Beinagrindarvöðvar Flashcards
Beinagrindarvöðvar
Viljastýrðir, hreyfa um liðamót
Sléttir vöðvar
Stjórnað af ósjálfráða taugakerfinu, Hol líffæri, æðar
Hjartavöðvi
Stjórnað af ósjálfráða taugakerfinu
Rákóttir vöðvar
Beinagrindarvöðvar og hjartavöðvar
Beinagrindarvöðvafruma
10-100µm í þvermáli
Tugir cm að lengd (stundum jafnlöng vöðvanum)
Margir kjarnar
Mikið af hvatberum
Beinagrindarvöðvar eru stýrðir af
sómatíska taugakerfinu (viljastýrða)
Margar frumur saman í knippi eru umluktar af
Bandvef
Beinagrindarvöðvafruma er að mestu samsett úr
vöðvaþræðlingum
Vöðvaþræðlingur
Um 1µm þvermál
jafnlangur vöðvafrumunni
skipuleg uppröðun samdráttarpróteina
Samdráttarprótein
Mýósín
Aktín
Trópómýósín
Trópónín
Samdráttarprótein - Þykku þræðir
Mýósín
Samdráttarprótein - Þunnu þræðir
Aktín
Trópónín
Trópómýósín
Vöðvar eru samsettur úr ____________ sem eru samsettur úr ____________ sem eru samsettir úr
vöðvafrumum/vöðvaþráðum
vöðvaþræðlingum
þykkum (mýósín) og þunnum (aktín o.fl.) þráðum
Samdráttareining / Sarcomere
Minnsta eining vöðvans sem getur dregist saman
Samdráttareining / Sarcomere er á milli
tveggja Z-lína
Z línur
Frumugrindarprótein
Tengja aktín aðlægra samdráttareininga
Tengipunktar fyrir títín
Títín
Risastórt prótein
Hvar er Títín?
Frá Z línu til M línu og aftur frá M línu til Z línu
Hlutverk títíns
Stuðningur við mýósín og eykur teygjanleika vöðva
Krossbrýr eru milli
aktíns og mýósíns
Hver mýósín sameind
2 höfuð og halar
Mýósín sameind
Getur svignað á 2 stöðum
ATPasi
Bindiset fyrir aktín
Hvar er bindiset fyrir aktín?
Á mýósín sameind
Aktín
Aðalbyggingarefni þunnu þráðanna
Mörg bindiset fyrir mýósín
Trópómýósín
Vefur sig utan um aktín
Lokar bindisetum fyrir mýósín
Trópónín
Binst við bæði aktín og trópómýósín
Losnar frá þegar Ca2+ binst
Hvenær losnar trópónín?
Þegar Ca2+ binst
Ca2+ og vöðvasamdráttur - Slakur vöðvi
Trópómýósín kemur í veg fyrir bingingu mýósíns
Ca2+ og vöðvasamdráttur - Vöðvasamdráttur
Ca2+ fæðir inn í umfrymi
Ca2+ binst trópónín, trópónín-trópómýósín losna frá aktín
Krossbrú tengist og mýósín togar í aktín = Samdráttur
Við hverju binst Ca2+ við vöðvasamdrátt?
Trópónín
Samdráttareiningar styttast
Vöðvasamdráttur verður þannig að mýósín „labbar” eftir aktínþráðunum
Tog mýósíns í aktín styttir samdráttareininguna (Z línurnar færast nær hvor annarri, samdráttareining)
Styttast aktín og mýósín við vöðvasamdrátt?
Nei - Bara meiri skörun en (“rennur yfir”)
Hvernig togar mýósín í aktín?
Mýósín binst við aktín þegar bindisetið er opið (eftir að Ca2+ opnaði með því að bindast trópóníni). Haus á mýósíni sveiflast síðan þannig að tog myndast á aktínið og samdráttareiningin styttist
Í hverjum þykkum þræði eru margar mýósínsameindir og þar með margir mýósínhausar sem tengjast aktíni og toga í þaði. Samanlagt verður niðurstaðan að þykki mýósín þráðurinn togar aktínþræðina frá sitthvorri hliðinni nær hvor öðrum og samdráttareiningin styttist.
Hvað er það sem setur samdrátt í gang / stöðvar samdrátt?
Taugaboð og svo aukið Ca2+ í umfrymi => Samdráttur
Taugaboð stöðvuð og Ca2+ hreinsað úr umfrymi => Slökun
Tauga-vöðvamót
Hreyfitaugafruma tengist vöðvafrumu í tauga-vöðvamótm.
Endinn greinist á hreyfitaugafrumunni í nokkra hluta og myndar terminal button.
Endaplata (motor end plate)
Sá hluti frumuhimnunnar í vöðvafrumunni sem tengist taugafrumunni
Hvernig tauga-vöðvamót virka
- Boðspenna berst eftir hreyfitaugafrumunni og út á enda
- Afskautunin veldur því að spennustýrð Ca2+ göng opnast og Ca2+ streymir inn
- Innflæði Ca2+ kemur af stað losun boðefnis Acethylcoline
- Acetýlkólín sveimar yfir tauga-vöðvamótin og sest á viðtaka sína á vöðvafrumunni
- Opnar katjónagöng (plúsjónagöng) og við það streymir Na+ inn undan rafstyrkhalla sínum
- Vöðvafruman afskautast (því innflæði af plúshlöðnu Na+ er mikið en útflæði af K+ er lítið).
- Afskautunin dreifist um frumuhimnuna
- Afskautun í frumuhimnunni við hlið endaplötunnar opnar spennustýrð Na+ göng
- Opnun spennustýrðu Na+ ganganna veldur myndun á boðspennu
- Ensímið acetýlkólínesterasi brýtur acetýlkólín fljótt niður. Það stoppar allt ferlið
Af hverju flæðir meira inn af Na+ en flæðir út af K+?
hvíldarspennu vöðvafrumunnar (sem er nálægt -90mV) er K+ nálægt sínu jafnvægi og hefur ekki mikla tilhneigingu til að fara neitt. Na+ hefur hins vegar jafnvægisspennu upp á +60mV og flæðir því hratt inn undan rafstyrkhalla sínum ef plúsjónagöng opnast
Taugaboð berast til vöðva
Boðspennur með aðlægri hreyfitaugafrumu -> Acethylcoline losað á vöðvann, Na+ inn (og K+ út) -> Afskautun og boðspennumyndun
Dreifing himnuspennubreytingar um vöðvafrumu og losun Ca2+
Boðspenna dreifist um frumuhimnuna
Boðspennan nær niður í T-píplur
Spennubreyting í T-píplum ýtir undir losun Ca2+ úr frumisneti
T-píplur (transverse tubules)
samfelldar við frumuhimnu vöðvafrumunnar
teygja sig inn frá frumuhimnunni og að vöðvþræðlingum
Boðspenna ferðast niður þar