8. Þunglyndi og kvíði (14. nóvember) Flashcards
Er geðheilbrigði hjá öldruðum örðuvísi en hjá yngra fólki?
- Geðheilbrigði á eftir árum er ekki öðruvísi en hjá yngra fólki en áskoranir sem einstaklingurinn tekst á við geta verið viðameiri
- Samverkandi sjúkdómar gera greiningu geðsjúkdóma erfiðari hjá öldruðum
Hvaða þættir auka áhættu á veikindum?
- Skertur félagslegur stuðningur
- Uppsöfnuð streita
- Sorg sem ekki hefur verið unnið úr
- Fyrri geðsjúkdómar
- Vitræn skerðing
- Skert aðlögunarhæfni
Kvíði
- Óþægileg og ástæðulaus kvíðatilfinning auk líkamlegra einkenna
- Kvíði verður vandamál þegar hann er langvinnur, aukinn og truflar eðlilega starfsemi
- Kvíði er ekki eðlilegur hluti af öldrun en verkefni sem tengjast öldrun geta stuðlað að kvíða ss langvinnir sjúkdómar, vitræn skerðing og missir
Algengi kvíða hjá öldruðum
- 26-29% af eldra fólki er með einkenni kvíða
- 8-12% af eldra fólki með bæði einkenni kvíða og þunglyndis
- 75% þeirra sem eru með Alzheimersjúkdóma hafa kvíðatengd einkenni
Algengi kvíða og þunglyndis á íslenskum hjúkrunarheimilinum yfir árabilið 2003 til 2018
- 42,5% voru að meðaltali með greininguna þunglyndi
- 35,6% voru að meðaltali með greininguna kvíði
- Að meðaltali höfðu 56,5% íbúanna kvíða- og/eða þunglyndisgreiningu
Áhættuþættir fyrir kvíða hjá eldra fólki
- Kona
- Búa í borg
- Saga um óhóflegar áhyggjur
- Léleg líkamleg heilsa
- Slæm félagsleg og fjárhagsleg staða
- Erfiðir lífsviðburðir
- Þunglyndi
- Alkóhólismi
- Kvíði er spáþáttur fyrir skertri vitrænni getu en jafnframt getur skert vitræn geta stuðlað að kvíða
Hvaða slæmum afleiðingum tengist kvíði?
- Minni líkamleg virkni og færni
- Misnotkun á efnum
- Minnkuð lífsánægja og lífsgæði
- Aukin dánartíðni
Hvaða sjúkdómar geta valdið kvíða?
- Hjartsláttaróregla
- Bráðarugl
- Heilabilun
- Lungnaþemba
- Hjartabilun
- Ofstarfsemi á skjaldkirtli
- Sykurfall
- Blóðþrýstingsfall (stöðutengt)
- Lungnabjúgur
- Blóðtappi í lungum
Hvaða lyf geta stuðlað að kvíða?
- Blóðþrýstingslyf
- Svefnlyf
- Hjartalyf
- Sterar
Meðferð við kvíða
- Lyfjameðferð (SSRI, stuttverkandi Benzódíazepín-lyf (Sobril))
- Benzódíazepín-lyf geta valdið syfju, dettni, skertri vitrænni getu og fíkn
- Annað en lyfjameðferð:
- Hugræn atferlismeðferð, slökun, yoga, stuðningshópar, viðtöl
- Afþreying, samvera og meðferð með aðstoð dýra
Algengi íbúa á hjúkrunarheimilum með sjúkdómsgreininguna þynglyndi
- 65-91%
- 42,5% voru að meðaltali með greininguna þunglyndi
Algengi eldra fólks sem þiggur heimaþjónustu með þynglyndi
- 13,4% þeirra eru með alvarlegt þunglyndi
- 38,7% eru með vægt þunglyndi
Algengi eldra fólks með þunglyndi
- Kerfisnundin greining á 42 rannsóknargreinum sýndi að meðaltali að 31,7% eldra fólks er með þunglyndi
Er þunglyndi ein af megin ástæðum fyrir flutningi inn á hjúkrunarheimili?
Já
Það að verða veikur tvöfaaldar líkur á þunglyndi og það að vera þunglyndur tvöfaldar líkur á að veikjast
Rétt
Rangt
Rétt