Stjórn Líkamshita Flashcards
Hver er eðlilegur líkamshiti? Hvað hefur áhrif á hann?
Ekki ein rétt tala, mismunandi eftir mælistað (kjarni/skel) og mismunandi eftir tíma (dægursveifla, áreynsla ofl)
Kjarni: kviðarhol, brjósthol, MTK, beinagrindarvöðvar
Skel: allt sem er fyrir utan kjarnann
í munni: meðaltal 36,7° (um hálfri °C hærri í endaþarmi)
húðhiti: 20-40°án skemmda
Hvar er stjórnstöð líkamshita?
Undirstúku
Hvaða leiðir höfum við til að losna við varma / halda í varma?
Losna við: víkka æðar í húð, auka svitamyndun, breytt hegðun.
- í skugga, úr fötum, viftur, kalt vatn o.s.frv
Halda í: þrengja æðar í húð og loka fyrir svitamyndun, breytt hegðun
- í föt, hnipra sig saman, sækja í varma o.s.frv
Hvaða leiðir höfum við til að framleiða minni / meiri varma?
Skjálfti, hreyfa sig meira
Hvað er sérstakt við brúna fitu?
Brún fita getur myndað varma með sérstöku afbrigði af efnsaksiptum. Ungbörn hafa mikið af þessari fitu (en geta hins vegar ekki nýtt sér skjálfta). Fullorðnir eru með mjög lítið af þessari brúnu fitu og það er óljóst hversu mikilvæg brúna fitan er hjá þeim.
Hvað er ,,thermoneutral zone’’?
Svið umhverfishita þar sem líkaminn getur haldið kjarnhita sínum eingöngu með því að stjórna þurrhitatapinu, þ.e blóðflæði húðarinnar.
Lifandi líkami getur aðeins haldið kjarnhita sínum þegar hitaframleiðsla og hitatap eru í jafnvægi.
Hvað er átt við með aðlögun að háu hitastigi?
Nokkrum dögum eftir að einstaklingur kemur í mun heitara umhverfi: svitamyndun er orðin meiri (og byrjar fyrr) og svitinn er minna saltur.
Fyrst eftir að meðal Íslendingurinn lendir í sólarlöndum finnst honum allt of heitt. Næstu daga á eftir aðlagast hann að einhverju leyti, t.d. vegna þess að svitamyndun verður skilvirkari.
Hvers vegna hækkar líkamshiti (oft) við sýkingu?
Sýklar örva losun ,,pyrogen’’ efna frá frumum ónæmiskerfis.
Prostaglandin losun –> hækkun viðmiðunarhitastig (í undirstúku)
Raunhitastig < viðmiðunarhitastig –> viðbrögð –> hiti hækkar
Hvernig líður okkur m.t.t hitastjórnunar þegar sótthiti hefst / lýkur?
Hefst: Okkur finnst vera kalt, við skjálfum, skríðum undir sæng o.s.frv
Lýkur: Okkur finnst vera of heitt, komum undan sænginni, svitnum o.s.frv
Til hvers er sótthiti?
- Hraðar (mögulega) viðbrögðum ónæmiskerfis
- Truflar (suma) sýkla
- Ekki alltaf gagnlegur - má ekki verða of mikill!
Hvað gerist með líkamshita við hreyfingu?
- Líkamshiti vex vegna hreyfingar
- Mótvægisaðgerðir: auka varmalosun, nýi viðmiðunarhitinn samt aðeins hærri
Hver er helsti munurinn á hitaörmögnun og hitaslagi?
Hitaörmögnun:
- T.d við áreynslu í heitu (og röku) lofti
- Vökvatap
- KJarnhiti 37,5-39°
- Fall í BÞ
- Möguleg einkenni: vöðvakrampar, ógleði, höfuðverkur
Hitaslag:
- Alvarlegra ástand en hitaörmögnun (há dánartíðni)
- Hærri kjarnhiti (hitastjórnunin ræður ekki við ástandið og bilar)
- þarf að kæla hratt (prótín byrja að eðlissviptast við háan hita)
Með hvaða 4 leiðum losar líkaminn sig við varma (eðlisfræðin)?
- Geislun
- Leiðni
- Streymi
- Uppgufun
Hvað er geislun ?
Allir hlutir geisla frá sér varma, frá heitari hlut til kaldari. Yfirleitt erum við heitari en umhverfið og töpum því varma með þessu en við getum líka fengið varma með geislun frá heitari hlutum, sérstaklega þá sólinni.
Hvað er leiðni?
þetta er varmaflutningur frá heitari hlut sem snertir kaldari hlut.
Dæmi: okkur verður fljótt kalt ef við setjumst beint á kalda jörð.
Hitapúði er dæmi um varmaflutning til líkamans.