8. Þunglyndi og kvíði (14. nóvember) Flashcards
Er geðheilbrigði hjá öldruðum örðuvísi en hjá yngra fólki?
- Geðheilbrigði á eftir árum er ekki öðruvísi en hjá yngra fólki en áskoranir sem einstaklingurinn tekst á við geta verið viðameiri
- Samverkandi sjúkdómar gera greiningu geðsjúkdóma erfiðari hjá öldruðum
Hvaða þættir auka áhættu á veikindum?
- Skertur félagslegur stuðningur
- Uppsöfnuð streita
- Sorg sem ekki hefur verið unnið úr
- Fyrri geðsjúkdómar
- Vitræn skerðing
- Skert aðlögunarhæfni
Kvíði
- Óþægileg og ástæðulaus kvíðatilfinning auk líkamlegra einkenna
- Kvíði verður vandamál þegar hann er langvinnur, aukinn og truflar eðlilega starfsemi
- Kvíði er ekki eðlilegur hluti af öldrun en verkefni sem tengjast öldrun geta stuðlað að kvíða ss langvinnir sjúkdómar, vitræn skerðing og missir
Algengi kvíða hjá öldruðum
- 26-29% af eldra fólki er með einkenni kvíða
- 8-12% af eldra fólki með bæði einkenni kvíða og þunglyndis
- 75% þeirra sem eru með Alzheimersjúkdóma hafa kvíðatengd einkenni
Algengi kvíða og þunglyndis á íslenskum hjúkrunarheimilinum yfir árabilið 2003 til 2018
- 42,5% voru að meðaltali með greininguna þunglyndi
- 35,6% voru að meðaltali með greininguna kvíði
- Að meðaltali höfðu 56,5% íbúanna kvíða- og/eða þunglyndisgreiningu
Áhættuþættir fyrir kvíða hjá eldra fólki
- Kona
- Búa í borg
- Saga um óhóflegar áhyggjur
- Léleg líkamleg heilsa
- Slæm félagsleg og fjárhagsleg staða
- Erfiðir lífsviðburðir
- Þunglyndi
- Alkóhólismi
- Kvíði er spáþáttur fyrir skertri vitrænni getu en jafnframt getur skert vitræn geta stuðlað að kvíða
Hvaða slæmum afleiðingum tengist kvíði?
- Minni líkamleg virkni og færni
- Misnotkun á efnum
- Minnkuð lífsánægja og lífsgæði
- Aukin dánartíðni
Hvaða sjúkdómar geta valdið kvíða?
- Hjartsláttaróregla
- Bráðarugl
- Heilabilun
- Lungnaþemba
- Hjartabilun
- Ofstarfsemi á skjaldkirtli
- Sykurfall
- Blóðþrýstingsfall (stöðutengt)
- Lungnabjúgur
- Blóðtappi í lungum
Hvaða lyf geta stuðlað að kvíða?
- Blóðþrýstingslyf
- Svefnlyf
- Hjartalyf
- Sterar
Meðferð við kvíða
- Lyfjameðferð (SSRI, stuttverkandi Benzódíazepín-lyf (Sobril))
- Benzódíazepín-lyf geta valdið syfju, dettni, skertri vitrænni getu og fíkn
- Annað en lyfjameðferð:
- Hugræn atferlismeðferð, slökun, yoga, stuðningshópar, viðtöl
- Afþreying, samvera og meðferð með aðstoð dýra
Algengi íbúa á hjúkrunarheimilum með sjúkdómsgreininguna þynglyndi
- 65-91%
- 42,5% voru að meðaltali með greininguna þunglyndi
Algengi eldra fólks sem þiggur heimaþjónustu með þynglyndi
- 13,4% þeirra eru með alvarlegt þunglyndi
- 38,7% eru með vægt þunglyndi
Algengi eldra fólks með þunglyndi
- Kerfisnundin greining á 42 rannsóknargreinum sýndi að meðaltali að 31,7% eldra fólks er með þunglyndi
Er þunglyndi ein af megin ástæðum fyrir flutningi inn á hjúkrunarheimili?
Já
Það að verða veikur tvöfaaldar líkur á þunglyndi og það að vera þunglyndur tvöfaldar líkur á að veikjast
Rétt
Rangt
Rétt
Þunglyndi eykur líkur á…?
- Verri færni
- Lengri tíma að ná bata eftir aðgerð eða veikindi
- Meiri notkun á heilbrigðiskerfinu
- Skertri vitrænni getu
- Næringarskorti
- Minni lífsgæðum
- Auknum sjálfsvígum
- Hærri dánartíðni
Orsakir þunglyndis hjá öldruðum
- Orsakir geta verið flóknar en þættir sem geta stuðlað að þunglyndi eru:
- Heilsufar og skert færni
- Kyn (konur 2:1)
- Slæm félagsleg fjárhagsleg staða
- Missir maka og annar alvarlegur missir
- Persónuleiki
- Truflun á boðefnum í heila er sterkur áhættuþáttur fyrir þunglyndi
- Enda eru auknar líkur á þunglyndi hjá þeim semeru með sjúkdóma í heila ss heilaslag, parkinson sjúkdóm og sjúkdóma í heila sem skerða vitræna getu
Aðrir áhættuþættir þunglyndis hjá öldruðum
- Langvinnir sjúkdómar
- Heilabilunarsjúkdómar
- Sorg
- Umönnunarbyrði
- Fjölskyldusaga um þunglyndi
- Fyrri saga einstaklings um þunglyndi
- Ýmis lyf ss blóðþrýstingslyf, hjartalyf og sýklalyf
- Misnotkun áfengis og/eða lyfja
- Búa einn
- Flutningur á hjúrkunarheimili
- Breyting á umhverfi
- Nýr streituvaldandi missir ss sjálfstæðis, næðis, gæludýrs, líkamshluta
Alzheimer og þunglyndi
- 30-50% þeirra sem eru með Alzheimersjúkdóm eru líka með alvarlegt þunglyndi
- Orsakir þunglyndis hjáþeim sem eru með Alzheimersjúkdóm eru taldar geta verið vefna líffræðilegra tenginga á milli þessara sjúkdóma
- Einnig vegna þess að einstaklingurinn er meðvitaður um stöðuga hrörnun og afturför
Sjúkdómar sem stuðla að þunglyndi
- Hjartasjúkdómar
- Innkirtlasjúkdómar (skjaldkirtilssjúkdómar og sykursýki)
- Krabbamein
- Alzheimersjúkdómur
- 30-50% þeirra sem eru með sjúkdóminn eru með þunglyndi
- Þunglyndi er einnig áhættuþáttur fyrir heilabilun
- Parkinsonssjúkdómur (40%)
- Heilaáfall (25%)
- Næringar og efnaskipta sjúkdómar (B12 skortur, næringarskortur)
- Veirusýkingar (herpes zoster, lifrarbólga)
- Augnbotnahrörnun
Einkenni þunglyndis sem aldraðir segja frá
- Líkamleg vanlíðan
- Svefnleysi
- Lystarleysi
- Megrun
- Skerðing á minni
- Langvinnir verkir
Einkenni þunglyndis hjá öldruðum
- Minnkuð orka
- Minnkað frumkvæði
- Minni geta til að njóta
- Vonleysi
- Aukin þörf fyrir stuðning
- Hugsa ekki um útlit
- Erfiðleikar við að framkvæma ADL
- Halda sig til hlés frá fólki eða athöfnum sem fólk þótti áður skemmtilegt
- Minni kynhvöt
- Mikill áhugi á dauðanum
- Uppgjöf
- Minnistruflanir (pseudodementia; hraðari breyting en hjá þeim sem eru með dementiu)
Einkenni sem koma fram hjá öldruðum með heilabilun
- Óróleiki
- Endurteknar setningar
Einkenni sem eru algeng hjá ungu fólki en eru sjaldnar til staðar hjá öldruðum
- Samviskubit
- Finnast maður einskis virði
- Sjaldnar um fjölskyldusögu að ræða hjá öldruðum en hjá ungu fólki