EGYPTALAND: Almennt Flashcards
Híeróglýfur
Myndletur Egypta. Það inniheldur yfir 700 tákn og tekur um 10 ár að læra.
Rósettusteinninn
Er úrskurður skrifaður á þremur tungumálum. Jean Francois Champollion réði myndletrið.
Skrifarar
voru skrautskrifarar, heimspekimenn, fræðimenn og vísindamenn og vernduðu þeir og mótuðu egypska menningu.
Qenhikhopsef
var skrifari.
Mastaba
(þýðir hús eilífðarinnar) er grafhýsi með flötu þaki og er undanfari hina frægu pýramída.
Imhotep
Arkitekt og faðir læknisfræðinnar 2980 f.Kr.
Hvað heitir þessi pýramídi?

Þetta er stallapýramídi Zósers faraós í Saqqarah. Hann var reistur af Imhotep um 2700 f.Kr.
Hvað heitir þessi pýramídi?

Bent-pýramídinn í Dashur.
Hvað heita pýramídarnir þrír í Giza?
Menkaure, Khufu og Khafre.
(Talið er að pýramídarnir hafi verið reistir af þremur kynslóðum faraóa: Khufu var faðir Khafre og Menkaure var sonur hans).
Smíði pýramídanna
Pýramídarnir voru að mestu gerðir úr granít og voru hnullungarnir fluttir á prömmum tugi kílómetra úr grjótnámum handan við Níl. Þeir eru nákvæmlega höggnir sem er einstakt því einungis þekktust bronsáhöld á þessum tíma. Þeir voru líklega reistir af verkamönnum sem fengu í staðinn mat og húsnæði.
Það tók u.þ.b. 23 ár að byggja einn pýramída og voru þeir í lokin þaktir skjannahvítu kalki og gull sett á topp þeirra.
Af hverjum er styttan sem um ræðir?

Menkaure og drottningu hans Khamerernebty
Bók hinna dauðu
Oft skipt upp í fjóra hluta
- Hinn látni fer inn í grafhýsið, niður í undirheima og líkaminn endurheimtir mátt hreyfingar og máls.
- Útskýringar á goðsögulegum uppruna og staða. Hinir látnu lífgaðir við svo þeir geti endurlífgast með morgunsólinni.
- Hinn látni ferðast þvert yfir heiminn með sólarvagninum.
- Eftir að hafa verið veitt uppreist æru, öðlast hinn látni mátt til að vera einn af guðunum.
Efni til múmíugerðar:
Lín, laukur, leir, trjákvoða og býflugnavax svo fátt eitt sé nefnt.
Hvað tók líksmurning múmía marga daga?
um 40-70 daga.
Canopic-krukkur
voru krukkur sem notaðar voru til þess að geyma líffæri faraóa. Lifur, garnir, magi og lungu fjarlægð. Heilinn ekki talinn mikilvægur svo honum var líklega hent.
Hapy (bavíanahöfuð) á Canopic-krukkum
verndari lungnanna.
Duamutef (sjakalahöfuð) á Canopic-krukkum
verndari magans
Imsety (mannshöfuð) á Canopic-krukkum
Verndari lifrinnar.
Qebekh Sennuef (fálkahöfuð) á Canopic-krukkum
Verndari garnanna.
Shabti-styttur
litlar styttur sem áttu að tákna þjónustufólk faraóa í eftirlífinu.
Hatseptsut
voldugasti kveneinvaldur í hinum forna heimi. Hún ríkti í 21 ár og lýsti sig faraó þegar bróðir hennar / eiginmaður Tuthmosis lést.
Nokkur einkenni egypskrar listar:
- “Dauðalist” þ.e. allt tengist dauða og trú á framhaldslíf
- Unnið í varanleg efni, en verk þurftu að varðveitast af trúarástæðum.
- Íhaldsemi, reglufesta og nákvæmni
- Stærðfræðilegt yfirbragð, en verkin voru oft teiknuð út frá útreikningum og hnitakerfum.
Reglur í egypskri myndlist:
- Engin nýjungagirni; ströngum lögmálum og reglum ávallt fylgt.
- Dæmigerðasta og skýrasta sjónarhornið valið hverju sinni.
- List gerð í varanleg efni og sýnd út frá ákveðnum hlutföllum.
- Höggmyndir af sitjandi fólki með hendur á hnjám.
- Karlar málaðir dekkri en konur.
- Stílhreinn einfaldleiki.
Af hverjum er eftirfarandi stytta?
Styttan er af Rahotep og konu hans Nofret af fjórðu konungsætt. Úr kalksteini og kristal (augun).

Óbelískur minnisvarði
er víðfræg gerð af minnisvarða sem er í formi einhvers konar ferkantaðrar súlu og með oddhvassan þríhyrning á toppnum.
Af hverjum er myndin?

Myndin er af háembættismanninum og lækninum Hesi-Re sem var uppi á valdatíma Zósers
Voldugasti faraó miðríkisins
Khakaure Senwosret III
Knumhotep II
var aðalsmaður sem reisti gröf fyrir sjálfan sig. Hann var m.a. “stjórnandi eyðimerkurinnar í austri, fursti af Menat Kúfú og einkavinur konungs”.
Á myndum sem túlkaðar eru af honum er hann alltaf stærstur og konur hans og börn túlkuð miklu minni en hann sjálfur.
Gröf hvaða aðalsmanns má sjá á myndinni hér að neðan?

Gröf Knumhoteps II
Nýríkið
- eftir upplausn miðríkisins reis Egyptaland sterkara en nokkru sinni fyrr.
- Gullna tímabilið í sögu Egyptalands
- Konungar taka upp heitið faraó.
- Hinn mikli kvenfaraó Hatsepshut.
Hvað sést á myndinni?

Garður Nebamuns sem fannst í gröf hans sjálfs.
Grafhýsi Hatsepshut
er eitt glæsilegasta grafhýsi sem fundist hefur.
líklegt þykir að hún hafi hannað bygginguna.
Abu Simbel
eru tvö gríðarstór hof í S-Egyptalandi. Þau voru gerð á valdatíma Ramesses II og eiga að tákna hann og konu hans Nefertari.
Ramesses II hinn mikli
er talinn dáðasti faraó Egyptalands. Hann ríkti í 66 ár og dó níræður að aldri. Ramesses átti 200 konur og frillur og yfir 100 börn. Hann er þekktur fyrir byggingarframkvæmdir og var mikill herleiðtogi.
Cartouche
er eins konar rammi sem var settur utan um nafn konungs í egypsku híeróglýfri.
Karnak
er samansafn margra hofa, kapella og annarra bygginga í Egyptalandi. Byggingarhófust á valdatíð Senusret I en voru flestar byggðar á Nýríkistímanum.
Hypostyle
Súlnagöng
Gata Sfinxanna
Var þriggja kílómetra gata sem tengdi hofin Luxor og Karnak og var skreytt með 1350 Sfinx-styttum.
Kom Ombo
er bær í Egyptalandi. Í honum má finna súlnasal (hypostyle hall) og á vegg aðalhofsins má sjá mynd af Kleópötru VII.
Amarna-tíminn
var á 14. öld f.Kr. og valdatíð Akhenatens farós (Amenófis IV). Á Amarna-tímanum urðu einu breytingarnar utan ramma hefðbundnar egypskrar listar en það kom í kjölfar þess að Akhenaten tók upp nýja trú og fékk fólk til þess að trúa á guðinn Aton, sem gekk þó ekki of vel. Hann rauf íhaldssemina og í list á þessum tíma gætir meiri mýktar og afslöppunar. Listamenn voru í meiri metum en áður og gæti hugsanlega hafa komið til krítverskra áhrifa.
Akhenaten faraó
var faraó af 18. konungsætt. Hann tók við krúnunni 1353 f.Kr. og reis gegn fjölgyðistrúnni með því að boða eingyðistrú þar sem guðinn Aten, sólarguð, var sá eini sem mátti dýrka.
Hann stofnaði borgina Akhetaten og á valdatíð hans urðu fyrst breytingar á egypskri list þó hún hefði fallið að mestu aftur í sama horf eftir valdatíð hans.
Eiginkona hans var hin víðfræga Nefertiti sem er talin hafa verið jafnfögur og hann var ófríður.
Á myndum sýndist hann oft ófríður og sýndi fram á einkennilegan líkamsvöxt sinn.

Múmíuportrett
Eru málaðar myndir sem hafa fundist í seinnitíma egypskum gröfum. Þær eru líklega undanfari portrettmynda.
KV5
er stærsta gröfin í Konungadalnum. Hún var gerð fyrir syni Ramessesar II og hefur yfir 130 herbergi.
KV62
gröf Tutankhamuns
Howard Carter og Lord Carnarvon
Lord Carnarvon var maðurinn sem stóð á bakvið leiðangurinn sem varð til að gröf Tutankhamuns fannst. Þar var Howard Carter í forsvari.
Tutankhamun
var sonur og eftirmaður Akhenatens. Hann ríkti frá 9 ára aldri og lést á milli 18 ára og tvítugs. Hann var fæddur um 1341 f.Kr. Hann giftist hálfsystur sinni Ankhesenamun og ríkti á tímum 18. konungsættarinnar. Árið 1922 fannst gröf hans í Konungadalnum sem er eina faraóagröfin sem fundist hefur heil og er enn einn stærsti fornleifafundur allra tíma.
Meðal hluta sem fundust í gröf hans voru skartgripir, hásæti, stríðsvagnar, legubekkir og kistur ásamt mörgu fleiru.
?

Gríma Tutankhamuns. Hún er úr skíragulli og steininum lapis lazuli.
Rishi-skreyting
er fjaðurskreyting sem var á neðri hluta einnar af innri líkkistum Tutankhamuns.
“Því við erum elskendur fegurðarinnar, en samt einfaldleikans og við ræktum hugann án þess að tapa karlmennskunni, við erum skóli Aþenu.”
Pericles, herleiðtogi Aþenubúa.