13. Hjúkrun sjúklinga með heilabilun (20. nóvember) Flashcards
1
Q
Heilabilun
A
- Skert vitræn geta sem orsakast af ýmsum sjúkdómum
- Heilabilun er ekki sjúkdómur heldur skert vitræn geta, en orsakast af ýmsum sjúkdómum
- Heilabilun má skilgreina sem versandi fötlun (ath. það er ekki viðurkennd skilgreining)
- Algengustu sjúkdómar: Alzheimer’s, æðavitglöp, blönduð mynd af hvoru tveggja
- Mikil tenging við aldur: Yfirgnæfandi meirihluti er eldri en 65 ár
- Læknisfræðiviðmiðið: Lítur á heilabilun út frá klínískum einkennum
- Persónumiðaða viðmiðið: Tekur inn persónueinkenni, lífssögu og fleira sem er einstætt fyrir hvern og einn
- Reynsluviðmiðið sem lítur á heilabilun út frá upplifun einstaklings með heilabilun
2
Q
Orsakir óáttunar
A
- Bráðarugl (delirium) sem oft tengist sjúkdómum
- Þunglyndi - oft mjög erfitt að greina
- Blóðrásartruglunum í heila ss TIA kasti
- Vitræn skerðing af öðrum orsökum en heilabilun
- Heilabilun
3
Q
Orsakir vitrænar skerðingar
A
- Heilaslag sem getur valdið skerðingu
- Heilaáverki td höfuðhögg
4
Q
Hvað er heilabilun og hvar orsakar hana?
A
- Vitræn skeðring sem fer vaxandi og hamlar einstaklingi í daglegu lífi
- Orsök: Ýmsir sjúkdómar
5
Q
Persónumiðuð þjónusta
A
- Kennd vð upphafsmann, Tom Kitwood (breskur sálfræðingur, lést 1998)
- Er notuð víða í nágrannalöndum okkar
- “Að horfa á einstaklinginn fremur en sjúkdóminn”
- Talað um “fólk með heilabilun” ekki “heiladauða”
- Persónuheild:
- Skaðast af því að umhverfi lítur á mann sem persónu, einstakan einstakling
- Getur líka veiklast/týnst ef umhverfið lítur á þig sem daupan hlut eða einhvern sem ekki tilheyrir á sama hátt og aðrir “þau” og “við”
- Jákvæð persónuvinna
- Neikvæð persónuvinna
6
Q
Hvað er jákvæð persónuvinna?
A
- Að mæta einstaklignum á jafnréttisgrunni - “þú, ég” samskipti
- Að umgangast hann/hana sem persónu: Nafn, augnsamband, kurteisi, virðing
- Réttmæting: Að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur, vitrænt og tilfinnigalega
- Að styðja einstakling til að nýta styrkleika sína
- Að stuðla að leik og gleði án annars tilgangs
7
Q
Hvað er neikvæð perónuvinna?
A
- Að notfæra sér fötlun einstaklings til að koma sínu fram
- Að dæma einstaklinginn sem óhæfan vegna fötlunarinnar
- Horfa fremur á veikleikaþætti en styrkleikaþætti
- Koma fram við einstakling eins og barn eða eins og dauðan hlut
- Vanrækja líkamlegar, sálfrænar eða félagslegar þarfir
- Ásaka einstakling vegna fötlunar hans
8
Q
Að greinast með heilabilun
A
- Mikilvægt að fá að vita greiningu
- Fræðsla um sjúkdóminn í kjölfarið
> Gangur og horfur
> Að ekki gengur eins hjá öllum
> Að fólk er ekki að breytast í aðra persónu - Ráðgjöf
> Búa sig undir framtíðina meðan vitræn geta er í lagi
> Hverjir eiga að fá að vita um sjúkdóminn
> Tilfinningalegir þættir - Stuðningshópar
- Ekkert af essu fyrir hendi á Íslandi nema:
> Stefna að allir fái að vita greiningu
> Starf Alzheimer samtakana virðist vera að eflast mjög nú á þessu ári (2022) - Aðgerðaáætun í þjónustu við fólk með heilabilun: Birt apríl 2020 en svo kom covid
9
Q
Almenn hjúkrun
A
- Tryggja öryggi
- Skipuleggja daglegt líf út frá styrkleikum
- Fylgjast með heilsu almennt og áhrifum heilabilunar á aðra mögulega sjúkdóma
- Stuðla að framtíðar áætlunargerð:
- Umönnun
- Félagsnet
- Búseta
- Fræða einstakling og aðstandendur um lausir, bjargráð, áætlanir fyrir framtíðina, tilfinningalegan stuðning og hvíldarúrræði
10
Q
Hjúkrunargreiningar
A
- Skert minni
- Oftast fyrsta einkenni
- Truflun á hugsanaferli
- Vísar td til “ranghugmynda”, örðugleika við að halda þræði ofl
- Langvinnt ruglástand
- Notað síðar þegar viðkomandi er yfirleitt óáttaður í stað og tíma
- Bráðarugl
- Ekki hluti af heilabilun, en algengara hjá fólki með heilabilun en öðrum öldruðum
- Takið eftir: Allar greiningar snúa að veikleikum!
11
Q
Heilabilun séð sem fötlun
Fólk með heilabilun getur þurft…?
A
- Aðstoð við alla ADL þætti
- Næring: Fingrafæði fyrir þá sem eiga erfitt með að matast með hnífapörum, litlar og tíðar máltíðir
- Persónulegt hreinlæti: Finna aðferðir við böðun sem henta, leyfa fólki að ráða för, velja föt sjálft ofl
- Virkni: Taka mið af lífssögu og fyrri venjum ásamt breytingum vegna fötlunar, ss sinnuleysi
- Breytt samskipti
- Málstol á ýmsum stigum algengt
- Rökhugsun og óhlutbundin hugsun er oft erfið
12
Q
Ferns konar gagnlegar aðferðir
A
- Einföldun (gagnlegt við ADL
- Auðveldun (gagnlegt við að tjá hugsanir og tilfinningar)
- Skilningur (gagnlegt til að skilja tjáningu)
- Stuðningsaðferðir
13
Q
Einföldun
A
- Að úrskýra eitt atriði í einu
- Að tala hægt
- Að bíða eftir svari
- Að draga úr truglunum
- Samskipti við einn einstakling í einu
- Gefa vísbendingar og stikkorð:
- Nota bendingar eða látbragð til að sýna viðkomandi hvað hann á að gera
- Td setja stólinn fyrir framan hann, benda á stólinn, klappa á setuna og seja “sestu hér”
- Starfsmaður borðar með fáeinum við borð - verður fyrirmynd
14
Q
Auðveldun
A
- Að finna sameiginlega þætti
- Að gefa af sjálfum sér
- Að leyfa viðkomandi að velja umræðuefni
- Að tala saman á jafningjagrunni
- Að nota breiða opnun ss “hvernig hefuru það í dag?”
- Að nota kímni á viðeigandi hátt
- Að mæta viðmælanda þar sem hann er staddur og fylgja honum eftir
15
Q
Skilningur (comprehensioun strategies)
A
- Að greina óáttun í tíma
- Hvar er viðmælandinn staddur í tíma
- Að átta sig á umræðuefninu
- Að finna samhengi í tali sem virðist ósamhangandi
- Átta sig á undirliggjandi tilfinningu ss ótti, sorg, ánægja
- Að finna hvað viðkomandi er að reyna að segja
- Ss einfaldar þarfir á borð við að komast á WC, eða að hann/hún sakni makans, langi heim osfrv
16
Q
Stuðningsaðgerðir
A
- Að kynna sig og úrskýra hver maður er. Heilsa með handabandi
- Virða það ef viðkomandi vill ekki spjalla, reyna aftur síðar
- Sitja nærri og hafa augnkontakt
- Leiðrétta sem minnst
- Gera ráð fyrir að tal einstaklingsins innihaldi merkingu
- Nota margs konar tjáningaraðferðir
- Leita merkingar í tali viðkomandi
- Þekkja lífssögu og daglegt líf
- Gera sér grein fyrir undirliggjandi tilfinningum og bregðast við þeim
- Sýna kurteisi og viðringu í samskiptum
- Sýna áhuga með líkamstjáningu
- Taka tillit til heyrnar- og sjónskerðingar
- Mæta veinstaklingi þar sem hann er staddur og virða hans veruleika
- Þakka fyrir sjallið að lokum
- Gæti tjáskipta máli fremur en lengd eða innihald
17
Q
Er lífssaga mikilvæg?
A
- Já, sérstaklega mikilvæg við hjúkrun fólks með heilabilun
- Stuðlar að persónumiðaðri þjónustu
- Getur hjálpað til að varðveita persónuheild
- Hjálpartæki við hjúkrunaráætlun
- Getur styrkt sjálfsævisögulegt minni
- Uppspretta merkingarbærra samskipta
18
Q
Aðferð réttmætingar
A
- Réttmæting - þýðing á validation: Að gera sterkan og öflugan
- Að viðurkenna og reyna að skilja veruleikann sem einstaklingurinn upplifir
- Að mæta tilfinningalegu ástandi með viðeigandi tilfinningalegum viðbrögðum
- Dæmi: Þegar einstaklingur kallar á löngu látið foreldri - tala um foreldrið, veita hlýju
19
Q
Fleiri aðferðir
A
- Gæludýr, svara þörf fyrir nánd, hlýju
- Geta verið lifandi dýr ss hundar, kettir
- Ýmiss konar “robot” fýr komin á markað
- Dúkkur af ýmsu tagi
- Skynörvun, oft sérstök herbergi
- Listmeðferð
- Tónlist öflug, söngur ofl
- Myndlist
- Leiklist
- Virknimeðferð, felst í að finna virkni sem hæfir einstaklingnum og skaða tækifæri fyrir hana
- Ilmolíumeðferð, var notuð um tíma á heilabilunareiningu Landspítala
- Ljósameðferð, sprottin frá meðferð á fólki með skammdegisþunglyndi
- Talin geta dregið úr óróleika, svefntruflunum og sk “sundowner syndrome”
- Raunveruleikaglöggvun, þarf að vera persónumiðuð
20
Q
Algeng viðhorf
A
- Geðlyd og róandi lyf eru nauðsynleg fyrir öryggi og vellíðan sjúklunganna
- Fólk með heilabilun hefur ekkert innsæi í sjúkdóm sinn
- Líf með heilabiluner ömurlegt og lítið við því aðgera
- Persónan “hverfur” eða breytist í aðra”
- Getur ekki tileinkað sér upplýsingar
- Hættir smám saman að þekkja vini og ættingja
- Umhverfið skiptir litlu máli þar sem sjúklingurinn skilur það ekki
- Einstaklingur með heilabilun er í grundvallaratriðum öðruvísi en annað fólk