RÓMVERJAR: Almennt Flashcards
Tímalína Rómarveldis
skiptist í þrennt; konungdæmi, lýðveldi og keisaradæmi áður en heimsveldið fellur.
Hvernig Rómarveldi hófst
- Rómarveldi var bændaþorp framan af
- Síðasti konungurinn var rekinn og kjörnir embættismenn stjórna (lýðveldisöld).
- Róm leggur undir sig Ítalíu.
- Leggja undir sig allt Miðjarðarhafssvæðið
- Keisarastjórn kemst á (einveldi).
753 f.Kr. - 476 e.Kr.
Patrísear
Elstu, fremstu og ríkustu ættirnar í Rómarveldi. Þeir máttu einir gegna opinberum embættum og áttu fulltrúa í öldungaráðinu.
Plebeiar
Rómverski borgaralýðurinn. Fjölmenn lágstétt sem var herskyldug og fékk því atkvæðisrétt á þingi. Vægi atkvæða á allsherjarþingi fór eftir efnahag.
Rómversk menning og list
byggist á eldri menningu (m.a. grískri og etrúskri) og gegnir ákveðnu varðveisluhlutverki, þar sem við ættum ekki allt sem við eigum af grískum listaverkum ef Rómverjar hefðu ekki endurgert þau. Rómverjar eru frægir fyrir verkfræði sína (bogana, vatnsleiðslur, vegi o.s.frv.)
Hvað er Róm byggð á mörgum hæðum?
Sjö.
Bogaform
er rómversk tækni sem er mjög áberandi í mannvirkjum Rómverja. Hlaðinn hringbogi hefur mikið burðarþol.
Sement
Þeir gátu byggt þyngri og endingarbetri byggingar og ollu byltingu í byggingarlist.
Aquaduct
Vatnsleiðslubrú sem Rómverjar innleiddu.
Boginn á Segovia brúnni…
…er byggður svo þétt að ekkert er á milli múrsteinanna til að halda þeim saman.
Anio Novus
er lengsta vatnsleiðslubrú á Ítalíu.
Rómverska vegakerfið
400,000 km langt. “Allir vegir liggja til Rómar”. Samanstóð af beinum vegum en Via Appia er einn mikilvægasti vegur Rómverja.
Barrel vault
Boghvelfing. Hægt að setja glugga alls staðar.
Krosshvelfing
Tvær boghvelfingar sem mætast í miðju og þurfa þess vegna minni stuðning.
Hemispherical dome
Hvolfþak
Hálfkúlulaga hvolfþak
sést m.a. á Panþeon í Róm. Með hvolfþakinu sjálfu er rými aukið mikið og ofan á hvolfþakinu er stórt hringlaga gat (oculus) sem hleypir birtu inn.
Fortuna Virilis
er hof guðsins Portunus í Róm. Byggt um 100 f.Kr.
Circus Maximus
er braut fyrir veðhlaupahesta í Róm. Tekur 250,000 manns í sæti. Hún er 621 m að lengd og rúmlega 100 m að breidd.
Al Khazneh
(þýðir fjárhirsla) er hof í Jórdaníu byggt í kringum 100 f.Kr. Gott dæmi um “barokk-stíl” Rómverja. Það er byggt inn í klettavegg.
Colosseum
er rómverskt hringleikahús sem stendur í miðbæ Rómar. Byggingin er sporöskjulaga og bogaformið allsráðandi og síendurtekið. Á byggingunni eru 80 inngangar og gat hún rúmað um 50,000 áhorfendur. Á fyrstu hæð Colosseum eru dórískar súlur, á þeirri annarri jónískar og á þeirri þriðju kórinþískar. Á toppnum er svo veggstöpull (pilaster).