GRIKKLAND: Stílskeið Flashcards
Myrku aldirnar í Grikklandi
stóðu yfir frá 1100-800 f.Kr.
Geómetrískur stíll
einkenni voru stærðfræðileg form og myndefni einkum tengt hernaði og útförum. Þessum stíl tilheyra nær eingöngu vasar og smástyttur.
“Horror vacui”
hræðsla við tómleikann (fear of empty space)
“Trompe l’oeil”
er tækni í listum sem gerir það að verkum að verkin virðast í þrívídd.
Amphora
var vasi sem var notaður fyrir geymslu og flutning á matvælum.
Krater
var vasi sem notaður var til að blanda vatni og víni.
Hydria
var vasi sem var notaður til að sækja vatn, og fyrir ösku látinna.
Arkaískur stíll
var forntími Grikkja. Stærri höggmyndir fóru að koma fram og þá styttur til heiðurs ungum piltum (Kouros) og stúlkna (Kore). Egypsk og fönísk áhrif. Þetta var tími mikillar þróunar og tilraunastarfsemi.
Hvaða listaverk er þetta og hvaða stíl tilheyrir það?

Stúlkan frá Auxerre. Tilheyrði arkaíska stílnum og var svokölluð kore. Gerð um 650 f.Kr.
Hvaða listaverk er þetta og hvaða stíl tilheyrir það?

Kouros frá Attica. Tilheyrir arkaíska stílnum í grískri list. Ber líkindi með styttu af egypskum faraó, Mentemhet.
Hvaða stytta er þetta, hver gerði hana og hvaða tíma tilheyrir hún?

Bræðurnir Kleóbis og Bíton. Gerð af Pólýmedes frá Argos, grískum myndhöggvara. Hún tilheyrir arkaískum stíl.
Hvaða stytta sést hér?

Kroissos frá Anavyssos. Grafarstytta gerð til heiðurs ungum hermanni.
Hvað heitir eftirfarandi stytta?

Kore frá Akrópólis.
Grísk leirkeragerð
náði mjög háu stigi á 5. - 7. öld f.Kr. Fyrst um sinn var Kórinþa sú borg sem leiðandi var í leirkeragerð en Aþena tók svo við. Svartmynda- og rauðmyndavasar komu svo. Leirlistin kennd við Kerameikos (keramik), hverfi leirgerðarmanna í Aþenu. Leirkerin voru oft myndskreytt og eru helsta heimild okkar um þróun grískrar málaralistar þar sem öll málverkin hafa glatast.
Svartmyndalist
er stílskeið í grískri leirkeragerð. Þar eru fígúrurnar svartar á ljósari bakgrunni.
Rauðmyndalist
er stílskeið í grískri leirkeragerð. Þar er viðfangsefnið rautt á svörtum bakgrunni.
?

Vasi gerður af Exekíasi á 5. öld f.Kr. Hér sitja Akilles og Ajax að tafli, búnir undir orrustu. Vasinn er í svartmyndastíl.
Hvað er að gerast á þessari mynd?

Hér er Akkilles að drepa Penþesileiu, drottningu Amasónanna í bardaga þeirra.
?

Leirker eftir Euþýmídes og sýnir brottför hermanns áður en hann heldur til orrustu. Foreldrar hans standa beggja megin við hann og gera hann tilbúinn. Enn eru egypsk áhrif sýnileg (m.a. í prófíl foreldranna) en hins vegar þykir merkilegt að tær hermannsins unga snúa fram á einum fæti, og sýnir það þróun Grikkja frá egypsku reglunum.
Klassíski tíminn
Oft kallað gullöldin og er blómatími Grikkja hvað menningu og stjórnmál varðar. Grikkir skapa stórkostleg leikhús, arkitektúr, list, bókmenntir og heimspeki. Blómatíminn er talinn enda með dauða Alexanders mikla árið 323 f.Kr.
Grísk höggmyndalist á klassíska tímanum
- Grikkir ná fullum tökum á myndsköpun sinni eftir að tilraunatímanum (arkaíska tímabilinu) lýkur.
- Stefnt er að fullkomnun á flestum sviðum og hefur listin yfirbragð samræmis, rósemi og tignar.
- Birtust nektarmyndir í list.
- Aukin þekking á vöðvabyggingu mannslíkamans.
- Andlitsmyndir lausar við persónueinkenni.
- Reynt að sýna samspil líkama og sálar.
Phidias
var frægasti aþenski myndhöggvarinn. Hann var stjórnandi höggmynda í Parþenon-hofinu og var fyrstur til þess að nota bylgjandi klæði til að sýna líkamann.
Polykleitos hinn eldri
var helsti keppinautur Phidiasar. Hann skrifaði bók um hlutföll. Frægasta verk hans er gull- og fílabeinsstytta af Heru í Argos.
Praxiteles
var aþenskur myndhöggvari og er frægur fyrir fyrstu nektarmyndina af Afródítu.



