Lyf og aldraðir Flashcards
Skilgreindu lyfjahvörf?
Verkun lyfja frá því þau koma inn í líkamann þar til þau eru útskiln
Skilgreindu lyfhrif?
Samverkun lyfs og líkama: með hækkuðum aldri getur verkun lyfja ekki verið eins örugg (fyrirsjáanleg) eða breytt
Hvað er Chronopharmacology?
Samband dægursveiflu líkamans og verkun lyfs getur truflast vegna breyttrar samverkunar
hvað gerir líkaminn við lyfið?
Upptaka
o Tökum upp lyfin
Dreifing
o Dreifum þeim um líkaman og geymum
Umbreyting
Útskilnaður
o Gegnum þvag, gall, hægðri, svita, munnvatn.
Upptaka
- Háð hvaða leið er valin við gjöf (í æð, um munn, um endaþarm, húð o.s.frv.)
- Tæmingarhraði maga hægari
- Sýrustig í maga minna, hærra pH
- Þarmahreyfingar hægari
- Minna blóðflæði í efri meltingarvegi (celiac, superior mesentric og inferior mesenteric slagæðum)
- Upptaka (og verkun) eins lyfs getur truflast af öðru lyfi (milliverkun)
Dreifing – aldurstengdar breytingar sem hafa áhrif á dreifingu lyfja
- Próteinbúskapur breytist, minni vöðvamassi
- Minna serum albumin hjá þeim sem eru hrumir
- Minni próteinbinding, meiri styrkur lyfs og getur þá orðið óbundið í blóði (t.d. thyroxine og kóvar (warfarin))
- Breytt dreifing próteinbundinna lyfja
- Minna vatn í líkamanum, meiri styrkur lyfs í blóði (sermi) getur leitt til eitrunar (t.d. digoxin og alcohol)
- Hlutfallslega meiri fita (tvöfalt hlutfall í karlmönnum og 50% í konum)
- Fituleysanleg lyf eru þá geymd í fituvef og það getur lengt eða aukið verkun lyfsins og leitt til eitrunar (t.d. róandi lyf og sterk geðlyf)
- Breytt dreifing fituleysanlegra lyfja
- Minna útfall hjarta – breytingar á blóðflæði geta haft áhrif á umbrot og útskilnað lyfja
Þessar breytingar á dreifingu tengt aldri hafa hvaða afleiðingar?
- Lyf geta safnast upp við langa notkun
- Helmingunartími getur orðið mun lengri en hjá yngri einstaklingum
Umbrot og útskilnaður
- Breytingar á blóðflæði og starfsemi lifrar geta haft áhrif á umbrot og útskilnað lyfja
- Umbrot lyfja í lifur getur minnkað um 30-40%
- Helmingunartími róandi lyfja getur lengst úr 37 tímum í 82 tíma (3 ½ dagur)
- Nýrnastarfsemi minnkar með aldrinum með minnkuðum gaukulsíunarhraða
- Hjá 80 ára einstaklingi hefur nýrnastarfsemi minnkað um allt að 50%
- Venjulegar mælingar á nýrnastarfsemi geta verið óáreiðanlegar í öldruðum vegna minni vöðvamassa (minni kreatinin framleiðsla)
- Þessar aldurstengdu breytingar hafa áhrif á verkun margra lyfja
hvaða áhrif hefur lyf í líkamanum
- Með aldri verður svörun við lyfjameðferð óáreiðanlegri og hættara við aukaverkunum
- Að öllu jöfnu þarf minni skammta lyfja hjá öldruðum en yngra fólki til að ná sömu áhrifum (ekki algilt)
- Viðtakar, fjöldi þeirra, næmi eða áhrif í frumum geta breyst með aldri
- Viðkvæmara lífeðlisfræðilegt jafnvægi (homeostasis) getur aukið hættu á aukaverkunum
- Milliverkanir lyfja annars vegar og lyfja og sjúkdóma hins vegar eru algengar
Hvaða áhrif hefur lyf í líkamanum?
- Aldraðir þurfa (þola) oft minni skammta af lyfjum en þeir miðaldra
- Ein skýringin sú að brotthvarf lyfja úr líkamanum gengur hægar fyrir sig
- Lyfin safnast fyrir og ná hærri styrk í blóði og millifrumuvökva
- Úthreinsun lyfs í nýrun getur t.d. minnkað um helming frá 40-80 ára aldurs
- Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta þannig að skammtar fyrir aldraða séu almennt minni en fyrir miðaldra
Líffræðilegur margbreytileiki eykst með aldri rétt eða rangt?
Rét?
hversu mörg % kk og kvkv fengu fleiri en 10 lyf á tilteknu hjúkrunarheimili á íslandi
56,2% kvenna og 47% karla fengu fleiri en 10 lyf á tilteknu hjúkrunarheimili á Íslandi
Hversu mörg % íbúa á hjúkrunarheimilum notuðu 9 eða fleiri lyf árið 2009
64,8%
Hvað er átt við fjöllyfjanotkun?
Notkun 5 eða fleiri lyfja eða notkun margra lyfja fyrir sama vandamál
Hvað er hætta að gerist með fjöllyfjanotkun?
- Aukin hætta á milliverkun lyfja og skaðlegum áhrifum af lyfjunum
- Orsök veikinda og andláts hjá öldruðum
Ef að einstaklingur er á 5 lyfjum og það er bætt við lyfi getur það aukið hvað ?
hvert lyf sem aukið er við eftir það eykur verulega hættu á hrumleika, fötlun, dauða og föllum
Hvað ber að athuga?
- Alltaf þarf að taka mið af þörfum hvers einstaklings
- Ekki er alltaf hjálplegt að horfa á fjölda lyfja
- Endurskoða þarf lyfjameðferð í takt við heilsufar og framtíðarhorfur
- Endurskoðun lyfja er teymisvinna
- Skoða þarf möguleika á viðbótarmeðferð í stað lyfjameðferðar s.s. tónlistarmeðferð
Það að gefa lyf getur verið forvarnir, hvaða forvarnir getur það verið?
Heilavernd/hjartavernd
o Blóðþynning
o Háþrýstingsmeðferð
o Blóðfitulækkandi
Beinvernd
o Vítamín/kalk
o Beinverndandi lyf
Bólusetningar
Hindranir við að endurskoða lyf
- Fjöldi lækna
- Skortur á samfellu/upplýsingum
- Tregða til að hætta meðferð
- Skortur á reglulegri yfirferð/endurskoðun
- Væntingar sjúklinga
- Væntingar fjölskyldu
- Væntingar fagfólks
- „Sjálfvirk lyfjaendurnýjun“
Drug-related hospital admissions among old people with dementia hvað er það og hvað kom útur því?
- Sænsk rannsókn sýndi að af 458 innlögnum á spítala voru 41,3% (189) tengd skaðlegum áhrifum af lyfjagjöf
- Hjartalyf (29,5%) og geðlyf (26,9%) voru algengustu orsakirnar
Viðeigandi fjöllyfjameðferð?
- Hverju lyfi er ávísað með sértæk markmið í huga sem eru í samræmi við ástand og markmið þess er þiggur
- Þessum markmiðum er náð eða það eru líkur á að þau náist
- Lyfjameðferðin hefur verið yfirfarin með það í huga að lágmarka hættu á aukaverkunum og milliverkunum og sjúklingurinn er til samvinnu og fær um að taka lyfin eins og ætlað er
Potentially inappropiate medications (PIMs) – óviðeigandi lyf eða lyfjameðferð hvað er átt við því?
- Hætta á skaða meiri en líklegt gagn, sérstaklega ef til er sannreynd skaðlausari og/eða gagnlegri meðferð
- Notkun lyfja í hærri skömmtum eða í lengri tíma en þörf er á
- Notkun lyfja með mikla hættu á milliverkunum við önnur lyf eða sjúkdóma
- Meðferð sem ekki er í samræmi við ástand eða lífslíkur sjúklings
- Að nota ekki meðferð sem gæti komið að gagni (t.d. blóðþynning í gáttatifi, beinvernd í beinþynningu)
- STOP/START skimun fyrir óviðeigandi lyfjameðferð aldraðra
Lyfhrif í öldruðum valda stundum einkennum sem geta líkst þeim sem oft eru tengd við venjulega öldrun hver eru það?
o Óstöðugleiki og byltur
o Svimi
o Depurð
o Kvíði
o Óáttun
o Þvagleki
o Þreyta og slappleiki
o Svefntruflanir
- Erfitt getur verið að átta sig á einkennum aukaverkana
- Hætta er á að þær séu meðhöndlaðar með öðrum lyfjum
Hvað er Adverse drug events (ADE) – skaðleg áhrif lyfja
ADE er skaði sem verður vegna lyfjagjafar þar með talið röng lyfjagjöf, skaðleg viðbrögð við lyfi, ofnæmi og ofskömmtun