GRIKKLAND: Hofbyggingar Flashcards
Dórískur stíll
eru einfaldastar og líta hvað þunglamalegast út. Súluhöfuðið er einfalt, súluleggurinn þykkur og engin undirstaða.

Jónískar súlur
eru glæsilegar og tignarlegar. Á súluhöfðinu eru sniglar báðu megin sem hringa sig saman. Súluleggurinn er grennri og undirstaðan sýnileg.

Kórinþískar súlur.
Yngstar súlugerðanna og nefndar eftir Kórinþu. Þær hafa hátt og glæsilegt form, súluhöfuðið er einkennandi akanthus-lauf. Súluleggurinn er grannur og undirstaða sýnileg.

Karíatýða
eru súlur í laginu eins og konur.
Súlurákir
eru rákir sem liggja niður eftir súluleggnum.
Gaflhyrna (pediment)
er þríhyrningslaga “form” ofan á sumum hofum.
Súlnarið
er röð súlna sem halda uppi láréttri byggingarhleðslu
Veggkróna
er skrautlisti ofarlega á hofum.
Metópa
er mynd á milli tveggja tríglýfra
Tríglýfur
eru lóðréttar rákir sem liggja milli metópa í grískum arkítektúr.
Myndræma (frieze)
er langur, lágréttur listi sem liggur á miðju hofinu.
Cella
lítið herbergi
Naos
Hof
Hypo
fyrir neðan
Stylos
Súlur
Peristyle
Súlnagöng/súlnaröð
Distyle
tveggja súlna röð
Tetrastyle
fjögurra súlna röð
Hexastyle
Sex súlna röð
Octostyle
Átta súlna röð
Decastyle
Tíu súlna röð
Tholos
hringlaga hof
Parþenon
eða meyjarhofið var byggt milli 447 f.Kr. - 438 f.Kr. Períkles lét byrja byggingu hofsins og var maður að nafni Iktínos fenginn sem arkitekt. Phidias sá um skreytingar.
Hofið er byggt í dórískum stíl og hýsti cryselephantine styttu Aþenu. Hofið sveigist upp á við og eru innri súlur jónískar en ytri dórískar.
Metópurnar eru 92 talsins.
Sjónblekking á súlum
Grikkir byggðu súlurnar inn á við svo þær virkuðu réttar.

Entasis
þensla = sjónblekkingaraðferð Grikkja
Elgin marmararinn
voru frísur eftir Phidias sem voru upprunalega hluti af Parþenon-hofinu. Hann er nú til sýnis á British Museum í Lundúnum.
Þrjár sitjandi gyðjur
er illa farið verk í Parþenon-hofinu sem sýnir þrjár konur sitjandi, og hálfliggjandi. Taldar vera Hestia, Afródíta og Dione.
Hvað heitir þetta verk og eftir hvern er það?

Athena Parthenos eftir Phidias. Rómversk marmarakópía af hofmynd úr viði.
Cryselephantine
eru styttur sem nutu mikillar virðingar í forn-Grikklandi.
Úr viðargrind með þunnskornum plötum af fílabeini og gullþynnu. Mikið skreyttar. Athena Parthenos er dæmi um cryselephantine-styttu.
Erekþeion
er hof á Akrópólishæð í Aþenu. Það er reist norðan við Parþenon og er nokkru lægra. Reist til heiðurs þremur guðum. Byggt í jóníska stílnum en í þeim stíl voru horn á byggingunum vandamál. Í hofinu var geymt ævafornt líkneski Aþenu með hjálm á höfði sem var klætt og fætt á 4 ára fresti í tilefni af Panaþensku hátíðinni.
Á einni hlið hofsins má sjá karýatíður.
Hof Aþenu Nike (af Samóþrake)
er hof “Sigurgyðjunnar” á Akrópólishæð. Það inniheldur súlur á tveimur hliðum hússins en vegg á hinum tveimur.
Propylaea
Hliðið inn á Akrópólishæð
Seifshofið í Aþenu
eru leifar stórs hofs í kórinþískum stíl sem á sér langa byggingarsögu.
Nereid-minnisvarðinn
er minnisvarði sem byggður er í jónískum stíl. Á milli súlnanna fjögurra framan á hofinu eru styttur, allar höfuðlausar vegna veðrunar.
Stoa
Súlnagöng með þaki
Epidaurus
er lítið borgríki við Saronic flóa. Þar stendur frægasta lækningahof í heimi, lækningahof Asklepiosar. Einnig er þar leikhús.