4. Hrumir og fjölveikir aldraðir (8. nóvember) Flashcards
Hvað gerir aldraða að sérhópi í heilbrigðisþjónustu?
- Aldurstengdar breytingar
- Minni vöðva- og beinstyrkur
- Slitbreytingar í vefjum
- Bandvefur tapar teygjanleika
- Hægari viðbrögð taugakerfis
- Breytingar á sjón/heyrn, hjarta og blóðrás
- Aldurstengdir sjúkdómar
- Breytileiki í sjúkingahópi
- Sjúkdómsbyrgði, ma hátt algengi af vitrænni skerðingu
- Ódæmigerð birtingarmynd sjúkdóma
- Flókin lyfjameðferð (polypharmacy)
- Aukin þörf fyrir félagslegan stuðning
- Tjáskiptaerfiðleikar
- Önnur meðferðarmarkmið
- Færniskerðing
Dæmi um athafnir daglegs lífs (ADL)
- Hreyfifærni
- Þvo sér
- Klæða sig
- Komast á salerni
- Stjórn á þvagi og hægðum
- Matast
> Barthel kvarðinn (metur hreyfigetu og færni sjúkings við að framkvæma athafnir daglegs lífs (ADL))
Dæmi um flóknari athafnir daglegs lífs (IADL)
- Elda mat
- Þrífa húsakynni
- Þvo þvott
- Nota símann
- Komast milli staða og kaupa inn
- Sjá um fjármál
- Taka lyf
Hvert er hlutfall þeirra sem eru ósjalfstæðir í amk einu ADL færni?
- 65 ára = 10%
- 75 ára = 18%
- 85 ára = 47%
Hvað er langvinnur sjúkdómur?
- Sjúkdómur/heilsuvandi sem varir í amk 1 ár og krefst áframhaldandi læknismeðferðar og/eða skerðir ADL færni
- Markmiðið að meðhöndla sjúkdóm en ekki lækna
Hvert er hlutfall þeirra með langvinna sjúkdóma í heiminum?
- 86% 65 ára og eldri með einn eða fleiri langvinnan sjúkdóma (USA)
- 53% 65 ára og eldri með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma (USA)
- 2/3 50 ára og eldri með einn eða fleiri langvinna sjúkdóma (EU)
- Nærri 1/3 85 ára og eldri hafa 4 eða fleiri langvinna sjúkdóma (USA)
Hver eru þrjú mismunandi birtingarform langvinnra sjúkdóma?
- Ekki lífshættulegir td gigt, sjón- og heyrnarskerðing
- Alvarlegir og lífshættulegir td krabbamein, líffærabilanir, heilabilun og heilaáföll
- Hrumleiki
Hvað er hrumleiki (frailty)?
- Færniskerðing sem er á fleiri en einu sviði og sem eykur hættu á varanlegri skerðingu. Þetta vegna innri eða ytri þátta
- Lífeðlisfræðilegt heilkenni sem einkennist af minnkuðu varaafli og viðnámi líkama og líffærakerfa við álagsþáttum og sem er afleiðing uppsafnaðs taps á fjölþættum lífeðlisferlum og dregur úr batalíkum
Er hrumleiki viðsnúanlegur?
Já!
Hvað er hlutfall þeirra með hrumleika?
- Hrumum einstaklingum fjölgar með aldrinum
- Ca 40% af þeim sem eru 80 ára og eldri eru hrumir
Hvað er hægt að gera við hrumleika?
- Styrktar- og jafnvægisþjálfun
- Bæta næringu
- Meðferð undirliggjandi sjúkdóma ss þunglyndi, heila-, hjarta- og öndunarbilun
Hvað er fjölveiki (multimorbidity)?
- Fjölveiki er skv skilgreiningu tveir eða fleiri langvinnir sjúkdómar
- Óheyrilegur fjöldi af fólki fellur undir þessa skilgreiningu - 15 milljónir í UK td
Þeir sem eru fjölveikir…?
- Eru í aukinni áhættu á færniskerðingu
- Hafa verri lífsgæði
- Nota heilbrigðisþjónustuna meira
- Dánartíðni er aukin
Fjölveiki hjá eldri einstaklingum
- Flestir eldri einstaklingar eru með fleiri en tvo langvinna sjúkdóma
- Þeir sem eru á hjúkrunarheimilum geta verið með allt upp í 17 langvinna sjúkdóma
- Í aukinni áhættu á að:
- Þurfa meiri þjónustu
- Vera með verkjavandamál, byltur, legusár, delerium, þvagleka ofl
- Oft upplifa þessi einstaklingar sig samt ekki veika heldur eru ánægðir með sín lífsgæði
NICE ‘markhópar’ fólks sem gæti haft gagn af nálgun við umönnun sem tekur mið af fjölsjúkdómum þeirra
Enski textinn:
NICE ‘target group’ of people who may benefit from an approach to care that takes account of their multimorbidity
- Þeir eiga erfitt með að stjórna meðferðum sínum eða daglegum athöfnum
- Þeir fá umönnun og stuðning frá mörgum þjónustum og þurfa aukna þjónustu
- Þeir hafa bæði langvarandi líkamlega og andlega heilsufarsþætti
- Þeir hafa hrumleika eða byltur
- Þeir leita oft óskipulagðrar- eða bráðaþjónustu
- Þeim er ávísað mörgum lyfjum
Enski textinn:
* They find it difficult to manage their treatments or day-to-day activities
* They receive care and support from multiple services and need additional services
* They have both long-term physical and mental health conditions
* They have frailty or falls
* They frequently seek unplanned or emergency care
* They are prescribed multiple regular medicines
Hver eru áhrif bráðra veikinda á hruman einstakling?
- Álag á mörg líffærakerfi
- Samvægi bregst
- Versnun á langvinnum sjúkdómum
- Auknar líkur á hjá- og milliverkunum lyfja
- Álag á stuðningnet
- Ódæmigerð sjúkdómsmynd
Aldraðir á spítala
- Aldraðir eru meirihluti sjúklinga á sjúkrahúsum og þeir dvelja lengur
- Umhverfi sjúkrahúsa er öldruðum hættuleg
- Meiri hraði, spítalasýkinga, auknar líkur á óráði
- Byltur, sár/legusár og vannæring (ef td ónóg aðstoð við að matast)
- Hreyfifærni skerðist
- Þvagmissir ef kemst ekki á WC, þurrkur ef ónógt aðgengi að vökva, ofvökvun/truflanir á vökva- og saltjafnvægi ef óhófleg/röng vökvagjöf/meðferð, svefntruflanir
Meðferðarmarkmið aldraðra
- Vegna hás aldurs og sjúkdómsbyrði þá er oft búið að fara yfir meðferðarmarkmið hjá öldruðum
- Ekki er þó sjálfgefið að aldraður einstaklingur eigi að fá takmarkaðri meðferð en yngri einstaklingur
- Oftar er þó beitt virkri líknarmeðferð samhliða læknandi meðferð
Hvað er líknarmeðferð (LM)?
- LM er meðferð sem er notuð samhliða læknandi meðferð ern er ekki meðferðartakmörkun sem slík
- LMM miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga sem eru með lífshættulega sjúkdóma og fjölskyldna þeirra og felst meðferðin í að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu
Öldrunarþjónusta
- Beinist að forvörnum, færni og endurhæfingu
- Tekst á við langvinna sjúkdóma
- Byggir á þjónustuneti sem dregur úr þörf fyrir bráðaþjónustu
- Færist frá sjúkrahúsum og stofnunum
- Byggir á notkun upplýsingatækni
- Byggir á samvinnu teymis
Hvernig þróast ástand langvinnra sjúkdóma?
- Frumstig/forstig - einkennalaust
- Upphaf sjúkdóms - einkenni byrja
- Bráð veikindi - lífshættuleg
- Bráð veikindi/fylgikvillar - sem krefjast sjúkrahúsinnlagnar
- Stöðugt ástand - einkennum haldið niðri með meðferð
- Óstöðugt ástand - einkennum ekki haldið niðri með meðferð
- Hrakandi ástand - stöðug versunum líkamlega/andlega með aukinni færniskerðingu og/eða einkennum
- Deyjandi - vikur, dagar, klst fyrir dauða
Hverjir eru ýmsir algengustu sjúkdómar hjá öldruðum?
- Hjarta- og æðasjúkdómar:
- Háþrýstingur
- Kransæðasjúkdómar
- Hjartabilun
- Heilaáföll (heilablóðföll, heilabilun)
- Periferir æðasjúkdómar sem birtast í sárum á fótum, verkjum ofl
- Heilabilun
- Alzheimer
- Vascular heilabilun (æðavitglöp)
- Gigtsjúkdómar
- Lungnasjúkdómar
- Langvinn lungnateppa (COPD)
- Sykursýki
- Krabbamein
- SJúkdómar vegna ýmissa umhverfisáhrifa ss áhrif reykinga, áfengis
- Ýmsir taugasjúkdómar
- Parkinssons sjúkdómur
- Geðsjúkdómar
- Öldrunarheilkenni (geriatric syndromes): Heilabilun, óráð, byltur, beinþynning, svimi ofl
Hjarta- og æðasjúkdómar
- Lífeðlisfræðilegar aldursbreytingar:
- Aukinn stífleiki slagæða og aukinn systol.BÞ, stækkun vinstri slegils (LVH)
- Minnkað næmi þrýstiskynjara (barorec) og minnkað SA-hnúts sjálfvirkni
- Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma fækka mikið á Íslandi síðast liðin 30-40 ár, er samt ein algengasta dánarorsök
- Algengustu hjarta- og æðasjúkdómar: Háþrýstingur, kransæðasjúkdómar (þmt hjartaöng og hjartadrep) og hjartabilun