Meðvitund Og Atferli Flashcards
Hvað er meðvitund
Vísar til árverkn ieins og að vera vakandi, syfjaður eða sofandi.
Tengist tilfinningum, hugsanaferli og hugmyndum.
Meðvitundarstig einstaklings skilgreint með tvennskonar hætti:
- Útfrá atferli, spannar víðfemt svið hegðunar allt frá hámarks árverki til svefndás - coma
- Útfrá rafvirkni heilans sem hægt er að mæla með heilaafriti.
Hvað er Heilarafrit - EEG ?
Sýnir rafspennumun milli mismunandi punkta á yfirborði höfuðsins.
Heilarafritið endurspeglar rafspennumun milli tveggja punkta á höfðinu.
Samanlögð forspenna taugafruma í heilaberki.
Hvenær er heilarafrit notað - klínískt notagildi?
- Skurðsjúklingar í svæfingu
- Flogaveiki
- Coma og heiladauði
Hvað er flogaveiki - Hvernig orsakast það?
Flog orsakast af samstilltri og stjórnlausri afskautun í taugafrumum heilabarkarins.
Tengist einnig ósjálfráðum vöðvasamdrætti og missi á meðvitund.
Hver eru aðal svefnstigin ?
- NREM
- REM
NREM skiptist í 3 tímabil N1 - N3 (4 svefnstig)
Hvað er N1?
Stöku theta bylgjur birtast inn á milli alpha bylgna - milli svefns og vöku - léttur svefn
NREM skiptist í 3 tímabil N1 - N3 (4 svefnstig)
Hvað er N2?
Sveiflu tíðnin eykst, svefnspólur og aukin sveifluvídd, K complexar byrja að koma með reglulegu millibili inn á milli theta bylgna
- öndunin og hjartsláttur regluleg
- líkamshiti lækkar
NREM skiptist í 3 tímabil N1 - N3 (4 svefnstig)
Hvað er N3 (stig 3 og 4)
Delta bylgjur byrja að koma með theta bylgjunum. EFtir því sem svefnstiginu vindur fram verða delta bylgjurnar ráðandi - hægbylgjusvefn
- Djúpsvefn - mest endurnærandi
- BÞ lækkar
- Öndun hægist
- Blóðflæðið til vöðva eykst
- Vöðvar slakir
- Seyting vaxtar- og kynhormóna
Hvað er REM svefn ?
Hraðar augnhreyfingar, hækkað örvinarstig í heila. bylgjur af hærri tíðni.. Aukinn hjartsláttur, öndun
Heilinn er virkur en líkaminn lamaður
Theta verður ríkjandi. mikil virkni í EOG. EMG sýnir enga virkni
Birtist skyndilega eftir um klst í svefn
Paradoxical svefn.
Draumar
REM vs NREM
Hjá fullorðum: 75% svefntímans í NREM og 25% í REM
Hjá börnum: Hlutfall REM svefnsins hæst hjá ungabörnum (40-50%) - svefnhringurinn styttri (50 mín) hjá fullorðnum (90mín)
Svefn er nauðsynlegur fyrir…?
- Starfsemi taugakerfisins
- Samvægi líkamans
- Starfsemi ónæmiskerfisins
- Vitsmunalega virkni
Margar svefnrannsóknir í mönnum hafa beinst að mikilvægi svefns í tengslum við nám og minni. Rannsóknir áheilarafritum sýna að í svefni endurvirkjar heilinn taugabrautir sem voru virkjaðar í vöku fyrir svefninn. Vansvefta einstaklingar eiga erfiðara með að kalla fram upplýsingar úr minninu.
Hvað stýrir meðitundabreytingum / dægursveiflu ?
Kjarnar í undirstúku og heilastofni
Hvað gerir Dreifin (reticular activating system (RAS) í heilastofni?
- Gegnir lykilhutverki í stjórnun á meðvitundarstigi
- Taugafrumurnar liggja til stúkunnar og áfram til heilabarkarins.
- Samanstendur af taugum og taugabratuum sem losa mismunandi boðefni.
- Örvun og hömlun mismunandi taugafruma á þessu svæði miðla breytingum milli svefnstiga og vöku.
Hvaða heilasvæði koma að stjórn meðvitundar?
- Suprachiasmatic nucleus (SCN) - dægursveifla
- Monoaminergic RAS nuclei - noradrenalín, serotonin, histamín
- Orexin - secreting neurons
- Acetylcholine - secreting neurons
- Sleep center (GABAergic neurons)