Æðasjúkdómur í heila
- Þetta er ekki eðlilegur partur af eldrun en líkur að fá þá samt hækka með aldri
Getur verið erfitt að greina á milli hvort þetta sé öldrunarbreyting eða sjúkdómur og afhverju?
Já það getur verið erfitt að greina á milli hvort um öldrunarbreytingu eða sjúkdóm er að ræða því að einkennin geta verið svipuð
Geta öldrunarbreytingar valdið því að einkenni sjúkdóms verða óljós?
Já t.d. vegna hægari taugaviðbragða
Hvað er heilkenni (e. syndrome)?
Eins og heilabilun er heilkenni eða ástand sem fólk fer í sem sagt það er samansafn mismunandi einkenna sem koma vegna heilabilunarsjúkdóms. Þetta er ekki öldrunarbreyting en getur orsakast af sjúkdómum eða efnaskorti eins og B12 skorti.
Hvað er einkenni (e.symptom)?
Hegðunartruflanir eru einkenni vegna heilabilunarsjúkdóms og er hluti af birtingarmynd heilabilunar sem er heilkenni sem orsakast af heilabilunarsjúkdómnum.
Afhverju er mikilvægt að taka tillit til öldrunarbreytinga hjá einstaklingum þegar verið er að gera hjúkrunarmat og meðferð?
- Það þarf að greina eðlilegar öldrunarbreytingar frá afleiðingum sjúkdóma til að hægt sé að veita rétta meðferð.
- Öldrunarbreytingar geta:
- haft áhrif á heilsu og færni einstaklinga
- þær geta breytt einkennum sjúkdóma
- breytt því hvernig líkaminn bregst við meðferð
- haft áhrif á árangur af meðferð.
Hvers vegna verða öldrunarbreytingar í húð?
Vegna erfðafræðilegra þátta einstaklingsins og umhverfisþátta.
Hvaða öldrunarbreytingar verða á yfirhúð (húðþekja, epidermis)?
- Yfirhúðin þynnist þannig að æðar og marblettir verða sýnilegri
- Færri litafrumur sem leiða til ljósari útlist húðar
- Aldursblettir eða lifrarblettir (lentigines) birtast á handarbökum, úlnliðum og andlliti
- Seborrheic keratoses eru góðkynja blettir á líkama, andliti, hálsi og höfuðleðri og koma hjá 65+ (krabbamein getur líkst þessum blettum)