18_Milliverkanir lyfja Flashcards
Helstu tegundir milliverkana? (6)
1) Áhrif á frásog og aðgengi í meltingarvegi
2) Samkeppni um próteinbindingu (sérstaklega albúmín)
3) Samkeppni um viðtaka
4) Áhrif á umbrot (getur aukið eða minnkað)
5) Áhrif á útskilnað í nýrum (aukið eða minnkað)
6) Staðbundinn flutningur eða losun(?)
Dæmi um frásog og aðgengi? (3)
1) Tetracyclin sýklalyf frásogast minna ef tekið með járni
2) Lyfjakol aðsoga ýmis efni þannig þau frásogast ekki
3) Yfirborðsflatarmál Spironolaktons eykst með mat og frásogast því meira
Hvernig er binding lyfja við albúmín?
Albúmín hefur 2 bindistaði. Sum lyf bindast bara við annan en önnur við þá báða
Hvað gerist ef lyf fær samkeppni um próteinbindingu? (2)
1) Lyfjaverkunin getur aukist ef það eru óbundnu sameindirnar sem tengjast viðtökum (t.d. Warfarín)
2) Lyfið er brotið niður hraðar og losað út
Dæmi um milliverkun á staðbundnum flutningi/losun? (2)
TCA lyf hindra endurupptöku Adr og Norardenalíns –> eykur áhrif.
1) Ef Adrenalín er gefið með TCA hefur það því mun kröftugri og lengri verkun.
2) Lyfið guanetidin nýtir sér þessa endurupptöku til að komast inn í taugaenda og ef það er gefið með TCA verða áhrif þess minni
2 dæmi um samkeppni á tengingu á viðtaka og 1 dæmi um aukna verkun
1) Efedrín og Própanolol
2) Morfín og Naloxón
3) Alkóhól eykur tengingu róandi lyfja á viðtaka
Hvað gerist ef umbrot lyfs minnkar?
Þá fæst oft fram meiri verkun af lyfinu
2 dæmi um lyf sem minnka umbrot annars?
1) 6-merkaptópúrin (krabbameinslyf) og allópúrinól (þvagsýrulyf)
2) Flúoxetín (SSRI) og greipaldin hafa áhrif á mörg lyf
Hvernig eru umbrotsáhrif 6-merkaptópúrin og allópúrinóls?
6-merkaptópúrin er brotið niður með xantin oxidasa. Allópúrinol er xantin oxidasa blokkari og því verður verkun 6-merkaptópúrins lengri og meiri.
Hvernig eru umbrotsáhrif flúoxetíns og greipaldins?
Þau hamla bæði CYP 3A4 og auka þannig verkanir margra lyfja
Hvað er meint með ensíminnleiðslu í lifur?
Ýmis lyf valda aukinni ensímframleiðslu (CYP ensím) í lifur sem veldur hraðari umbrotum annarra lyfja