Hreyfitaugakerfið Flashcards
Hvernig er rákóttum vöðvum stjórnað?
Hreyfitaugum
Hvaða þrjú þrep er hægt að raða taugakerfum sem stjórna líkamshreyfingum í?
- Efsta þrepið
- Mið þrepið
- Staðbundna þrepið
Hvað ákveður efsta þrepið?
ákveður markmið hreyfingarinnar
Hvað gerist í miðþrepinu?
Stofnar hreyfiprógram og ákveður þær stöður og hreyfingar sem þarf til að markmiði efsta þrepsins sé náð
- Hér eru líka teknar með upplýsingar frá skynnemum sem auka skilning á stöðu líkamans.
Hvað ákveður staðbundna þrepið?
í mænunni ákveður hvaða hreyfitaugar verða virkjaðar fyrir hreyfinguna
Hvað gerist þegar hreyfingin fer af stað?
Þá fær hreyfistjórnun heilans stöðugar upplýsingar um það hvað vöðvarnir eru að gera og geturþá leiðrétt hreyfinguna ef þarf
Hvað skiptast hreyfingar í?
Viljastýrðan og óviljastýrðan hluta
Hvaðan komar beinustu áhrifin á hreyfitaugar?
Koma frá staðbundnum intertaugum sem sjálfar verða fyrir áhrifum af upplýsingum frá viðtökum, frálægum brautum og öðrum intertaugum
Hvað gera vöðvaspólur?
Gefa upplýsingar um lengd vöðva og hversu hratt breyting í lengd á sér stað
Hvað markar byrjun á stretch reflex?
Virkjun vöðvaspólu
Hvað gerist við byrjun á stretch reflex?
Hreyfitaugar til mótstæðs vöðva eru hindaðar meðan þær eru virkjaðar í þeim vöðva sem lengist
Hvað er gert til að viðhalda spennu í vöðvaspólu viðtökum?
gamma hreyfitaugar virkjaðar til vöðvaspóla
Hvaða hreyfitaugar eru virkjaðir samtímis og vöðvaspólur?
Gamma og Alpha hreyfitaugar
Hvað gera Sinaspólur?
Gefa upplýsingar um spennu vöðva
Hvernig nýta sinaspólur sér intertauga?
Getur stjórnað örvandi og bælandi áhrifum hreyfitaugar og þar með stjórnað spennu í vöðvasamdrætti, svo og slökun á vöðvasamdrætti