GRIKKLAND: Hofbyggingar Flashcards
Dórískur stíll
eru einfaldastar og líta hvað þunglamalegast út. Súluhöfuðið er einfalt, súluleggurinn þykkur og engin undirstaða.

Jónískar súlur
eru glæsilegar og tignarlegar. Á súluhöfðinu eru sniglar báðu megin sem hringa sig saman. Súluleggurinn er grennri og undirstaðan sýnileg.

Kórinþískar súlur.
Yngstar súlugerðanna og nefndar eftir Kórinþu. Þær hafa hátt og glæsilegt form, súluhöfuðið er einkennandi akanthus-lauf. Súluleggurinn er grannur og undirstaða sýnileg.

Karíatýða
eru súlur í laginu eins og konur.
Súlurákir
eru rákir sem liggja niður eftir súluleggnum.
Gaflhyrna (pediment)
er þríhyrningslaga “form” ofan á sumum hofum.
Súlnarið
er röð súlna sem halda uppi láréttri byggingarhleðslu
Veggkróna
er skrautlisti ofarlega á hofum.
Metópa
er mynd á milli tveggja tríglýfra
Tríglýfur
eru lóðréttar rákir sem liggja milli metópa í grískum arkítektúr.
Myndræma (frieze)
er langur, lágréttur listi sem liggur á miðju hofinu.
Cella
lítið herbergi
Naos
Hof
Hypo
fyrir neðan
Stylos
Súlur
Peristyle
Súlnagöng/súlnaröð
Distyle
tveggja súlna röð
Tetrastyle
fjögurra súlna röð
Hexastyle
Sex súlna röð
Octostyle
Átta súlna röð
Decastyle
Tíu súlna röð
Tholos
hringlaga hof
Parþenon
eða meyjarhofið var byggt milli 447 f.Kr. - 438 f.Kr. Períkles lét byrja byggingu hofsins og var maður að nafni Iktínos fenginn sem arkitekt. Phidias sá um skreytingar.
Hofið er byggt í dórískum stíl og hýsti cryselephantine styttu Aþenu. Hofið sveigist upp á við og eru innri súlur jónískar en ytri dórískar.
Metópurnar eru 92 talsins.
Sjónblekking á súlum
Grikkir byggðu súlurnar inn á við svo þær virkuðu réttar.

