EGYPTALAND: Almennt Flashcards
Híeróglýfur
Myndletur Egypta. Það inniheldur yfir 700 tákn og tekur um 10 ár að læra.
Rósettusteinninn
Er úrskurður skrifaður á þremur tungumálum. Jean Francois Champollion réði myndletrið.
Skrifarar
voru skrautskrifarar, heimspekimenn, fræðimenn og vísindamenn og vernduðu þeir og mótuðu egypska menningu.
Qenhikhopsef
var skrifari.
Mastaba
(þýðir hús eilífðarinnar) er grafhýsi með flötu þaki og er undanfari hina frægu pýramída.
Imhotep
Arkitekt og faðir læknisfræðinnar 2980 f.Kr.
Hvað heitir þessi pýramídi?
![](https://s3.amazonaws.com/brainscape-prod/system/cm/227/273/494/q_image_thumb.jpg?1512927538)
Þetta er stallapýramídi Zósers faraós í Saqqarah. Hann var reistur af Imhotep um 2700 f.Kr.
Hvað heitir þessi pýramídi?
![](https://s3.amazonaws.com/brainscape-prod/system/cm/227/273/840/q_image_thumb.jpg?1512927635)
Bent-pýramídinn í Dashur.
Hvað heita pýramídarnir þrír í Giza?
Menkaure, Khufu og Khafre.
(Talið er að pýramídarnir hafi verið reistir af þremur kynslóðum faraóa: Khufu var faðir Khafre og Menkaure var sonur hans).
Smíði pýramídanna
Pýramídarnir voru að mestu gerðir úr granít og voru hnullungarnir fluttir á prömmum tugi kílómetra úr grjótnámum handan við Níl. Þeir eru nákvæmlega höggnir sem er einstakt því einungis þekktust bronsáhöld á þessum tíma. Þeir voru líklega reistir af verkamönnum sem fengu í staðinn mat og húsnæði.
Það tók u.þ.b. 23 ár að byggja einn pýramída og voru þeir í lokin þaktir skjannahvítu kalki og gull sett á topp þeirra.
Af hverjum er styttan sem um ræðir?
![](https://s3.amazonaws.com/brainscape-prod/system/cm/227/275/348/q_image_thumb.jpg?1512927933)
Menkaure og drottningu hans Khamerernebty
Bók hinna dauðu
Oft skipt upp í fjóra hluta
- Hinn látni fer inn í grafhýsið, niður í undirheima og líkaminn endurheimtir mátt hreyfingar og máls.
- Útskýringar á goðsögulegum uppruna og staða. Hinir látnu lífgaðir við svo þeir geti endurlífgast með morgunsólinni.
- Hinn látni ferðast þvert yfir heiminn með sólarvagninum.
- Eftir að hafa verið veitt uppreist æru, öðlast hinn látni mátt til að vera einn af guðunum.
Efni til múmíugerðar:
Lín, laukur, leir, trjákvoða og býflugnavax svo fátt eitt sé nefnt.
Hvað tók líksmurning múmía marga daga?
um 40-70 daga.
Canopic-krukkur
voru krukkur sem notaðar voru til þess að geyma líffæri faraóa. Lifur, garnir, magi og lungu fjarlægð. Heilinn ekki talinn mikilvægur svo honum var líklega hent.
Hapy (bavíanahöfuð) á Canopic-krukkum
verndari lungnanna.
Duamutef (sjakalahöfuð) á Canopic-krukkum
verndari magans
Imsety (mannshöfuð) á Canopic-krukkum
Verndari lifrinnar.
Qebekh Sennuef (fálkahöfuð) á Canopic-krukkum
Verndari garnanna.