Nýru, grunnstarfsemi Flashcards
Hvað er átt við með seytun í nýrum?
Seyting, sem á sér stað í nærpípluhluta nýrnahettunnar, ber ábyrgð á flutningi ákveðinna sameinda út úr blóðinu og inn í þvagið. Seytt efni eru meðal annars kalíumjónir, vetnisjónir og sum utanaðkomandi efni.
Hver er mikilvægasta seytunin (hvaða efni) ?
H+ - mikilvægt fyrir sýrustillingu
K+
Lífrænar jónir (utanaðkomandi efni)
Lýstið seytun K+
Na+/K+ ATP asinn (pumpan) í aðalhlutverki.
Pumpan pumpar K+ inn í nýrnapíplufrumur. við það byggist upp meiri styrkur af K+ inn í frumunni og það K+ leitar svo út úr frumunni hinu megin, inn í nýrnapípluvökvann. Í fjarpíplum eru K+ göng sem hleypa K+ út þarna megin, þ.e inn í nýrnapípluvökvann.
Hvaða hormón hefur áhrif á seytun K+?
Aldósterón
Hver er tilgangur seytunar á lífrænum jónum?
- Losa meira með þvagi en annars væri gert með einfaldri síun
- Eykur losun á jónum sem eru að mestu bundnar prótínum í blóði
- Eykur losun á utanaðkomandi efnum.
Hvað er plasma clearance (plasma clearance rate)?
það sem tekið var úr blóði og skilið út sem þvag.
m.ö.o = það rúmmál blóðvökva sem hreinsað var af viðkomandi efni. Eh ákv efni.
Hvernig er samhengi síunarhraða og plasma clearance (PC) rate og hvernig getur það verið mismunandi fyrir mismunandi efni?
Plasma clearance er reiknað fyrir eitt efni í einu. það segir okkur hversu dugleg nýrun eru að fjarlægja viðkomandi efni.
Ef PC af eh efni X er t.d 100ml/mín. þýðir það að nýrun hafa hreinsað út á hverri mínútu magnið af X sem samsvarar því sem er í 100ml af plasma. síðan blandast auðvitað allt saman í blóðrásinni og styrkur efnis X verður nokkuð jafn í öllum 5 L af blóði sem eru í okkur.
Hversu mikill eða lítill getur osmótískur styrkur þvags verið? Hvernig ber þessu saman við osmótískan styrk í blóði ?
Þvag getur verið 100-1200mOsm/L - eftir þörfum líkamans til að losna við / halda í vatn
Osmótískur styrkur í blóði er 300mOsm/L
Hvar er osmótískur styrkur mestur / minnstur í nýrnavef?
Minnstur í nýrnaberki
Mestur næst nýrnaskjóðu
HVaða fyrirbæri er það sem býr til mikinn osmótískan styrk örðu megn (skjóðumegin) í nýrnamerg?
Henlelykkju
Hvernig er gegndræpi fyrir H2O mismunandi milli uppgangandi og niðugangandi hluta Henlelykkju? En hvoru megin er Na+ pumpað út?
Vatn sveimar úr niðurgangandi hluta lykkjunnar og NaCl er pumpað út úr uppgangandi hlutanum, H2O eltir þar til osmótískur styrkur í niðurgangandi hluta lykkjunnar er orðinn sá sami og milli lykkjuhlutanna –> kominn stigull milli hægri og vinstri.
Hvaða afleiðingar hefur tap á H2O öðrum megin og tap á NaCl hinum megin í Henlelykkju?
það myndast stigull
Hvernig er þvagið sem kemur inn í fjærpípluna úr Henlelykkjuna (magn og styrkleiki)?
þunnt og lágur osmótískur styrkur.
Hvað gerist með magn og styrkleika þvagsins á leiðinni niður safnrásina og af hverju?
Vatn hefur tilhneigingu til að leita út úr safnrásinni og inn í vefinn og þaðan í háræðar.
Vaxandi osmótískur styrkur
Hvaða áhrif hefur vasopressín á endurupptöku vatns í safnrás?
Vasópressín berst með blóðinu til viðtaka á frumu í safnrás, við það fer í gang innanfrumuferli, setja göng í frumuhimnuna sem hleypa vatni út.
Hvaðan kemur vasopressín og hvenær er það losað?
Frá undirsúku en er losað af aftari heiladingli út í blóð til að hleypa vatni úr safnrás
Hvaða gagn er af því að hafa vasa recta í lykkju?
Vasa recta æðar fara í lykkju um nýrnamerginn. Á leiðinni niður vex osmótískur styrur í blóðinu en það jafnast á leiðinni upp. Blóðið tekur því ekki með sér of mikið salt. Það þýðir að osmótíski styrkstigulinn í nýrnamergnum heldur sér.
Hvernig er samspil sjálfvirkni og viljastýringar við losun þvags úr þvagblöðru?
þvagblöðrunni er lokað með tvenns konar vöðvum, annars vegar sléttum og hins vegar viljastýrðum beinagrindavöðva.
Þörfin fyrir að pissa kemur þegar teygist á þvagblöðrunni (tognemar senda boð). Við getum haldið á móti því viljastýrt með því að halda samdrætti á ytri hringvöðvanum (sem er beinagrindavöðvi).
Hver eru helstu hlutverk nýrna?
Nýrun búa til þvag úr blóði. Þau stilla magn vökva og salta í blóðinu. Í leiðinni eru þau þá að stilla magn vökva og salta í utanfrumuvökva almennt í líkamanum.
Framleiða renín
- hormón, mikilvægt í saltbúskap
Framleiða erythropoietin
- ýtir undir framleiðslu rauðra blóðkorna
Virkjar D vítamín
Nefnið dæmi um úrgangsefni sem losuð eru með þvagi?
- þvagefni (urea) úr niðurbroti prótína
- Þvagsýra (uric acid) úr niðurbroti kjarnsýra
- Kreatín (úr vöðvum)
- Bilirubin úr niðurbroti blóðrauða
- Niðurbrotsefni hormóna
Hvar eru nýrun í líkamanum ?
Aftan við kviðarhol
Í hvaða 3 megin hluta skiptast nýrun?
Börk (cortex), Merg (medulla) og Nýrnaskjóðu (renal pelvis)
Nýrun skiptast í börk, sem er yst og merg sem er þar fyrir innan. Þvagið lekur svo að lokum frá mergnum og safnast í nýrnaskjóðu.
Hver er minnsta starfræna eining nýrna (minnsta einingin sem getur framleitt þvag)?
Nýrungur (nephron)
Hvaða leið fer blóð í gegnum nýrung (hvaða æðar / æðakerfi flytja blóðið)?
Blóð kemur frá hjartanu og með slagæð til nýrnanna.
Það kemur ein slagæð til hvors nýra og síðan greinist sú slagæð í margar minni þar til að lokum einn aðlægur slagæðlingur beinir blóði til hvers nýrungs.
Hvað gerist í nýrnahnoðra?
þar síast hluti af blóðvökvanum (plasma) úr æðinni og yfir í nýrnapíplur. Það sem síast út (um 20% af rúmmálinu) verður að endanum að þvagi (ekki nærri allt samt).