Gömul próf Flashcards
Hvað af eftirfarandi fullyrðingum á ekki við um bragðskyn hjá öldruðu fólki? Veldu eitt:
a) Frumur sem nema bragð endurnýja sig all ævi
b) Bragðskyn tengist bæði erfðum og aldri
c) Með aldrinum breytist ekki bragðskyn er tengis því að finn súrt og salt bragð en næmi fyrir sætu bragði og bitru dofnar með aldrinum
d) Ýmis lyf hafa áhrif á bragskyn hjá öldruðum
c) Með aldrinum breytist ekki bragðskyn er tengis því að finn súrt og salt bragð en næmi fyrir sætu bragði og bitru dofnar með aldrinum
Eldri kona missir eiginmann sinn eftir kransæðastíflu og kennir hún sér um að hafa ekki áttað sig betur á einkennum hans. Hvaða atriði ætti hjúkrunarfræðingur konunnar að veita sérstaka athygli varðandi sorgarferli hennar? Veldu eitt:
a) Að koma í veg fyrir sorg
b) Að hún geti sem fyrst sinnt skyldum sínum.
c) Að vera vakandi fyrir sektarkennd, reiði og kvíða.
d) Að finna orsök fyrir óeðlilegum sorgarviðbrögðum.
c) Að vera vakandi fyrir sektarkennd, reiði og kvíða.
Hvert eftirtalinna samskipta er ekki líklegt til að auka skilning í samskiptum við óáttaðan einstakling? Veldu eitt:
a) Að reyna að finna út hvað hann er að tala um
b) Að greina hvar einstaklingur er staddur í tíma
c) Að skýra fyrir viðkomandi hvað sé rangt hjá honum
d) Að átta sig á undirliggjandi tilfinningum
c) Að skýra fyrir viðkomandi hvað sé rangt hjá honum
Lífslíkur íslenskra kvenna eru hærri en íslenskra karla
Veldu eitt:
a) Rétt (sönn)
b) Rangt (ósönn)
a) Rétt (sönn)
Á öldrunarlækningadeild liggur gömul kona sem er að fá vökva í æð. Hún er með miklar handahreyfingar, hún hefur hátt og er dónaleg við starfsfólk. Hún er mikið veik og er á einbýli. Hvað af eftirfarandi væri best að gera til að tryggja öryggi þessarar konu? Veldu eitt:
a) Gefa henni haldol
b) Leyfa henni að hafa hátt en loka inn til hennar svo hún trufli ekki aðra sjúklinga
c) Setja fjötra á báðar hendur hennar
d) Setjast hjá henni og hlusta eftir því hverjar hennar þarfir eru.
e) Gefa henni hægðalyf
d) Setjast hjá henni og hlusta eftir því hverjar hennar þarfir eru.
Áætlun USA um heilbrigðismál til 2020 felur m.a í sér markmið um geðheilsu aldraðra. Hvert eftirtalinna markmiða á ekki heima í þeirri áætlun?
a) Fækka sjálfsvígum aldraðra
b) Fjölga öldrunarlæknum á hjúkrunarheimilum
c) Skima fyrir þunglyndi á heilsugæslustöðvum
d) Auka meðferðarúrræði fyrir heimilislausa aldraða með geðvanda
e) Fleiri aldraðir með geðvanda fái meðhöndlun við hæfi
b) Fjölga öldrunarlæknum á hjúkrunarheimilum
Þú ert að taka á móti sjúklingi á bráðadeild og skoða hann heildrænt. Hvað af eftirfarandi atriðum gæti stuðlað að svefnvandamálum hjá þessum sjúklingi:
a) Sjúklingur notar svefnlyf að staðaldri
b) Sjúklingur er pólskur
c) Sjúklingur er á fleiri en 7 lyfjum
d) Sjúklingur er þurr
e) Sjúklingur hefur verið útsettur fyrir miklu sólarljósi
a) Sjúklingur notar svefnlyf að staðaldri
Hver eftirfarandi fullyrðinga um muninn á bráðarugli og heilabilun er röng?
a) Bráðarugl þróast á klukkustundum eða dögum, en heilabilun á árum
b) Meðvitundarstig er eðlilegt í bráðarugli en hækkað í heilabilun
c) Ástand yfir sólarhringinn er óbreytilegt í bráðarugli en nokkuð stöðugt í heilabilun
d) Áttun er skert í báðum sjúkdómunum en getur verið í lagi inn á milli í bráðarugli
b) Meðvitundarstig er eðlilegt í bráðarugli en hækkað í heilabilun
Einstaklingur með heilabilun á litlu sambýli hefur tilhneigingu til að fara út og ráfa stefnulaust um og getur farið sér að voða. Umhverfis húsið er ógirtur garður og stígur liggur niður að fallegu umhverfi sem er öllum opið. Sjálfur garðurinn er aðallega grasflöt og runnar í kring. Hver af eftirtöldum aðgerðum er heppilegust fyrir viðkomandi og aðra á sambýlinu?
a) Hanna hringgang innandyra með skemmtilegum myndum, tónlis og gamaldags stólum til að sitja í
b) Girða garðinn af , ólæst en umhverfið hannað þannig að garðurinn sé sjálfur aðlaðandi og skemmtilegastur næst húsinu
c) Girða garðinn af með læstu hliði
d) Fá GPS tæki á einstaklinginn sem pípir þegar hann fer út úr garðinum
e) Læsa útidyrum hússins
b) Girða garðinn af , ólæst en umhverfið hannað þannig að garðurinn sé sjálfur aðlaðandi og skemmtilegastur næst húsinu
Í hvaða fullyrðingur birtist sjúkdómsvæðing öldrunar best?
a) Mikilvægt er að aldraðir fái að hafa sem mesta stjórn á eigin lífi.
b) Tryggja þarf öldruðum góða heilbrigðis-og félagsþjónustu miðað við ástand þeirra á hverjum tíma.
c) Öldrun er framhald miðaldra skeiðs og tengist öllum fyrri æviskeiðum.
d) Lífssaga og viðhorfa aldraðs einstaklings hafa áhrif á það hvernig hann tekst á við öldrunarbreytingar.
b) Tryggja þarf öldruðum góða heilbrigðis-og félagsþjónustu miðað við ástand þeirra á hverjum tíma.
Hver þessara þátta er ekki áhættuþáttur fyrir kæfisvefn?
a) Mikil neysla kolvetna
b) Ofþyngd
c) Karlkyn
d) Reykingar
e) Aldur
a) Mikil neysla kolvetna
Hver eftirtalinna hjúkrunaraðgerða gagnvart einstaklingi með hegðunarvanda (BPSD) tekur mið af PLST kenningunni (progressively lowered stress threshold model) um lækkaðan streituþröskuld?
a) Bjóða órólegum einstaklingi salernisferð
b) Ná augnsambandi og draga úr kvíða
c) Tryggja ákveðna ramma og festu í umhverfi yfir daginn.
d) Reyna að átta sig á hvað einstaklingnum gengur til
c) Tryggja ákveðna ramma og festu í umhverfi yfir daginn.
Havingthurst setti fram kenningu um ákveðin þroskaverkefni sem þyrfti að ljúka á ákveðnum æviskeiðum. Hver þessara æviskeiða tilheyra ekki æviskeiðinu eftir 60 ára aldur?
a) Að eignast yngri vini
b) Aðlagast því að hætta að vinna
c) Að aðlagast andláti maka
d) Að búa sér ákjósanlega búsetuskilyrði
e) Að aðlagast því að heilsu hraki og styrkur minnki.
a) Að eignast yngri vini
Later Maturity
* Adjusting to decreasing physical strength and health
* Adjusting to retirement and reduced income
* Adjusting to death of a spouse
* Establishing an explicit affiliation with one’s age group
* Adopting and adapting social roles in a flexible way
* Establishing satisfactory living arrangements
Hver af eftirfarandi fullyrðingum um farsæla öldrun er röng ?
a) Mikilvægt að njóta góðrar heilsu
b) Mikilvægt að geta aðlagast breytingum
c) Mikilvægt að viðhalda félagslegum tengslum
d) Mikilvægt að vera virkur
a) Mikilvægt að njóta góðrar heilsu
Meðferðarúrræði með öldruðum má lýsa á þessa leið: „Farið er skipulega yfir liðna tíð og hægt að vinna úr gömlum átökum?
a) Minningarmeðferð
b) Áhugahvetjandi samtali
c) Hugrænni atferlismeðferð
d) Stuðningsviðtali
a) Minningarmeðferð
Hjúkrunarfræðingur er að skipuleggja iðju til dægrastyttingar fyrir konur á hjúkrunarheimili sem er fæddar í kringum 1920. Hvað væri árangursríkast að gera?
a) Fá sjálfboðaliða til að koma með hunda/ketti í heimsókn
b) Láta þær horfa á gamla Stikluþætti með Ómari Ragnarssyni
c) Ræða við konurnar og heyra á hverju þær hefðu áhuga
d) Láta þær baka
e) Láta þær mála á silki
c) Ræða við konurnar og heyra á hverju þær hefðu áhuga
Fyrir einstakling um áttrætt er eðlilegt:
a) Að vita stundum ekki hvar hann er staddur
b) Að vera 2 klst.að sofna
c) Að eiga erfitt með að gera marga hluti í einu
d) Að greiða sér með tannbursta
e) Að þurfa að nota svefnlyf
c) Að eiga erfitt með að gera marga hluti í einu
Markmið þessara laga er að tryggja…………jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Til hvaða hóps samfélagsins vísar þessi lagagrein?
a) Geðsjúkra
b) Fatlaðra
c) Samkynhneigðra
d) Barna og unglinga
e) Aldraðra
e) Aldraðra
Hver er tilgangur jákvæðrar persónuvinnu?
a) Að halda sjúklingum rólegum
b) Að forðast neikvæðni
c) Að styrkja persónuheild sjúklings
d) Að vera jákvæður og uppbyggilegur við sjúkling
c) Að styrkja persónuheild sjúklings
Hver eftirtalinna fullyrðinga er rétt varðandi hreyfingu og öryggi hjá öldruðum?
a) Alltaf að hafa rúmgrindur uppi þegar sjúklingur er einn
b) Alltaf skal nota fjötra á órólega sjúklinga í byltuhættu
c) Byltur sem ekki leiða til líkamlegra áverka hafa aldrei slæmar afleiðingar
d) Hafa rúm í lægstu stöðu og næturljós á nóttunni
d) Hafa rúm í lægstu stöðu og næturljós á nóttunni
Hver af þessum aðferðum er ekki talin upp sem gagnlega í vinnu með einstaklingum með heilabilun í kennslubók?
a) Auðveldun
b) Stuðningsaðferðir
c) Styrk stjórnun
d) Einföldun
c) Styrk stjórnun
- Auðveldun, einföldun, stuðningsaðferðir og skilningur
Hver eftirtalinna fullyrðinga er rétt varðandi svefn hjá öldruðum?
a) REM svefn verður ójafnan
b) Fólk eyðir meiri tíma vakandi í rúminu en áður
c) Svefntími á 3.svefnstigi eykst jafnt og þétt yfir æviskeiðið
d) Engin breyting á hreyfingu fóta, þ.e hvorki aukin eða minnkuð hreyfing
b) Fólk eyðir meiri tíma vakandi í rúminu en áður
- Svefnvandamál koma sterkar fram og eru algengari hjá öldruðum íbúum hjúkrunarheimila en meðal aldraðra sem búa utan hjúkrunarheimila. Margir innri og ytri þættir koma þar til. Aldraðir varja að jafnaði meiri tíma í rúminu, njóta minni dagsbirtu, skortir virkni yfir daginn, fá færri vísbendingar í umhverfi og samskipti sem styðja venjubundið svefn- og vökumynstur og búa við meiri hrumleika
Áætlanir íslenskra stjórnvalda fyrir geðkvilla aldraðra eru:
a) Enginn valkostur réttur
b) Fjölga sérfræðingum í geðhjúkrun aldraðra
c) Stofna sérstaka öldrunargeðdeild fyrir árið 2020
d) Auka stórlega viðtalsmeðferð hjá öldruðum með geðræn vandamál
e) Koma á fót sérstöku námi í geðrænum þörfum aldraðra vð Háskóla Íslands.
?
Þú ert að tala við eiginkonu manns með Alzheimer og hún kvartar yfir því að hann sofi illa og ráfi mikið um húsið. Hvað er það fyrsta sem þú ráðleggur henni að gera?
a) Gefa honum bjór á kvöldin
b) Skipuleggja blundi fyrir sig og manninn yfir daginn svo þau fái næga hvíld
c) Kenna henni að binda hann við rúmið
d) Fara með hann í gönguferðir og auka þannig virkni hans yfir daginn
e) Útvega sér svefnlyf
d) Fara með hann í gönguferðir og auka þannig virkni hans yfir daginn
Aldraður einstaklingur með heilabilun neitar að þiggja æskilega og jafnvel nauðsynlega umönnun. Hvernig má skilgreina viðfangsefni hjúkrunarfræðingsins?
a) Hinn aldraði á alltaf að ráða, hjúkrunarfræðingurinn gerir einungis það sem hann/hún fær leyfi til
b) Hann/hún stendur andspænis móthverfunni milli þess að tryggja öryggi og velferð annars vegar og að vernda sjálfstæði hans hins vegar.
c) Hann/hún þarf a bæta langi og fortölum til að fá viðkomandi til að þiggja umönnun d) Nauðsynlegt er að framkvæma umönnun með hvaða ráðum sem er.
b) Hann/hún stendur andspænis móthverfunni milli þess að tryggja öryggi og velferð annars vegar og að vernda sjálfstæði hans hins vegar.
Við hvaða geð-einkenni á þessi lýsing: Algengt í heilabilun, bráðarugli, þunglyndi, delusional disorder?
a) Ofsakæti
b) Hömluleysi
c) Framtaksleysi
d) Paranoia (vænisýki)
e) Depurð og grátur
c) Framtaksleysi
Hvert af eftirfarandi er æðsta stig mannlegra þarfa skv.þarfapýramída Maslows?
a) Sjálfsöryggi
b) Líkamlegt heilbrigði
c) Sjálfsþroski
d) Öryggi
e) Kýs að svara ekki
c) Sjálfsþroski
- Sjálfsþroski
- Sjálfsálit og self-efficiency
- Belonging and attachment
- Öryggi
- Biological-physiological
Melanocytum í húð fækkar með hækkandi aldri og því eru aldraðir viðkvæmari fyrir sólarljósi.
Veldu eitt:
a) Kýs að svara ekki
b) Rétt
c) Rangt
b) Rétt
- Svarið er rétt samkvæmt bókinni
- The number of melanocytes in the epidermis decreases. Fewer melanocytes means a lightening of the overall skin tone, regardless of original skin color, and a decrease in the amount of protection from ultraviolet rays; the importance of sunscreen is thus significantly increased (see Chapter 12).
Mjaðmabrot er oftast afleiðing af byltum:
a) Rétt
b) Rangt
c) Kýs að svara ekki
a) Rétt
- Rétt svar a hip fracture is most often a result of a fall from a standing height.
Með hækkuðum aldri minnkar blóðflæði um nýru og glomerular fitration rate (GFR) en hins vegar breytist ekki hæfileiki nýrnann til að breyta samsetningu þvags eftir þörfum líkamans.
Veldu eitt:
a) Rétt
b) Rangt
c) Kýs að svara ekki
b) Rangt
Gildistími Færni og heilsumats fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili er:
a) 24 mánuðir frá staðfestingu
b) Kýs að svara ekki
c) 12 mánuðir frá staðfestingu
d) 18 mánuðir frá staðfestingu
e) 3 mánuðir frá staðfestingu
c) 12 mánuðir frá staðfestingu
Þegar prófið “Get-Up-and-Go” sem hluti af öðru mælitæki sem sagt er frá í kennslubók, hvert eftirtalinn er verið að prófa?
a) Fótavandamál
b) Kýs að svara ekki
c) Snerpu
d) Sveigjanleika
e) Göngulag
f) Jafnvægi
f) Jafnvægi
Hvaða mælitæki er hægt að nota til að meta byltuhættu?
a) MMSE
b) MORSE
c) Kýs að svara ekki
d) GDS
e) Barthel
f) Braden
b) MORSE