2. Öldrunarbreytingar (6. nóvember) Flashcards
Hvað eru öldrunarbreytingar?
- Það eru breytingar sem tengjast aldri og eru mest áberandiu hjá þeim ssem eru 85 ára og eldri
- Fyrstu öldrunarbreytingarnar hefjast þó fyrir 20 ára aldurinn
- Þær geta breytt svörun aldraðra við veikindum, eru mjög breytilegar eftir einstaklingum og verða oft fyrir áhrifum af erfðafræðilegum þáttum og lífsstíl
- Þær fela oft í sér minnkaða umframgetu lífærrakerfa (minni varasjóður, e.reserve) og minni svörun við streituvöldum
Hvernig lýsir líffræðileg öldrun sér?
- Líffræðileg öldrun lýsir sér sem sífellt flóknari og samverkandi breytingar, sem leiða til minnkaðra líffræðilegrar umframgetu (varasjóður), aukinnar hrörnuna hjá frumum og auknu varnarleysi fyrir sjúkdómum
Hvernig lifa lífverur af?
- Lífverur lifa af vegna þess að þær geta endurnýjað frumur
Hvernig lýsir þetta sér á frumustigi?
- DNA og RNA stýrir því að nýjar frumur eiga að vera eins að uppbyggingu og starfsemi eins og þær eldri
- Ef þessi endurnýjun frumna væri alltaf fullkomin þá myndum við ekki eldast
- Eiginleiki sumra frumna til að endurnýja sig minnkar, villur koma upp í uppbyggingu nýrra frumna og að lokum stöðvast endurnýjun frumnanna
Orsakir og svipgerð öldrunar
- Ekki er nákvæmlega vitað hvað veldur þessum breytingum á frumum og líffæra stigi
- Hver er kveikjan að öldrun frumna og líffæra?
- Stökkbreytingar?
- Erfðir?
- Afleiðingar umhverfisáhrifa á RNA?
- Lífstíll?
Er öldrunarbreyting sjúkdómur?
- Öldrunarbreytingar (öðru nafni aldurstengdar breytingar) eru ekki sjúkdómar
- Áhættan á að fá ýmsa sjúkdóma getur aukist með hækkandi aldri, en eru samt ekki öldrunarbreytingar
Dæmi um öldrunarbreytingar (aldurstengdar breytingar)
- Minni vöðva- og beinstyrkur
- Slitbreytingar í vefjum
- Bandvefur tapar teygjanleika
- Hægari viðbrögð taugakerfis
Dæmi um aldurstengda sjúkdóma
- Alzheimer sjúkdómur
- Æðasjúkdómur í heila
Hvað er heilkenni (e.syndrome)?
- Td heilabilun er heilkenni eða ástand þeas samsafn mismunandi einkenna sem koma vegna heilabilunarsjúkdóms
- Heilabilun er ekki öldrunarbreyting en getur orsakast af sjúkdómum eða efnaskorti
Hvað er einkenni (e.symptom)?
- Hegðunartruflanir eru einkenni vegna heilabilunarsjúkdóms og er hluti af birtingarmynd heilabilunar sem er heilkenni sem orsakast af heilabilunarsjúkdómum
Hvað er mikilvægt fyrir hjúkrun tengt öldrunarbreytingum?
- Þegar hjúkrunarmat er gert og tekin ákvörðun um hjúkrunarmeðgerð er mikilvægt að taka tillit til öldrunarbreytinga hjá einstaklingum
- Greina þarf eðlilegar öldrunarbreytingar frá afleiðingum sjúkdóma til að hægt sé að veita rétta meðferð
Öldrunarbreytingar geta..?
- Haft áhrif á heilsu og færni einstaklinga
- Breytt einkennum sjúkdóma
- Breytt því hvernig líkaminn bregst við meðferð
- Haft áhrif á árangur af meðferð
Hvers vegna verða öldrunarbreytingar í húð?
- Breytingar í húð verða vegna erfðafræðilegra þátta einstaklingsins (intrinsic) og umhverfisáhrifa (extrinsic)
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar í yfirhúð (húðþekja, e.epifermis) sér?
- Yfirhúðin þynninst þannig að æðar og marblettir verða sýnilegri
- Færri litfrumur leiða til ljósari útlits húðarinnar
- Aldursblettir eða lifrarblettir (lentigines) birtast á handarbökum, úlnliðum og á andliti
- Seborrheic keratoses eru góðkynja blettir á líkama, andliti, hálsi og höfuðleðri og koma yfirleitt fram hjá einstaklingum 65 ára eða eldri
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar í leðurhúð (e.dermis) sér?
- Missir um það bil 20% af þykkt sinni
- Æðum í leðurhúð fækkar og veldur því meiri fölva og kaldari húð
- Nýmyndun kollagens minnkar
- Elastín trefja þykkna og verða brotkenndar, sem leiðir til minni teygjanleika, skertrar seiglu og “lafandi” útlits
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar í undirhúð (e.subcutaneous tissue eða hypodermis) sér?
- Undirhúð rýrnar og veldur auknu næmi fyrir kulda og fitukirtlar rýrna
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar sér á hárinu?
- Þynnist á höfði
- Aukinn hárvöxtur í eyrum, nefi og á augabrúnum
- Missir lit og gránar
- Konur fá hár á vanga og hár á fótleggjum, undir höndum og á kynfærum minnkar
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar sér á nöglum?
- Verða harðari, þykkari, mattari og brothættari
- Fram koma upphleyptar rendur á neglur
- Hægist á vexti
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar sér í vöðvum og stoðkerfi?
- Liðbönd, sinar og liðir verða stífari og sveiganleiki minnkar
- Vöðvamassi minnkar og veldur því að styrkur minnkar
- Liðþófar í hrygg rýrna og valda styttingu í bol
- Minni beinþéttni þe minni af steinefnum í beinum og því meiri hætta á beinbrotum bæði með eða án áverka
- Minni vatnsforði í vefjum og því meiri hætta á ofþornun
- Aukið hlutfall af fitu í líkamanum og staðsetning fitu brteytist. Þegar vöðvar rýrna eykst hlutfall fituvefs
- Breyting á líkamsstöðu þar sem einstaklinguinn verður hokinn (kyphosis)
> Breytingar hafa áhrif á færni og lífsgæði
Margir þættir hafa áhirf á þessar breytingar svo sem aldur, kyn, kynþáttur og umhverfi
Hvað er Sarcopenia?
- Heimildir nefna oft að sarcopenia sé hluti af öldrunarbreytingum en hefur nú verið skilgreind sem vöðvasjúkdómur (ICD-10-MC)
- Birtingarmynd Sacrcopeniu, sem er sjúkdómur, skarast þó við skerðingu á vöðvamassa vegna öldrunarbreytinga og hrumleika sem er öldrunar heilkenni
- Meðferð þessara þriggja fyrirbæra skarast einnig sem er: Aukið prótein í fæðu, aukin orka í fæðu, D-vítamín, fækkun lyfja og líkamleg þjálfun
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar í hjarta sér?
- Veggur vinstri slegils þykknar
- Stærð vinstri gáttar eykst lítillega
- Þykknun á atrial og mítral hjartalokum
- Vefir hjartans stífna og þykkna og því á það erfiðara með að bregðast við þörf líkamans fyrir aukið blóðflæði (súrefni)
- Hámarksblóðflæði kransæða, slag magn og útfall hjarta minnkar
- Hjartað er lengur að auka eða minnka hjartsláttar hraða og á því erfiðara með að komast aftur í hvíldarstöðu eftir álag
- Við álag og áreynslu er hámarks hjartsláttartíðni lækkuð og útfall hjarta því minnkað sem veldur þreytu, mæði, og að hjartað er lengi að hægja aftur á sér
- Aukin hætta á hjartsláttartruflunum, stöðu lágþrýstingi (ortostatic hypotension), lágþrýstingi tengt lyfjum sem getur leitt til yfirliðs (syncope)
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar í æðum sér?
- Teygjanleiki æða minnkar og því er meiri hætta á háþrýstingi og skertri blóðrás til ákveðinna líffæra ss nýrna
- Eiginleiki æða til að dragast saman er einnig skertur
- Bláæðar verða teygðari og æðalokur starfa ekki eins vel
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar í öndunarfærum sér?
- Brjóstverkur verður stífari og styrkur öndurnarvöðva minni og því verður útöndun ekki eins áhrifamikil
- Öndunartíðni er 12-24 (almennt viðmið 12-20)
- Hæfni öndunarvegar til að dragast saman minnkar
- Loftskipti eru ekki eins áhrifarík (súrefni og koldíoxíði)
- Minnkuð viðbrögð við súrefnisskorti í blóði eða uppsöfnun á koldíoxíði (CO2) í blóði
- Aukið viðnám við loftflæði
- Hóstaviðbrað minnkar
- Virkni bifhára í öndunarvegi verður minni og virkni macrophaga minni
- Hæfni til að hreinsa slím og aðskotahluti úr öndunarvegi minnkar
- Þetta leiðir til minni afkastagetu öndunarfæra þannig að minna þol verður fyrir áreynslu og við aukið álag mæðist fólk frekar
- Aukin hætta verður á sýkingum og vöðvasamdrætti í lungnablöðrum (broncospasm sem gerir útöndun erfiðari)
- Andrýmd minnkar (vital capacity) = heilarrúmtak lungna að frádreginni loftleif
> Vandamál í öndunarfærum eru oftast afleiðing umhverfis ss eiturefna frekar en aldurs
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar í nýrum sér?
- Blóðflæði um nýru minnkar
- Stærð og starfsemi nýrna minnkar
- Útskilnaður kreatíníns í þvagi minnkar
- Gaukulsíunarhraði (GSH út frá kreatínín gildi i stermi, e.glomerular filtration rate, GFR) lækkar um 10% fyrir hver 10 ár eftir 30 ára aldur
- Minnkuð hæfni nýrna til að útskilja lyf og því aukin hætta á nýrnaskaða vegna eitrunar eða lyfja
- Minnkuðu umframgeta (reserve) og því meiri hætta á nýrnatengdum vandamálum í veikindum
- Aukin hætta á vökvasöfnun við hjartabilun
- Hætta á ofþornun, natríumskorti (tengt þvagræsilyfjum eða hita), kalíumskorti (tengt þvagræsilyfjum)
- Minni útskilnaður nýrna til að vinna gegn súrnun líkamans