7. Lyf og aldraðir (13. nóvember) Flashcards
1
Q
Eldra fólk (“aldraðir”)
A
- Mismunandi viðmið en almennt >75 ára
- Líffræðilega fjölbreyttur hópur
- Aldurshópurinn >85 ára stækkar hraðast. Áætlað að muni tvöfaldast á næstu 20 árum og þrefaldast á næstu 30 árum
- Allt að 70% innlagna á lyflæknbinga- og skurðdeildum eru aldraðir
2
Q
Hvernig hefur lífaldur breyst í heiminum?
A
- Lífaldur fer hækkandi í heiminum og því er hlutfall aldraðra að aukast. Árið 1997 voru 10,7*% íbúa á Íslandi aldraðir, 2017 voru þeir 13% en hagstofan spáir því að eftir 30 ár verði þeir komnir í 21%. Þegar við eldumst þá eru töluverðar breytingar á líkamsstarfseminni serm gat haft áhrif á svörun lyfja.
- Tölur frá Bretlandi sýna að við erum að verða eldri um 5 klst á hverjum degi
3
Q
Lyf og aldraðir
A
- Lyfjanotkun hjá eldra fólki hefur aukist stöðugt sl 20 ár
- 10-30% af bráðum innlögnum á eldri sjúklingum vegna lyfjatengdra vandamála
4
Q
Hvernig er hægt að fyrirbyggja um helmingi þessara innlagna?
A
- Hægt er að fyrirbyggja um helming þessarra mögulega með kerfisbundinni lyfjarýni, td:
- Forðast ákveðin lyf sem eru óheppileg við vissa sjúkdóma/háan aldur
- Setja markmið með lyfjameðferð og fylgja eftir
- Fylgja eftir meðferðarheldni
- Aðlaga skammta eftir einstaklingum
- Fylgjast með þéttni ákveðinna lyfja
5
Q
Líffræðilegar breytingar á lyfjahvörfum
A
- Breyttur útskilnaður, umbrot og dreifing lyfja
- Nýrnastarfsemi minnkar
- Próteinsbindin minnkar oft
- Hlutfall fitu og vöðva breytist
- Lifrarstarfsemi minnkar aðeins
- Breytt jafnvægi (homeostasis) í miðtaugakerfi (taugaboðefni, hormónastjórnun, æðakerfi)
- Hefur allt hugsanleg áhrif á lyfhrif (pharmacodynamics)
- Helmingunartími lyfs ofl
6
Q
Í hvað skiptast lyfjahvörf (pharmacokinetics)?
A
- Frásog (absorption)
- Dreifing (distribution)
- Umbrot (metabolism)
- Útskilnaður (elimination)
7
Q
Líffræðilegar breytingar í lyfjahvörfum með hækkandi aldri (nokkur dæmi)
A
- Hægir á þarmahreyfingum (frásog)
- Nýrnastarfsemi minnkar (útskilnaður)
- Lifrarstarfsemi minnkar (umbrot, dreifing, útskilnaður)
- Aukið fituhlutfall og meiri hætta á uppsöfnun fituleysanlegra lyfja (dreifing)
8
Q
Frásog
A
- Mismunandi eftir íkomuleið lyfs (í æð, um munn, um endaþarm, húð osfrv)
- Hægist á tæmingarhraða maga með aldrinum
- Sýrustig (pH) maga hækkar
- Hægist á þarmahreyfingum
- Minna blóðflæði í efri meltingarvegi
- Veliac, superior mesenteric og inferior mesenteric slagæðum
- Frásog eins lyfs getur truflast af öðru lyfi (milliverkun)
9
Q
Dreifing lyfja (próteinbinding)
A
- Minnkuð albúmínframleiðsla hefur áhrif á próteinbindingu lyfja
- Ef albúmín lækkar:
- Hefur áhrif á þau lyf sem eru próteinbundin
- Meira af fríu lyfi
- Auknar líkur á eituráhrifum
- Dæmi:
- Warfarin (99%) - aukin blæðingarhætta
- Phenytoin (90%) - ataxia, óáttun, þvoglumælgi
- Diazepam (99%) - aukin slæving, byltur
10
Q
Umbrot
A
- Mikið af lyfjum eru umbrotin í lifur
- Lifrarstarfsemi skerðist með aldri
- Veldur þetta eingöngu vægri skerðingu á lyfjaumbroti (ef ekki vegna lifrarsjúkdóms
- Virkni lifrarensíma er minni
- Getur verið þörf á skammtaaðlögun ef lyf eru umbrotin eftir þeirri leið
- Enn mikilvægara ef sjúkdómur í lifrinni!
11
Q
Dæmi um lyf sem eru umbrotin í lifur
A
- Morfín
- Verapamil
- Amitryptyline
- Metoprolol
12
Q
Útskilnaður lyfja
A
- Hvernig lyfinu er skilað út úr líkamanum
- Mikilvægasta aldurtenda breytingin er á útskilnaði!
- Hægt að mæla og áætla minnkaðan útskilnað
- Nýrnastarfsemi
- Meirihluti sjúklinga 70-80 ára hafa marktæka skerðingu á nýrnastarfsemi (gaukulsíunarhraði, GFR <60)
13
Q
Skert nýrnastarfsemi
A
- Minnkaður lyfjaútskilnaður:
- Uppsöfnun á lyfi
- Auknar líkur eituráhrifum
- Skert virkni sumra lyfja
- Td thíasíð ef GFR <30 ml/mín
14
Q
Skammtaalögun við skerta nýrnastarfsemi
A
- Gera þarf ráð fyrir skertri nýrnastarfsemi hjá öldruðum og fjölveikum
- Byrja á lágum lyfjaskammti og títra upp í samræmi við svörun/mælingar
- Hafa í huga þætti sem auka á skerfingu nýrnastarfsemi
- Sérstök varúð ef:
- Lyf hafa þröngt meðferðarbil td vancomycin, digoxin, lithium -> mæla lyfjaþéttni reglulega
- Varast lyf sem hafa þekkt eituráhrif á nýru
15
Q
Aukaverkanir lyfja (adverse drug events (ADE))
Skaði vegna lyfjagjafar
A
- Röng lyfjagjöf
- Skaðleg viðbrögð við lyfi
- Ofnæmi
- Ofskömmtun
16
Q
Aukaverkanir lyfja
A
- Líkur aukast með hærri aldri og auknum fjöldu lyfja
- Margar skammtaháðar og fyrirsjáanlegar - hægt að fyrirbyggja
- Algengar aukaverkanir eru blæðingar frá meltingarvegi, byltur og óráð hjá öldruðum
- Afleiðingar oft meiri hjá öldruðum td bylta -> mjaðmabrot
- Rannsókn sýndi að aldraðir eru 4x líklegri til að þurfa að leggjast inn á spítala vegna aukaverkana miðað við yngri einstaklinga. Auk þess sýndi sama meta analysis að 88% af þessum aukaverkunum hefði mátt fyrirbyggja hjá öldruðum en 24% hjá yngri
17
Q
Hvernig lýsa aukaverkanir lyfja sér?
A
- Aukaverkanir lyfja hjá öldruðum geta líkst algengum einkennum hjá fjölveikum og öldruðum, td:
- Óstöðuleiki og byltur
- Svimi
- Depurð
- Kvíði
- Óáttun
- Þvagleki
- Þreyta og slappleiki
- Svefntruflanir
- Erfitt getur verið að greina aukaverkanir
- Hætta á að aukaverkanir séu meðhöndlaðar með enn fleiri lyfjum
18
Q
Algeng lyf sem valda algengum aukaverkunum
A
- Bólgueyðandi gigtarlyf
- Andkólvirk lyf
- Róandi lyf og svefnlyf
- Blóðþrýstingslækkandi lyf og hjartalyf
- Blóðþynnandi lyf
- Sykursýkislyf
19
Q
Bólgueyðandi gigtarlyf
A
- Ein algengasta orsök lífshættulegra aukaverkana og lyfjaorsakaðra innlagna á sjúkrahús
- Magablæðingar
- Nýrnabilun
- Hjartabilun