LOKAPRÓF 2021 Flashcards
Ein eftirfarandi lýsing á skynjun er rétt.
a. Áreiti veldur yfirskautun skynnema og svo aukinni boðspennutíðni
b. Áreiti veldur afskautun skynnema og svo boðspennu í taugasíma
c. Áreiti veldur boðspennumyndun óháð skynnemaspennu
d. Áreiti býr til skynnemaspennu sem ferðast eftir taugasíma
b. Áreiti veldur afskautun skynnema og svo boðspennum í taugasíma.
Styrkur áreitis getur verið mismunandi. Hvernig miðlar taugakerfið upplýsingum um styrk áreitis?
a. Skynnemaspenna og boðspennur verða stærri með sterkara áreiti
b. Skynnemaspenna verður stærri en boðspennur tíðari með sterkara áreiti
c. Skynnemaspenna og hver borðspenna verða lengri með sterkara áreiti
d. Skynnemaspenna og boðspennur verða tíðari með sterkara áreiti
b. Skynnemaspenna verður stærri en boðspennur tíðari með sterkara áreiti
Snertiskyn í fingurgómum er skarpara en t.d snertiskyn á baki. Hvað er það sem skýrir þetta?
a. Stór viðtaksvið (receptive fields) í fingurgómum
b. Margar taugafrumur í heila vinna úr boðum frá fingurgómum
c. Mikil samleitni (convergence) taugaboða frá fingurgómum
d. Lítil hliðlæg hömlun (lateral inhibition) taugaboða frá fingurgómum
b. Margar taugafrumur í heila vinna úr boðum frá fingurgómum
Hvað af eftirfarandi er réttast um skynjun?
a. Allir skynnemar eru með áfastan taugasíma
b. Sum skynjun er meðtvituð en önnur skynjun er ómeðvituð
c. Úrvinnsla skynboða í MTK hefur engin áhrif á upplifun (perception)
d. stöðugt áreiti í langan tíma gefur alltaf stöðugt svar í skynnema
b. Sum skynjun er meðvituð en önnur skynjun er ómeðvituð
Ein af eftirfarandi fullyrðingum er rétt. Hvaða fullyrðing er það?
a. Það eru skynnemar í bæði vöðvum og sinum
b. Skynnemar eru almennt staðsettir í miðtaugakerfi
c. skynboð berast óbreytt í gegnum úttaugakerfið og miðtaugakerfið
d. Sársauki verður til í venjulegum skynnemum og því þarf ekki sérstakta sársaukanema
a. Það eru skynnemar í bæði vöðvum og sinum
Hvað af eftirfarandi er réttast um skynnema?
a. Bleytunemi nemur blauta húð
b. Efnanemar líkamans eru af tveimur gerðum
c. Mismunandi skynnemar eru sérhæfðir til að nema mismunandi áreiti
d. Osmónemar eru mikilvægir í augum
c. Mismunandi skynnemar eru sérhæfðir til að nema mismunandi áreiti
Hvað af eftirfarandi er réttast um skynjun ?
a. Sum skynboð ferðast um taugakerfið sem boðspennur en önnur skynboð sem stigspennur
b. skyntaugafrumur ná óslitið frá útaugakerfi, upp mænu og upp í heila
c. Lokaúrvinnsla snertiskyns er í mænu
d. Snertiskynnemar í húð eru af nokkrum mismunandi gerðum
d. Snertiskynnemar í húð eru af nokkrum mismunandi gerðum
Hvað af eftirfarandi er réttast um sársauka?
a. Allir taugasímar sem flytja sársaukaboð hafa mýelínslíður
b. Glútamat er eingöngu notað til að miðla boðum um sársauka
c. Taugakerfið getur sjálft framleitt ópíöt sem virka sársaukastillandi
d. Substance P er sársaukastillandi efni
c. Taugakerfið getur sjálft framleitt ópíöt sem virka sársaukastillandi
Hvað af eftirfarandi er réttast um uppbyggingu augans?
a. Glerhlaup (vitreous) fyllir rýmið fyrir framan augasteininn (lens)
b. Augnvöðvar tengjast við hvítu (sclera)
c. Brárvöðvi (ciliary muscle) stjórnar vídd ljósops (pupil).
d. Ljósopið (pupli) er fyrir afttan augasteininn (lens)
b. Augnvöðvar tengjast við hvítu (sclera)
þegar við horfum á hluti þarf að ná þeim í fókus á sjónhimnu. Hvað af eftirfarandi passar best?
a. Stór hluti ljósbrots augans er í sjónhimnu
b. Hornhimna (cornea) hleypir ljósi í gegn án þess að brjóta það
c. Þegar við horfum á hluti sem eru langt frá okkur verður augasteinninn flatari
d. Augasteinninn sér um meirihluta ljósbrots augans
c. þegar við horfum á hluti sem eru langt frá okkur verður augasteinninn flatari
Hvað af eftirfarandi er réttast um ljósnema (keilur og stafir) í sjónhimnu?
a. Ljósnemar afskautast þegar á þá skín ljós
b. Stafir eru ábyrgir fyrir skörpu sjóninni í miðju sjónsviðinu
c. Ljósnemar skiptast í ON og OFF ljósnema
d. Litasjón manna byggir á þremur gerðum keilna; rauðum, grænum og bláum.
b. Stafir eru ábyrgir fyrir skörpu sjóninni í miðju sjónsviðinu
eða
d. Litasjón manna byggir á þremur gerðum keilna; rauðum, grænum og bláum
Hvað af eftirfarandi er réttast um sjón?
a. Sjónbörkur heilans er framan til í heilanum, í einnisblaði
b. Boð um vinstri hluta sjónsviðs enda vinstra megin í heilanum
c. Sjóntaug er mynduð úr taugasímum hnoðfrumna (ganglion cells)
d. Hnoðfrumur (ganglion cells) senda boð til ljósnema
c. Sjóntaug er mynduð úr taugasímum hnoðfrumna (ganglion cells)
Hvað af eftirfarandi er réttast um sjón?
a. Keilur virka illa í litlu ljósi
b. Í makúlu og foveu (miðgróf) augans er sjón óskörp
c. Ljósnæmt litarefni er aðallega í láréttum frumum (horizontal cells)
d. Ljósop (pupil) víkkar þegar ljósstyrkur eykst.
a. Keilur virka illa í litlu ljósi
Hvað af eftirfarandi er réttast um sjón?
a. Litþekja (retinal pigment epithelium) er hluti af hornhimnu (cornea)
b. Tveir vöðvar stjórna hreyfingum hvors auga
c. Augasteinninn er svartur
d. Augnvökvi (aqueous humor) er framleiddur af ciliary body)
d. Augnvökvi (aqueous humor) er framleiddur af ciliary body
Hvað af eftirfarandi er rétt um heyrn og hljóð?
a. Miðeyrað er fullt af vökva sem flytur hljóðbylgjur milli ytra og innra eyra
b. Kokhlustin (eustachian tube) tengir miðeyrað við innra eyrað
c. Meiri hljóðstyrkur jafngildir því að tíðni hljóðsins sé meiri
d. Hlutverk hamars, steðja og ístaðs er að magna hljóðbylgjur
d. Hlutverk hamars, steðja og ístaðs er að magna hljóðbylgjur
Hvað af eftirfarandi er réttast um heyrn?
a. Organ of Corti situr í kuðungi (cochlea)
b. Taugasímar, sem flytja boð um hljóð, ganga beint frá tectorial himnu
c. Tectorial himna sveiflast á sama hátt og basilar himna
d. Þegar basilar himna sveiflast, svigna hár í utricle og saccule
a. Organ of corti situr í kuðungi (cochlea)
Hvað af eftirfarandi er réttast um innra eyra og skynjun á hreyfingu?
a. Bogagöng eru staðsett í kuðungi eyrans.
b. Hárin á hárfrumum í bogagöngum geta bara svignað í eina átt
c. Völulíffærin (otolith organs) innihalda hárfrumur og kristalla/steina
d. Völulíffæri (otolith organs) skynja best snúningshreyfingu
c. Völulíffærin (otolith organs) innihalda hárfrumur og kristalla / steina
HVað af eftirfarandi er réttast um bragðskyn?
a. Biturt bragð er numið af sama skynnemanum og nemur súrt bragð
b. Viðtakar fyrir salt bragð eru næmastir fyrir HCO3-
c. Viðtakar fyrir biturt bragð eru fjölbreyttustu bragðviðtakarnir
d. Umami viðtakar eru næmastir fyrir eitruðum efnum
c. Viðtakar fyrir biturt bragð eru fjölbreyttustu bragðviðtakarnir
Hvað af eftirfarandi er réttast um lyktarskyn?
a. Boð um lykt berast með sömu heilataug og boð um sjón
b. Lyktarviðtakar eru bara í litlum hluta nefslímhúðar
c. Við greinum fjórar grunn lyktartegundir og blöndum þeim til að finna um 100 tegundir af lykt
d. Lykarklumbra (olfactory bulb) er staðsett í nefslímhúð
b. Lyktarviðtakar eru bara í litlum hluta nefslímhúðar
Hvar er rafvirknin sem helst kemur fram á heilarafriti (EEG)?
a. Í heilaberki (cerebral cortex)
b. Í stúku (thalamus)
c. Í heilabotnskjörnum (basal ganglia)
d. Í undirstúku (hypothalamus)
a. í heilaberki
Hvað af eftirfarandi er réttast um REM (rapid eye movement) svefn?
a. Rafvirkni í heila er mun minni í REM svefni en í vöku
b. Súrefnisupptaka í heila er mun minni í REM svefni en í vöku
c. í REM svefni minnkar spenna (EMG) í beinagrindavöðvum
d. Draumar eru sjaldgæfir í REM svefni
c. í REM svefni minnkar spenna (EMG) í beinagrindarvöðvum
HVað af eftirfarandi er réttast um atferli/heilastarfsemi ?
a. Randkerfið (limbic system) er staðsett í litla heila (cerebellum)
b. Neikvæð styrking felur í sér aukna losun á serótónín
c. Dópamínlosun tengist verðlaunum fyrir hegðun
d. Starfsemi heilabarkar tengist frekar ómeðvituðum ferlum en meðvituðum
c. Dópamínlosun tengist verðlaunum fyrir hegðun
Hvað af eftirfarandi passar best um heilastarfsemi?
a. Allt minni heilans er í minnisstöð í hnykli (cerebellum)
b. Þunglyndislyf draga úr áhrifum serótíníns og dópamíns
c. Sjúklingur með skemmd í Broca svæði sér illa
d. Annað heilahvelið hefur yfirleitt meira að gera með tungumál en hitt
d. Annað heilahvelið hefur yfirleitt meira að gera með tungumál en hitt
HVað af eftirfarandi er réttast um bein?
a. Chondrocytar brjóta niður bein
b. Vaxtarlína í löngu beini er gjarnan nálægt endum beinsins
c. IGF-1 hemur beinvöxt
d. Blóðfrumumyndun fer fram í vaxtarlínu
b. Vaxtarlína í löngu beini er gjarnan nálægt endum beinsins