3_Geðlyf2 (Svefnlyf, geðklofi og geðrof) Flashcards
2 tegundir svefnlyfja?
1) Z-lyf (Non-benzódíazepínlyf)
2) Benzodíazepin svefnlyf
Hvaða viðtökum tengjast Z-lyf?
Benzódíazepínviðtökum
Hver er kostur z-lyfja fram yfir Benzodíazepin svefnlyf?
Þau trufla ekki REM svefn og III og IV stigs stefn
Hver eru mest notuðu svefnlyf á Íslandi?
Z-lyf
Ókostir Z-lyfja? (4)
1) Geta valdið óminnisástandi (fram úr og elda og muna ekki eftir)
2) Mjög hættulegt hjá eldra fólki
3) Geta ýtt undir þunglyndiseinkenni hjá þunglyndum
4) Ekki mælt með langtímanotkun (>3 vikur)
Hver er munurinn á verkan benzodíazepin svefnlyfja og z-lyfja?
benzodíazepin svefnlyfin eru langvirkari
Í hvaða lyfjaflokki er Rohypnol?
Benzodíazepin svefnlyf
Hvað er geðrof? (4)
1) Maður missir raunveruleikatengsl, þ.e. fram koma
2) ranghugmyndir
3) ofskynjanir (raddir)
4) hugsanatruflanir
Hver eru pósitíf einkenni geðklofa? (3)
Ranghugmyndir, skyntruflanir (raddir) og hugsanatruflanir
Hver eru neikvæð einkenni geðklofa? (6)
1) Óvirkni
2) Einangrun
3) Áhugaleysi
4) hugsana- og hugmyndafátækt
5) Fámælgi
6) Tilfininngaleg flatneskja
Hvernig er lífeðlisleg útskýring á geðklofa? (3)
1) Ofvirkni dópamíns subcorticalt
2) Vanvirkni dópamíns í frontal cortex
3) Einnig vanvirkni í glútamatviðtökum
Með hvernig lyfjum væri hægt að framkalla geðrof? (2)
1) Amfetamíni sem veldur losun dópamíns
2) PCP (englaryki) sem er glutamat-antagonisti
Í hvaða 2 flokka er geðrofslyfjum skipt?
1) Typical antipsychotics (eldri lyfin)
2) Atypical antipsychotics (nýrri lyfin)
Hver er munurinn á virkni typical og atypical geðrofslyfja?
Lítill munur, en nýrri hafa meiri virkni á neikvæð einkenni og minna extrapyramidal einkenni
Á hvaða viðtaka bindast týpisk (eldri) geðrofslyf? Agonistar eða antagonistar?
Antagonistar á dópamín viðtaka (sérstaklega D2)
Á hvaða 4 dópamínbrautir verka týpísk geðrofslyf?
1) Mesolimbic
2) Mesocortical
3) Nigrostriatal
4) Tuberoinfundibular
Á hvaða viðtaka virka typisk geðrofslyf aukalega? (3)
1) Adrenerga
2) Cholinerga
3) Histamín
Aukaverkanir typiskra geðrofslyfja? (7)
.1) Hjarta - leiðslutruflanir
2) Orthostatiskur lágþrýstingur
3) Andcholinerg áhrif (munnþurrkur, sjóntruflanir, hægðatregða
4) Prolactin aukning (mjólkurframleiðsla, tíðatruflanir, gynecomastia, impotence)
5) Þyngdaraukning
6) Húð (útbrot og ljósnæmi)
7) Taugakerfis aukaverkanir