Æxlun Flashcards
Hvaða tvenns konar hlutverk hafa eistu?
- Framleiðsla sáðfrumna
- Framleiðsla kynhormóna (aðalega testósterón)
Hvert er hlutverk eistnalyppa og hvar liggja þær?
- Geymsla sáðfrumna
- þroskun sáðfrumna
Hvert er hlutverk sáðrása og hvar liggja þær?
- Rás fyrir sáðfrumur
- þær liggja frá sitthvoru eista, fara meðfram þvagblöðrunni og inn í sáðfallsrás
Hvar er sáðvökvi framleiddur og hvert er hlutverk hans?
Framleiddur í sáðblöðrum og blöðruhálskirtli. Hann nærir sáðfrumur og gerir umhverfið hagstætt fyrir þær.
Hvar í eistum eru sáðfrumur framleiddar?
í sáðpíplum
Hvers konar frumur styðja við framleiðslu sáðfrumna?
Sertólífrumur
Hvenær eru sáðfrumur framleiddar?
Stanslaust í gangi og á hverjum degi verða jafnvel til hunduð milljón sáðfruma.
Hvað eru margir litningar í sáðfrumu?
23
Hvaða frumur framleiða testósterón í eistum?
Leydig frumur
Hvað verður um testósterónið?
Hluti af testósterínu frá Leydig frumum fer út í blóðið og hluti inn í sáðpíplurnar.
Hvaða áhrif hefur testósterón?
- Ýtir undir þroskun kk kynfæra fyrir fæðingu (seytun í pásu fljótlega eftir fæðingu)
- Stækkun og þroskun kynkirtla og kynfæra
- Þroskun sáðfrumna
- Kyneinkenni (hárvöxtur, rödd, þykk húð, líkamsbygging)
- Kynhvöt
- Vöxtur og lokun vaxtarlínu
Hvaða hormón frá undirstúku og fremri heiladingli hafa áhrif á eistu og eggjastokka?
Kisspeptín örvar losun GnRH sem örvar losun LH og FSH
Hvaða tvö hlutverk hafa eggjastokkar?
- Framleiða egg
- Framleiða hormón (estrógen og prógesterón)
Hvert er hlutverk eggjaleiðara og hvar liggja þeir?
þeir leiða egg frá eggjastokkum til legs
Hvert er hlutverk legs?
þar verður bólfesta fjóvgaðs eggs og þroskun fer þar fram.