2. Öldrunarbreytingar (6. nóvember) Flashcards
1
Q
Hvað eru öldrunarbreytingar?
A
- Það eru breytingar sem tengjast aldri og eru mest áberandiu hjá þeim ssem eru 85 ára og eldri
- Fyrstu öldrunarbreytingarnar hefjast þó fyrir 20 ára aldurinn
- Þær geta breytt svörun aldraðra við veikindum, eru mjög breytilegar eftir einstaklingum og verða oft fyrir áhrifum af erfðafræðilegum þáttum og lífsstíl
- Þær fela oft í sér minnkaða umframgetu lífærrakerfa (minni varasjóður, e.reserve) og minni svörun við streituvöldum
2
Q
Hvernig lýsir líffræðileg öldrun sér?
A
- Líffræðileg öldrun lýsir sér sem sífellt flóknari og samverkandi breytingar, sem leiða til minnkaðra líffræðilegrar umframgetu (varasjóður), aukinnar hrörnuna hjá frumum og auknu varnarleysi fyrir sjúkdómum
3
Q
Hvernig lifa lífverur af?
A
- Lífverur lifa af vegna þess að þær geta endurnýjað frumur
4
Q
Hvernig lýsir þetta sér á frumustigi?
A
- DNA og RNA stýrir því að nýjar frumur eiga að vera eins að uppbyggingu og starfsemi eins og þær eldri
- Ef þessi endurnýjun frumna væri alltaf fullkomin þá myndum við ekki eldast
- Eiginleiki sumra frumna til að endurnýja sig minnkar, villur koma upp í uppbyggingu nýrra frumna og að lokum stöðvast endurnýjun frumnanna
5
Q
Orsakir og svipgerð öldrunar
A
- Ekki er nákvæmlega vitað hvað veldur þessum breytingum á frumum og líffæra stigi
- Hver er kveikjan að öldrun frumna og líffæra?
- Stökkbreytingar?
- Erfðir?
- Afleiðingar umhverfisáhrifa á RNA?
- Lífstíll?
6
Q
Er öldrunarbreyting sjúkdómur?
A
- Öldrunarbreytingar (öðru nafni aldurstengdar breytingar) eru ekki sjúkdómar
- Áhættan á að fá ýmsa sjúkdóma getur aukist með hækkandi aldri, en eru samt ekki öldrunarbreytingar
7
Q
Dæmi um öldrunarbreytingar (aldurstengdar breytingar)
A
- Minni vöðva- og beinstyrkur
- Slitbreytingar í vefjum
- Bandvefur tapar teygjanleika
- Hægari viðbrögð taugakerfis
8
Q
Dæmi um aldurstengda sjúkdóma
A
- Alzheimer sjúkdómur
- Æðasjúkdómur í heila
9
Q
Hvað er heilkenni (e.syndrome)?
A
- Td heilabilun er heilkenni eða ástand þeas samsafn mismunandi einkenna sem koma vegna heilabilunarsjúkdóms
- Heilabilun er ekki öldrunarbreyting en getur orsakast af sjúkdómum eða efnaskorti
10
Q
Hvað er einkenni (e.symptom)?
A
- Hegðunartruflanir eru einkenni vegna heilabilunarsjúkdóms og er hluti af birtingarmynd heilabilunar sem er heilkenni sem orsakast af heilabilunarsjúkdómum
11
Q
Hvað er mikilvægt fyrir hjúkrun tengt öldrunarbreytingum?
A
- Þegar hjúkrunarmat er gert og tekin ákvörðun um hjúkrunarmeðgerð er mikilvægt að taka tillit til öldrunarbreytinga hjá einstaklingum
- Greina þarf eðlilegar öldrunarbreytingar frá afleiðingum sjúkdóma til að hægt sé að veita rétta meðferð
12
Q
Öldrunarbreytingar geta..?
A
- Haft áhrif á heilsu og færni einstaklinga
- Breytt einkennum sjúkdóma
- Breytt því hvernig líkaminn bregst við meðferð
- Haft áhrif á árangur af meðferð
13
Q
Hvers vegna verða öldrunarbreytingar í húð?
A
- Breytingar í húð verða vegna erfðafræðilegra þátta einstaklingsins (intrinsic) og umhverfisáhrifa (extrinsic)
14
Q
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar í yfirhúð (húðþekja, e.epifermis) sér?
A
- Yfirhúðin þynninst þannig að æðar og marblettir verða sýnilegri
- Færri litfrumur leiða til ljósari útlits húðarinnar
- Aldursblettir eða lifrarblettir (lentigines) birtast á handarbökum, úlnliðum og á andliti
- Seborrheic keratoses eru góðkynja blettir á líkama, andliti, hálsi og höfuðleðri og koma yfirleitt fram hjá einstaklingum 65 ára eða eldri
15
Q
Hvernig lýsa öldrunarbreytingar í leðurhúð (e.dermis) sér?
A
- Missir um það bil 20% af þykkt sinni
- Æðum í leðurhúð fækkar og veldur því meiri fölva og kaldari húð
- Nýmyndun kollagens minnkar
- Elastín trefja þykkna og verða brotkenndar, sem leiðir til minni teygjanleika, skertrar seiglu og “lafandi” útlits