Skynjun spurningar Flashcards
Til hvers er skynjun?
- Upplýsingar til að stýra…
…viðbrögðum við ytra umhverfi
…innra umhverfi
…hreyfingum - Getur „vakið“ heilabörkinn
- Skynjun umhverfis
- Upplýsingar settar í minni
- Áhrif á tilfinningar og hegðun
Hvernig virkar skynjun?
Áreiti - himnuspennubreyting - stigspenna - boðspenna (ef þröskuldur næst)
Hvers vegna er betra að skynnemar séu sér frumur tengdar við aðrar frumur með taugamótum, heldur en hluti af taugafrumu?
Vegna þess að ef að skynnemi deyr vegna of sterkrar skynjunar þá deyr taugafruman ekki líka. Ef skynneminn væri hluti af taugafrumunni þá myndi taugafruman líka deyja.
Hvað gerist við skynjun?
jónagöng opnast mekanískt við skynjun - Na+ flæðir inn - afskautun á sér stað - stigspenna myndast ( ef hún er nógu mikil, opnast spennustýrð Na+ göng sem veldur þá boðspennu (einfaldari orð= ef þröskuldur næst)
ómeðvituð skynjun
boð um innra ástand
meðvituð skynjun
boð frá yfirborði líkama, vöðvum og liðum. + boð frá sérstökum skynfærum (sjón, heyrn, jafnvægi, lykt, bragð)
Hvað er áreiti?
Breyting í innra eða ytra umhverfi sem numin er af skynnema
Dæmi um áreiti:
* Varmi (hiti)
* Ljós
* Hljóð
* Þrýstingur
* Breyting í styrk efna
Nefnið 6 flokka skynnema…
- Ljósnemar (photoreceptors)
-
Mekanískir skynnemar (mechanoreceptors)
Skynja snertingu, hljóð, þrýsting og breytingu á líkamsstöðu. - Hitanemar / kuldanemar (thermoreceptors)
-
Osmónemar (osmoreceptors)
Eru í undirstúku, greina breytingu á osmótískum þrýsting - Efnanemar (chemoreceptors)
Greina breytingu á efnasamsetningu blóðs - Sársaukanemar (nociceptors / pain receptors)
Hvað er sensory transduction (umbreyting)?
Umbreyting á áreiti yfir í skynnemaspennu
Hvernig má skipta skynnemum eftir því hvernig þeir aðlagast áreiti?
Tónískir - Aðlagast ekki eða aðlagast mjög hægt að stöðugu áreiti og veitir því stöðugar upplýsingar um áreitið.
Fasískir - Aðlagast hratt að stöðugu áreiti og sýnir oft “off response” þegar áreitið er fjarlægt. Þessir viðtakar senda boð um breytingar á styrk áreitis.
Nefnið dæmi um skynnema í húð.
- free nerve endings
- Meissner’s corpuscles
- Pacinian corpuscles
- Ruffini corpuscles
- Merkel receptors
Hvernig er eftirfarandi komið til skila í taugakerfinu?
styrkur áreitis
sterkara áreiti->stærri skynnemaspenna->tíðari boðspennur->meiri losun boðefna á næstu frumu
Sterkara áreiti -> fleiri skynnemar örvast
Hvernig er eftirfarandi komið til skila í taugakerfinu?
hvers konar boð og staðsetning boða
MTK getur túlkað boðin þótt þau séu bara röð af boðspennum því kerfið “veit” hvaðan boðin komu og hvaða eðlis þau eru (afþví að þau komu ákveðna leið)
Hvað er viðtakasvið?
„Svæðið“ þar sem áreiti getur
komið af stað boðum
Hvað gerir hliðlæg hömlun?
Eykur skerpu skynjunar
Hvað „bjagar“ / breytir meðvitaðri skynjun?
Við skynjum bara hluta af umhverfinu -> Það er átt við skynboðin/þau stillt af; hlyti magnaður upp/hluti dempaður. Heilinn túlkar og setur í samhengi.
Til hvers er sársauki?
* Til að forða okkur frá skaða
* Minningar um sársauka
* Verndum laskaðan vef
Að hvaða leyti er sársauki flóknari en t.d. hitaskyn?
Hann er margþættur. Breytt hegðun og tilfinningar spilla inní og fyrri reynsla og aðstæður geta haft áhrif.
Hverjar eru þrjár gerðir sársaukanema?
* Mekanískir sársaukanemar
(bregðast t.d. við höggi og skurði)
* Hita-sársaukanemar
* Fjölhæfir (polymodal) sársaukanemar
Svara öllu sársaukafullu áreiti
Hraður sársauki
- Mekanískir / hitasáraukanemar
- A-delta taugasímar (hraðir)
- Fyrsti sársaukinn
- Skarpur sárauki
- Staðsetning greinileg
Hægur sársauki
- Polymodal sársaukanemar
- C taugasímar (hægir)
- Kemur aðeins síðar, varir lengur
- Verkur, ekki eins skarpur
- Staðsetning ekki eins greinileg
Hraðir og hægir taugasímar
* Hraðir A-delta símar
* Tengdir mekanískum sársaukanemum og hita-sársaukanemum
* Mýelínslíður
* Allt að 30m/s
* Hægir C símar
* Tengdir polymodal sársaukanemum
* Ekki mýelínslíður
* Allt að 12m/s
Nefnið dæmi um áhrif sársaukaboða á heilastarfsemi
Boð um mænu (eða heilastofn) til heila. Td dreif sem hjálpar til við að “vekja mann”, aukin athygli
Hvaða tvö taugaboðefni losna úr taugasímum sársaukanema?
Substance P
* Losað af sumum taugafrumum sem miðla sársauka
* Ekki tengt öðrum boðum en sársauka
Glútamat
* Algengt taugaboðefni (fyrir ýmislegt)
* Virkar á tvenns konar viðtaka í millitaugungi:
AMPA: Boðspennumyndun, boð um sársauka
NMDA: Gerir brautina næmari en áður
Nefnið dæmi um sársaukastillandi efni í miðtaugakerfinu?
Ópíöt framleidd í líkamanum (td endorfín)
Hvar virka sársaukastillandi efni í MTK?
í heila og mænu
Hvað er hljóð?
sveiflur í efni
- t.d einhvað hreyfist og þjappar saman lofti og lætur það titra með ákveðni tíðni
Hvað ræður tónhæð?
tíðni sveifla
- eftir því sem sveiflur eru tíðari því hærri er tónhæðin
Hvað ræður hljóðstyrk?
hversu háar sveiflurnar eru