Vöxtur Flashcards
Hvaða frumur búa til bein?
OsteoBlastar
Hvaða frumur brjóta niður bein?
OsteoClastar
Hvað er fleira í beinum en kalkaður beinvefur?
osteoblastar, osteoclastar, beinmergur (blóðmndun, fita), æðar og taugafrumur
Hvar lengjast löng bein?
í vaxtarlínu
Hvernig koma chondrocytes að lengingu langra beina?
þeir skipta sér og þeim fjölgar
Hvað kemur í staðin fyrir dauða chondrocytes?
Kalsíumfosfat kristallar setjast á kollagenið (brjóskið). Með öðrum orðum: brjóskið kalkar. Við þetta drepast elstu chondrocytarnir.
Hvaða tvö skeið einkennast af hröðustum lengdarvexti?
Á fyrstu tveimur aldursárunum og svo aftur við kynþroska
Hvað hefur áhrif á vöxt?
- Erfðaþættir
- Næg næring: prótín, orka, vítamín og steinefni
- Ekki of mikil streita (kortisól(streituhormón) getur hamið vöxt)
- Vaxtarhormón og fleiri hormón
Hvaða áhrif hefur vaxtarhormón á efnaskipti fitu og glúkósa?
- Losar fitu út í blóðið úr fituvef
- Hækkar blóðsykur: minnkar upptöku vöðva og eykur losun lifrar.
Hvað er átt við með beinum eða óbeinum áhrifum vaxtarhormóns?
GH hefur bein áhrif á frumu –> aukinn vöxtur
Gh örvar myndun IGF 1 –> aukinn vöxtur
Hvar er IGF 1 framleitt?
Í lifur.
Hvað hefur áhrif á framleiðslu IGF 1?
- Vaxtarhormón (hvetur IGF 1 framleiðslu)
- Næringarástand (gott–> meira IGF1)
- Aldri (hækkar á kynþroskaaldri)
- ýmsu fleiru í mismunandi vefjum.
Hvernig er magni GH og IGF 1 stýrt?
Upphaflega stýrt frá undirstúku.
Hún seytir sómotínstatín sem dregur úr losun GH frá heiladingli.
Gh hefur áhrif beint á frumurnar eða þá með því að ýta undir IGF1 framleiðslu í lifur (og IGF1 hefur svo vaxtarhvetjandi áhrif).
Hvaða áhrif hafa eftirfarandi hormón á vöxt?
a) skjaldkirtilshormón, b) insúlín, c) kynhormón, d) kortisól
a) Skjaldkirtilshormón: ýtir undir framleiðslu vaxtarhormóns og ýtir beint undir vöxt beina
b) insúlín: Hvetur til uppbyggingar vefja og þess að orka sé sett í geymslu. Einnig bein hvatning ti lfrumuskiptingar í fósturlífi
c) kynhormón:
- Testósterón og estradíól: örva losun vaxtarhormóns og IGF1
- Örva vöxt en stöðva hann svo á endanum (ýta undir lokun vaxtarlínu)
- Testósterón örvar líka vöxt vöðva
d) kortisól: Streituhormón sem getur dregið úr vexti
- hemur DNA myndun
- Ýtir undir niðurbrot prótína
- Hemur beinvöxt