Hjartað Flashcards
Einstreymislokar
blóð kemst í rétta átt en ekki til baka
AV valve
A = antrium = Gátt
V = ventricle = Slegill
Hjartað er sjálfvirkt
gangráðsfrumur búa til rafpúls
Það er sjálfvirkni í hvaða frumum og göngum?
gangráðsfrumum og Na göng
SA hnútur ræður af því að
boðspenna frá SA fer niður hina hnútana sem truflar og tekur yfir
Hlutverk AV hnúta og hinna fyrir utan SA hnút
leiða boðspennu niður
100 m sek töf í AV hnúti
svo að gáttirnar og sleglarnir séu ekki að dragast á sama tíma
Hvort er lengri boðspenna í hjartavöðvafrumum eða beinagrindarvöðvafrumum?
hjartavöðvafrumum
Er hægt að senda aðra boðspennu í hjartavöðvafrumum eins og í beinagrindarvöðvafrumum?
Nei
Leiðslur
munurinn á a.m.k 2 punktum
Skaut
einn punktur
Hjarta og blóðrásarkerfi - Ferli
- Súrefnissnautt blóð í fæti ferðast með bláæðum í átt að hjarta. Bláæðar verða stærri og að lokum er ein æð frá neðri hluta líkamans sem rennur inn í hjartað (neðri holæði). Einnig rennur bláæðablóð frá efri hluta líkamans í efri holhæð í hjartað.
2.Hægri gátt hjartans tekur við blóði frá neðri holæð og efri holæð.
- Úr hægri gátt berst blóðið niður í hægri slegil
- Hægri slegill pumpar blóðinu upp um lungnaslagæð sem skiptist í 2 lungnaslagæðar - til lunga
- Í lungunum losnar CO2 úr blóðinu en O2 bætist í blóðið. Þar mep er blóðið rautt
- Súrefnisríkt blóð frá lungum rennur um lungnabláæðar til hjartans. Blóðið rennur inn í vinstri gátt.
- Úr vinstri gátt rennur blóðið niður í vinstri slegil. Vinstri slegill dælir blóðinu út um ósæðina
- Úr ósæðinni greinast ýmsar slagæðar sem greinast og dreifa blóðinu um allan líkaman,
- Slagæðarnar greinast í minni slagæðar og að lokum rennur blóðið um háræðanet, sem liggur um næstum alla vefi líkamans. Í háræðunum losnar O2 úr blóðinu og CO2 er tekinn upp úr vefjum (og í smæstu slagæðunum/slagæðlingunum).
- Komin aftur á staðinn sem við byrjuðum á - súrefnissnautt blóð í bláæð í vef
Blóð að hjarta
bláæðar - súrefnisnautt
Blóð frá hjarta
slagæðar - súrefnisríkt
Blóð í lungnaslagæðum
súrefnissnautt
Blóð í lungnabláæðum
súrefnisríkt
Súrefnisnautt
minna af O2 því vefir líkamans hafa notð hluta þess O2 sem barst með slagæðablóðinu
Hægri slegill dælir um lungnahringrás
Lítil mótstaða, lágur þrýstingur
Vinstri slegill dælir um nánast allan líkamann
Mikil mótstaða, hár þrýstingur
Sterkari vöðvi, þykkari veggir
Lokur
milli gátta og slegla (hægri og vinstri)
í lungnaslagæð
í ósæð
Hver er tilgangur þessara loka? - Milli gátta og slegla
blóð ekki út í gáttir við samdrátt slegla
Hver er tilgangur þessara loka? - Í lungnaslagæð og ósæð
Blóð ekki til baka til slegla eftir samdrátt
Atrioventricular lokur
Milli vinstri slegils og gáttar - Bicuspid loka (mitral/mítur/tvíblöðkuloka)
Milli hægri slegils og gáttar - Tricuspid loka (þríblöðkuloka)
Chordae tendineae
þræðir sem tjóðra niður lokurnar - tengja lokurnar við papillary vöðva innan í sleglum
Slagæðalokur
Hálfmánalaga blöðkur - Loka æðinni þegar blóð ætlar til baka inn í slegil
Ósæðarloka
Lungnaslagæðarloka
Af hverju eru ekki lokur milli bláæða og gátta?
lítill þrýstingsmunur (lítið flæðir til baka)
gáttarsvæðið við æðar dregst saman
Lög hjartaveggjarins
Innst - endothelium
Miðjan - myocardium
Yst - epicardium
Gollurhús
Endothelium
þunn þekja, þekur líka æðar að innan
Myocardium
hjartavöðvafrumur
meginhluti veggjarins
Epicardium
þunnt lag sem umlykur myocardium
Gollurhús
2 lög
- tengir hjartað við bandvef í brjóstholi
- smurning (auðveldar hreyfingu hjartans)
Intercalated discs / Millidiskar
tengja hjartavöðvafrumur
-Desmosome/þéttitengi = Mekanísk tenging
-Gatatengi = Rafmagnstenging
Ein gátt/einn slegill
ein eining
Hvernig verður hjartsláttur til?
Gangráðsfrumur
Samdráttarfrumur
Gangráðsfrumur
búa til rafpúlsinn sem setur hjartslátt af stað
Samdráttarfrumur
99% af hjartavöðvafrumum, dragast saman og pumpa blóði
Himnuspenna í gangráðsfrumum - sjálfkrafa boðspennumyndun
Gangráðsfrumur hafa ekki fasta hvíldarspennu
Himnuspennan beytist sjálfkrafa með tíma þar til hún nær þröskuldi og boðspenna verður til
Himnuspenna í gangráðsfrumum - Lykilatriði
Sérstök Na göng sem hleypa Na inn við yfirskautun frumunnar (en ekki við afskautun eins og hjá öðrum)
Himnuspennan breytist vegna flæðis Ca úr geymslum inni í frumunni
Náttúrulegir gangráðar
Purkinje þræðir
Bundle of his
SA hnútur
AV hnútur
Purkinje þræðir
ganga eins og greinar út úr bundle of his
SA hnútur
RÆÐUR - boð send um hjartað 70-80x/mín
AV hnútur
40-60x/mín
AV og His knippi og purkinje
geta ekki haldið sínum takti -> SA hnútur tekur við og hefur áhrif (gefast ekki tímar til að halda sínum takti)
Til að hjartað sé góð pumpa
- Samdráttur gátta verður að klárast áður en sleglar dragast saman
- Samdráttur hjartafrumna verður að vera samhæfur
- Samdráttur hægri og vinstri gátta á sama tíma og samdráttur hægri og vinstri slegla á sama tíma
Samdráttur hjartafrumna verður að vera samhæfur
Til að þrýsta blóðinu skipulega í rétta átt
Raförvun og samdráttur gátta
Boðspenna berst um gatatengi
Interatrial pathway
Interatrial pathway
Sér leið til að flýta fyrir í vinstri gátt
Hægri og vinstri gátt dragast saman
á svipuðum tíma
Leiðni milli gátta og slegla
Bara gegnum AV hnút (og His knippi)
Electrically nonconductive fibrous tissue
Frá SA hnúti til AV hnúts = 30 msek
Töf í AV hnúti = 100 msek
Electrically nonconductive fibrous tissue
rafmagn fer bara eina leið milli gátta og slegla
Af hverju er töfin í AV hnúti (100msek) praktískt?
gáttir dragast á undan sleglum (sleglarnir streitast ekki á móti þegar þeir eru að fyllast)
Raförvun slegla
- Boðin berast um slegil - His knippi og purkinje þræðir
- Purkinje þræðir örva hjaartavöðvafrumur
- Boðspennan berast milli hjartavöðvafrumna - gatatengi
Himnuspennubreytingar með tíma í frumum sem dregst saman:
Gangráðsfrumum VS “venjulegri” hjartavöðva frumu
Gangráðsfruma: sjálfkrafa breyting á himnuspennu og sjálfkrafa myndun boðspennu óvenjuleg
Hjartavöðvafruma: sérstakt að afskautunin helst mjög lengi (250msek á móti 1-2 msek í tauga og vöðvafrumum)
Samdráttur í hjartavöðvafrumu
Meirihluti Ca kemur úr innanfrumugeymslu
Mikið Ca í umfrymi -> lengri samdráttur:
-300 msek (100 msek í beinagrindarvöðva)
-langur samdráttur -> betri pumpa
Lengri ónæmistími í hjartavöðvafrumu
Ekki hægt að setja annan samdrátt fyrr en slökun hefur orðið
Nauðsynlegt fyrir pumpuvirkni - Samdráttur og slökun á víxl
Samdráttur hjartavöðvafrumu - 300msek
Hjartarafrit
Rafskaut mæla rafvirkni á yfirborði líkama
(lítill) rafstraumur berst upp á yfirborð líkama vegna rafvirkni hjartans
mælt óbeint
P bylgja
afskautun gáttanna
Bilið milli P og R
töf í AV hnútum
Q bylgja
of lítil og ekki mælanleg
QRS hlutinn
afskautun sleglanna
(Á sama tíma eru gáttirnar reyndar að endurskautast (yfirskautast))
ST bilið
sleglarnir eru afskautaðir og í samdrættir (tæmast af blóði)
T bylgja
endurskautun slegla (yfirskautast)
TP bil
allt hjartað endurskautað (yfirskautað)
Ósæðin geymir þrýsting vegna teygjanleika
120/80 = blóðþrýstingur
Slagrúmmál
það rúmmál sem slegill pumpar í hverju slagi
End diastolic volume mínus End systolic volume
stroke volume (slagrúmmál)
Systóla
samdráttur og tæming hjartahólfs
Diastóla
slökun og fylling hjartahólfs
Tíminn í Diastólu
500msek í hvíld
styttra í áreynslu
Tíminn í Systólu
300msek í hvíld
minna við áreynslu
Hámarkshjartsláttartíðni í ungu fólki er ca 200x/mín - Af hverju er ópraktískt (óhentugt) að hafa enn hærri tíðni ?
ef tíðni hækkar þá þarf diastólan að styttast meira, það mikil að slegillinn nær ekki að fylla sig nógu vel - útflæðið gæti minnkað
Hjartahljóð - Löbb
AV lokur lokast
Hjartahljóð - Döbb
slagæðalokurnar lokast
Útfall hjartans (cardiac output)
Rúmmál blóðs sem dælt er frá einum slegli á mín
Ef 5 lítrar / mín. renna út úr vinstri slegli, hvað rennur mikið úr hægri slegli?
5 lítrar - þarf að vera í jafnvægi
Útfall hjarta
Hjartsláttartíðni * slagrúmmál
Útfall hjarta í hvíld
5 L/mín
Útfall hjarta við mikilli áreynslu
20-25L/mín
Hvaða strúktur í hjarta stjórnar (á endanum) hjartsláttartíðni?
SA hnútur
Sjálfvirkja taugakerfið hefur áhrif á hjartað - Parasympatíska kerfið
lítil ítaugun slegla
Vagus taug
ítaugar gáttir
áhrif á SA hnút og AV hnút
Sjálfvirkja taugakerfið hefur áhrif á hjartað - Sympatíska kerfið
meiri ítaugun slegla
ítaugar gáttir (SA og AV hnúta)
ítaugar segla verulega
Grunntíðni SA hnúts - Án áhrifa taugakerfisins
70-100x á mín
Í hvíld - Parasympatísk áhrif
hjartsláttartíðni minnkar
Við áreynslu/streitu - Sympatísk áhrif
hjartsláttartíðni eykst
Stýring á sympatísku/parasympatísku jafnvægi
kjarni í heilastofni
adrenalín frá nýrnahettum
Slagrúmmálinu er stjórnað á 2 hátt
-Innri stjórnun
-Ytri stjórnun
Innri stjórnun
teygt meira á hjartavöðva þegar fyllist meira hjartað - Kraftur samdráttar eykst
Ytri stjórnun
Sjálfvirka taugakerfið. Adrenalín
Innri stjórnun á slagrúmmáli
Ef það kemur meira blóð inn í slegilinn í diastólu þá verður -> sjálfkrafa meiri samdráttur og meira blóð út í systólu
Kraftur í vöðva breytist eftir því sem er langur - eftir sem teygt er meira á vöðva þá virkar hann betur
Ytri stjórn á samdráttarkrafti hjarta
Sympatísk taugavirkni
Adrenalín frá nýrnahettum
-s.s. sympatíska taugavirknin eykur samdráttarkraftinn = meira slagrúmmál
-Þá utanaðkomandi áhrif, stýrikerfi sem segir hjartanu að pumpa meira
Útstreymishlutfall
hvað fer stórt hlutfall sem er í sleglinum út
Útstreymishlutfall - formúla
slagrúmmál / rúmmál í lok diastólu
Útstreymishlutfall heilbrigðis hjarta
50-70% í hvíld
90% við erfiði
Hvað getur hjartað ekki sem beinagrindarvöðvar gera?
getur ekki sent margar boðspennur
getur ekki virkjað fleiri hreyfingar
Munu á hjarta og beinagrindarvöðva
Beina
- sumar hreyfieiningar dragast saman
Hjarta
- allar vöðvafrumur dragast saman
Beina - kraftur aukinn:
- fleiri einingar, samlagning samdráttar yfir tíma
Hjarta - kraftur aukinn:
- teygt á vöðva (innri stjórn)
- sympatísk örvun (ytri stjórn)
Samantekt: Parasympatísk áhrif á hjartað
Acetylcholine losað
Hjartsláttartíðni - LÆKKAR
Töf í AV - HÆKKAR
Samdráttarkraftur í gáttum - LÆKKAR
Samantekt : Sympatísk áhrif á hjartað
Noradrenalín losað
Hjartsláttartíðni - HÆKKAR
Töf í AV hnút - LÆKKAR
Hraði boða í gegnum leiðslukerfi (His og Purkinje) - hækkar
Samdráttarkraftur í gáttum og sleglum (ytri stýring) - HÆKKAR
Seytun adrenalíns frá nýrnahettum -HÆKKAR
Aðfall með bláæðum -HÆKKAR => Samdráttarkraftur - HÆKKAR
Acetylcholine (Parasympatíksa) og noradrenalín (Sympatíska) - Hafa áhrif
á ýmis Jónagöng:
- Aukið/minnkað gegndræpi fyrir jónum
- Himnuspennubreytingar ganga hægar/hraðar
Áhrif blóðþrýsting á vinnu hjartans
Sleglar þurfa að yfirvinna þrýsting í slagæðum
Illa opnar lokur => meiri vinna
Næring hjartans - af hverju ekki nóg blóð úr hólfum (5L)?
Endothelium (innþekja) klæðir hjartahólf að innan og blóð lekur ekki í gegnum það
Blóð ekki innan úr hólfum og til vöðva
Sveim (diffusion) ekki nóg:
- Mikil vegalengd
- Mikil notkun (á súrefni og orkuefnum)
Hvað nærir hjartað?
Kransæðar
Kransslagæðar
ganga út úr ósæð
Kranasbláæðar
tæmast inn í hægri gátt
Fylling kransslagæða - Diastólu
70% blóðflæðis
Fylling kransslagæða - Systólu
30% blóðflæðis
Fylling kransslagæða - Er minna í Systólu af 2 ástæðum
Samdráttur slegils kreistir kransæðar
Ósæðarlokan þvælist fyrir opi kransæða
Vinna hjartans er mismunandi í hvíld og áreynslu - Blóðflæði í kansæðum þarf að laga sig að þessu
kransæðar víkka þegar á þarf að halda
Krafa hjartans um blóðflæð stjórnast af
þörfinni fyrir súrefni
Adenosine
afleiðing á efnaskiptum í hjartanu (orkunotkun) - efni í ATP
Kransæðasjúkdómar
Þrenging á kransæðum -> ónógt blóðflæði, mögulega hjartaáfall
Æðakölkun
Æðaskellur (plaques) myndast -> Þrengja æðar
Fylgikvillar æðakölkunar
Hjartaöng
Blóðsegamyndun og stíflur - Æðaskella rofnar => Blóðstorkun/blóðsegamyndun
Hjartaöng
Of lítið blóð til hjartavöðva miðað við þörf
Brjóstverkur
Thrombus
Staðbundin blóðsegi/tappi
Embolus
Thrombus fer á flakk og stoppar við þrengingu
Hjartaáfall
Hjartavefur skemmist/deyr vegna blóðþurrðar
Möguleg útkoma:
- Dauði strax = of veikt hjarta til að pumpa/banvænar hjartsláttartruflanir
- Dauði síðar = veiklaður hjartaveggur rognar/hjartabilun þróast
- Full virkni næst á ný = sterkur örvefur + stækkun vöðvamassa sem lifði
- Virkni skert = t.d. truflaður taktur vegna skemmda á gangráði/leiðslukerfi