Stjórn Efnaskipta Flashcards
Hverjir eru 6 helstu flokkar næringarefna?
- Kolvetni
- Fita
- Protein
- Steinefni
- Vítamín
- Vatn
Hvað eru efnaskipti (meatbolism)?
Öll efnahvörf í líkamanum !
- Losa orku úr næringu
- Nota orku í vinnu (og losa varma)
- Geyma orku í efnatengjum
Hvað era Anabolic ferli?
Byggja upp, stærri sameindir verða til
Hvað er Catabolic ferli?
Brjóta niður, minni sameindir úr stærri
Hvað er upptökufasi? og hvað varir hann lengi?
- þá ertu nýbúinn að nærast
- Næringarefni tekin upp, notuð og geymd
- Anabolískt ferli: byggt er upp, orka næringarefna er sett í geymslu
Varir í allt að 4klst eftir máltíð.
Hvað er Föstufais? Hvenær hefst hann?
- Styrkur næringarefna í blóði hefur efni
- Catabolískt ferli: líkaminn tekur út úr orkugeymslu, brýtur niður stærri sameindir
Hefst þegar plasmastyrkur næringarefna frá síðustu máltíð fellur.
Hvaða næringarefni gefa orku?
Aðalega fita, kolvetni og prótín.
Hvaða 3 örlög hafa fita, kolvetni og prótín eftir upptöku?
- ORKA: notuð í mekaníska vinnu
- NÝMYNDUN: notuð til uppbyggingar og viðhalds fruma og vefja
- GEYMSLA: sett í geymslu ef magn matar er umfram þörf (sem glýkógen og fita) - notað undir föstu
Upptökufasi og fita
-Fita er brotin niður í fríar fitusýrur (og glýseról)
- Fríar fitusýrur eru ýmist notaðar í efnaskipti
- Umfram magn frírra fitusýra er sett í geymslu í formi triglyseríða
Hvað verður um fitu í líkamanum í föstufasa?
Fita er brotin niður
- þríglýseríð –> frjálsar fitusýrur og glýseról
Hvaða hlutverki gegnir kólesteról?
- Hreyfanleiki í frumuhimnum
- Beinagrind í byggingu stera
- Melting fituefna
Hvernig spáir Plasma kólesteról fyrir um hjartasjúkdóma?
- LDL-C færir kólesteról úr lifur til flestra frumna (,,Banvænt kólesteról’’)
- HDL-C flytur kólesteról úr plasma (,,Heilbrigt kólesteról’’)
- Óeðlilegt magn fituefna í plasma eykur hættu á æðakölkun og kransæðasjúkdómum (CHD)
Upptökufasi og kolvetni
Kolvetni eru tekin upp sem Glúkósí í blóði.
Eftir upptöku fer glúkósi til lifrar. Notar 30%, en restin fer til heila og annarra vefja.
Glúkósi aðalorkugjafinn sem er brenndur í byrjun - fita
Glúkósi í blóði er það sem við köllum blóðsykur
Hvað notar heilinn til að fá orku?
Heilinn notar nánast eingöngu glúkósa til að fá okru - nema í svelti
Hverju er umfram glúkósa í blóði breytt í ?
Glýkógen og fitu
Ef styrkur glúkósa í blóði er of lágur…?
- Auka kolvetna inntöku
- Glykogeni umbreytt í glúkósa
- Myndað glúkósa úr amínósýrum
- Notað önnur næringarefni til orkuvinnslu
Hvað gerist fyrir glúkasann ef bs eykst óeðlilega mikið (í sykursýki?)
Hluti af glúkósanum er skilað út með þvagi - óeðlilegt ástand
Hvað gerist með kolvetni í líkamanum í föstufasa?
- Blóðsykri haldið uppi fyrir heilann
- Glýkógen í lifur og vöðvum brotið niður (4-5klst forði í lifur)
- Amínósýrur (prótín ) og fita notuð
Hvað verður um amínósýrur í upptökufasa?
- Byggja upp prótín
- Nýmyndun glúkósa
- Umfram amínósýrur verða að fitu
Föstufasi og prótín
- Frjálsar amínósýrur í blóði notaðar til að búa til ATP (sparar glúkósa í blóði)
- Frjálsar amínósýrur til að búa til glúkósa
- Ef mikil fasta –> vöðvaprótín brotin niður
Afhverju breytist glúkósi stundum í glýkógen en stundum öfugt?
Glúkósi –> Glýkógen: Ef mikið er af glúkósa stýrir insúlín ferlinu í þessa átt.
Glýkógen –> Glúkósi: Ef lítið er af glúkósa, stýrir glúkagon ferlinu í þessa átt
Hverju seytir brisið?
insúlíni og glúkagoni
Hvað er parasympatísk virkni í meltingarvegi og brisi….
Eykst við og eftir máltíðir.
Parasympatískt inntak í beta-frumur örvar seytingu insúlíns.
Hvað er Sympatísk virkni?
Insúlínseyting er hömluð af sympatískum taugafrumum. við streitu eykst sympatískt virkni til brisins, styrkt af katekólamínlosun úr nýrnahettumedúllu.