9. Úrvinnsla varðandi sorg og missi aldraðra (14. nóvember) Flashcards
1
Q
Sorg og sorgarferli
A
- Sorg er viðbragð einstaklings við missi
- Það að syrgja felur í sér ákveðið ferli (sorgarferli) þar sem einstaklingurinn aðlagar sorgina að lífi sínu
- Sorgarferlið er leið einstaklingsins til að takast á við sorgina á virkan hátt
- Atferli einstaklings sem syrgir fer eftir normum þjóðfélagsins sem hann býr í
2
Q
Tegundir sorgar
A
- Fyrirsjáanleg sorg (anticipatory grief)
- Bráð sorg (acute grief)
- Skugga sorg (shadow grief)
- Flókin sorg (complicated grief)
- Sorg ekki viðurkennd (disenfranchised grief)
3
Q
Fyrirsjáanleg sorg (anticipatory grief)
A
- Sorgarviðbrögð við fyrirsjáanlegum missi
- Vegna fyrirsjáanlegs brottflutnings, missi á eigum, heilsu eða eigin dauða eða nákomins ættingja
- Aldraðir
- Flytja á hjúrkunarheimili
- Missa megnið af búslóð sinni og gefa eigur sínar
- Langvinnur sjúkdómur sem endar með mikilli fötlun (Parkinsonsjúkdómur, Alzheimersjúkdómur)
- Missir sjálfstæðis og getu til að uppfylla eigin þarfir
- Missir maka
- Eru varnarviðbrögð við því sem koma skal
- Fjölskyldur þeirra sem greinast með Alzheimersjúkdóm sýna oft sorgarviðbrögð
- fyrirsjáanleg sorgarviðbrögð geta leitt til ótímabærrar tilfinningalegrar fjarlægðar eða Lazarus syndrome
- Þar sem náin tengsl við hinn aldraða slitna
- Þegar sorgina síðan ber að þá er hún jafn sár
- Getur annað hvort auðveldað aðlögun eða gert hana erfiðari eftir td andlát maka
4
Q
Bráð sorg (acute grief)
A
- Kreppa eða krísa/yfirþyrmandi
- Andleg og líkamleg einkenni um vanlíðan sem koma í bylgjum
- Ræður ekki við daglegt líf
- Styrkur tilfinninga fjarar út með tímanum (mánuðum)
5
Q
Skugga sorg (shadow grief)
A
- Eftir því sem tíminn og mánuðir líða minnkar sársauki bráðrar sorgar
- Gömlu minningarnar hverfa aldrei alveg og það koma endurtekin augnablik þar sem sorgin leggst yfir manneskjuna
- Getur tengst afmælisdögum, hátíðisdögum og ilmvatnslykt
- Þetta veldur tímabundinni skerðingu á virkni
- Þetta er talið eðlilegt viðbragð og getur tengst hvaða missi sem er
6
Q
Flókin sorg (complicated grief)
A
- Getur verið form af bráðri sorg sem ekki minnkar með tímanum
- Hindrar manneskjuna í að ná jafnvægi
- VIðbrögð eru ýkt og minningar endurupplifðar eins og ef þær væru nýjar
- Viðbrögðin geta verið óhófleg ss reiði, uppákomur í fjölmenni og svefnleysi sem varir í langan tíma eða kemur upp aftur mánuðum eða árum eftir missinn
- Flókin sorg getur valdið alvarlegu þunglyndi, versnun á langvinnum heilsufarsvanda eða jafnvel orsakað sjálfsvíg
- Þessi tegund sorgar er líklegri hjá þeim sem hafa misst náinn ættingja í sjálfsvígi
- Í þessum aðstæðum þarf fólk aðstoð fagfólks til að vinna úr sorginni
7
Q
Sorg ekki viðurkennd (disenfranchised grief)
A
- Sorg einstaklings sem ekki er viðurkennd af öðrum
- Þegar samband á milli þess sem syrgir og þess sem lést er ekki viðurkennt
- Eftirlifandi maki sem ekki er viðurkenndur af fjölskyldu hins látna
- Fjölskyldumeðlimur sem ekki hefur tekið þátt í umönnun hins látna eða haft samband fyrr en eftir andlát
- Aldraðir
- Fjölskyldan skilur ekki sorg þess sem hættir að vinna
- Missir sjálfstæðis, þarf að þiggja hjálp
- Flutningur á hjúkrunarheimili
- Dauði eða viðskilnaður við gæludýr
- Hægfara heilsutap vegna langvinnra sjúkdóma
- Hættir að geta farið út
- Missir þvag og treystir sér ekki út á meðal fólks
- Fjölskyldur Alzheimer sjúklinga
- Finna til sorgar þegar sjúklingurinn greinist með sjúkdóminn sem er fyrirsjáanleg sorg en einnig sorg sem ekki er viðurkennd
- Við andlát sjúklingsins þ´ða finnur fjölskyldan fyrir nístandi sorg sem einnig er ekki viðurkennd
- Aðrir telja andlátið vera blessun fyrir hinn aldraða og gera sér ekki grein fyrir hinni miklu sorg sem fjölskyldan upplifir
8
Q
Sorgarferli - að syrgja
A
- Tekur mikla andlega og líkamlega orku
- Hætta á veikindum
- Sorgarferli aldraðra getur tekið lengri tíma
- Depurð, rugl og vera upptekinn af hugsunum um hinn látna, stundum ranglega greint sem heilabilun
9
Q
Endurtekinn missir (bereavement overload)
A
- Einstaklingurinn nær ekki að syrgja vegna eins missis áður en annar bætist við
- Ljúka þarf við að syrgja vegna eins missis áður en hægt er að hefja sorgarferli vegna annars missis
10
Q
Það sem auðveldar sorgarferli aldraðra
A
- Hafa eitthvað fyrir stafni og hitt fólk
- Hjálpa öðrum
- Finna eitthvað sem er gott að fást við einsamall
- Tala við aðra um tilfinningar
- Hafa trú á að maður nái sér
- Taka einn dag í einu
- Búast ekki við að sorgarferlið fylgi einhverri tímasetningu
11
Q
Þeir sem aðlagast við að missi (good copers)
A
- Koma sér ekki undan “hlutum”
- Horfast í augu við raunveruleikann og gera viðeigandi ráðstafanir
- Horfa á lausnir
- Endurskilgreina vandamál
- Hugleiða aðrar leiðir
- Eiga góða tjáskipti við fjölskyldu
- Leita eftir uppbyggilegri aðstoð
- Þiggja aðstoð sem boðin er
- Halda uppi baráttu anda
12
Q
Þeir sem aðlagast missi
A