Heyrn Og Jafnvægisskyn Flashcards
Hvað er hljóð?
Hljóð er bylgjur í lofti. Bylgjurnar verða til þegar eitthvað þjappar sameindum loftsins saman og dregur þær í sundur frá hverri annarri á víxl.
Hvað ræður…
a) tónhæð ?
b) hljóðstyrk ?
c) nánari eiginleikum hljóðs ?
a) Tónhæðin fer eftir tíðni hljóðbylgjunnar. Hærri tíðni gefur ,,skærara’’ hljóð (hærri nótu). við heyrum hljóð með tíðni milli 20Hz og 20kHZ (20-20.000 sveiflur á sek í loftinu. Erum þó næmust á bilinu 1-4kHz.
b) Hljóðstyrkurinn fer eftir sveifluvíddinni. Þegar þið hækkið í útvarpinu eruð þið að breyta þessu.
c) Fínni eiginleikar hljóðsins (timbre) ráðast af yfirtónunum. Ef þið spilið t.d tóninn A á tónkvísl er það hreinn tónn og engir yfirtónar. Ef þið spilið sama tón (A) á píanó eða trompet er grunntíðnin enn sú sama (enn tónninn A) en trompet hljóma ekki eins. Fæst hljóð eru bara grunntónn.
Hvað tilheyrir….
a) innra eyra?
b) miðeyra?
c) ytra eyra?
a) Kuðungur, vestibular aparatus (bogagöng og otolith organgs = utricle og saccule)
b) Heyrnabeinin = hamar, steðji og ístað, kokhlustin, hljóðhimna á mörkum miðeyra og ytra eyra
c) Hlustin og blaðka sem að grípur hljóðið.
Hvers vegna fáum við hellu fyrir eyrun ?
Vegna þess að þrýstingur verður misjafn sitthvoru megin við hljóðhimnu
- viðgetum jafnað það út með því að opna kokhlustina
Hver eru heyrnabeinin og hvert er hlutverk þeirra?
Hamar, steðja og ístað.
Hlutverk þeirra er að magna upp hljóðið eða hljóðbylgjuna sem að kemur í lofti en þarf að vera sterkari þegar hún fer inn í vökvann í innra eyranu.
Hvernig berst titringur (hljóð) um innra eyra?
ístaðið lemur í sporöskjulaga gluggann í innra eyranu og það veldur titringi í vökvanum í innra eyranu. titringurinn berst inn í scala media hólfið.
í hvaða hólfi er Organ of Corti og á hvaða himnu situr það?
Scala media hólfinu. Situr á basilar himnu.
Hvernig verður titringur í vökvanum í innra eyra til þess að hár hárfrumna svigna?
Titringurinn verður til þess að innri hárfrumurnar svigna. Á basilar himnunni sitja organ of corti og hárfrumurnar í organ of corti, og við það að það allt saman titrar þá fara hárin að svigna afþví þau eru f-st í tectorial himnu ofan til.
þær svigna vegna hljóðbylgju.
Hvernig greinum við mismunandi tíðni / yfirtóna / hljóðstyrk?
Tíðni og yfirtónar: Mismunandi eiginleikar basilar himnunnar valda því að mismunandi partar af basilar hinu titra við mismunandi tíðni. Heilinn getur síðan fengið upplýsingar um það á endanum.
Hljóðstyrkur: basilar himnan sveiflast meira eftir því sem hljóðstrkurinn er meiri og það skilar sér í tíðari boðspennum á viðkomandi svæði.
Hvaða svæði í heila fá boð um hljóð (dæmi)?
- Heilastofn
- Stúku
- Heyrnabarkar í gagnaugablaði
- Annarra svæða í heilaberki (frekari úrvinnsla)
Úr hvaða tvenns konar pörtum er vestibular apparatus?
Bogagöng og otolith organs
Hvers konar hreyfingu nema bogagöng? Hvernig gerist það?
Nema hröðun í snúningshreyfingu höfuðs. Snúningshröðun
- Snúningur í allar áttir
- Ekki boð um kyrrstöðu eða jafna hreyfingu
Hvað heita otolith organs?
Utricle og Saccule.
Hvers konar hreyfingu nema otolith organs? hvernig gerist það?
Utricle: Höfuðstaða frábrugðin lóðréttu. Lárétt línuleg hröðun
Saccule: Höfuðstaða frábrugðin láréttu. Lóðrétt línuleg hröðun.
í hvað eru boðin frá vestibular apparatus notuð (í heila) og hvaða önnur boð eru notuð samhliða?
þau eru notuð til þess að stilla jafnvægi og skyna það sem þarf fyrir jafnvægi og líkamsstöðu. Hjálpar til að stjórna augnvöðvanum, þannig að við getum fókusað á eh þó svo að höfuðið sé að hreyfast.
Annað sem notað er samhliða eru: Augun, húð, liðir og vöðvar